Morgunblaðið - 06.06.2001, Side 12
FRÉTTIR
12 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
TVEIR af fjórum íslenskum efnaframleiðendum,
sem áttu vörur á innkaupalista varnarliðsins,
notuðu nonyl-etoxýlöt. Samkvæmt svokölluðu
OSPAR-samkomulagi, sem Íslendingar eiga að-
ild að, er kveðið á um að dregið verði úr notkun
efnanna og þrátt fyrir tilmæli um að notkun
þeirra til iðnaðarnota verði alfarið hætt á þessu
ári reyndust þessi efni enn vera í vörum frá
Frigg ehf. og Sámur-Hreinn ehf.
Rannsóknir hafa leitt í ljós að nonylfenól, sem
er eitt niðurbrotsefnanna, og nonylfenóletoxýlöt
hafa svipuð áhrif og kvenhormóninn estrogen og
geta efnin þannig haft alvarleg áhrif á frjósemi
dýra og manna.
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja hefur allt frá
1986 haft umsjón með umhverfiseftirliti á varn-
arsvæðinu. Heilbrigðiseftirlitið ákvað að gera út-
tekt á notkun nonylfenól-etoxýlötum á Keflavík-
urflugvelli, ekki síst í ljósi þess að mikið er notað
af umræddum efnum í Bandaríkjunum. Úttektin
fór þannig fram að Heilbrigðiseftirlitið kannaði
íslenskar vörur sem varnarliðið kaupir en um-
hverfisdeild varnarliðsins kannaði hvort vörur
sem varnarliðið flytur inn sjálft innihaldi um-
rædd efni.
Frá íslenskum og erlendum
framleiðendum
Íslenskir framleiðendur á innkaupalista varn-
arliðsins voru Frigg ehf., Sjöfn hf., Sámur-
Hreinn ehf. og Mjöll ehf. Efni frá Frigg ehf. og
Sám-Hreini reyndust innihalda nonýlfenóletox-
ýlöt, þ.e. alls tíu gerðir efna frá Frigg en aðeins
eitt frá Sám-Hreini. Fimm gerðir efna frá þrem-
ur erlendum framleiðendum á innkaupalista
varnarliðsins reyndust innihalda efnið.
Samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðiseftir-
liti Suðurnesja vinnur það nú að því í samvinnu
við umhverfisdeild varnarliðsins að stöðva notk-
un á umræddum sápum og finna heppilegri efni í
stað þeirra. Samkvæmt Heilbrigðiseftirlitinu
notar Sjöfn hf. ekki nonýlfenóletoxýlöt í sínar
vörur og Mjöll ehf. aðeins í sérhæfð iðnaðar-
hreinsiefni sem framleidd eru eftir sérpöntunum.
Íslensku framleiðendurnir nota þessi efni í tjöru-
hreinsa, þ.e. Frigg og Sámur-Hreinn en þeir
bjóða jafnframt tjöruhreinsa sem innihalda ekki
umrædd efni. Þá kom fram að Sámur-Hreinn
getur framleitt Sám 2000 extra án nónýlfenóls sé
þess óskað.
Samkvæmt upplýsingum frá Hollustuvernd
ríkisins, sem hefur umsjón með OSPAR-sam-
komulaginu fyrir hönd íslenskra stjórnvalda, átti
samkvæmt tilmælum samkomulagsins að hætta
að nota nonylfenól í efnum til almenningsnota
árið 1995 og alfarið árið 2000. Þau fyrirtæki sem
hafa selt þessi efni til iðnaðarnota á síðasta ári
hafi því ekki brotið gegn tilmælunum. Á tilmælin
reynir því fyrst á þessu ári hvað iðnaðarnot
varðar. Líklegt er að aðilar að OSPAR verði
krafnir um skýrslu um framkvæmd tilmælanna.
Hyggst Hollustuvernd kanna stöðu mála hvað
þetta varðar hér á landi.
Niðurbrotsefni í hreinsivör-
um á íslenskum markaði
SAMTÖKIN Gróður fyrir fólk í
landnámi Ingólfs kynntu í gær upp-
græðsluverkefni undir slagorðinu
„Við setjum trukk í uppgræðslu“
,sem unnið verður að í nágrenniLitlu
kaffistofunnar við Suðurlandsveg.
