Morgunblaðið - 06.06.2001, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 06.06.2001, Qupperneq 64
DAGBÓK 64 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Nippon Maru kemur og fer í dag, Brúarfoss kemur í dag, Dettifoss fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Bootes, Olshana og Orl- ik komu af veiðum í gær. Brúarfoss og Markús J. koma í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Sól- vallagötu 48. Skrifstofan er opin alla miðvikud. frá kl. 14–17. S. 551 4349. Fataúthlutun og fatamóttaka er opin annan og fjórða hvern miðvikud. í mánuði, frá kl. 14–17, s. 552 5277. Styrkur, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra. Svarað er í síma Krabbameinsráðgjaf- arinnar, 800 4040 frá kl. 15–17. Mannamót Aflagrandi 40 Verslunarferð í Hag- kaup, Skeifunni, í dag, miðvikudag. Farið frá Grandavegi kl. 10 með viðkomu í Aflagranda, komið til baka kl. 12. Kaffi og meðlæti í boði Hagkaupa. Fimmtudag- inn 21. júní verður farið í Þjóðleikhúsið að sjá söngleikinn „Syngjandi í rigningunni“, skráning í afgreiðslu Aflgranda 40, sími 562-2571. Miðar óskast sóttir fyrir 10. júní. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9–16.30 klippimyndir, harð- angur, kl. 13 smíða- stofan opin, trésmíði/ útskurður og spilað, kl. 9 hár- og fótsnyrtistofur opnar. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 13 hárgreiðsla, kl. 8– 12.30 böðun, kl. 9–16 al- menn handavinna og fótaaðgerðir, kl. 9.30 morgunkaffi/dagblöð, kl. 10 banki, kl. 11.15 matur, kl. 13 spiladagur, kl. 15 kaffi. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18–20. Kl. 9 böðun og hárgreiðslu- stofan opin. Félag eldri borgara, Kópavogi. Viðtalstími í Gjábakka í dag kl. 15– 16. Skrifstofan í Gull- smára 9 opin í dag kl. 16.30–18. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 10 hársnyrting og verslunin opin til kl. 13, kl. 11.30 matur, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 15 kaffi. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Línudans kl 11, píla kl.13.30 Dagsferð á Njáluslóðir fimmtudag- inn 7. júní nk. Nálgist miðana sem fyrst, rúta fráHraunseli kl. 12. Þriggja daga ferð til Hornafjarðar hefur ver- ið breytt, verður farið 3. júlí. Nálgist farseðla sem fyrst í Hraunseli. Orlofið á Hótel Reyk- holti íBorgarfirði 26. ágúst. Skráning hafin, allar upplýsingar í Hraunseli, sími 555- 0142. Félag eldri borgara Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan er opin alla virka daga frá kl. 10 til 13. Matur í há- deginu. Miðvikudagur: Göngu-Hrólfar fara í létta göngu frá Hlemmi kl. 9.45. Línudanskennsla Sig- valda kl. 19.15. Ath: Farin verður dags- ferð 10. júní austur í Mýrdal, farið verður m.a. niður að Görðum í Reynishverfi, upp í Heiðardal, að Skógum og Vík. Leiðsögn: Ólöf Þórarinsdóttir. Skrán- ing hafin. Dagsferð 13. júní. Nesjavellir- Grafningur-Eyrarbakki. Húsið – Sjóminjasafnið á Eyrarbakka, skoðað. Leiðsögn: Tómas Ein- arsson og Pálína Jóns- dóttir. Skráning hafin. 19.-22. júní. Trékyll- isvík. 4 dagar, gist á Valgeirsstöðum í Norð- urfirði, svefnpokapláss. Ekið norður Strandir. Farið í gönguferðir og ekið um sveitina. Ekið heimleiðis um Trölla- tunguheiði eða Þorska- fjarðarheiði. Skráning hafin. Leiðsögn Tómas Einarsson. Silfurlínan er opin á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 10 til 12 fh. í síma 588- 2111. Upplýsingar á skrifstofu FEB kl. 10 til 16 í síma 588-2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9 opin vinnustofa, postulíns- málun og fótaaðgerð, kl. 13 böðun kl. 13.30 sam- verustund. