Morgunblaðið - 06.06.2001, Síða 56
MINNINGAR
56 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Guðný Kjartans-dóttir var fædd í
Stapakoti 29. apríl
1921. Foreldrar
hennar voru Kjartan
Sæmundsson bóndi
og Herdís Þórðar-
dóttir húsfrú, bæði
ættuð úr Ölfusinu.
Guðný átti aðeins
einn bróður, Guð-
bjart Sæmundsson, f.
28.10. 1912, d. 25.9.
1967.
Guðný gekk í
Barnaskóla Kefla-
víkur og fór síðar í
Húsmæðraskóla. Hún kvæntist
Kristjáni Guðmundssyni bifreiða-
8.9.73. Býr á Höfn í sambúð með
Ragnari Borgþóri Torfasyni,
þeirra barn er Ingibjörg Lúcía.
fædd 20.5.98. 2. Guðný fædd 16.10.
76, býr í Garðabæ, sambýlismaður
Gunnar Björn Björnsson, þeirra
barn Elís Már, fæddur 9.2. 01. 3.
Herdís fædd 27.10. 83 í Vest-
mannaeyjum.
3. Barn Guðnýjar var andvana
fæddur drengur, 26.1.56. 4. Jör-
undur Rúnar fæddur 18.3. 57, býr í
Keflavík í sambúð með Guðbjörgu
Kristinsdóttur, þeirra börn eru
Ásta Björg fædd 24.1. 85. Jórunn
fædd 21.9. 90. Herdís fædd 17.12.
91. Fyrir átti Jörundur Kristjönu
Guðnýju. fædd 3.3. 78, gift Ívari
Jónssyni, þeirra barn er Ragnhild-
ur Lilja, f. 21.12. 99. Fóstursonur
Jörundar er Davíð Kristinsson f.
8.4. 82.
Útför Guðnýjar fer fram frá
Innri-Njarðvíkurkirkju á morgun
og hefst athöfnin klukkan 13.
stjóra frá Rafnkels-
stöðum í Garði, 7. júlí
1951. Hann var sonur
Guðrúnar Jónasdótt-
ur og Guðmundar
Jónssonar útgerðar-
manns, f. 2.4. 1918, d.
26. maí 1963. Guðný
var einn af stofnend-
um Systrarfélags
Innri-Njarðvíkur.
Börn þeirra eru 1.
Már, f. 17.12. 1950, dá-
inn 11.11. 1982. 2.
Hermann fæddur
23.12. 1951, býr í
Vestmannaeyjum,
kvæntur Elísabetu G. Einarsdótt-
ur. Þeirra börn eru 1. Linda, fædd
Elsku amma mín þú farin ert
okkur frá inn í góðan heim, þar
sem veikindin kvelja þig ekki leng-
ur. Þú áttir stóran þátt í lífi mínu.
Það var æðislegt að vera hjá þér
þegar ég var lítil alltaf svo gott að
borða og þú varst alltaf svo góð,
vildir öllum vel. Ég man eftir því
að þú sast alltaf í sama stólnum og
horfðir á sjónvarpið eða prjónaðir.
Það var æðislegt að sjá hvað þú
varst ánægð á afmælisdaginn þinn
29. apríl orðin 80 ára og sæl. Ég á
eftir að sakna þín en þú lifir í
minningunni og átt alltaf stað í
hjarta mínu, ég vona að þér líði vel
og brosir niður til okkar, takk fyr-
ir allt sem þú gerðir fyrir mig og
hjálpaðir mér í gegnum. Kveðja
Ásta Björg Jörundardóttir.
Linda Hermannsdóttir.
Elsku amma mín. Nú þegar þú
kveður þennan heim, vil þakka þér
fyrir allt það sem þú gerðir fyrir
mig og þær stundir sem við áttum
saman. Eins og þegar við spiluðum
olsen olsen, eða fórum í hringferð-
irnar, þá gastu sko sagt mér allt
um hvert einasta kennileiti á leið-
inni, og lést mig lesa á skiltin sem
á leiðinni voru, til að ég myndi
læra þetta. Ég vona að þér líði vel
núna, komin á þann stað sem þú
vildir vera á, hjá ættingjum þínum.
Ég mun kveðja þig með söknuði,
en minnast þín í gleði, elsku amma
mín.
Herdís.
Elsku amma mín, það er með
miklum trega sem ég kveð þig nú í
síðasta skipti. Á þessari stundu er
margt sem kemur upp í huga
minn, því að margar voru okkar
samverustundir. Fyrstu tvö ár ævi
minnar bjuggum við í kjallaranum
hjá þér, síðan þá hef ég verið með
annan fótinn hjá þér, eða eins og
þú sagðir ég á allavega litlutána
þína Linda mín. Amma var einstök
kona og hafði frá svo mörgu að
segja, enda gengið í gegnum
margt á sinni lífsleið.
