Morgunblaðið - 06.06.2001, Síða 70
FÓLK Í FRÉTTUM
70 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MIKILVÆGI þess að búa sig vel
undir tónleika verður ekki undir-
strikað nægilega. Gullna reglan er að
forðast að fara á tónleika til að upp-
götva eitthvað nýtt, því það leiðir
bara til þess að það gengur í skrokk á
sjálfum sér yfir að hafa ekki kunnað
að meta tónleikaupplifunina nægi-
lega vegna kunnáttuleysis. Maður á
að leitast við að hlusta á eins mikið af
efni sveitarinnar fyrir tónleikana og
hægt er, til að koma sér í rétta skap-
ið. Slíkt á sérstaklega við um tormelt
neðanjarðarbönd eins og Blonde
Redhead.
Ég passaði vel upp á þetta og það
hafði sitt að segja um ánægjulega
upplifun. Andrúmsloftið í salnum var
fullt af spennu og eftirvæntingu þeg-
ar komið var að aðalnúmeri kvölds-
ins, Kazu Makino söngkona og annar
gítarleikari Blonde Redhead rykkti
sér inn á sviðið, klædd hvítum kjól í
líkingu við það sem Björk myndi
klæðast. Hún gægðist hálfgeðveikis-
lega út um svarta tjásuklippinguna
eins og draugastelpan úr Ring og hóf
upp ójarðneska hundablístruröddina
undir dúndrandi trommuleik Simone
Pace, annars helmings ítalska tví-
buragengisins, meðan hinn helming-
urinn, Amadeo Pace, tillti hrokknum
kollinum upp að Kazu. Blessunar-
lega var annar strákanna búinn að
safna skeggi fyrir tónleikana því ekki
hefði verið á það bætandi að hafa þá
tvo Shining- tvíburana þarna hlið við
hlið.
Sjaldan hefur eins kynæsandi
hljómsveit sést á sviði Laugardals-
hallarinnar. Ekki það að Kazu sé það
snoppufríð en hún var með eitthvað í
gangi þetta kvöld sem erfitt er að
staðsetja…ég býst við að það sem ég
sé að reyna segja sé að nú skilji ég
hvað Catherine Zeta-Jones er að
hugsa. Smærri tónleikasalur hefði
hentað betur en það tókst samt að
myndast rafmagnað samband milli
Blonde Redhead og áhorfenda.Vafa-
laust hafa þær undirtektir sem lagið
„In Particular“ hlaut þetta kvöld
komið þeim á óvart en ástæðan er að
lagið komst á einhvern undraverðan
hátt í spilun á hinni annars hripleku
stöð Radíó-X (þar hef ég Kidda í
Hljómalind sterklega grunaðan um
að eiga hlut að máli).En það var ekki
bara óþarflega stórt húsnæði sem
hefði mátt breyta, því hún var líka
ævintýraleg, heimska Laugardals-
hallarmanna að kveikja ljósin og
opna út áður en Blonde Redhead var
búinn að ljúka sér af, þökk sé ein-
hverri nýrri löggjöf um að tónleika-
hald sem þetta megi ekki teygja sig
lengur en til 12. Svona lagað er fár-
ánlegt, og verður að breyta ef við
viljum ekki verða okkur til skammar
fyrir framan erlenda gesti.
Tæknin var aðeins að stríða upp-
hitunarsveitunum. Sérstaklega lentu
þeir mætu menn í Úlpu illa í því, þar
sem mjög illa heyrðist í söngvaran-
um og dálítið prumpuhljóð í bassan-
um í seinni lögunum. Í það minnsta
hljómaði það þannig fyrir þá sem
stóðu fremst. Þarna var ekki við þá
að sakast og Úlpa voru hiklaust
besta hljómsveitin þetta kvöldið, að
Blonde Redhead undanskilinni.
Piltarnir í Kuai spiluðu líka þarna.
Tónlistin þeirra er kröftug, frumleg
og þeir allir feiknalega góðir hljóð-
færaleikarar en það verður að teljast
nokkuð undarlegt að hljómsveit með
aðeins 2-3 tónleika að baki sé fengin
til að hita upp í Laugardalshöllinni.
