Morgunblaðið - 06.06.2001, Side 47
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001 47
Barmmerki við öll tækifæri
Fyrir fundi , ráðstefnur og ættarmót
Hægt er að velja á
milli þess að hafa
hangandi klemmu
eða klemmu og
nælu á baki
bammerkis.
Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is
Barmmerkin fást í mörgum litum sem bjóða upp á
flokkun ættartengsla þegar ættarmót er haldið.
Prentum á
barmmerkin,
ef okkur eru
send nöfnin í
Excel skjali .
Pappírinn kemur
rifgataður í A4
örkum, fyrir þá
sem vilja prenta
sjálfir.
Innritun fyrir haustönn 2001
er hafin.
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ
við Skólabraut, 210 Garðabær, sími 520 1600, fax 565 1957
vefslóð: http:www.fg.is, netfang: fg@fg.is
Bóknám til stúdentsprófs:
Félagsfræðabraut
Málabraut
Náttúrufræðibraut
Starfsnám:
Markaðsbraut
Íþróttabraut
Uppeldisbraut
Viðskiptabraut
Almennt nám:
Almenn braut
HG-hópur
Nám á bóknámsbrautum legg-
ur góðan grunn að framhalds-
námi í félagsvísindum, hugvís-
indum, tungumálum, raunvís-
indum og fleiri greinum.
Skólinn býður upp á sérstaka
þjónustu á bóknáms- og list-
námsbrautum fyrir nemendur
með góðar einkunnir úr 10.
bekk. HG-nemendur fá góða
stundatöflu og geta flýtt námi
sínu.
Í listnámi, sem er 3ja ára nám,
er unnt að bæta við áföngum
til stúdentsprófs. Námið veitir
góðan undirbúning undir fram-
haldsnám á listasviði og í
hönnun.
Nemendur velja sér kjörsviðs-
greinar merktar ákveðnum
brautum. Flytja má greinar að
ákveðnu marki á milli brauta.
Kjörsviðin bjóða upp á mikla
sérhæfingu og dýpkun í námi.
Fyrir nemendur sem eru óá-
kveðnir eða uppfylla ekki inn-
tökuskilyrði inn á aðrar brautir.
Í starfsnámi, sem er 2ja-3ja ára
nám, er einnig unnt að bæta við
áföngum til stúdentsprófs. Við-
skipta- og markaðsbrautir veita
undirbúning undir nám og störf í
viðskiptalífinu en íþrótta- og upp-
eldisbrautir undirbúa nemendur
undir nám og störf að uppeldis-,
íþrótta- og félagsmálum.
Listnám:
Fata- og textílhönnun
Myndlist
Kjörsvið -
Mjög fjölbreytt nám!
Tölvubúnaður. Nemendur fá greiðan aðgang að nýjum og fullkomnum tölvubúnaði í skólanum og fer
mikill hluti kennslunnar fram með tölvum. Góð aðstaða til náms! Í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ eru
550-600 nemendur og 60-70 starfsmenn. Skólinn starfar í nýju og glæsilegu húsnæði með góðum kenn-
urum og fullkomnum kennslubúnaði, s.s. öflugum tölvum og góðri lesaðstöðu.
Vegna mikillar aðsóknar að skólanum er mikilvægt að allar umsóknir verði sendar í
tæka tíð beint til Fjölbrautaskólans í Garðabæ, við Skólabraut, 210 Garðabæ. Skrif-
stofa skólans er opin alla virka daga frá kl. kl. 8.00-16.00.
Símanúmerið er 520 1600. Netfang: fg@fg.is
Þeir sem þess óska geta fengið send umsóknareyðublöð. Umsóknir þurfa að berast skólanum eigi síðar
en 8. júní nk. Umsóknum skal fylgja staðfest ljósrit af grunnskólaprófi. Nemendur með nám úr öðrum
framhaldsskólum þurfa að staðfesta það með viðurkenndum prófgögnum. Umsóknareyðublöð eru einnig
á heimasíðu skólans. Heimasíða: http://www.fg.is
Námsráðgjafar og stjórnendur eru til viðtals og aðstoða nemendur við námsval. Upplýsingar um inntöku-
skilyrði á einstökum brautum eru á heimasíðu skólans.
Hringið og fáið sendan upplýsingabækling um skólann!
Skólameistari.
Skrifstofa skólans er opin virka daga kl. 8—16.
Innritun lýkur 8. júní.
Á SÍÐARI hluta lið-
innar aldar muldu ríki
Vestur-Evrópu undir
sig nær öll lönd músl-
ima og skiptu þeim svo
á milli sín eins og
hverju öðru herfangi.
Bretar gáfu síðan
gyðingum hluta land-
svæðis Palestínumanna
og lögðu blessun sína
yfir áframhaldandi
hryðjuverkastarfsemi
og landvinninga Ís-
raela.
