Morgunblaðið - 06.06.2001, Page 72

Morgunblaðið - 06.06.2001, Page 72
72 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ALLT frá því George Harrison lagði hinu nýfædda og nauðum stadda ríki Bangladesh lið, með feiknastórum hljómleikum árið 1971, hafa tónleikar til styrktar góðum og gildum málefnum verið sjálfsagður fylgifiskur dægurtónlistar. Tónleik- arnir síðasta föstudagskvöld fylgdu sannarlega þeim formerkjum og fagnaðarefni að menn sjái sér enn hag í því að leggja góðum málefnum lið. En tónleikarnir voru einnig kjörið tækifæri til úttektar á poppgeiranum íslenska þar sem margir forkólfa hans voru þarna samkomnir. Þær raddir hafa heyrst, sem telja þessari stefnu lítinn gaum gefinn í „alvarlegri“ umræðu og á hana sé blásið sem helbert froðusnakk. Slíkt á að sjálfsögðu ekki að líðast enda stefnan angi af þeirri sköpun sem fram fer innan dægurtónlistar og því gagnrýnisverð eins og annað – styrktar- og skemmtihátíð sem þessi jafn góður vettvangur til slíkrar um- fjöllunar og hvað annað. Mætingin hefði nú mátt vera betri þetta kvöld en það er fátt leiðinlegra en að horfa upp á hálftóma Laugar- dagshöll. Áhorfendahópurinn saman- stóð annars að langmestum hluta af krökkum á aldrinum 14 – 15 ára, og af þeim voru 80% stúlkur. Athyglisvert hlutfall. DJ Rampage reið á vaðið og spilaði hressandi hipp-hopp uppi á sviði af plötuspilurum. Kynnar kvöldsins, þeir Sveppi (nettur!) og Simmi frá Popp Tíví mættu svo galvaskir og gerðu sitt besta til að halda uppi stuði á milli atriða, með nokkuð endaslepp- um árangri á stundum. Fyrsta hljómsveit kvöldsins, And- lát, stakk nokkuð í stúf við aðrar sveitir kvöldsins. Þessir sigurvegarar Músíktilrauna leika níðþungt muln- ingsrokk og fólk streymdi unnvörp- um úr salnum í fyrsta lagi. Það kom mér á óvart hversu margir urðu þó eftir og lögðu forvitnir við hlustir. Margt ungviðið greinilega með opinn huga og er það vel. Ballsveitin Gos var næst og var hin hressasta. Frumsamda lagið var þó þunnur pappír; einhvers konar rokk- aður Skímó. Ensími var næst og líkt og Andlát féllu þeir sem drumbur við rass. Þeir félagar notuðu tækifærið til að prufukeyra ný lög; nokkuð þung- lamaleg og ekki eins grípandi og á síðustu breiðskífu, BMX. Þá var komið að Írafári og þar var komin sýnikennsla í fagmannlegum ballfræðum en sveitin er afar þétt og örugg, leidd af hinni sjarmerandi söngkonu Birgittu. Sprengingar og læti; meira að segja útgáfa af „Du Hast“ með þýsku Íslandsvinunum í Rammstein. Og allir sungu með! Evróvisjónfararnir knáu í Two Tricky stigu því næst á svið og léku hið frábæra lag „Angel“. Áður en þeir félagar hófu annars ágætan leik sinn heyrðust nokkur baul úr salnum. Barnalegt. Næst var komið að óvæntum gesti en atriði hans vakti mikla lukku og var hiklaust það ánægjulegasta sem á boðið var upp á þetta kvöldið. Á svæð- ið var mættur maður, einsamall með kúrekahatt á höfði, og auk þess með síða svarta hárkollu og gerviskegg. Var hann kynntur sem Mika Thrury (ekki viss á stafsetningu hér) og gerði hann sér lítið fyrir og söng