Morgunblaðið - 06.06.2001, Page 59
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001 59
SPARISJÓÐUR Kópavogs var með
fjármálafræðslu fyrir nemendur 10.
bekkja í Kópavogi, en slík námskeið
hefur SPK haldið undanfarin ár.
Flestallir bekkir mættu með kenn-
urum sínum og sýndu þau mikinn
áhuga á efninu og spurðu mikið. Að
sögn Hildar Grétarsdóttur, mark-
aðsstjóra SPK, er markmiðið með
þessum námskeiðum að fræða
krakkana um það hversu mikilvægt
það er að spara og eyða ekki um efni
fram, hvað það er dýrt að taka lán,
og hvað það þýðir að skrifa nafn sitt
sem ábyrgðarmaður eða vottur. Far-
ið er í gegnum hvaða möguleika þau
hafa nú þegar þau eru að komast á
framhaldsskólastig og hvert þau
geta leitað ef spurningar vakna um
hin ýmsu mál tengd fjármálum.
Krakkarnir voru mjög áhugasamir og spurðu margs.
SPK stuðlar að
bættri fjármála-
fræðslu í Kópavogi
ÁRLEG handverkssala iðjuþjálfun-
ar geðdeildar Landspítala – há-
skólasjúkrahúss verður fimmtudag-
inn 7. júní kl: 12:00 til 15:30.
Sumarsalan er haldin fyrsta
fimmtudag í júní ár hvert í anddyri
geðdeildarhússins við Eiríksgötu.
Selt er handverk sem unnið hefur
verið af skjólstæðingum iðjuþjálfun-
ar geðdeildarinnar. Jafnframt er
hægt að kaupa kaffi og meðlæti.
Ágóðanum er varið á ýmsan hátt í
þágu sjúklinga. Þessi viðburður hef-
ur notið vinsælda undanfarin ár,
enda margt góðra muna í boði.
Handverkssala
iðjuþjálfunar
SEXTÁN hlutu málningarstyrki
Hörpu hf. til umhverfis- og menn-
ingarverkefna víðsvegar um land-
ið í ár og var styrkjunum úthlut-
að í Dillons-húsi í Árbæjarsafni
fyrir stuttu.
Með þeirri úthlutun hafa um 60
aðilar hlotið um 10.000 lítra af
málningu frá Hörpu undanfarin
fjögur ár.
Að sögn Helga Magnússonar,
framkvæmdastjóra Hörpu, hóf
fyrirtækið að veita málning-
arstyrki í þeim tilgangi að auð-
velda ýmsum aðilum að fegra og
viðhalda mikilvægum mann-
virkjum.
Fengu 100
umsóknir í ár
„Við fengum um 100 umsóknir í
ár, sem er svipað og hefur verið
undanfarið ár, og völdum 16 úr
þeim hópi. Á þessum fjórum árum
höfum við því ráðstafað 2.500 lítr-
um á hverju ári sem gerir 10.000
lítra samtals,“ segir Helgi.
Staðarkirkja í Grunnavík í Jök-
ulfjörðum fékk styrk í annað sinn
og hefur slíkt ekki gerst áður. Að
sögn Helga fannst mönnum þar á
bæ hugmyndin góð og féllu alveg
kylliflatir fyrir henni. Það var
Páll Halldór Guðmundsson, fyrr-
um málarameistari í Reykjavík,
sem veitti styrknum viðtöku en
Páll ólst upp í Grunnavík til 18
ára aldurs.
Verkefni sem hlutu málningar-
styrk að þessu sinni eru: Stofnun
Sigurðar Nordals, Reykjavík,
Skólastræti 5, Reykjavík, Styrkt-
arfélag lamaðra og fatlaðra,
Breiðabólstaðarkirkja í Vestur-
hópi, Húnaþingi, Græna húsið
ehf., Siglufirði, Krabbameinsfélag
Íslands, Hólsgerði í Eyjafjarð-
arsveit, Sumarbúðir KFUM í
Vatnaskógi, Brimilsvallakirkja,
Ólafsvík, Hlíð, Núpi í Dýrafirði,
Ferðaþjónustan í Syðra-Lang-
holti, Hrunamannahreppi, Hand-
verkshópurinn Gallerí Grúsk,
Grundarfirði, Breiðavík við
Látrabjarg, Hafnarstræti 86, Ak-
ureyri, Gallerí Sól vegna Sólbergs
í Grímsey og Staðarkirkja í
Grunnavík, Jökulfjörðum.
Harpa veitir málningarstyrki til að endurbæta mannvirki
10.000
lítrar á
fjórum
árum
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Málningarstyrkur Hörpu afhentur í Dillonshúsi, Árbæjarsafni. Helgi Magnússon framkvæmdastjóri í miðju.