Rithöfundurinn og
gyðingurinn Arthur
Koestler sagði að með
því hefði ein þjóð gefið
annarri þjóð land þeirrar þriðju. Síð-
an hafa Palestínumenn barist fyrir
landi sínu og lýðréttindum, – en alltaf
án árangurs. Ísraelar hafa jafnt og
þétt sölsað undir sig mestallt land-
svæði Palestínuaraba, sem nú eru
landlaus þjóð sem heyr sína lífsbar-
áttu í flóttamannabúðunum.
Enn á ný berast fréttir af morð-
sveitum Ísraela í Palestínu sem
myrða konur, börn og gamalmenni.
Það voru Ísraelsmenn sem hirtu land
Palestínuaraba og þegar palestínskir
drengir kasta steinvölum í brynvarða
ísraelska hermenn í mótmælaskyni
er þeim svarað með byssukúlu í höf-
uðið.
Sundurtætt lík barnanna liggja svo
eins og hráviði út um allt í landinu
helga.
Palestínuarabar hafa búið í Palest-
ínu – sem nú er kallað Ísrael – í þús-
undir ára, en þar er jafnframt að
finna nokkrar elstu minjar um menn-
ingarsamfélög á jörðu. Saga gyðinga
á svæðinu er miklum mun styttri.
Þeir komu fyrst til Palestínu fyrir
3000 árum en voru þá ekki ýkja fjöl-
mennir. Gyðingar stofnuðu þar ríki
sitt nokkru síðar á
litlum skika, en það stóð
þó ekki óskipt nema í
100 ár. Fyrir 2500 árum
voru ríki þeirra svo með
öllu hrunin. Síðan hefur
palestínskt ríki staðið á
svæðinu, eða allt þar til
Bretar gáfu gyðingum
land Palestínumanna
fyrr á liðinni öld. Það
ríki var þó varla fjórð-
ungur af því landsvæði
sem Ísraelar hafa nú
sölsað undir sig með
morðum og annarri
hryðjuverkastarfsemi.
Hinn skelfilegi for-
sætisráðherra Ísraels,
Ariel Sharon, er harðlínumaður og
herskár gyðingur sem kemur úr
sömu röðum hryðjuverkamanna og
ráðið hafa lögum og lofum í Likud-
bandalaginu frá stofnun Ísraelsríkis
um miðja síðustu öld. Hvað svo sem
segja má um Ehud Barak, fyrrver-
andi forsætisráðherra, virtist hann í
það minnsta hafa einlægan friðar-
vilja. Sharon virðist hins vegar hafa
einlægan bardagavilja.
Margir helstu leiðtogar Ísraels-
manna eru í raun ekkert annað en
ótíndir hryðjuverkamenn. Þrír fyrr-
verandi forsætisráðherrar Ísraels-
ríkis, þeir Ben Gurion, Menachem
Begin og Ytzhak Shamir, voru allir
forystumenn í hryðjuverkasveitum
Ísraela. Undir forystu Begins réðust
hin alræmdu Irgun-samtök til að
mynda inn í arabíska þorpið Deir
Jassin og myrtu þar 250 saklausa
borgara. Ekki liðu mörg ár þar til
Begin fékk friðarverðlaun Nóbels.
Hann skrifaði sjálfur um það í bók
sinni að án fjöldamorða á aröbum
hefði Ísraelsríki aldrei orðið að veru-
leika. Hryðjuverk þessi höfðu það öll
að markmiði að hrekja Palestínu-
menn af landi sínu.
Pólitík Sharons er sú sama og
þessara manna. Sjálfur starfaði hann
fyrir hryðjuverkasamtökin Haganh
sem stóðu fyrir fjöldamorðum og öðr-
um ódæðisverkum. Markmiðin voru
þau sömu; að hrekja Palestínumenn
af landi sínu. Ekkert lát virðist ætla
að verða á hörmungasögu Ísraela og
Palestínumanna og kjör Sharons til
embættis forsætisráðherra hefur
magnað deiluna svo mjög, að hætta
er á allsherjarstyrjöld fyrir botni
Miðjarðarhafs.
Fjölþjóðlegt ríki
Vandamálið er flókið og ágreining-
urinn djúpstæður. En á meðan deilu-
aðilar bítast um þetta litla og þéttbýla
landsvæði halda blóðsúthellingarnar
áfram.
Eina raunverulega lausnin á deil-
unni er auðvitað sú, að koma á fjöl-
þjóðlegu sambandsríki á svæðinu
sem rúmar bæði gyðinga og araba, og
raunar alla þá sem vilja búa í landinu
helga.
Hryðjuverk Ísraela
Eiríkur Bergmann
Einarsson
Höfundur er stjórnmálafræðingur
og ritstjóri á KREML.IS.
Palestína
Eina raunverulega
lausnin á deilunni er
auðvitað sú, segir Eirík-
ur Bergmann Ein-
arsson, að koma á fjöl-
þjóðlegu sambandsríki á
svæðinu sem rúmar
bæði gyðinga og araba.
