Morgunblaðið - 06.06.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 06.06.2001, Blaðsíða 49
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001 49 FYRIR rúmum 13 mánuðum sendi bæjar- ráð Garðabæjar hreppsnefnd Bessa- staðahrepps erindi þess efnis, að sett verði á fót formleg samein- ingarnefnd samkvæmt sveitarstjórnarlögum til að ræða formlega sameiningu Garða- bæjar og Bessastaða- hrepps. Erindi þetta hefur ekki verið af- greitt í hreppsnefnd Bessastaðahepps og áður en það verður gert hefur hreppsnefndin ákveðið, eftir viðræður og kynningu, að leita álits íbúa hreppsins með skoðanakönnun hvort verða skuli við erindi Garðabæjar eða ekki. Eins og fram hefur komið fer skoðanakönnun þessi fram núna 6. – 12. júní nk. Skyldur sveitarstjórnarmanna Skylda allra sveitarstjórnarmanna hlýtur ávallt að vera að gæta sem best hagsmuna þeirra, sem þeir hafa fengið umboð frá til að fara með stjórn sveitarstjórnarfélagsins. Í rekstri sveitarfélags þarf meðal annars ætíð að leita hagkvæmustu leiða, til að nýta sem best í þágu heildarinnar það fjármagn, sem íbú- arnir greiða í hinn sameiginlega sjóð. Við fulltrúar Sjálfstæðisfélags Bessastaðahrepps í hreppsnefnd höfum meðal annars þetta að leiðar- ljósi, þegar við viljum skoða hvort það sé kostur fyrir íbúa hreppsins að sameinast öðru sveitarfélagi eða ekki. Ég tel reyndar ábyrgðarleysi hjá þeim sveitarstjórnamönnum, sem hafna svo mikilvægum hlutum sem þessum án þess að skoða þá til fullnustu. Bessastaðahreppi vel stjórnað Í máli nokkurra andstæðinga skoðanakönnunar á kynningarfundi um málið í síðustu viku kom fram, að engin ástæða væri til að vera ræða þessi mál og framkvæma þessa skoð- anakönnun þar sem Bessastaðaheppi væri svo vel stjórnað, að ekki væri þess að vænta að betur yrði gert með sameiningu. Þetta eru að sjálfsögðu engin tíðindi fyrir okk- ur fulltrúa Sjálfstæðis- félagsins í hrepps- nefnd. Við höfum ætíð haldið því fram með réttu að hér sé og hafi verið vel á málum hald- ið í sveitarfélaginu. Við fögnum hinsvegar þessum röddum frá þeim, sem hingað til hafa nú verið að reyna að telja fólki trú um annað. Ég vil reyndar nota tækifærið og bjóða þá til liðs við okkur, til að stjórna sveitarfélag- inu áfram af þeirri ábyrgð og festu sem gert hefur verið. Það hlýtur að vera eftirsóknarvert að vera með okkur í því að stjórna svo vel sem fram hefur komið. Mismunandi skoðanir Í ræðu og riti um þessi mál und- anfarið hefur glögglega komið í ljós, að ólíkar skoðanir eru um sameining- armál í sveitarfélaginu. Þá hefur einnig komið í ljós að ólíkar skoðanir eru innan allra þeirra framboða sem fulltrúa eiga í hreppsnefnd. Því voru það mér mikil vonbrigði að ekki náðist um það samstaða í hreppsnefnd, að gefa íbúum Bessa- staðahrepps tækifæri til að tjá sína skoðun á því hvort þeir vilja láta vinna að formlegri athugun málsins og láta búa til sameiningartillögu, sem þeir fengju síðan að kjósa um, eða hvort þeir vilja það ekki. Staðreyndin er nefnilega sú að fulltrúar Álftaneslistans og Hags- munasamtaka Bessastaðahrepps í hreppsnefndinni greiddu atkvæði gegn því að þessi skoðanakönnun færi fram og komu ekki fram með neina tillögu um, hvernig hægt væri að leita álits allra kosningabærra íbúa Bessastaðahrepps á málinu. Þetta er reyndar óskiljanlegt í ljósi þess að forystumaður Hagsmuna- samtakanna og varafulltrúi Álftanes- listans í hreppsnefnd höfðu skrifað undir það fyrir nokkrum árum að „sameining við önnur sveitarfélög sé ekki útilokuð í framtíðinni og skuli í þeim efnum farið að vilja íbúanna.“ Þessir sömu aðilar hafa oft og ein- att borið okkur meirihlutafulltrúum það á brýn að við sýnum valdníðslu, yfirgang og hlustum ekki á raddir fólksins. Nú koma þessir sömu aðilar og hafna því mikilsverða samstarfi við íbúa Bessastaðahrepps, sem Sjálfstæðisfélag Bessastaðahrepps leggur metnað sinn í að leita eftir. Hvar er nú samræmið og trúverð- ugleikinn hjá þessum aðilum? Við treystum íbúunum Ég vil að lokum ítreka að okkur fjórum sem samþykktum þessa skoð- anakönnun í hreppsnefnd Bessa- staðahrepps, stendur ekkert annað til en að fá álit íbúanna á því, hvort við eigum að stíga frekari skref í þessari vinnu eða ekki og látið endi- lega tal um annað ekki villa ykkur sýn. Áframhald umræðna í hrepps- nefnd Bessastaðahrepps um hugsan- lega stækkun sveitarfélagsins með sameiningu, ræðst af niðurstöðu fyr- irhugaðrar könnunar. Það hefur komið skýrt fram að ekki verður litið á niðurstöður könn- unarinnar sem bindandi fyrir hreppsnefndina í heild, heldur verð- ur litið á niðurstöðuna sem leiðbein- andi fyrir hreppsnefndina um fram- hald málsins. Ágæti íbúi Bessastaðahrepps, veltu því fyrir þér hvort það gæti ver- ið hagkvæmur kostur fyrir þig að fram fari formlegar sameiningarvið- ræður milli Bessastaðahrepps og Garðabæjar eða ekki. Taktu síðan sjálfstæða afstöðu og svaraðu í sam- ræmi við hana í skoðanakönnunni. Þín skoðun skiptir máli. Íbúar í Bessastaða- hreppi segi álit sitt Snorri Finnlaugsson Skoðanakönnun Litið verður á niður- stöðuna, segir Snorri Finnlaugsson, sem leið- beinandi fyrir hrepps- nefndina um framhald málsins. Höfundur er formaður hreppsráðs Bessastaðahrepps. Flísar og parketBorgartúni 33, Reykjavík • Laufásgötu 9, Akureyri • Öflugur margreyndur tvígengismótor sem slær öllum við. • Þetta er vélin fyrir þá sem gera kröfur. • Fáanleg með og án drifs, grassafnari fylgir. GARÐSLÁTTUVÉLIN „Sú Græna góða“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.