Morgunblaðið - 06.06.2001, Side 17

Morgunblaðið - 06.06.2001, Side 17
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001 17 ÞAÐ var sjaldgæf sjón sem blasti við flugmönnum Flugfélags Ís- lands nú á dögunum þegar þeir voru í áætlunarflugi til Gríms- eyjar. Norður af eyjunni var á reki heljarstór borgarísjaki. Borg- arísjakann rak síðan austur um og hefur stöðvast í bili, ótrúlega nærri eyjunni. Í fjarlægð séð lítur út sem alhvít eyja, ekki ósvipuð Grímsey að lögun, hafi skotið upp kollinum. Borgarísjakinn er hvort teggja í senn fagur og ógnvekjandi þar sem hann rís úr hafi. Nú er bara að bíða og sjá hvað verður um þennan blá- hvíta risa frá Grænlandsströndum. Elstu íbúar hér muna ekki eftir borgarísjaka af þessari stærð- argráðu í mjög langan tíma. Borg- arísjakinn var mjög stór en hann brotnaði í sundur á grynningunum neðan við bæinn Mánárbakka á Tjörnesi, þar sem þessi mynd var tekin snemma í gærmorgun. Jak- inn hafði þá tekið stefnu af Gríms- eyjarsundi og upp í land. Morgunblaðið/Bjarni Borgarísjaki aust- ur af Grímsey Grímsey PÁLL Arason ferðamála- frömuður á Bugi í Hörgárdal hefur verið nokkuð vinsælt umfjöllunarefni í fjölmiðlum. Ekki hefur áhugi á honum minnkað nú seinni tíð, eða eftir að Páll ánafnaði Hinu íslenska reðasafni kynfæri sín eftir sinn dag. Eftir að sú ákvörðun hans varð opinber hafa innlendir og erlendir fjölmiðlamenn heimsótt Pál og tekið við hann viðtöl þar sem sérstak- lega hefur verið spurt um hans „djörfu“ ákvörðun. Nú síðast voru tveir þáttagerð- armenn frá bandarísku sjónvarps- stöðinni HBO að taka viðtal við Pál í tengslum við umfjöllun um Hið ís- lenska reðasafn. Áður hafði verið sýndur þáttur um Pál í breska sjónvarpinu og sjón- varpsstöðvar í Þýskalandi og Frakk- landi hafa tekið við hann viðtöl. Þá var grein um Pál í bandaríska dagblaðinu Time á síðasta ári og viðtal við hann í norsku tímariti fyrr á þessu ári. Einn- ig hafa íslenskir fjölmiðlar sýnt hon- um áhuga. Páll sagðist hafa verið fyrstur manna til að ánafna safni kynfæri sín en síðan þá hafa bæði Þjóðverji og Englendingur gert slíkt hið sama og ánafnað erlendum söfnum kynfæri sín. Páll sagði þetta ekki hafa verið erfiða ákvörðun, „hvað hef ég að gera við kynfæri eftir að ég er dauður?“ Páll sem kominn er vel á níræðis- aldur er enn eldhress. Hann er þekktastur hér- lendis fyrir frumkvöðla- starf í ferðaþjónustu. Páll varð fyrstur manna til að aka yfir Ódáðahraun árið 1945 og fór einnig fyrstur manna á bíl suður Sprengi- sand árið 1948. „Ég var áð- ur búinn að ganga þvers og kruss yfir hálendi landsins og sá þá ýmsa möguleika á að aka þar yfir.“ Hann var fyrstur ein- staklinga til að setja á stofn og reka ferðaskrif- stofu og stóð fyrir hópferð- um bæði innanlands og utan. Páll fór í fyrstu hópferðina til Evrópu árið 1954 og í níu sumur fór hann með þýska ferðamannahópa um Ísland. Alls starfaði hann í ferðaþjónustunni í rúm 20 ár. Páll hefur búið á Bugi til fjölda ára, þar sem hann byggði sér hús en þar ræktar hann bæði gróður og silung í tjörnum á lóð sinni og unir hag sínum vel. Páll Arason t.v. með þeim John Hoffman og Ray Farkas frá sjónvarpsstöðinni HBO í Bandaríkjunum fyrir framan heimili sitt í Hörgárdalnum. Fjölmiðlar sýna Páli Arasyni mikinn áhuga Morgunblaðið/Kristján

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.