Amma var afbragðskona og
mjög klár í höndunum, hún hekl-
aði, prjónaði og saumaði alveg ein-
stök verk og búum við sem eftir
sitjum vel að. Margt væri hægt að
skrifa um hana ömmu mína en
minning hennar er ljós í lífi okkar.
Kveð ég þig nú með þessum ljóð-
línum.
Þú varst amma mín,
ég var stúlkan þín.
Fann ég hlýja hönd
hnýta ættarbönd.
Hvar er höndin nú,
hlýja, ást og trú?
Hvar er brosið hýrt,
hjarta tryggt og skýrt?
Allt sem er og var,
áfram verður þar
geymt í hugans sjóð.
Hverfist sorg í ljóð.
Ósk mín, amma mín,
er að ferðin þín
heim í ljóssins lönd
leysi þrautar bönd.
Vertu kærast kvödd.
Kallar nú sú rödd
ljóss er lýtur vald.
Lífsins fellur tjald.
(R.S.E.)
Kveðja,
Linda.
Elsku amma Guðný, nú ertu far-
in frá okkur. Þú varst búin að vera
veik svolítið lengi en nú líður þér
vel. Það var gaman að geta verið
með þér á afmælisdaginn þinn
þegar þú varðst 80 ára 29. apríl
síðastliðinn, þú áttir svo góðan dag
með okkur öllum. Við eigum marg-
ar og góðar minningar um þig,
elsku amma, alla sokkana, vett-
lingana og peysurnar sem þú
prjónaðir á okkur og margt fleira.
Við eigum eftir að sakna þín,
þakka þér fyrir allt.
Kveðja,
Jórunn og Herdís.
Í dag verður elskuleg tengda-
mamma mín borin til grafar.
Guðný vann ýmis störf á sínum
yngri árum, sem matráðskona hjá
Vegagerðinni og aðstoðarstúlka á
heimilum eins og algengt var í þá
daga.
Árið 1949, þá 28 ára, kynntist
hún Kristjáni og hóf stuttu síðar
búskap á Rafnkelsstöðum í Garði
hjá tengdaforeldrum sínum. Þar
voru þau fyrstu 2-3 árin. Þá fluttu
þau og bjuggu í Ásgarði, síðar
nefnt Njarðvíkurbraut 30 í Innri
Njarðvík, sem þau keyptu, en for-
eldrar Guðnýjar bjuggu á neðri
hæðinni. Guðný var rúmlega fer-
tug þegar Kristján lést 45 ára að
aldri, var hún þá ein með drengina
og aldraða móður sem studdi hana
eftir megni, en hún lést 1966. Þá
varð Bjartur bróðir haldreipið sem
hún treysti á, en það varð skamm-
vinnt því hann lést 1967. Tengda-
fólk Guðnýjar reyndist henni oft
betra en enginn. En Guðný var af-
skaplega stolt kona og vildi helst
bjarga sér sjálf og vera ekki upp á
aðra komin, enda var hún dugnað-
arforkur og ósérhlífin. Hún vann
við verslunarstörf og fiskvinnslu,
auk þess var hún með hænsni og
kindur sem þurfti að gefa fyrir
vinnutíma ásamt heimilinu. Í frí-
stundum sem voru fáar í þá daga
var því unnið langt fram á nótt og
flesta helga daga. Seinna vann hún
í þvottahúsinu á Keflavíkurflug-
velli og síðast hjá Íslenskum að-
alverktökum en þar vann Már
einnig. Síðustu ár Más var hann
oft mikið veikur vegna sykursýk-
innar, sem hann fékk þegar hann
var 7 ára, þá var gott að vinna með
skilningsríku fólki. Már gerði það
ekki endasleppt, hann með sinn
einstaka vonarneista um bata
reisti glæsilegt einbýlishús fyrir
sig og Guðnýju, en honum endist
ekki aldur til að ljúka því, en
Guðný kláraði það og flutti inn
sumarið 1984 og bjó þar til hinstu
stundar.
Að lokum vil ég þakka allar
ferðirnar sem við fórum í saman,
bæði stuttar og langar, allan fróð-
leikinn sem hún miðlaði til mín og
stelpnanna minna því hún þekkti
svo til allra bæja og kennileita í
kringum landið frá því hún var
ung.
Dugnaður Guðnýjar verður
seint metinn sem skyldi. Ég þakka
allt sem hún gerði fyrir mig og
mína og votta öðrum aðstandend-
um samúð mína.
Elísabet G. Einarsdóttir.
GUÐNÝ
KJARTANSDÓTTIR
Ég minnist þín,
Kata, sem konu, sem
hægt var að líta upp
til. Þú varst ætíð svo
góð við allt og alla.