ÞAÐ eru gömul og
sígild sannindi, að í
milliríkjamálum þurfi
jafnan að gæta þess að
fórna ekki meiri verð-
mætum eða gildum
fyrir minni. Æðstu
stjórnmálagildin í því
samhengi eru fullveldi
og sjálfstæði ríkisins.
Fyrir efnahagslegan
ávinning í milliríkja-
viðskiptum má hvorki
rýra né fórna neinu
því, sem tengist þess-
um æðstu stjórnmála-
gildum.
Þetta skildu og virtu
brautryðjendur íslenskrar utanrík-
isþjónustu, eins og t.d. sendiherr-
arnir Sveinn Björnsson, Pétur
Benediktsson, Thor Thors og Agn-
ar Kl. Jónsson, þegar þeir voru að
stofna og móta hana á fyrstu ár-
unum. Þessum viðhorfum skiluðu
þeir til okkar, sem á eftir komum.
Það er líka lofsamlegt, að þeir
stjórnmálamenn, sem gegnt hafa
embætti utanríkisráðherra, tileink-
uðu sér yfirleitt þessi grundvallar-
viðhorf og virtu þau.
Í þessum efnum varð stílbrot á
árunum 1988-95, þegar Jón Baldvin
Hannibalsson slysaðist inn í emb-
ættið og „gerði þar allt vitlaust“,
eins og einn ráðherrabílstjórinn
komst að orði. Þá rak JBH samn-
ingaviðræðurnar um EES af meira
kappi en forsjá og fórnaði með
Oporto-samningunum hluta af full-
veldi okkar á samningssviðinu, en
sagðist þó í sínum blekkjandi öf-
ugmælastíl hafa fengið „allt fyrir
ekkert“.
Í dag sjá menn og viðurkenna
mistökin. Alþingi hefur verið lítil-
lækkað og að hluta gert að af-
greiðslustofnun fyrir franskt-þýskt
laga- og reglugerðafargan, af því að
samþykkt var, að Evrópurétturinn
fengi forgang fyrir landsrétti á
samningssviðinu.
Hvernig skyldi þeim líða í dag
„lögspekingunum“ þremur, sem
JBH réði til fullyrð-
inga um, að engin full-
veldisrýrnum fælist í
EES-samningunum?
Nú blasa rangfærslur
þeirra við augum allra.
Meira að segja Sam-
fylkingarkratar tala
nú um þá óhæfu EES-
samningsins, að við
þurfum að taka við
laga- og reglugerða-
fyrirmælum ESB án
þess að koma þar að
ákvörðunartöku.
En þannig var og er
EES-samningurinn
gerður. Hann hefur
ekkert breyst frá upphafi, enda
ekki hlustað á okkur, sem hvöttum
til varfærni og bentum á skynsam-
legri leiðir.
Glámskyggni og glannaskapur
krata ríður ekki við einteyming í
dag fremur en áður. Nú nota þeir
illa gerðan EES-samning sem rök-
semd fyrir því, að við flýjum frá
honum á náðir umsóknaraðildar að
ESB! Með því mundum við rýra
enn meira okkar fullveldi og sjálf-
stæði í milliríkjasamskiptum, t.d. til
samninga á sviði tolla, viðskipta og
sjávarútvegs.
Hefur sagan ekki kennt okkur Ís-
lendingum, að okkar mesta auðlind
er fólgin í fullveldi okkar og sjálf-
stæði?
Í sjö aldir lutum við erlendu valdi
og bjuggum við nauðþurftakjör, fá-
tækt og eymd. Strax og við fórum
sjálf að stjórna eigin málum, fyrst
1874 en einkum eftir 1904, 1918 og
1944, komumst við á það framfara-
skrið, sem varir enn. Það hefur
veitt okkur þær efnahagslegu fram-
farir, sem hafa tryggt okkur betri
lífskjör en flestar aðrar þjóðir njóta
í dag.
Við erum Evrópuþjóð á mörkum
Evrópu og Ameríku, viljum góð
samskipti við öll ríki, en ekki snúa
aftur til fortíðar. Hvorki láta Evr-
ópu yfirtaka okkur né stjórna frá
Brussel. Við eigum önnur og betri
úrræði sem fullvalda og sjálfstætt
lýðveldi, þótt þrælslyndir kratar
komi ekki auga á það.
Sjálfstæðisbaráttan er varanleg.
Við megum aldrei fórna meiri gild-
um fyrir minni. Okkar æðsta skylda
er að standa vörð um fullveldi og
sjálfstæði lýðveldisins. Þess vegna
skulum við kveða niður allan und-
irlægjuhátt fyrir Brusselvaldinu.
Að fórna ekki
meira fyrir minna
Hannes Jónsson
Höfundur er félagsfræðingur og fv.
sendiherra.
Evrópumarkaður
Glámskyggni og glanna-
skapur krata, segir
Hannes Jónsson, ríður
ekki við einteyming í
dag fremur en áður.