Morgunblaðið - 06.06.2001, Qupperneq 18
SUÐURNES
18 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
UM 900 virkir iðkendur íþrótta, 12
ára og yngri, eru hjá íþróttafélögun-
um í Reykjanesbæ. Hefur það komið
í ljós við undirbúning Tómstunda- og
íþróttaráðs að gerð tillagna um við-
miðunarreglur vegna sérstaks
stuðnings sem bæjaryfirvöld áforma
við þjálfun barna.
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar
samþykkti í vetur að hefja undirbún-
ing að því að aðstoða íþróttahreyf-
inguna við að greiða laun þjálfara
barna. Tekið er fram að við stuðning-
inn skuli taka mið af stefnumörkun
Íþrótta- og ólympíusambands Ís-
lands um barna- og unglingastarf
sem sett var fram á síðasta ári undir
yfirskriftinni: Fyrirmyndarfélag –
fyrirmyndardeild.
Úttekt á starfinu
Að sögn Skúla Þ. Skúlasonar, for-
seta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar,
er hugmyndin með samþykkt bæj-
arstjórnar að viðurkenna í verki mik-
ilvægi íþróttastarfs í æskulýðsstarf-
seminni í bænum og að aðstoða
félögin við að sinna starfi sínu sem
hafi verið fjárhagslega erfitt.
Á móti þurfi íþróttahreyfingin að
skilgreina betur aðferðir við barna-
starfið. Þess ber að geta að sam-
þykktin tekur til barna til tólf ára
aldurs. Það segir Skúli að sé best
gert með því hvetja félögin til að fara
í gegnum þá gæðavinnu sem ÍSÍ hafi
sett upp undir yfirskriftinni: Fyrir-
myndarfélag – fyrirmyndardeild.
Segir hann að þar sé fengin upp-
skrift að því hvernig standa skuli að
rekstri barnastarfs og þjálfun.
Í umræddri stefnu ÍSÍ kemur
fram að félögum er boðið upp á út-
tekt á starfsemi sinni og fá eftir það
viðurkenningu á starfinu. Félögin
þurfa að standast kröfur um skipu-
lag, umgjörð þjálfunar og keppni,
fjármálastjórnun, menntun þjálfara,
félagsstarf, foreldrastarf, fræðslu-
og forvarnarstarf, jafnréttismál og
umhverfismál. Meðal annars eru
gerðar kröfur um fjölþættar æfingar
fyrir börn, sérhæfingin komi síðar,
og að ráðnir séu menntaðir þjálfarar,
svo nokkuð sé nefnt.
Ekki aukin fjárframlög
Tómstunda- og íþróttaráð er byrj-
að að undirbúa tillögur að viðmiðun-
arreglum. Skúli sér framkvæmdina
þannig fyrir sér að bærinn muni
greiða laun tiltekinna þjálfara, ann-
aðhvort í gegnum viðkomandi deild
eða taka þá beint á launaskrá. For-
sendan fyrir slíkum samningi sé þó
sú að starfið hafi fengið umrædda
viðurkenningu ÍSÍ.
Stefán Bjarkason íþróttafulltrúi
segir að undirbúningur að viðmiðun-
arreglum sé á byrjunarstigi. Byrjað
hafi verið að meta fjölda barna á æf-
ingum íþróttafélaganna og hafi kom-
ið í ljós að 900 virkir iðkendur væru á
þessum aldri. Ekki hefur verið metið
hvað mörg börn eru á bak við þessa
tölu en einhver þeirra iðka fleiri en
eina íþróttagrein og eru því tvítalin.
Segir Stefán að hugmyndir hafi kom-
ið upp innan ráðsins um að leggja til
að þeim fjármunum sem bærinn
hyggst verja til þessa verkefnis verði
skipt á milli deildanna eftir fjölda
barna sem þar stunda æfingar. Málið
verður reifað á fundi Tómstunda- og
íþróttaráðs með fulltrúum allra
félaganna í Reykjanesbæ á næst-
unni. Hins vegar segir Stefán ekki
ljóst hversu miklu fé bæjarstjórn
ætli verja til að greiða laun þjálfara.