Spilar þar stærstan þátt aðdáun
Kidda og sú jákvæða umfjöllun sem
þeir hafa hlotið í fjölmiðlum undan-
farið. Og að mestu leyti eru þeir vel
að þessu lofi komnir. Þeir ættu þó að
varast að missa sig ekki út í of mikið
skrúð, því mörkin milli sýndar-
mennsku og að sýna hvað í sér býr
eru óljós og auðvelt að yfirstíga þau.
Gítarsólóin og ofhlaðinn stíllinn
hentar vel þessu gamaldags gítar-
rokki en þeir mættu leggja meiri
vinnu í lagasmíðarnar.
Maus skörtuðu hanakambsrökuð-
um söngvara og nóg af nýjum lögum
eftir því sem ég best gat heyrt.
Fyrstu tvö þeirra voru nokkuð góð
en restin var fremur flöt og einsleit.
Það er ekki sanngjarnt að afgreiða
Maus svona snögglega en fólk veit
hverjir þeir eru og plássið hérna er
að þverra.
Kiddi „Kanína“ eigandi tónlistar-
verslunarinnar Hljómalindar stóð
sig rosalega þessa helgi og vikurnar
sem leiddu upp að henni. Hann tók
alla fjölmiðla traustataki og leysti hið
erfiða verk af hendi að fá mistæka
fjölmiðlamenn til að framreiða réttar
upplýsingar handa neytendum.
Hljómsveitirnar voru skringilega
valdar saman en allt gekk þetta upp
menningarlega. Og ég vona að tón-
leikarnir hafi einnig gengið upp fjár-
hagslega, því vel heppnaðir tónleikar
eru góðir fyrir Kidda og það sem er
gott fyrir Kidda er gott fyrir okkur
hin.
Morgunblaðið/Arnaldur
Tónleikar Blonde Redhead voru magnaðir.
Morgunblaðið/Arnaldur
Kuai-liðar í ham.
TÓNLIST
H l j ó m l e i k a r
LAUGARDALSHÖLLIN
Upprisuhátíð Hljómalindar í Laug-
ardalshöll. Fyrri tónleikar, fóru
fram laugardaginn 2. júní 2001.
Fram komu Úlpa, Maus, Kuai og
Blonde Redhead. Auk þess voru
Propellerheads með skífuskank.
„Takk fyrir að mæta“
Ragnar Egilsson
ÞAÐ voru listamenn úr afar ólík-
um áttum sem voru samankomnir á
seinni hluta Upprisuhátíðar Hljóma-
lindar. Mæting hafði verið í dræmara
lagi kvöldinu áður en nú var Höllin
ásættanlega full. Kannski var lykill-
inn að góðri mætingu falinn í fjöl-
breytninni en á hljómseðli mátti finna
blágras, síðrokk, bítlarokk og píanó-
popp. Og kannski, sem er nú minn
grunur, var fólk komið til að athuga
þessa umtöluðu sveit Sigur Rós, sem
hefur víst verið að gera það gott er-
lendis að undanförnu.
Gras er íslensk blágresis/sveita-
tónlistarsveit skipuð sjóuðum tónlist-
armönnum. Þarna mátti sjá söngkon-
una fjölhæfu Tenu Palmer, Magnús
Einarsson, Jón Skugga og Dan Cass-
idy. Mættur var einnig KK en þetta
voru víst fyrstu tónleikar hans með
sveitinni.
Skemmst er frá því að segja að
liðsmenn fóru vel með þetta al-amer-
íska form og virtust hafa gott eyra
fyrir því hvað þarf að gera til að ná
fram réttu stemningunni. Ljúfsárar
ballöður og stuðmiklir slagarar voru
settir í eina sæng, Tena Palmer söng
vel og af innlifun og oft og tíðum læsti
sveitin sig saman í frábærum sam-
leik. Nú spyr maður bara: hvenær
fær maður að sjá fyrstu nýbylgju-
sveitatónlistarhljómsveit landsins?
Það er til lag, eða verk eins og
þetta er kallað í „sígildu“ tónlistinni,
eftir Gavin nokkur Bryars sem kall-
ast Jesus Blood Never Failed Me
Yet. Það er um fjörutíu mínútna langt
og byggist upp á síendurteknu vísu-
broti, sem sungið er af ónafngreind-
um róna frá London. Undir vísubrot-
inu er strengjatónlist sem
undirstrikar flutninginn og er sama
stefið endurtekið aftur og aftur og
aftur og aftur. Og útkoman er afar
áhrifamikil verður að segjast.