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9 til 16.30 vinnustof- ur onar, frá hádegi spilasalur opinn kl. 13.30 til 14.30, banka- þjónusta. Veitingar í kaffihúsi Gerðubergs. Sumardagskráin er komin. Allar upplýs- ingar um starfsemina á staðnum og í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum frá kl. 10–17, kl. 10.30 boccia, kl. 13 félagsvist, kl. 17 bobb. Sund- hópurinn ásamt Gjá- bakka og Gullsmára fyrirhuga ferð um Vest- firði 16. til 19. júlí. Ferðaáætlun er að fá í afgreiðslu félags- heimilanna. Skráning fyrir 15. júní. Hraunbær 105. Kl. 9–16.30 bútasaumur, kl. 9–12 útskurður, kl. 9– 17 hárgreiðsla, kl. 11 banki, kl. 13 brids. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9 böðun, fótaaðgerðir, hárgreiðsla. Norðurbrún 1. Fótaað- gerðastofan opin frá kl. 9–14, kl. 9–12.30 út- skurður, kl. 9–16.45 handavinnustofurnar opnar, kl. 10 sögustund, kl. 13–13.30 bankinn, kl. 14 félagsvist, kaffi og verðlaun. Vesturgata 7. Kl. 8.25 sund, kl. 9 dagblöð og kaffi, fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 postulínsmálun, kl. 11.45 matur, kl. 14.30 kaffi. Dagsferð verður farin fimmtudaginn 7. júní. Lagt af stað kl. 10. Viðkoma í Eden í Hveragerði. Farið verð- ur á Njáluslóðir, Njálu- safn skoðað með leið- sögn Arthúrs Björgvins Bollasonar. Ekið um Stokkseyri og Eyr- arbakka, Eyrar- bakkakirkja skoðuð. Sr. Úlfar Guðmundsson tekur á móti hópnum. Kvöldverður og dans á Hótel Örk. Sundlaug og heitir pottar fyrir þá sem vilja. Leið- sögumaður Nanna Kaaber. Upplýsingar og skráning í síma 562- 7077. Ath. takmarkaður miðafjöldi. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9.30 almenn handmennt, kl. 10 morgunstund, fótaað- gerðir og bókband, kl. 11.45 matur, kl. 13.30 bókband, kl. 13 kóræf- ing, kl. 14.30 versl- unarferð, kl. 14.30 kaffi. Barðstrendingafélagið, Hverfisgötu 105, 2. hæð, spilað í Konnakoti í kvöld kl. 20.30. Allir vel- komnir. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Bandalag kvenna í Reykjavík fer í sína ár- legu gróðursetningaferð í Heiðmörk 12. júní. Farið frá Hallveig- arstöðum kl. 17. Vin- samlega tilkynnið þátt- töku fyrir 7. júní í s. 552-3955, Halldóra, s. 553-3454, Ágústa, s. 553-3439, Björg. Skógræktarfélag Mos- fellsbæjar fer í gróð- ursetningaferð í Brynjudal miðvikudag- inn 6. júní, farið verður frá versluninni 11-11 kl. 18.30. Ellimálaráð Reykjavík- urprófastsdæma, Breið- holtskirkju við Þang- bakka. Skálholtsskóli, Ellimálanefnd Þjóð- kirkjunnar og Elli- málaráð Reykjavík- urprófastsdæma efna til sumardvalar fyrir eldri borgara í Skálholti. Boðið er til fimm daga dvalar í senn og raðast þeir þannig: 25. til 29. júní, 2. til 6. júlí og 9. til 13. júlí. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Elli- málaráðs Reykjavík- urprófastsdæma f.h. virka daga í síma 557- 1666. Brúðubílinn Brúðubílinn verður í dag kl. 14 við Fannafell, og á morgun fimmtudag 7. júní kl. 10 við Austur- bæjarskóla og kl. 14 við Barðavog. Í dag er miðvikudagur 6. júní, 157. dagur ársins 2001. Imbrudagar. Orð dagsins: En þeir sögðu: „Trú þú á Drottin Jesú, og þú munt verða hólpinn og heimili þitt.