Skúli og Stefán vonast til að hægt
verði að hefja framkvæmd málsins í
haust. Spurður um fjárhæðir segist
Skúli telja rétt að þróa verkefnið á
næstu árum. Nefnir hann 2–3 millj-
ónir á þessu ári og 3–4 á næsta. Hann
segir ekki fyrirhugað að auka fjár-
framlög til íþrótta af þessu tilefni
heldur að forgangsraða innan þess
stuðnings sem nú þegar er veittur og
nefnir í því sambandi að hugsanlegt
sé að nota Afreksmannasjóð sem
þegar er fyrir hendi.
Byrjað að undirbúa reglur um stuðning bæjaryfirvalda við þjálfun barna
900 börn
æfa íþróttir
Reykjanesbær
FLUTNINGATÆKJUM sem nota á
við varnaræfinguna Norðurvíking
2001 var skipað upp úr skipi Atl-
antsskipa í Njarðvíkurhöfn um
helgina, meðal annars stórum inn-
pökkuðum Chinook-herflutn-
ingaþyrlum.
Varnaræfingin Norðurvíkingur
er haldin hér á landi annað hvert
ár og fer fram samkvæmt varn-
arsamningi Íslands og Bandaríkj-
anna. Fyrirkomulag æfingarinnar
sem haldin verður síðari hluta júní-
mánaðar hefur ekki enn verið
kynnt. Tækin eru hins vegar farin
að berast til landsins. Um helgina
kom skip Atlantsskipa frá Banda-
ríkjunum með tvær eða þrjár
Chinook-herflutningaþyrlur og
nokkrar Black Hawk-fjölnotaþyrl-
ur auk fleiri flutningatækja til að
nota við æfinguna. Chinook-
þyrlurnar voru innpakkaðar þegar
þeim var skipað upp og þeim ekið
um götur Reykjanesbæjar og upp á
Keflavíkurflugvöll. Er þessi um-
búnaður settur vegna hættu á tær-
ingu vegna salts við sjóflutningana.
Á síðustu æfingu með þessu
nafni, Norðurvíkingi ’99, voru
3.000 þátttakendur, allt varn-
arliðið auk hermanna frá Banda-
ríkjunum og Evrópu, Landhelg-
isgæslunnar og víkingasveitar
lögreglunnar.
Morgunblaðið/Arnór
Þyrlurnar voru dregnar frá Njarðvíkurhöfn, í gegnum bæinn og upp á flugvöll. Myndin var tekin þegar lestin fór yfir veginn til flugstöðvarinnar.
Innpakk-
aðar her-
þyrlur
Njarðvík
LÚÐRASVEIT Tónlistarskóla
Reykjanesbæjar vann til fyrstu verð-
launa í eldri flokki í fyrstu lúðrasveit-
arkeppni sem hér hefur verið haldin.
Keppnin fór fram á landsmóti Sam-
taka skólalúðrasveita sem haldið var í
Reykjanesbæ um hvítasunnuhelgina.
Sex sveitir tóku þátt í lúðrasveita-
keppninni. Dómarinn sem er frá Nor-
egi skipti þeim í tvær deildir, fyrstu
og aðra deild, eftir aldri og reynslu
hljómsveitarmeðlima. Lúðrasveit
mótshaldaranna, Tónlistarskóla
Reykjanesbæjar, vann til fyrstu verð-
launa í efri deildinni. Í öðru sæti var
lúðrasveit úr Kópavogi. Karen Stur-
laugsson, stjórnandi sigurliðsins,
sagði að báðar lúðrasveitirnar hafi
verið góðar enda verið afar mjótt á
mununum.
Lúðrasveitir af Seltjarnarnesi og
Akranesi skiptu með sér fyrstu verð-
launum í keppni sveitanna í annarri
deild.
Lúðrasveitamótið stóð frá föstu-
degi og fram á sunnudag er því lauk
með sameiginlegum tónleikum þátt-
takendanna 750 í íþróttahúsinu við
Sunnubraut í Keflavík. Karen er
ánægð með hvernig til tókst með
mótshaldið enda segir hún að margir
hafi lagt mikla vinnu af mörkum til að
gera það mögulegt og nefnir foreldra
nemenda skólans sérstaklega í því
sambandi.
Morgunblaðið/Billi
750 þátttakendur voru í lúðrasveitamóti í Reykjanesbæ um helgina.
