Morgunblaðið - 06.06.2001, Blaðsíða 33
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001 33
Umboðs- og heildverslun
Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík
Sími 53 53 600 - Fax 567 3609
Hilluplan fyrir lausar vörur
og bitar fyrir vörubretti.
Einfalt í uppsetningu
Skrúfufrítt.
Smellt saman
Í allar áttir
Netverslun - www.hillur.is
Þunga-
vörurekkar
Trygg gæði - Gott verð!
Handlyftivagnar
á áður óþekktu verði
Lyftir 1000 kg
í 80 cm hæð.
Verð kr. 58.900 m. vsk
2500 kg
og vita varla af því.
Verð kr. 27.900 m. vsk
KIRKJULISTAHÁTÍÐ virðist
hafa náð miklum hæðum í ár, með
hverjum afbragðs tónleikunum á
fætur öðrum. Tónleikar norska
sönghópsins Nordic Voices á föstu-
dagskvöldið var engin undantekn-
ing þar á. Þessi sex manna söng-
hópur lagði þar fyrir hlustendur
list sína, sem var nánast sem af
öðrum heimi. Söngur hópsins var
með slíkum ágætum að sjaldheyrt
er hér á landi; hver og einn ein-
staklingur afburða söngmann-
eskja, og heildin fullkomin sem eitt
hljóðfæri. Nordic Voices sungu
efnisskrá sem þau kalla Sögulegar
andstæður; valin voru verk frá
fjórum landsvæðum, Englandi,
Þýskalandi, Noregi og Frakklandi,
og fólust sögulegu andstæðurnar í
vali verka innan hvers svæðis, þar
sem teflt var fram gamalli tónlist
gegn yngri.
Enska efnisskráin hófst á söng
eftir John Dunstable, sem var uppi
í byrjun fimmtándu aldar. Karla-
raddir sungu cantus firmus, lagið
Preco preheminecie, meðan efri
raddirnar spunnu sinn skrautvef
yfir. Söngurinn var hnífskarpur og
glæsilegur; jafnvægið milli radd-
anna fullkomið og söngurinn
dásamlegur. O God, thou hast cast
us out, eftir Henry Purcell minnti
sterklega á kórana úr óperu tón-
skáldsins um Dido og Aeneas, og
söngur norrænu raddanna einstak-
lega tær og fallegur. Í ensku syrp-
unni bar þó af Beati quorum via
eftir Charles Villiers Stanford sem
lést árið 1924. Það er hreinlega
erfitt að finna orð við hæfi um
ágæti söngs Nordic Voices í þessu
lagi, en stemmningin í kirkjunni
var þvílík meðan á söng hópsins
stóð, tónleikagestir héldu niðri í
sér andanum og sæluandvarp leið
um salinn að loknum söng þessa
fallega lags. Það var allt á sömu
bókina lært í þýsku lögunum. Þar
hóf hópurinn upp raustina í tveim-
ur litlum mótettum eftir Heinrich
Schütz. Abendlied eftir Joseph
Rheinberger var söguleg andstæða
þess og sérstaklega fallega flutt,
en þýsku lögin náðu hápunkti í
Nachtlied opus 138 eftir Max Reg-
er, sem var unaðslegt í flutningi
þessara frábæru söngvara.
Kvenraddir hópsins hófu norska
prógrammið með stefi frá um
1200, Alleluia heilags Ólafs,
norskri hliðstæðu Þorlákstíða okk-
ar. Lag eftir Fartein Valen, Hvad
est du dog skiøn, var eiginlega það
eina á þessum tónleikum þar sem
finna mátti hnökra í söng norrænu
raddanna, þar sem örlaði á óhrein-
um kafla í miðju lagsins. Tvö lög
eftir Bjarne Sløgedal, byggð á
norskum þjóðlögum, voru glæsi-
lega flutt.
Karlaraddir hópsins fóru á kost-
um í þriggja radda conductus með
tilheyrandi hokketsöng. Deus Isr-
ael eftir Vincent D’Indy var sér-
deilis fallegt, en á ekkert þessara
ágætu tónskálda er hallað, þótt
lokaverk efnisskrárinnar sé minnst
sem músíkalsks meistaraverks í
meistaralegum flutningi. Í laginu
O sacrum convivium fór saman
snilld tónskáldins, Oliviers Messia-
ens og snilldarsöngur Nordic Voic-
es, og útkoman var ólýsanlega fög-
ur. Veikur söngur hópsins var
unaðslegur og hárnákvæmur; and-
ardrátturinn var einn og andrúms-
loftið í krikjunni var rafmagnað.
