Morgunblaðið - 06.06.2001, Side 6

Morgunblaðið - 06.06.2001, Side 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ KAJAKRÆÐARAR fjölmenntu í Stykkishólm um hvítasunnuhelg- ina til að taka þátt í Sjókajakmóti Eiríks rauða. Þegar mest var voru tæplega fimmtíu kajakar á sjó með nokkru fleiri ræðara þar sem sumir reru á tveggja manna bát- um, þeirra á meðal blaðamaður Morgunblaðsins. Ferðaskrifstofan Ultima Thule hélt mótið sem var haldið í annað sinn en áður höfðu verið haldin sjókajakmót í Flóka- lundi en af skiljanlegum ástæðum voru þau kennd við landnáms- manninn Flóka Vilgerðarson. Veður var ekki eins og best verður á kosið en kajakmenn- og konur létu það ekki hamla för. Flestir héldu sig þó nærri landi og frestuðu því að kanna eyjarnar í Breiðafirði sem munu vera ótelj- andi. Fjörðurinn telst reyndar vera einn af allra skemmtilegustu áfangastöðum þeirra sem róa sjókajak hér við land. Þeim hefur farið ört fjölgandi undanfarin ár og aldrei sem nú í vetur og vor. Þeir Pétur Gíslason, gjarnan kenndur við Hvammsvík í Hval- firði, og Sigurjón Þórðarson hafa lengi lagt stund á sjókajakróður. Þeir eru sammála um að við Ísland séu afar skemmtilegar aðstæður til þess að ferðast um á sjókajak. Landið er vogskorið mjög og kaj- akræðarar þurfa lítið að sigla yfir opið haf. Þá eru straumar ekki teljandi nema þá helst í Breiða- firðinum. Því er kannski ekki að undra þótt sjókajakróður hafi náð slíkum vinsældum. „Svo er þetta heldur meiri lúxus en gönguferð. Það er hægt að ferðast með meiri stæl,“ segir Pétur en mun meiri búnaður kemst í sjókajaka en í bakboka göngumannsins. „Þetta er líka afskaplega góð þjálfun. Maður tekur á öllum líkamanum. Ef maður beitir sér rétt við róð- urinn þá er maður að nýta býsna marga vöðva.“ Öruggt farartæki sé rétt farið að Þeir Pétur og Sigurjón segja kajakinn mjög öruggt farartæki, sé rétt farið að, en sjókajakróður geti að sama skapi verið lífshættu- legur. „Þetta er hættulegt, það er engin spurning, það er að segja þú getur lent í hættulegum aðstæðum úti á sjó. Sjórinn núna er um sex og hálf gráða og maður þolir ekki lengi við í slíkum aðstæðum, of- kælingin sækir hratt að þér. Það að kunna ekki grunnatriðið til að koma sér upp úr sjónum og grunn- aðferðir við að eiga bát og róa honum gerir þennan leik mjög hættulegan,“ segir Sigurjón. „Sem betur fer eru margir að hugsa um það þannig. Það hefur til dæmis verið mjög mikil ásókn í námskeið, allt að hundraðföld, í vor og í vetur,“ segir Pétur en báðir brýna þeir fyrir þeim sem hyggjast stunda róður að sækja námskeið. Sprettróður í höfninni Á mánudaginn var keppt í sprettróðri í höfninni í Stykk- ishólmi. Í kvennaflokki bar Hólm- arinn Ásthildur Sturludóttir sigur úr býtum en haft var á orði að heimavöllurinn hefði reynst henni drjúgur. Elísabet Guðjónsdóttir varð önnur í mark en Ingileif Auð- unsdóttir vermdi þriðja sætið og þótti fullsæmd af. Keppnin í karlaflokki var ekki síður hörð en þar voru keppendur heldur fleiri. Óttar Kjartansson reyndist fremstur meðal jafningja en heimavöllurinn dugði ekki Þor- steini Sigurlaugssyni til sigurs og varð hann að sætta sig við annað sætið. Þriðja besta tímann átti Gunnar Tryggvason. Sjókajakmót Eiríks rauða haldið í Stykkishólmi um hvítasunnuhelgina Keppendur í sprettróðrinum bíða eftir að röðin komi að þeim. Pétur Gíslason, Sigurjón Þórðarson og Kristinn Örn Sigurjónsson. Fimmtíu kajakar á ferð um Breiðafjörðinn Morgunblaðið/Rúnar ALLS voru komnir tíu laxar á land úr Þverá í Borgarfirði á hádegi í gær, en veiði í henni hófst á mánu- dagsmorgun. Þá veiddust sex laxar. Í gær var kominn skítakuldi og snjó- koma í Þverárhlíðinni að sögn Jóns Ólafssonar, eins leigutaka árinnar. Kirkjustrengur hefur verið gjöf- ulasti veiðistaðurinn þessar fyrstu vaktir og einnig hefur verið líflegt í Kaðalstaðahyljum. Laxarnir hafa flestir verið 8-10 punda, en í gær- morgun veiddust tveir 11 punda og eru