Morgunblaðið - 06.06.2001, Page 27
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001 27
HYDRADERMIE
sérhæfð meðferð fyrir þína húð
Hreinsar, endurnýjar og rakamettar húðina.
Húðin verður áferðarfallegri og viðheldur
fegurð sinni.
Maski fylgir Hydradermie meðferð hjá eftirtöldum
Guinot ráðgjöfum.
Reykjavík og nágrenni
Salon Ritz, Laugavegi 66 Húð og Nudd, Austurstræti 17 Þú um þig, Lóuhólum 2-6 Ársól, Grímsbæ v/Búsatðaveg
Gyðjan, Skipholti 50 Mist, Spönginni 23 Ásýnd, Starmýri 2 Guinot-M.C, Grensásvegi 50 Hrund, Grænatúni, Kópavogi
Fatima, Þverholti 2, Mosfellsbæ Þema, Reykjavíkurvegi 64, Hafnarfirði La Rosa, Garðatorgi, Garðabæ
Landið
Gínó snyrtistofa, Hornbrekkuvegi 16, Ólafsfirði Fegurð, Brekkugötu 9, Akureyri
Nudd- og snyrtistofa Lilju, Dynskógum 6, Hveragerði
ALEJANDRO Toledo, nýkjörinn
forseti Perú, skoraði í gær á öll lýð-
ræðisöflin í landinu að taka höndum
saman til að endurreisa efnahag
landsins og kvaðst einnig ætla að
leita eftir aðstoð erlendra fjárfesta
og lánardrottna.
„Þeir sem trúa á lýðræði og frelsi
og eru ekki spilltir fá aðild að stjórn-
inni,“ sagði Toledo, fyrsti indíáninn
sem kjörinn hefur verið forseti Perú
í frjálsum og lýðræðislegum kosn-
ingum.
Toledo fékk tæp 53% atkvæðanna
í síðari umferð forsetakosninganna á
sunnudag, fimm prósentustigum
meira en keppinautur hans, Alan
Garcia, fyrrverandi forseti.
Mikil ólga hefur verið í stjórnmál-
um landsins frá því að Alberto Fuji-
mori var endurkjörinn forseti í um-
deildum kosningum fyrir rúmu ári
og Perúmenn vörpuðu því öndinni
léttara þegar Garcia tók í hönd
Toledos og bauðst til að vinna með
stjórn hans.
Kjöri Toledos var lýst sem sigri
lýðræðisins eftir tíu ára valdatíma
Fujimoris sem tók sér nánast alræð-
isvöld og var sviptur embættinu í
nóvember eftir að hafa flúið til Jap-
ans vegna spillingarmála helsta
bandamanns hans, njósnaforingjans
Vladimiros Montesinos sem er nú
einnig í útlegð.
Bandaríkjastjórn óskaði Toledo til
hamingju með sigurinn og sagði að
hann hefði verið kjörinn í „heiðarleg-
ustu kosningum“ í Perú í mörg ár.
Fjárfestar fögnuðu úrslitunum
enda hafa þeir haft illan bifur á
Garcia sem var forseti á árunum
1985-90 og skildi við efnahaginn í
rúst. Garcia neitaði t.a.m. að standa í
skilum við erlenda lánardrottna
Perú, reyndi að þjóðnýta bankana og
þegar hann lét af embætti var verð-
bólgan 3.000% á ári og ríkiskassinn
tómur.
Á erfitt verk fyrir höndum
Toledo tekur við forsetaembætt-
inu 28. júlí. Hann sagði í sigurræðu
sinni að hann væri staðráðinn í að
halda ríkisútgjöldunum í skefjum og
framfylgja strangri aðhaldsstefnu í
peningamálum. Hann lofaði einnig
að draga úr atvinnuleysi og fátækt í
landinu og koma á lýðræðislegum
umbótum.
Toledo kvaðst ætla að fara til
Bandaríkjanna og fleiri ríkja til að
sækjast eftir fjárfestingum og hefja
samningaviðræður við lánardrottna
um skuldbreytingar á hluta af er-
lendum lánum Perú.
