Morgunblaðið - 01.06.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.06.2001, Blaðsíða 20
LANDIÐ 20 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ LEIKSKÓLINN Barnabær á Blönduósi hélt um helgina upp á 20 ára afmæli sitt í félagsheimilinu á Blönduósi að viðstöddu fjölmenni. Dagskrá hátíðarinnar var fjöl- breytt, þulur fluttar og mikið sung- ið og saga skólans rakin í stuttu máli af starfsmönnum leikskólans. Saga leikskóla á Blönduósi hófst reyndar í grunnskóla Blönduóss sumarið 1972 og var leikskólinn ein- ungis starfræktur á sumrin fyrstu árin. Frá árinu 1975 hefur verið starfræktur leikskóli allt árið. Það var svo í maí 1981 að leikskólinn flutti í það húsnæði sem hann er í núna og eru starfandi þrjár deildir. Skólastjóri leikskólans Barna- bæjar er Anna M. Arnardóttir en Sigurlaug Hermannsdóttir var fyrsti leikskólastjóri á Blönduósi og sendi hún samkomunni hlýjar kveðj- ur þar eð hún gat ekki verið við- stödd. Það kom fram í máli Önnu leikskólastjóra að skólinn á sér þann draum að eignast stóra og að- gengilega rennibraut fyrir yngstu börnin og sá draumur er ekki í mikl- um fjarska því Skúli Þórðarson bæj- arstjóri færði leikskólanum hálfa milljón króna að gjöf í tilefni tíma- mótanna. Ljóst er að mörg fyrirtæki og félagasamtök í sýslunni ætla að leggja sitt af mörkum svo þessi draumur geti orðið að veruleika. Haldið upp á 20 ára afmælið Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Börnin sem eiga að byrja í grunnskóla í haust fengu útskriftarhúfur og skjöl. Börnin á Hólabæ fluttu þuluna „Þumalfingur er mamma“. Blönduós Leikskólinn Barna- bær á Blönduósi SÚ hefð hefur komist á í Drangs- nesskóla að taka einn vordag til gróðursetningar. Í ár voru gróður- settar 300 trjáplöntur ofan við Drangsnes. Leikskólinn á Drangsnesi slóst með í för og aðstoðuðu leikskóla- börnin við gróðursetninguna. Tókst sú samvinna með ágætum og voru þau ekki lengi að ljúka verk- inu. Ekki eyðilagði það stemmn- inguna hjá krökkunum að þau máttu hafa með sér nammi í nesti og einhverjir kannski haft meiri áhuga á því en trjáplöntunum, a.m.k. þau yngstu. Síðan var farið í leiki og var mikið gaman hjá leik- skólabörnunum að fá að leika sér við stóru krakkana í skólanum. Morgunblaðið/Jenný Jensdóttir Hópur barna sem tók þátt í gróðursetningunni. Gróðursetningardagur hjá Drangsnesskóla Drangsnes STEINUNN Pálsdóttir er umsjón- armaður Skallagrímsgarðs og er þetta áttunda vorið sem hún hreins- ar og snyrtir beðin, fjarlægir rusl og undirbýr garðyrkjustörf sumarsins. Þegar skólanum lýkur fær hún 5–6 unglinga sér til aðstoðar sem hún verkstýrir í sumar. Steinunn segir að sér finnist gam- an að vinna í garðinum en það sé pirrandi þegar verið er að skemma, eins og því miður hefur gerst í Skallagrímsgarði. Búið er að skemma gosbrunn sem var í garð- inum, brjóta öll ljós og eitthvað er um að plöntur séu rifnar upp og trjá- greinar brotnar. Hún myndi vilja að garðurinn væri girtur þannig að skemmdarvargar ættu ekki eins greiða leið inn í hann. Garðurinn kemur gróðurfarslega vel út eftir veturinn, og eru skemmdir af völd- um kals eða veðurs litlar sem engar. Skallagrímsgarður er sannkölluð perla í hjarta Borgarness. Upphafs- maður garðsins var Friðrik Þor- valdsson (1896–1983) en hann af- henti kvenfélagskonum garðinn árið 1938 og sáu þær um ræktun til ársins 1989 undir stjórn Geirlaugar Jóns- dóttur. Frá þeim tíma hefur sveit- arfélagið séð um garðinn. Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Steinunn Pálsdóttir við vorverkin. Vorverkin hafin í Skallagrímsgarði Borgarnes SVANDÍS Egilsdóttir, myndlistar- maður og kennari við grunnskóla Mýrdælinga, opnaði sýningu á verk- um sínum í Halldórskaffi í Bryddebúð í Vík. Sýningin stendur frá 25. maí til 30. júní. Á henni eru sýnd 19 olíumálverk og skúlptúrar sem flest hafa verið unnin í vetur og er innblásturinn sótt- ur í hina stórfenglegu náttúru Mýr- dalsins. Nálægð við úthafið, jökulinn, eldstöðina og grasi gróna hamraveggi hefur haft mikil áhrif á myndsköp- unina. Þetta er fyrsta einkasýning Svan- dísar hér á landi, en hún hefur áður haldið einkasýningu og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum í Dan- mörku og í Bandaríkjunum þar sem hún dvaldi við nám og starfaði við myndlist. Öll verkin á sýningunni eru til sölu. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Svandís við myndina Nær í Halldórskaffi. Myndlist- arsýning í Halldórs- kaffi í Vík Fagridalur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.