Ég hlakkaði ávallt til að koma til
þín, því þú varst svo góð og
hjartahlý manneskja, og gleðin
KATRÍN
ÓLAFSDÓTTIR
✝ Katrín Ólafsdótt-ir fæddist 27.
mars 1951 á Melstað
í Glerárþorpi. Hún
lést föstudaginn 25.
maí síðastliðinn á
líknardeild Land-
spítalans í Kópavogi
og fór útför hennar
fram frá Víðistaða-
kirkju 1. júní.
skein úr augum þín-
um.. En þótt þú værir
veik þá léstu það ekki
hindra þig í að gera
það sem að þú vildir.
Þegar þú varst ná-
lægt eða að nálgast þá
lífgaðist allt, og allir
biðu eftir að sjá þig,
þú hélst lífi í öllu, þótt
það væru bara hlutir.
Þú átt stað í hjarta
okkar allra enda áttu
það vel skilið. Megi
Guð geyma ástvini
þína en þó sérstak-
lega Stefán, Eirík,
Ólaf og Helga. Takk
fyrir allt. Þín frænka.
Sólrún Dögg Jónsdóttir.
Ég man svo vel þeg-
ar ég hitti Hjörtínu í
fyrsta sinn. Hún tók
mér og minni fjölskyldu opnum
örmum, svo hlýleg og góð. Þær
voru margar góðu stundirnar á
Hólaveginum og alltaf var hún
reiðubúin að aðstoða ef á þurfti að
halda.
Hún var alveg einstaklega lag-
hent og gerði allt af svo miklum
myndarskap og voru til dæmis
sumarblómin hennar þau falleg-
ustu sem ég hef séð.
✝ Hjörtína Ingi-björg Steinþórs-
dóttir fæddist 1.
október 1940 á
Þverá í Akrahreppi.
Hún lést á Heilbrigð-
isstofnun Sauðár-
króks miðvikudag-
inn 23. maí
síðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Sauðárkróks-
kirkju 2. júní.
Þrátt fyrir mikil og
erfið veikindi var
Hjörtína glaðlynd og
jákvæð, alltaf bros-
andi og hlæjandi og
tók öllum vel.
Ég er mjög þakklát
fyrir að hafa fengið að
kynnast Hjörtínu og
allri hennar hjart-
hlýju. Sakna ég henn-
ar nú sárt. En góðu
minningarnar lifa og
verma mér um hjarta-
ræturnar.
Ég kveð góða
tengdamömmu og vin-
konu með kæru þakk-
læti fyrir allt.
Guð blessi minningu hennar.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér
(H. Pétursson.)
Guðrún Olga Baldvinsdóttir.
HJÖRTÍNA
INGIBJÖRG
STEINÞÓRSDÓTTIR
Valdís Tómasdóttir
Caltagirone, eða
Didda frænka, hefur
kvatt okkur eftir
langa baráttu við krabbamein. Vin-
átta mín og Diddu er órjúfanlega
tengd stórheimilinu á Brúarlandi í
Mosfellssveit, þar sem við áttum,
ásamt systkinum okkar, griðastað
fram eftir unglingsárum og vísa
vináttu og hlýhug Kristínar og
Lárusar og barnanna þeirra átta.
Eftir því sem árin líða finnast mér
Brúarlandsárin merkilegri fyrir þá
sök að þar var alltaf pláss fyrir
ættingja og vinafólk sem af ein-
hverjum ástæðum skorti heimili
eða festu í líf sitt. Þessi ár voru
✝ Valdís SalvörTómasdóttir
Caltagirone (Didda)
fæddist á Hólum í
Hjaltadal 13. júní
1928. Hún lést í
Landspítalanum við
Hringbraut 25. maí
síðastliðinn.
Fór útför hennar
fram frá Grensás-
kirkju 1. júní.
líka ævintýralega
skemmtileg.
Mosfellssystkinun-
um, þar á meðal
mæðrum okkar
Diddu, fylgdi oft mikil
hlýja, gleði og söngur.
Didda var einmitt
þeirrar gerðar, frá
henni streymdi hlýja
og kátína, andlit
hennar ljómaði ef
henni leið vel eða
fannst gaman. Við
hittumst á nokkurra
ára fresti meðan hún
bjó í Bandaríkjunum,
en alltaf birtist sama
skemmtilega frænkan þótt aldur-
inn færðist yfir.
Þegar Didda kom svo alkomin
heim eftir að hún varð ekkja,
gladdi það móður mína mjög mik-
ið. Þær hittust oft og áttu gott
skap saman og glöddust saman.
Fyrir þá vináttu alla vil ég þakka
og bið forsjónina að láta vel að
Birni Björgvinssyni, sambýlis-
manni Diddu, börnum hennar og
barnabörnum sem öll eru búsett í
henni stóru Ameríku.
Sigurjón Jóhannsson.
VALDÍS S.
TÓMASDÓTTIR
CALTAGIRONE
<
"$ "'
*
!
* "
"
'
% 1
4)-+1
6E
0)#/
9 $ )"! #
#(-
" 9%
/- )
( ! !!
/
!#B!)
**4
"
***4
! "#
$%&&
"#
( #&
!)
! * )%
"+ ,