Einhvern veginn þannig hljóma
nýjar tónsmíðar Sigur Rósar, sem
gestir fengu m.a. að kynnast um
kvöldið.
Fyrsta lagið vatt sig t.a.m. áfram
hægt og rólega. Í byrjun ekkert
nema lágt og dulúðugt hljóð úr hljóm-
borðum, sem minnti á hálfkæft óp.
Einfalt lag og sveimkennt með hæg-
fara stíganda sem boraði sig inn
smátt og smátt, líkt og verk Bryars.
Svipaða sögu er að segja um annað
lag sveitarinnar.
Annað sem vakti athygli er að Sig-
ur Rós er að fullu orðin sveit fjögurra
tónlistarmanna – og ein sköpunarleg
heild. Þannig léku t.d. Jónsi gítarleik-
ari, Georg bassaleikari og Orri Páll
trommuleikari allir á orgel í fyrsta
laginu.
Það eru fáar sveitir jafn niður-
sokknar í tónlistina á sviði og Sigur
Rós og þetta kvöld var engin und-
antekning. Hápunktur tónleikanna
var tilfinningaþrunginn (þ.e. meira
en venjulega) flutningur á „Dauða
laginu“ (vinnutitill). Einnig var gam-
an að sjá skipuleggjanda tónleikana,
Kidda í Hljómalind, leika sem gest í
kröftugu lokalaginu.
Alex Gifford annar helmingur tæk-
nófúnks/háhryns-sveitarinnar Pro-
pellerheads kom mér í opna skjöldu.
Ég hafði eðlilega gert ráð fyrir plötu-
snúðsmennsku en annað kom í ljós. Í
stað þess var kominn yngri og mjórri
Randy Newman, sem lék skondnar
píanóballöður og reytti af sér brand-
ara á milli laga. Í lokin fengu áhorf-
endur svo að heyra órafmagnaða út-
gáfu af Propellerheadssmelli, og var
þá félagi Giffords kominn á tromm-
urnar með honum. Undarlegt og
stórskemmtilegt.
Aðalbandið, Hljómar, luku kvöld-
inu svo með stuttri en þéttri dagskrá.
Slagarar eins og „Fyrsti kossinn“,
„Bláu augun þín“, „Þú og ég“,
„Heyrðu mig góða“ og „Ég elska
alla“ fengu allir að njóta sín. Meðlimir
virtust sjálfir skemmta sér hið besta;
virtust jafnvel hissa á þeim gríðar-
góðu móttökum sem þeir fengu frá
ungum sem öldnum. Á einum stað
var kallað „Rammstein hvað !?“ og
vakti sú athugasemd mikla kátínu,
jafnt hjá áhorfendum sem Hljóma-
mönnum.
Gaman var svo að heyra innblásinn
flutning á laginu „I Dońt Care“, sem
var á sínum tíma flutt af Thor’s Ham-
mer, en það var nafn Hljóma er þeir
reyndu fyrir sér erlendis með útgáfu
á nokkrum smáskífum. Þess má til
gamans geta, að smáskífa sú sem áð-
urnefnt lag prýðir er í 24. sæti á lista
sem tónlistartímaritið Mojo birti á
dögunum yfir eftirsóttustu sýr-
urokkssmáskífur heims!
Á heildina litið gott kvöld þar sem
allir listamenn stóðu sig með prýði.
Og ekki orð um það meir.
Morgunblaðið/Sverrir
Alex Gifford gantaðist.
Morgunblaðið/Arnaldur
Hljómar léku á als oddi.
Morgunblaðið/Arnaldur
Jónsi með bogann á lofti.
TÓNLIST
H l j ó m l e i k a r
LAUGARDALSHÖLL
Upprisuhátíð Hljómalindar í Laug-
ardalshöll. Seinni tónleikar, fóru
fram sunnudaginn 3. júní 2001.
Fram komu Gras, Sigur Rós, Alex
Gifford og Hljómar.
„Rammstein hvað!?“
Arnar Eggert Thoroddsen