“ (Post. 16, 31.) KÆRA Ólöf. Í Morgun- blaðinu laugardaginn 2. júní sl. var frétt, sem sagði frá könnun sem þú hafðir gert í lokaverkefni þínu frá lyfjafræðideild Háskóla Ís- lands. Þar er talað um áhrif náttúruefna á mannslíkam- ann. Allir vita að það sem við látum ofan í okkur hefur mismunandi áhrif. Og á það við hvort sem um er að ræða fæðu eða lyf. Einnig er það rétt að nú eru marg- ir sem nota fæðubótarefni og ýmiskonar náttúrulyf til að megrast eða til að láta sér líða betur. Þú nefnir fimm tegundir. Sú fyrsta af þeim er Herbalife. Þetta efni er viðurkennt af Lyfja- eftirliti ríkisins og inniheld- ur ekki ólögleg efni. Fyr- irtækið hefur starfað í rúmlega tuttugu ár í yfir fjörutíu löndum og hefur reynst mjög vel. En það eru nokkur atriði sem hafa ber í huga. Í fyrsta lagi er þetta ekki læknislyf. Í öðru lagi ef þetta hentar ekki, þá er 30 daga skilafrestur á efn- inu. Í þriðja lagi á þinn læknir að fá að vita hvað þú notar. En í síðasta lagi ber fólki að fara eftir leiðbein- ingum þeim sem gefnar eru. Það eru ekki mörg efni sem þjóna þríþættum til- gangi og vil ég nú benda á þau. Í megrun á fólk ekki að svelta sig. Raunhæfur ár- angur er 3-500 gr á viku. Mælt er með að fólk stundi hreyfingu, drekki frekar vatn en sæta drykki, neyti hollrar fæðu og reyni eins og kostur er að lifa heil- brigðu lífi. Nú segja margir þegar ég hætti að taka Herbalife, þá fékk ég öll kílóin aftur. Í mörgum tilfellum er það kannske rétt, en megr- un er breyting á lífsstíl sem veltur á fólkinu sjálfu. Vilj- inn verður að koma inn- anfrá. Í öðru lagi er Herba- life hjálpartæki og við vitum að þjóðin er óðum að þyngjast. En eitt er það vandamál sem má ekki gleyma. Það eru þeir sem geta ekki fitnað hvað sem reynt er. Varan er þá notuð sem viðbót við daglega fæðu til þess að byggja upp líkamann. Á umbúðunum er vandlega merkt innihald vörunnar. Þriðja atriðið sem ég nefni er svokallað við- haldsprógramm. Þá er var- an notuð til að láta sér líða vel. Nákvæmlega eins og maður borðar morgunmat- inn sinn. Í grein þinni er talað um lífshættuleg ein- kenni, sem eru talin hafa stafað af neyslu þessara efna. Hver þekkir ekki að hafa fengið eða heyrt um ofnæmi af ýmsum tegund- um lyfja, fæðuofnæmi og ýmislegt fleira. Að sjálf- sögðu á fólk að leita læknis og fá úr því skorið hvað valdi óþægindunum. Þessi litla grein er ætluð til þess að varpa ljósi á efnið Herbalife. Tilgangur þess er sá að hjálpa fólki til að komast til betri heilsu. Hér fyrr á öldum notaði fólk jurtirnar úr náttúrunni með góðum árangri. Herbalife er eingöngu unn- ið úr jurtum og hefur verið þróað af færustu sérfræð- ingum undir ströngu eftir- liti. Ég er sammála þér Ólöf, barnshafandi konur og konur með barn á brjósti ættu ekki að nota nein lyf eða önnur efni nema í sam- ráði við sinn lækni. Sigríður Aðalsteinsdóttir. Tapað/fundið Stafræn myndavél tapaðist STAFRÆN myndavél tap- aðist mánudaginn 4. júní sl. á leiðinni Blómaval – Garð- heimar – Birkihlíð – Mörk. Skilvís finnandi er vinsam- legast beðinn að hafa sam- band í síma 557-5121. Silfurermahnappur tapaðist ERMAHNAPPUR úr silfri með blárri plötu tapaðist laugardaginn 19. maí sl. Hann gæti hafa tapast í Leikhúskjallaranum, Nonnabitum eða þar á milli og út Hafnarstræti. Vegleg fundarlaun. Finnandi vin- samlegast hafi samband í síma 820-5858. Dýrahald Persneskur högni hvarf að heiman FJÖGURRA ára persnesk- ur högni hvarf frá Engi- hjalla 21 sunnudaginn 3. júní sl. Hann er með dökkt skott, lappir og haus en ljós á skrokkinn. Hann hefur aldrei farið út áður og er sennilega skelfingu lostinn í henni stóru veröld. Ef einhver getur gefið einhverjar upp- lýsingar um ferðir hans, vinsamlega hafið samband í síma 554-5479 eða 698- 5474. Grænn páfagaukur í óskilum GRÆNN kvenkyns páfa- gaukur fannst á bílastæði við Skipholt 23. maí sl. upp- lýsingar í síma 697-8286. