Morgunblaðið - 06.06.2001, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 06.06.2001, Qupperneq 16
Morgunblaðið/Helgi Það var kuldalegt um að litast í Ólafsfirði þegar bæjarbúar stigu fram úr rúmum sínum í gærmorgun. ÞAÐ var heldur hryssingslegt um að litast á Norðurlandi í gærmorg- un, enda hafði snjóað víða og hita- stigið farið niður undir og jafnvel niður fyrir frostmark. Snjóruðningsmenn Vegagerð- arinnar voru við snjómokstur í Vík- urskarði í allan gærdag og einnig festi snjó í Vatnsskarði og í hluta Húnavatnssýslna. Þá var Lágheiði alveg ófær í gær. Hins vegar var sumarfæri á Öxnadalsheiði, að sögn starfsmanns hjá vegaeftirliti Vegagerðarinnar á Akureyri. Hann sagði jafnframt að Víkurskarðið hefði vafalítið orðið ófært ef snjóruðningsmenn hefðu ekki staðið vaktina þar í gær. Snjómokstur í Víkurskarði AKUREYRI 16 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Brautskráning frá Verkmenntaskólanum á Akureyri Morgunblaðið/Kristján Um 100 stúdentar voru brautskráðir frá Verkmenntaskólanum á Akureyri sl. laugardag. Fyrsti stúdentinn úr fjarkennslu brautskráður UM 150 nemendur, 100 stúdentar og um 50 nemar úr iðnnámi og öðrum verknámsbrautum, voru brautskráð- ir frá Verkmenntaskólanum á Akur- eyri sl. laugardag. Þá var jafnframt fyrsti stúdentinn brautskráður frá skólanum sem einungis hefur hlotið fjarkennslu. Hann heitir Sigurður Bjarni Sigurðsson frá Brautarhóli í Svarfaðardal. Sigurður Bjarni var ekkert að tví- nóna við hlutina því meðaleinkunn hans úr öllum þeim prófum sem hann tók í skólanum var upp á 9,7sem verð- ur að teljast frábær árangur. Sigurð- ur Bjarni stundaði fjarnámið úr Svarfaðardal þar sem hann stundar búskap með foreldrum sínum. Alls stunduðu um 600 manns fjar- nám við VMA í vetur og hafa aldrei verið fleiri. Á skólaárinu sem nú var að ljúka voru rúmlega 1.000 nemend- ur í dagskóla á haustönn en 860 á vor- önn sem er um 140 færri en í eðlilegu árferði. Þá stunduðu um 100 nemend- ur nám í kvöldskóla og meistaraskóla. Í máli Hjalta Jóns Sveinssonar skólameistara VMA við útskriftina í Íþróttahöllinni á laugardag, kom fram að róið yrði að því öllum árum að halda því námsframboði sem skól- inn hafi haft upp á bjóða hingað til en þó væu ýmsar blikur á lofti. Hann sagði að tilkoma hinna svokölluðu kjarnaskóla á Reykjavíkursvæðinu geti gert skóla eins og VMA erfitt fyrir í ýmsu tilliti. Hvers konar sér- hæfing á vettvangi iðnnáms sé að verða erfiðari þar sem kjarnaskólum sé ætlað að annast slíkt. Ekki lengur hægt að ljúka námi í kjötiðn „Í þessu sambandi langar mig að nefna fullnaðarnám í kjötiðn – sem við megum ekki lengur annast hér á Akureyri eins og gert hefur verið um árabil. Blómlegum fyrirtækjum bæj- arins á sviði matvælaiðnaðar er ekki treyst til þess að veita nemendum á námssamningi nægilega góða verk- lega menntun – hvað þá að Verk- menntaskólanum sé treyst til að ábyrgjast að svo megi verða. Þess í stað ber þessum nemendum að fara suður og ljúka námi sínu í kjarna- skóla. Skiptir þá engu máli þó að fyrr- um nemendur okkar og starfandi kjötiðnaðarmeistarar hér í bæ státi af alþjóðlegum viðurkenningum af öllu mögulegu tagi.“ Í máli Hjalta Jóns kom fram að sú hugmynd hafi verið rædd af alvöru að Verkmenntaskólinn á Akureyri og Menntaskólinn á Akureyri ásamt Há- skólanum á Akureyri taki höndum saman í félagi við Akureyrarbæ og markaðssetji bæinn sem skólabæ og skólana sem starfa í bænum. Hjalti Jón sagði að innan skamms yrði risin glæsileg heimavist fyrir báða framhaldsskólanna á lóð Menntaskólans og er áætlað að hún muni hýsa yfir 200 nemendur. Ef vel gangi sé allt eins víst að fleiri hús verði reist í þessum tilgangi. „Vissulega ganga nemendur héðan af upptökusvæði skólanna fyrir á heimavistunum en spennandi væri að geta boðið upp á þjónustu þessara skóla og heimavistina á landsvísu. Akureyri er ekki einungis ákjósan- legur kostur fyrir fjölskyldur með börn á leikskóla- og grunnskólaaldri, heldur standa börnum þeirra til boða tveir góðir framhaldsskólar, þótt ólíkir séu, sem er einmitt mjög já- kvætt. Hér er einnig öflugur háskóli sem vex stöðugt fiskur um hrygg og stúdentagarðar sem hýsa fjölda manns. Þá ber þess að geta að at- vinnutækifærum hér á eftir að fjölga og þá ekki síst á ýmsum þeim sviðum sem krefjast góðrar og víðtækrar menntunar sem unnt er að öðlast hér á Akureyri.