Morgunblaðið - 06.06.2001, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 06.06.2001, Qupperneq 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001 13 FEGURSTU BORGIR HEIMS: RIÓ-BUENOS AIRES og IGUAZU Nokkur viðbótarsæti á afsláttarkjörum aðeins til 7. júní. Hvað er ódýrt? Fargjöld með GO TIL LONDON þykja góð. Fargjald HEIMSKLÚBBSINS til BUENOS AIRES er miklu lægra, aðeins 5 kr. sætiskm með góðri GISTINGU, MORGUNVERÐI OG FARARSTJÓRN INNIFALIÐ Í VERÐINU Í 11 DAGA FERÐ. PÖNTUNARSÍMI 56 20 400 Ferð aldamótaársins SUÐUR-AMERÍKA Á BESTA ÁRSTÍMA 14.-24. NÓV. TVEIR landselskópar litu dagsins ljós í Húsdýragarðinum í Laugardal um helgina. Annar fæddist á föstu- dagsmorgun en hinn seinni kom í heiminn á mánudag. Kópunum ný- fæddu heilsast vel og eru þeir strax farnir að svamla um. Fjöldi fólks lagði leið sína í garðinn um þessa hvítasunnuhelgi og vöktu kóparnir mikla lukku viðstaddra. Í Hús- dýragarðinum búa nú sex selir; tveir kópar, tvær urtur og tveir brimlar. Landselskópar eða vorkópar eins og þeir eru kallaðir eru um 1 m á lengd við kæpingu og vega um 15 kg. Þeir kasta hvítum fósturhárunum þegar í móðurkviði og fæðast í gráum hár- um. Ekki er algengt að selir kæpi í dýragörðum en tveir kópar fæddust einnig í Húsdýragarðinum í Laug- ardal í fyrra og er það til vitnis um hversu ánægðir selirnir eru þar. Morgunblaðið/Jim Smart Nýbökuð móðir hugar að afkvæmi sínu en kópurinn sá arna kom í heiminn á föstudag. Fjölgun í selafjölskyldunni Laugardalur BORGARRÁÐ samþykkti í gær að skipa þriggja manna starfshóp til að meta hug- myndir um stofnun sjóm- injasafns í Reykjavík. Borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokks lögðu nýlega til í borgarstjórn að Reykjavík- urborg beitti sér fyrir stofn- un og rekstri sjóminjasafns Reykjavíkur á hafnarsvæð- inu eða í nágrenni þess. Í greinargerð með tillögunni segir að á undanförnum ár- um og áratugum hafi ýmsir menningarsögulegir munir tengdir sjósókn frá Reykja- vík farið forgörðum. Brýnt sé að borgin komi sér upp sjóminjasafni sem myndi treysta stöðu miðborgarinn- ar og verða um leið aðdrátt- arafl fyrir innlenda og er- lenda ferðamenn. Í samþykkt borgarráðs segir að hópurinn, sem nú á að skoða hugmyndir um stofnun sjóminjasafns, eigi að meta raunhæfni hug- mynda sem fram hafa komið frá ýmsum aðilum á und- anförnum árum um stofnun sjóminjasafns. Eins á hóp- urinn að kanna hvað til er af munum og minjum sem tengjast sjósókn og hafnar- starfsemi og hvort áhugi sé fyrir því hjá hagsmunaaðil- um og ríkinu að koma að stofnun og rekstri slíks safns í Reykjavík. Þá á hóp- urinn að kanna kostnað við stofnun og rekstur slíks safns. Stofnun sjó- minjasafns í athugun Miðborg BÆJARSTJÓRN Mosfells- bæjar hefur afgreitt deili- skipulag fyrir miðbæjar- svæðið og hefur því verið vísað áfram til Skipulags- stofnunar til staðfestingar. Að sögn Eyjólfs Árna Rafnssonar, formanns skipu- lags- og byggingarnefndar, hefur fram að þessu ekki verið til formlegt deiliskipu- lag fyrir miðbæinn. Vinna við deiliskipulagið hófst í byrjun níunda áratugarins en þá var efnt til hugmyndasamkeppni um bestu tillöguna. Byggt ofan á verslunina 11/11 Skipulagið sem nú liggur fyrir felur í sér ýmsar breyt- ingar. Að sögn Eyjólfs er stefnt að því að ljúka smíði fjöl- býlishúss sem stendur á lóð Búnaðarbankans við Þver- holt. Þar á að byggja tvö endahús. Á skipulaginu er einnig bætt inn lóð fyrir kirkju sem hefur ekki verið þar formlega en var búið að lofa að hans sögn. Sömuleiðis er gert ráð fyrir viðbótar- byggingu við dvalarheimili aldraðra og íbúðum fyrir aldraða auk stækkunar á leikskólanum Hlíð. Einnig er gert ráð fyrir nokkrum nýbyggingum á svæðinu, m.a. á að reisa byggingu ofan á núverandi verslunarhúsnæði 11/11. Þrjár nýjar byggingar í Háholtinu Í greinargerð sem unnin var af Teiknistofu Guðrúnar Jónsdóttur fyrir Mosfellsbæ er svæðinu sem um ræðir skipt upp í sex hluta. Svæði nr. 1 tekur til Há- holts 16–24. Gert er ráð fyrir að hús nr. 20 verði rifið með tíð og tíma. Á lóðinni má byggja þrjár byggingar en auk þess má byggja eina hæð ofan á hús nr. 24 eða rífa húsið og byggja þar 