Eitt af fyrstu verkefnum Toledos
verður að leita að pólitískum banda-
mönnum. Flokkur hans náði ekki
meirihluta á þinginu í kosningum 8.
apríl en er stærsti flokkur landsins,
með 45 þingmenn af 120. Garcia lof-
aði að styðja Toledo og kvaðst ætla
að biðja þingmenn flokks síns, sem
eru 28, að styðja stjórn hans. Toledo
kvaðst vera að íhuga að bjóða Garcia
ráðherraembætti.
Sérfræðingar í stjórnmálum Perú
segja að mjög erfitt verði fyrir To-
ledo að standa við loforð sín um að
bæta kjör landsmanna og rétta efna-
haginn við eftir fjögurra ára sam-
drátt. Samkvæmt opinberum hagtöl-
um eru 58% Perúmanna annaðhvort
atvinnulaus eða með of litla atvinnu,
þjóðarframleiðslan minnkaði um
2,6% í mars og erlendir fjárfestar
hafa lengi haldið að sér höndum
vegna efnahagskreppunnar og óviss-
unnar í stjórnmálum landsins.
Líklegt þykir að það taki stjórn
Toledos að minnsta kosti ár að
tryggja erlendar fjárfestingar í land-
inu. Talið er að einnig verði erfitt
fyrir Toledo að fá lánardrottnana til
að skuldbreyta lánunum, en margir
telja það forsendu þess að hægt
verði að blása lífi í efnahaginn.
Sakaður um ólifnað
Toledo naut mikils stuðnings með-
al indíána og kynblendinga sem eru
um 80% af íbúum landsins en Garcia
fékk mest fylgi í strandhéruðum þar
sem afkomendur spænskra land-
vinningamanna eru í meirihluta.
Toledo er 55 ára og kominn af fá-
tækum indíánum. Á æskuárunum
aðstoðaði hann við að framfleyta fjöl-
skyldu sinni með því að selja tyggi-
gúmmí og bursta skó. Hann fékk
styrk til háskólanáms í Bandaríkj-
unum og tók masterspróf í hagfræði
og doktorspróf í kennslufræði við
Stanford-háskóla.
Toledo skipulagði götumótmæli
gegn Fujimori og hermt er að leyni-
þjónustan, undir forystu Montes-
inos, hafi nokkrum sinnum hótað
honum lífláti.
Þótt Toledo nyti mikilla vinsælda
meðal indíána átti hann um tíma
undir högg að sækja í kosningabar-
áttunni vegna ásakana um að hann
hefði misnotað kosningasjóði, eign-
ast barn utan hjónabands og neytt
kókaíns með þremur vændiskonum á
hótelherbergi árið 1998. Toledo hélt
því fram að njósnarar Montesinos
hefðu rænt honum, neytt hann til að
neyta kókaíns og tekið myndir af
honum með vændiskonunum í því
skyni að koma óorði á hann.
Mannréttindabrot
rannsökuð
Toledo tekur við forsetaembætt-
inu af Valentín Paniagua sem hefur
gegnt því til bráðabirgða frá því að
Fujimori var vikið frá. Stjórn Pan-
iagua tilkynnti á mánudag að stofnuð
yrði svokölluð „Sannleiksnefnd“ sem
ætti að rannsaka glæpi og mannrétt-
indabrot „jafnt hermdarverkasam-
taka sem fulltrúa ríkisins“. Nefndin
á einnig að leggja fram tillögur sem
miði að því að koma á sáttum meðal
þjóðarinnar og efla lýðræðið.
Nýkjörinn forseti Perú lofar að rétta efnahaginn við
Leitar eftir aðstoð fjár-
festa og lánardrottna
AP
Alejandro Toledo fagnar sigri sínum í forsetakosningunum í Perú með
eiginkonu sinni, Eliane Karp, í Lima á sunnudagskvöld.
Lima. AFP, AP.