Tónleikagestir í Hallgrímskirkju
klöppuðu innilega og stóðu fast á
kröfum sínum um aukalög, og þau
komu loks tvö; Norskur brúðar-
mars og Ástarljóð eftir Evert
Taube og var söngur hópsins með
sama glæsibrag og annað á þess-
um ágætu tónleikum, sem verða
vafalítið lengi í minnum hafðir.
Norskir
unaðsgaukar
TÓNLIST
H a l l g r í m s k i r k j a
Sönghópurinn Nordic Voices flutti
ensk, þýsk, norsk og frönsk lög frá
ýmsum tímum. Föstudag kl. 21.
KÓRTÓNLEIKAR
Bergþóra Jónsdótt ir
ÞRIÐJU tónleikar
Menningarmálanefnd-
ar Garðabæjar á
þessu ári verða haldn-
ir í Kirkjuhvoli í
Garðabæ í kvöld kl.
20. Þar koma fram
Kvennakór Garða-
bæjar, Ingibjörg Guð-
jónsdóttir sópran og
Peter Máté píanóleik-
ari.
Fyrir hlé syngur
Ingibjörg við píanó-
leik Peters Máté
sönglög eftir Edvard
Grieg, Johannes
Brahms og Sergei
Rachmaninov. Á
seinni hluta tónleikanna syngur
Kvennakór Garðabæjar undir
stjórn Ingibjargar Guðjónsdóttur
sína fyrstu sjálfstæðu tónleika.
Flutt verða íslensk og erlend þjóð-
lög, madrigalar og sönglög eftir
Antonín Dvorák. „Efnisskráin hef-
ur yfir sér rómantískt og þjóðlegt
yfirbragð, en hún er fyrst og
fremst sett saman með það í huga
að búa til skemmtilega og áheyri-
lega dagskrá. Kórlögin eru valin
með getu flytjendanna í huga, en
auk þess er markmið kórsins að
flytja blandaða tónlist, íslenska og
erlenda, frá öllum tímum,“ segir
Ingibjörg Guðjónsdóttir.
Kvennakór Garðabæjar er
áhugamannakór sem var stofnaður
á haustmánuðum árið 2000 og er
skipaður 32 söngelskum konum.
Ingibjörg hefur stjórn-
að kórnum frá upphafi,
og má segja að hún
verði í tveimur ólíkum
hlutverkum á tónleik-
unum, sem einsöngvari
og stjórnandi. „Það er
dálítið frábrugðið hjá
okkur að setja tón-
leikana svona upp, en
mjög skemmtilegt.
Fyrir hlé syng ég með
Peter Máté og sem er
hreint frábær tónlist-
armaður. Þar munum
við eflaust fá réttu
stemmninguna fyrir
Dvorák og Rachman-
inov, þar sem Peter
kemur frá þeim slóðum,“ segir
Ingibjörg. „En þegar allt kemur til
alls, er það ekkert svo ólíkt að
syngja einsöng og stjórna kór.
Hvort tveggja snýst um það að
flytja fallega tónlist. Starfið með
þessum kór er ákaflega gefandi,
enda hef ég verið heppin með kon-
ur, þær eru bæði músíkalskar og
bráðskemmtilegar.“
Ingibjörg segir það sérstaklega
gaman fyrir svo ungan kór að fá að
syngja í tónleikaröð sem þessari,
þar sem frábærir listamenn hafi
haldið tónleika undanfarin ár.
Fyrirhugað var að halda tón-
leikana þann 12. maí síðastliðinn,
en vegna veikinda varð að fresta
þeim. „En nú er komið að tónleik-
unum, og hlökkum við mjög til
þeirra,“ segir hún að lokum.
Kvennakór Garðabæjar sem heldur sína fyrstu tónleika í dag.
Rómantískt og
þjóðlegt yfirbragð
Tónleikar Kvennakórs Garðabæjar
Ingibjörg
Guðjónsdóttir
FÉLAG íslenskra bókaútgefenda og
Prentsmiðjan Oddi gáfu öllum 10.
bekkingum sem útskrifuðust nú í vor
bókagjöf. Bókin, Kappar og kven-
skörungar, er eftir Gísla Jónsson ís-
lenskufrærðing með teikningum eft-
ir Kristin G. Jóhannsson. Bókin
hefur að geyma æviþætti 49 forn-
manna í stuttum og hnitmiðuðum
texta. Hún kom upphaflega út hjá
Bókaútgáfunni Hólum á Akureyri og
er nú endurútgefin með hennar leyfi
og höfundar.
Þetta er í fimmta sinn sem bókaút-
gefendur og Oddi senda 10. bekking-
um bækur sem afhentar eru við
skólauppsögn. Vöruflutningamið-
stöðin/Fytjandi tók að sér að koma
bókunum til nemenda á landsbyggð-
inni.
10. bekk-
ingar fá
bókagjöf