2 hæða byggingu af sömu stærð. Í greinar- gerðinni segir að markmið skipulagsins sé að ná fram fallegri og heillegri götu- mynd af nýju Háholti sem verslunar- og þjónustugötu. Svæði 2, sem nær yfir lóðir nr. 14 við Háholt og nr. 1 við Þverholt, er að mestu full- byggt nú þegar. Svæði 3 tekur yfir Urð- arholt 2–4. Stefnt er að byggingu húss samsíða Þverholti. Þá er gert ráð fyrir byggingarreit fyrir einnar hæðar viðbyggingu austan við núverandi bygg- ingar á lóðinni. Svæði 4 nær yfir lóðir nr. 13, 15 og 19 við Þverholt og lóð undir kirkju við Þverholt. Lengja á húsaröðina við Þverholt. Þá er fyrirhugað að reisa kirkju á svæði sem af- markast af Þverholti til norð- urs, Skeiðholti til vesturs, klapparsvæði til suðurs og torgi við enda göngugötu til austurs. Gert er ráð fyrir að húsið sem nú er á þessum stað hverfi en þar var áhaldahús bæjarins áður til húsa. Leikfélag Mosfellsbæj- ar hefur verið með aðstöðu þar og er fyrirhugað að koma þeirri starfsemi fyrir annars staðar. Ber að friðlýsa Klapparholtið Á svæði 5 er gert ráð fyrir íbúðum fyrir aldraða við Hlaðhamra og ónefnda götu. Þá er stefnt að því að reisa hjúkrunarheimili við Hlað- hamra 2. Loks er einnig ráð- gert að afmarka endanlega lóð fyrir leikskólann Hlíð og viðbyggingu við hann auk lóðar við leikskólann Hlað- hamra. Svæði 6 tekur yfir Klapp- arholtið svonefnda sem er holt í hjarta bæjarins með ís- aldarminjum. Samkvæmt áliti Náttúruverndar ríkisins ber að friðlýsa holtið. Að sögn Eyjólfs er mikil eftirspurn eftir byggingar- landi á þessum slóðum og mörg þeirra verkefna sem ráðist verður í löngu orðin tímabær. Deiliskipulag fyrir miðbæinn afgreitt í bæjarstjórn Ný lóð fyrir kirkju Mosfellsbær BÆJARRÁÐ Hafnar- fjarðar hefur samþykkt beiðni um aðstöðu fyrir tí- volí við Fjarðargötu. Tívolí hefur veriðstarfrækt á þessum slóðum nokkra daga á sumrin undanfarin ár. Tívolíið er breskt að uppruna og verður starf- rækt við Fjarðargötu dag- ana 28. júní – 1. júlí. Að því búnu verður það flutt til Reykjavíkur þar sem það mun standa við Hafnar- bakkann líkt og undanfarin ár. Að sögn Jörundar Guð- mundssonar, sem flytur tívolíið hingað til lands, verður það flutt til landsins í tveimur hlutum. Annar hlutinnkemur til landsins seinni hluta júnímánaðar og verður settur upp í Hafnarfirði. Hinn hluti þess kemur til landsins í byrjun júlí og verður sett- ur upp í Reykjavík auk tækjanna sem verða við Fjarðargötu. Alls vegur búnaðurinn um 380 tonn. „Það eru alltaf einhver ný tæki á hverju ári. Og verða kannski 3–4 í ár,“ segir Jörundur en á bilinu 20–30 manns koma hingað til lands í tengslum við tív- olíið. Jörundur segir ákveðna hefð hafa skapast í kring- um tívolíið. „Fólk bíður eft- ir þessu. Hringir mikið, bæði í mig og hafnaryfir- völd, og spyr hvenær við komum,“ segir hann. Tívolí við Fjarðargötu Hafnarfjörður Bæjarráð afgreiðir umsókn um tívolí Umhverfisviðurkenning Reykjavíkurborgar var af- hent í fimmta sinn í gær í Höfða á umhverfisdegi Sam- einuðu þjóðanna. Mjólk- ursamsalan hlaut verðlaunin að þessu sinni en fyrirtækið Umslag ehf. hlaut einnig til- nefningu. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri afhenti verðlaunin sem voru, auk viðurkenningarskjals, lista- verkið „Eldur“ eftir Huldu Hákon myndlistarmann. Það var umhverfis- og heilbrigðisnefnd Reykjavík- ur sem annaðist framkvæmd umhverfisviðurkenning- arinnar. Í ávarpi Kolbeins Óttarssonar Proppé, for- manns nefndarinnar, kom fram að við úthlutun verð- launanna hefði verið haft að leiðarljósi hvernig staðið væri að umhverfisstjórnun, framleiðslutækni, lágmörk- un úrgangs, mengunarvörn- um, vöruþróun, framlögum til umhverfismála auk að- búnaðar á vinnustað. Fram kom í áliti nefndarinnar að Mjólkursamsalan hefði leit- ast við að fylgja þessu mark- miðum eftir og náð góðum árangri á undanförnum ár- um. Morgunblaðið / Sverrir Guðlaugur Björgvinsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, tekur við „Eldinum“ úr hendi Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra. Mjólkur- samsalan fær um- hverfis- verðlaun Reykjavík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.