Uppgræðslusvæðið nær frá Lækjar-
botnum austur að rótum Hellisheið-
ar, að sögn Björns Guðbrands Jóns-
sonar, framkvæmdastjóra
samtakanna.
„Við leggjum áherslu á fjögur
svæði sem eru Lækjarbotnar, Sand-
skeið, Bolalda og Kolviðarhóll. Sum
staðar er hraunið mosavaxið og
gróður í góðu ástandi en annars stað-
ar, t.d. í Bolöldu eru víða áberandi
uppblásnir melar og rofabörð. Þar
verður mannshöndin að grípa inn í til
að reyna að snúa þróuninni við og
koma í veg fyrir frekari hnignun
svæðisins.“
Sá grasfræjum, planta
trjám og dreifa hrossataði
Verkefnið verður unnið í samstarfi
við Olís, Íslenska aðalverktaka og
Gámaþjónustuna og Vinnuskóla
Reykjavíkur og Kópavogs. „Í vinnu-
skólunum hafa verið myndaðir hópar
ungmenna sem munu vinna að verk-
efnum samtakanna í sumar. Þau
munu sá í rofabörð og bera í þau
áburð, planta trjám og tína rusl þar
sem þörf er á.“ Einnig er vélræn
dreifing notuð við uppgræðsluna.
„Við höfum öfluga dráttarvél og
dreifara til að dreifa grasfræjum og
áburði sem er fenginn úr lífrænum
úrgangsefnum, aðallega hrossataði.“
Hann segir að þetta sé í fyrsta skipti
sem samtökin starfa í samvinnu við
vinnuskólana tvo en síðastliðin fjög-
ur ár hefur vinnuskóli Landsvirkj-
unar tekið þátt í verkefnum á vegum
samtakanna. Verkefnið var kynnt í
Litlu kaffistofunni í gær á umhverf-
isdegi Sameinuðu þjóðanna sem
haldinn er 5. júní ár hvert. Umhverf-
isráðherra, Siv Friðleifsdóttir, af-
hjúpaði skilti þar sem uppgræðslu-
áætlunin er kynnt og mun það
framvegis standa við Litlu kaffistof-
una til kynningar fyrir vegfarendur.
Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs efnir til herferðar við Litlu kaffistofuna
Morgunblaðið/Arnaldur
Umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, afhjúpaði skilti þar sem upp-
græðsluáætlunin er kynnt og mun það framvegis standa við Litlu kaffi-
stofuna til kynningar fyrir vegfarendur.
Fá ungmenni
úr vinnuskólum
í lið með sér
STÓR gámaflutningabíll valt á hlið-
ina í erfiðri beygju neðst í Náma-
skarði að austanverðu síðdegis í
fyrradag. Bílstjórinn var fluttur til
Akureyrar með sjúkrabíl en mun
ekki vera alvarlega slasaður.
Bíllinn var að koma að austan
með fullfermi í stórum gámi og hef-
ur þungur farmurinn tekið ráðin af
ökumanninum og lagt bílinn á hlið-
ina þegar kom í þessa kröppu
beygju sem er mjög erfið og vara-
söm, því aðdragandi hennar er
langur beinn vegur en beygjan sjálf
mjög kröpp.
Morgunblaðið/BFH
Björgunarsveitarmenn halda uppi umferðarstjórn og bíða þess að öflugur krani komi til að lyfta bíl, drátt-
arvagni og gámi upp á veg aftur.
Bílvelta austan í Námaskarði
VALGERÐUR Sverrisdóttir við-
skiptaráðherra sagði á aðalfundi
Landssamtaka lífeyrissjóða í síðustu
viku að engin sátt ríkti í samfélaginu
um það fyrirkomulag sem ríkti varð-
andi val á mönnum í stjórn lífeyr-
issjóðanna.
„Þótt ágæt sátt hafi náðst um
setningu laga um skyldutryggingu
lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyr-
issjóða er líklegt að einstakir hlutar
laganna verði áfram mjög til um-
ræðu. Þannig er líklegt að heimildir
til fjárfestingarstefnu verði áfram til
umræðu og þá ekki síður umræða
um áhrif eða áhrifaleysi hins al-
menna sjóðfélaga og hvernig staðið
er að vali á stjórnarmönnum. Um
þessi atriði ríkir ekki sátt,“ sagði við-
skiptaráðherra á fundinum.