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Áhrif nátt- úruefna á líkamann Víkverji skrifar... JAZZDAGAR í Garðabæ var yfir-skrift nokkurra tónleika þar í bæ nýverið og var Víkverji svo heppinn að álpast til að sækja eina tónleikana. Voru það tónleikar að kvöldi til í Kirkjuhvoli þar sem Guitar Islancio var í aðalhlutverki og fékk tríóið Sig- rúnu Eðvaldsdóttur fiðluleikara til liðs við sig. Tríóið skipa valinkunnir tónlistar- menn, þeir Björn Thoroddsen gítar- leikari sem líka var listrænn stjórn- andi jazzdaganna, Gunnar Þórðar- son gítarleikari og Jón Rafnsson kontrabassaleikari. Þessir heiðurs- menn fluttu fram að hléi lög úr ýms- um áttum sem færð höfðu verið í jazzbúning, þjóðlög, eigin lög og ým- islegt fleira. Tríóið er þekkt fyrir jazzútsetningar sínar á þjóðlögum, sagði í efnisskránni og þeir félagarn- ir hafa víða farið um lönd og álfur með þennan gjörning. Ekki þarf að orðlengja að þeir héldu tónleikagestum góða skemmt- un þetta kvöld. Ekki spilltu léttar og alvörulausar kynningar Björns for- kólfs með innskotum og athuga- semdum hinna. Þarna eru á ferð feikna vandaðir tónlistarmenn. Það sýndu þeir með tökum sínum á efn- inu og samhæfingu og nákvæmni eft- ir því sem Víkverji greindi. Ekki síð- ur var unun að heyra hversu mikil blæbrigði hægt er að kreista út úr þessum hljóðfærum en það gera ekki aðrir en þeir sem kunna með þau að fara. Fór þetta allt mjög vel í mann- skapinn sem fagnaði þeim félögum og þakkaði fyrir góðar stundir. En ekki var allt búið því eftir hlé bættist Sigrún Eðvaldsdóttir sem sagt í hópinn og kom hún í fyrsta sinn fram með tríóinu. Vonandi ekki það síðasta því hún sýndi að hún átti vel heima í þessari grúppu. Samsetning- in er líka skemmtileg, fiðla, gítarar og bassinn. Áfram var það sama uppi á teningnum að öll fóru þau á kostum og var eins og Sigrún hefði verið með þeim piltum alla tíð. Allt féll þetta saman eins og vera bar. Sigrún hlýt- ur hér með að verða tekinn sem full- gildur félagi í jazztríóið sem verður þá líklega kvartett úr þessu x x x EITT hól og eitt nöldur er hæfi-legur dagskammtur. Víkverji fékk á dögunum sendan miða um kynningarafslátt á bílaþvotti. Gat verið áhugavert að losna við verkið einu sinni þótt hann reyni oftast nær sjálfur að myndast við að þvo farar- tækið. Á litprentuðum sneplinum var útmáluð gagnsemi nýjustu, full- komnustu og fljótvirkustu bíla- þvottavélar landsins á 500 og 600 kall fyrir fólksbíl og jeppa. Stöðin heitir Spikk & span, uppá hálfgerða útlensku eins og kækurinn er í dag og átti maður eiginlega ekki annað eftir en að henda öllu frá sér og rjúka til að fá þvottinn góða. Vandinn var bara sá að hvergi stóð hvar á landinu Spikk og span er til húsa. Sjón Víkverja er enn nokkuð sæmileg til lesturs en þessar upplýs- ingar fundust ekki á miðanum góða og þrátt fyrir að honum væri brugðið undir betra ljós og rýnt í hann af nokkru afli. Víkverja féllust því hendur og lufs- aðist til að skola af bílnum sjálfur eins og áður og mun kannski gera enn um sinn. Spikk og span varð því af kynnum sínum við farartæki Vík- verja. Hann geymir þó miðann ennþá því kannski fær hann að vita um síðir hvar fyrirtækið felur sig. LÁRÉTT: 1 stilltur, 4 hæfileikinn, 7 skautum, 8 þor, 9 vesæl, 11 boli, 13 frásögn, 14 vondum, 15 not, 17 kipp- ur, 20 liðamót, 22 bitar, 23 hindra, 24 kássu, 25 sefaði. LÓÐRÉTT: 1 vafasöm, 2 borguðu, 3 víða, 4 draug, 5 kenna, 6 hafna, 10 hárið, 12 málm- ur, 13 lítil, 15 grípum, 16 sveru, 18 festa lauslega, 19 ís, 20 lof, 21 borðar. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 táplítill, 8 svæði, 9 remma, 10 nót, 11 afinn, 13 aurar, 15 fjörs, 18 aggan, 21 van, 22 óraga, 23 garms, 24 liðsinnir. Lóðrétt: 2 áræði 3 lúinn, 4 terta, 5 lemur, 6 Esja, 7 maur, 12 nær, 14 ugg, 15 flór, 16 örari, 17 svans, 18 ang- an, 19 garði, 20 nasa. K r o s s g á t a 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.