“ Stærri heimavist og skólaakstur Hjalti Jón sagðist vonast til að Ak- ureyri ætti eftir að verða enn betri skólabær. Hann sagði það sinn draum að innan skamms yrði risin heimavist sem gæti hýst alla þá nem- endur af upptökusvæði framhalds- skólanna og aðra sem þess óskuðu. Jafnframt að boðið verði upp á skóla- akstur úr nágrannabyggðunum við Eyjafjörð fyrir hina sem það kysu. Með því móti yrði tryggt að allir ung- lingar á framhaldsskólaaldri á svæð- inu ættu jöfn tækifæri á bestu fáan- legu menntun á sem flestum sviðum. HÁSKÓLINN á Akureyri hefur gef- ið út bókina Bright Summer Nights and Long Distances. Titillinn vísar til bjartra sumarnátta á norðurhveli jarðar og dreifðra byggða í Hálönd- um Skotlands og norðurhluta Norð- urlanda. Í bókinni eru ellefu kaflar um byggðatengd málefni og eru höfund- arnir tíu talsins, frá Bretlandi, Finn- landi, Íslandi og Noregi. Bókin skiptist í fjóra hluta, þ.e. um byggðaþróun í litlum samfélögum, um gagnkvæm áhrif dreifbýlis og þéttbýlis, um sjálfsmynd dreifbýlis og um þjónustu og menntun í dreif- býli. Ritstjóri er Ingi Rúnar Eð- varðsson, dósent við rekstrardeild Háskólans á Akureyri. Bókin er afrakstur ráðstefnu um búsetu- og byggðaþróun á Norður- landi og Skotlandi sem haldin var á Akureyri í september á síðasta ári. Ráðstefnan var á vegum Nordic- Scottish University Network for Rural and Regional Development í samvinnu við Háskólann á Akureyri. Um er að ræða samvinnuverkefni háskóla á Norðurlöndum og Skot- landi um búsetu- og byggðaþróun og hefur stofnunin staðið fyrir fjórum ráðstefnum, í Finnlandi 1997, Skot- landi 1998, Noregi 1999 og á Akur- eyri árið 2000. Næsta ráðstefna verður í Esbjerg í Danmörku í sept- ember næstkomandi. Háskólinn á Akureyri gefur út bók Bjartar sumarnæt- ur á norðurhveli og dreifðar byggðir ÞAÐ fór heldur illa fyrir verðandi brúðguma sem var að skemmta sér og öðrum fyrir stóru stundina sl. laugardagskvöld. Bát sem hann fór á út á Pollinn á Akureyri hvolfdi með þeim afleiðingum að maðurinn hafnaði í sjónum. Maðurinn náði að komast að bátnum og hékk utan á honum er björgunarbátur sótti hann, kaldan og þrekaðan. Hann var fluttur á slysadeild FSA en varð þó ekki meint af volkinu að sögn lögreglu. Þá voru fimm ungmenni tekin með fíkniefni í Sjallanum aðfara- nótt sunnudags. Talið var að ung- mennin hafi verið með fíkniefnin til eigin neyslu en um töluvert magn var að ræða að sögn lög- reglu. Fjöldi ferðamanna var á Akur- eyri um hvítasunnuhelgina og þá voru margir bæjarbúar á ferli. Sérstaklega var erilsamt hjá lög- reglu aðfaranótt sunnudags og þá eitthvað um slagsmál og pústra. Bátsferðin endaði á FSA JAFNRÉTTISSTOFA boðar til rabbfundar á miðvikudag, 6. júní. Þar mun Guðrún Agnarsdóttir lækn- ir segja frá niðurstöðum og tillögum nefnda Evrópuráðsins um aðgerðir til að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum og ungum stúlkum, m.a. mansal og kynlífsþrælkun. Í ljósi umfjallana í fjölmiðlum síðustu daga er ljóst að Ísland er ekki undanskilið þegar þessi mál eiga í hlut og brýnt er að fylgjast með stöðu mála hér á landi í samhengi við það sem er að gerast annars staðar í heiminum. Fundurinn verður í húsnæði Jafn- réttisstofu við Hvannavelli 14, Ak- ureyri, 3. hæð og stendur frá kl. 18 til 20.30. Aðgangur er ókeypis. Boðið verður upp á te og kaffi en auk þess verður hægt að kaupa brauðmeti á kostnaðarverði. Jafnréttisstofa býður alla vel- komna sem láta sig málið varða. Rabbfundur Jafnréttisstofu Ofbeldi, mansal og kynlífs- þrælkun ♦ ♦ ♦ Grillhúsið opnað á Akureyri GRILLHÚSIÐ er nafn á nýjum veitingastað sem hefur verið opnað- ur í húsnæði Hótels Norðurlands við Geislagötu á Akureyri. Þar er boðið upp á smárétti, skyndibita, pasta, fisk, kjúkling, kjötrétti og sérstakan barnamatseðil svo eitthvað sé nefnt. Einnig er þar hægt að horfa á ýmsa íþróttavið- burði innlenda sem erlenda á stórum sjónvarpsskjá. Grillhúsið er opið alla daga vik- unnar frá kl. 11.30 og langt fram eft- ir kvöldi. Það eru þeir Örn Hauksson og Kristján Sverrisson sem reka veitingastaðinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.