Lúðrasveit
heima-
manna
vann
Reykjanesbær
BÍRÆFNIR þjófar sem stálu tvisv-
ar sinnum fjölda verðmætra sólgler-
augna úr versluninni Optical Studio í
Flugstöð Leifs Eiríkssonar, náðust
með fenginn í New York á laugar-
dag. „Þetta er stærsti gleraugna-
þjófnaður sem ég veit um hérlendis,“
segir Kjartan Kristjánsson eigandi
verslunarinnar, en hann segir þjóf-
ana hafa verið karlmann og konu á
miðjum aldri. Verðmæti þýfisins var
rúmlega 150.000 krónur.
Fólkið lét fyrst til skarar skríða
þann 17. maí, þegar það hafði stutta
viðdvöl í flugstöðinni á leið sinni frá
Minnneapolis í Bandaríkjunum til
Amsterdam í Hollandi. Kjartan seg-
ir að þá hafi þau stolið á 4-5 sólgler-
augum af fínum merkjum á borð við
Gucci og Dior.
Hann segir að þau hafi staðið fag-
mannlega að verkinu. „Þau komu inn
í búðina þegar mjög mikið var að
gera og rétt áður en þau áttu að fara
í loftið. Maðurinn stóð svo fyrir
framan konuna á meðan hún lét til
skarar skríða og lét sólgleraugun í
töskuna. Það er greinilegt að fólkið
stundar þetta,“ segir Kjartan og seg-
ir að þjófnaðurinn hafi ekki uppgötv-
ast fyrr en fólkið var farið í loftið.
Endurtóku leikinn
Eftirlitsmyndavélar gerðu gæfu-
muninn þegar kom að því að finna
fólkið. Parið sneri aftur til Keflavík-
ur í gær og gerði sér lítið fyrir og
endurtók leikinn í gleraugnaverslun-
inni. Kjartan segir að þau hafi þá
tekið fimm sólgleraugu og staðið á
svipaðan hátt að verki og í fyrra
skiptið.
Parið var komið upp í flugvélina
og var á leið til Bandaríkjanna þegar
þjófnaðurinn uppgötvaðist í þetta
sinn. Lögreglan á Keflavíkurflug-
velli gat fundið út hvert fólkið var að
fara. Haft var samband við lögreglu
á John F. Kennedy flugvelli og hand-
tók hún fólkið við komuna. Kjartan
segir að það hafi verið með öll sól-
gleraugun á sér.
Stálu gler-
augum
í báðum
ferðum
Flugstöð Leifs Eiríkssonar
NEFND sem bæjarstjórn Reykja-
nesbæjar kaus til að semja við varn-
armáladeild utanríkisráðuneytisins
um Neðra-Nikkelsvæðið í Keflavík
og mengunina þar, hefur ekki verið
kölluð saman vegna þess að ráðu-
neytið hefur ekki viljað hitta nefnd-
ina, ekki fyrr en lausn væri fundin á
vandamálinu.
Á fundi bæjarstjórnar Reykjanes-
bæjar í gærkvöldi lagði Ellert Ei-
ríksson bæjarstjóri fram svar við
skriflegri fyrirspurn Kristmundar
Ásmundssonar, bæjarfulltrúa Sam-
fylkingarinnar, um Neðra-Nikkel-
svæðið. Bæjarstjóri segist ekki geta
svarað því, hvort unnið verði að
hreinsuninni í samræmi við þær for-
sendur sem nefnd bæjarstjórnar
setti sér í upphafi og ekki heldur
hvernig staðið verði að fjármögnun
hennar.
Kristmundur spurði einnig um
það af hverju samninganefndin hefði
ekki verið kölluð saman. Í svari sínu
rifjaði bæjarstjóri upp bréf bæjarins
til ráðuneytisins í september og des-
ember á síðasta ári, þar sem meðal
annars var óskað eftir fundi með
ráðuneytinu. Hann segist hafa feng-
ið þau munnlegu svör, að þegar ráðu-
neytið hefði fulla yfirsýn og lausnir á
málinu í heild, yrði boðað til fundar
með fulltrúum Reykjanesbæjar.
Ráðuneytið
óskar ekki
eftir fundi
Neðra-Nikkelsvæði
♦ ♦ ♦