SKAPAST hefur hefð fyrir því ann-
að hvert ár að öll leikskólabörn í
Hafnarfirði safnast saman, ásamt
starfsfólki leikskólanna, á Víðistaða-
túninu. Hátíðin verður að þessu
sinni haldin á morgun, fimmtudag,
7. júní.
Gengið verður fylktu liði, í skrúð-
göngu, frá leikskólanum Víðivöllum
um kl. 10:00, undir fánum leikskól-
anna og tónlist sem leikin er af bíl-
palli, sem fer fyrir skrúðgöngunni.
Börnin og starfsfólkið hafa útbúið
sér búninga og hljóðfæri í tilefni
dagsins.
Á túninu verða sungin lög við
texta sem dreift var í alla leik-
skólana, svo börnin gætu æft sig
fyrir hátíðina. „Poppararnir á
Hörðuvöllum“ sjá um undirleik.
Olíufélögin hafa lánað gasgrill
þannig að hægt verður að grilla há-
degismatinn, áður en hver heldur til
síns heima/leikskóla um kl.13.
Leikskólahátíð
í Hafnarfirði
NÝMS-félagar í MS-félagi Íslands.
Ungir og nýgreindir MS-félagar
hittast miðvikudagskvöldið 6. júní
n.k. kl: 20:30 í MS heimilinu Sléttu-
vegi 5.
Rætt verður um greiningu á MS
sjúkdómnum og þann stuðning sem
æskilegt er að félagið veiti þeim sem
greinast og fjölskyldum þeirra.
Á staðnum verða læknir, sálfræð-
ingur og svo við /þið sem höfum verið
lengi/stutt með þennan sjúkdóm og
getum miðlað reynslu hvert til ann-
ars. Kaffi og kex í boði.
MS-félagar hittast í kvöld
♦ ♦ ♦
B ú s e t i h s f . S k e i f u n n i 1 9 s í m i 5 2 0 - 5 7 8 8
w w w . b u s e t i . i s
Fyrsta skrefið að öruggu húsnæði!
Umsóknarfrestur til 12. júní, kl. 16.00
Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu Búseta hsf. Opið virka daga frá
8:30 til 16:00. Með umsóknum um íbúðir á leiguíbúðalánum þarf að skila:
síðustu skattskýrslu og launaseðlum síðustu sex mánaða.
Úthlutun íbúðanna fer fram miðvikudaginn 13. júní
kl. 12:00 - 12:30 að Skeifunni 19.
Umsækjendur verða að mæta á tilskyldum tíma og staðfesta
úthlutun sína að öðrum kosti gætu þeir misst réttindi sín
og íbúðinni yrði úthlutað til annars félagsmanns.
3ja herb.
Miðholt 3, Hafnarfirði
90m2 íbúð, 202 Leiguíb.lán
Búseturéttur kr. 1.054.818
Búsetugjald kr. 42.608
Afhending fljótlega
Berjarimi 1, Reykjavík
72m2 íbúð, 201 Leiguíb.lán
Búseturéttur kr. 1.417.957
Búsetugjald kr. 41.945
Afhending júlí/ágúst
NÝTT HÚS - NÝTT HÚS - NÝTT HÚS - NÝTT HÚS - NÝTT
KRISTNIBRAUT 65 - 67 Grafarholti, 113 Reykjavík
Umsóknarfrestur til 18. júní nk.
Sex 4ra herbergja, 110,2-110,7m2.
Búseturéttur frá kr. 2.117.614 til 2.129.144. Búsetugjald frá kr. 87.385 til 87.847
Tólf 3ja herbergja, 83,7m2 til 93,7m2
Búseturéttur frá kr. 1.608.388 til 1.800.548. Búsetugjald frá kr. 66.988 til kr. 74.684
Áætluð afhending íbúðanna er í maí 2002
búðirnar eru allar með almennum lánum
Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu Búseta hsf.
Opið virka daga frá 8:30 til 16:00.
Úthlutun íbúðanna fer fram miðvikudaginn 20. júní, kl. 12:00 - 12:30 að Skeifunni 19.
Umsækjendur verða að mæta á tilskyldum tíma og staðfesta úthlutun sína að öðrum kosti
gætu þeir misst réttindi sín og íbúðinni yrði úthlutað til annars félagsmanns.
1 herb. 4ra herb.
Miðholt 13, Mosfellsbæ
37m2 íbúð, 102 Alm.lán
Búseturéttur kr. 654.622
Búsetugjald kr. 26.701
Afhending í september
Eiðismýri 22, Seltjarnarnesi
96m2 íbúð,302 Leiguíb.lán
Búseturéttur kr. 1.784.295
Búsetugjald kr. 52.801
Afhending nóv/des
Íbúðir á almennum lánum
veita rétt til vaxtabóta
Íbúðir á leiguíb.lánum
veita rétt til húsaleigubóta