þeir hinir stærstu það sem af er. Jón Ólafsson setti þó í einn mun stærri í Kaðalstaðahyljum í gærdag. „Þetta var mikil skepna sem ég réði bara ekki við. Hefði ég verið með 30 punda línu hefði ég haft hann, en ég var með 20 punda línu og hún var bara orðin ónýt eftir atganginn. Ég var á annan klukkutíma með tröllið og gekk á ýmsu, meðal annars hljóp laxinn á land hinu megin árinnar og þar spriklaði hann um stund, en stökk svo út í aftur. Ég tel að þessi fiskur hafi verið vel yfir 20 pundum og ég er mjög ósáttur við sjálfan mig yfir því hvernig fór. Ég gerði afdrifa- rík mistök og hef verið að taka sjálf- an mig í gegn. Þó er ég ánægður með að hafa lent í þessu ævintýri,“ sagði Jón í samtali við Morgunblaðið. Kjarrá, efri hluti Þverár, verður opnuð í fyrramálið og sagðist Jón reikna með að áin væri veiðileg þar efra. „Skilyrði eru góð og engar hömlur á laxinum hérna niður frá. Það verður örugglega góð opnun í Kjarrá,“ sagði Jón. Stjórnin með 26 stykki Stjórn SVFR veiddi alls 26 laxa á tveimur og hálfum degi og hollið sem tók við var komið með 9 laxa eftir fyrsta daginn. Það er því vel viðun- andi byrjun í Norðurá og taldi Bjarni, Júlíusson stjórnarmaður í SVFR, að þetta væri nærri meðal- veiði í opnun síðastliðin 20 ár. „Þetta lítur virkilega vel út og því synd að áin skuli ekki vera fullseld á næstu dögum,“ sagði Árni Eyjólfsson, stjórnarmaður í SVFR. Þverá byrjar vel Morgunblaðið/Guðmundur Guðjónsson Ingvar Vilhjálmsson og Anna Ottósdóttir með þrjá 8–9 punda laxa úr Kaðalstaðahyl í Þverá á mánudagsmorguninn. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? LÖGREGLAN á Hvolsvelli og Sel- fossi gerði á sunnudagsmorgun tals- verða leit að bifreið sem sögð var á hvolfi fyrir utan veg og að ökumað- urinn væri enn í bílnum. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu fór sá sem tilkynnti slysið af vettvangi án þess að huga að líðan ökumanns. Þá hefur hann verið illa kunnugur staðháttum en leiðbein- ingar sem hann gaf lögreglu voru ekki betri en svo að það tók lögregl- una um tvo klukkutíma að finna bíl- inn. Ökumaður hans reyndist lítt slasaður en kenndi eymsla í hálsi og var honum ekið á heilsugæslustöð- ina á Hvolsvelli. Tilkynnt var um slysið til Neyð- arlínu sem gaf þeim sem hringdi samband við lögregluna á Selfossi, enda sagði hann að bíllinn væri á hvolfi fyrir utan Árbæjarveg í Ölf- usi. Enginn bíll fannst þar og var þá haft samband við lögregluna á Hvolsvelli sem hóf leitina á Árbæj- arbraut í Holta- og Landsveit. Þar fannst enginn bíll og var leitinni haldið áfram. Bíllinn fannst síðan á hvolfi rétt utan Landvegar, sunnan við veginn að Næfurholti, klukkan rétt rúmlega tíu. Þá voru um þrjár klukkustundir frá því bíllinn valt. Ökumanninum hafði þá tekist að láta aðstandendur vita af slysinu og voru þeir lagðir af stað honum til að- stoðar. Lögreglan á Hvolsvelli segir að sá sem tilkynnti slysið hafi orðið skelk- aður og því farið af vettvangi. Refsivert er að yfirgefa slysstað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um framhald málsins. Fyrr um nóttina var bíl ekið út af Landvegi. Ökumaður slapp með minniháttar meiðsl. Tilkynnti slys en yfirgaf síðan vettvang Tvær klukkustundir tók að finna slysstaðinn TVÆR umsóknir bárust um emb- ætti skólameistara Menntaskólans á Ísafirði en umsóknarfrestur rann út á föstudag. Þær voru frá Ólínu Þor- varðardóttur, doktor í þjóðfræði, og Ásgerði Bergsdóttur, sem hefur BA- próf í íslensku auk kennsluréttinda frá Háskóla Íslands og sérstaks prófs til kennslu nýbúa. Umsóknirnar verða sendar skóla- nefnd til umsagnar og skipar menntamálaráðherra skólameistara til fimm ára í senn að fenginni tillögu skólanefndar. Fráfarandi skólameistari er Björn Teitsson en hann hefur gegnt emb- ættinu í 21 ár. Hann mun flytjast til Akureyrar og starfa þar við kennslu. Tvær sækja um embætti skólameist- ara MÍ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.