Stjórn Landssamtaka lífeyris-
sjóða var endurkjörin á fundinum.
Þórir Hermannsson var sömuleiðis
endurkjörinn formaður Landssam-
taka lífeyrissjóða.
Viðskiptaráðherra
á aðalfundi LL
Ekki sátt um
kjör stjórna
lífeyrissjóða
SAMÞYKKT var á aðalfundi
mæðrastyrksnefndar fyrir helgi
að nefndarkonur endurgreiddu
kostnað sem nefndin hafði af sól-
arlandaferð sem farin var fyrr á
þessu ári. Ásgerður J. Flosadótt-
ir, formaður mæðrastyrksnefnd-
ar, sagði að konurnar myndu end-
urgreiða kostnaðinn eftir efnum
og ástæðum, en sumar þeirra
væru fullorðnar og einu tekjur
þeirra væru ellilaun.
Sjö konur í mæðrastyrksnefnd
fóru í ferðina og var kostnaður
nefndarinnar 40 þúsund krónur á
mann. Konurnar sem ekki komust
með í ferðina fengu einnig greidd-
ar 40 þúsund krónur og var heild-
arkostnaður því um 400 þúsund.
Konurnar sem ekki fóru í ferðina
höfðu áður endurgreitt það sem
þær fengu og það ætla hinar kon-
urnar einnig að gera.
Ásgerður sagði að á aðalfundi
nefndarinnar hefði komið fram
það sjónarmið að harma bæri þá
neikvæðu umfjöllun sem orðið
hefði um mæðrastyrksnefnd á síð-
ustu dögum. Hún sagðist á fund-
inum hafa boðist til að segja af sér
formennsku í nefndinni þar sem
hún hefði átt hugmyndina að því
að fara umrædda ferð. Ásgerður
sagði að aðrar konur í stjórninni
hefðu lagt hart að sér að halda
áfram störfum fyrir nefndina og
hefði hún fallist á það. Konurnar
hefðu lýst því afdráttarlaust yfir
að ef formaðurinn segði af sér
myndu þær gera það einnig.
Ásgerður sagði að vandséð væri
hvernig nefndin gæti haldið áfram
starfsemi ef stjórnin hefði öll sagt
af sér og reynsla og þekking
þeirra sem í henni hefðu starfað í
mörg ár og áratugi hefði þar með
horfið á braut. Niðurstaðan hefði
því orðið sú að stjórnin héldi öll
áfram störfum. Hún kvaðst vona
að mæðrastyrksnefnd tækist að
vinna sig út úr þeirri neikvæðu
umræðu sem hefði verið um
nefndina og friður kæmist á störf
hennar.
Aðalfundur mæðrastyrksnefndar
Nefndarkonur
endurgreiddu
ferðina
FJÓRIR prestar hafa sótt um starf
sóknarprests í Víðistaðaprestakalli í
Kjalarnesprófastsdæmi, en um-
sóknarfrestur rann út 1. júní. Um-
sækjendur eru sr. Arnaldur Bárð-
arson prestur á Hálsi í Fnjóskadal,
sr. Bragi J. Ingibergsson, prestur á
Siglufirði, sr. Hulda Hrönn M.
Helgadóttir prestur í Hrísey og sr.
Þórhallur Heimisson prestur í
Hafnarfirði.
Að sögn Ragnhildar Benedikts-
dóttur hjá Biskupsstofu er fjöldi
umsókna nokkurn veginn í sam-
ræmi við það sem búist var við hjá
embættinu. Ráðið verður í stöðuna
frá 1. september næstkomandi en
ráðherra skipar í embættið eftir að
valnefnd hefur gert tillögu að ráðn-
ingu.
Í sumar verða tvö prestsembætti
auglýst laus til umsóknar, annað á
Patreksfirði og hitt á Kolfreyjustað
á Fáskrúðsfirði.
Fjórir sækjast
eftir Víðistaða-
prestakalli