lagið „Don’t Leave Me This Way“ á þýsku! Lag sem Thelma Houston flutti fyrst manna en Communards gerðu síðar vinsælt. Afar fjörugt og skemmtilegt. Sóldögg voru þéttir og góðir – vel rokkaðir – og renndu sér í gegnum firnasterkan pakka, stútfullan af smellum sem m.a. innihélt lögin: „Friður“, „Ljós“ og „Hvort sem er“. Páll Óskar klikkar seint og undir- tektir létu ekki á sér standa er hann stormaði inn á sviðið, í rosastuði eins og venjulega. Topp-skemmtikraftur hann Páll. Önnur sýnikennsla í fagmannlegum ballfræðum fólst í framkomu Butt- ercup, mikið stuð og mikið gaman. Í Buttercup liggja gamlar þungarokks- rætur sem sýndu sig í tökulögunum „Killing In The Name Of“, „Partíbær“ (!?) og „Du Hast“ (í annað sinn!) Einar Ágúst mætti með kassagítar við annan mann og tók þrjú lög, þar á meðal ágætt temalag hátíðarinnar „Frelsi“. Er hér var komið sögu var hins vegar stuðið dottið niður að mestu og vart nema reytingur fram- an við sviðið. Líkt og fólk væri farið að týnast heim enda klukkan farin að nálgast miðnætti. Land og synir liðu fyrir þetta, en Hreimur er framúrskarandi fyrirliði og kláruðu þeir sitt skammlaust. Hljómburður í Höllinni var ekki til að hrópa húrra fyrir; bassinn vana- lega yfirgnæfandi og því venjulega til lýta. Stemningin um kvöldið var ásættanleg, reis hæst um miðbikið en dalaði svo eins og fyrr segir. Kannski var þetta of stór biti í einu fyrir þenn- an markhóp. En vænn biti umfram allt og framtakið virðingarvert. Poppgeirinn sýnir sig TÓNLIST H l j ó m l e i k a r Poppfrelsi í Laugardalshöllinni - tónleikar til styrktar SÁÁ, föstu- dagskvöldið 1. júni 2001. Fram komu DJ Rampage (Robbi Rapp), Andlát, Gos, Ensími, Írafár, Two Tricky, Mika Thrury, Sóldögg, Páll Óskar, Buttercup, Einar Ágúst og Land og synir. LAUGARDALSHÖLL Arnar Eggert Thoroddsen Morgunblaðið/Arnaldur Kátínan var mikil uppi við sviðið. Morgunblaðið/Arnaldur Hrafn Thoroddsen, gítarleikari og söngvari hljómsveitarinnar Ensími. Morgunblaðið/Arnaldur Birgitta úr Írafári geislaði á sviðinu. Morgunblaðið/Arnaldur Bergsveinn, söngvari Sóldaggar, í stuði. NÝTT OG BETRA Álfabakka 8, sími 587 8900 og 587 8905 FYRIR 1090 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ www.sambioin.is Sýnd kl. 4, 5.30, 8 og 10.30. . Vit nr. 234 Sýnd kl. 6, 8 og 10. Vit nr. 240. Sýnd kl. 8 og 10.10. Vit nr. 237Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.. Vit nr. 236. Sá snjalli er bxunalaus! Undrahundurinn SPOT slær í gegn í frábærri grínmynd í anda Big Daddy POKEMON 3 Sýnd kl. 4. Ísl tal. Vit nr. 231 Sweet november Sýnd kl. 8 og 10.15. Vit nr. 233 Miss Congeniality Sýnd kl. 3.50 og 5.55. Vit nr. 207 Nýi stíllinn keisarans Sýnd kl. 3.50. Ísl tal Vit nr. 213  strik.is  KVIKMYNDIR.is 1/2 Hugleikur 27 þúsund áhorfendur Pottþétt gamanmynd frá strákunum sem gerðu There´s Something About Mary og Me Myself & Irene. HÁSKÓLABÍÓ þar sem allir salir eru stórir Hagatorgi sími 530 1919 eftir Þorfinn Guðnason. Lalli Johnslli Sýnd kl. 10.30.  Hausverk.is  Mbl Sýnd kl. 5.45. Sýnd kl. 8 og 10.30. Yfir 7000 áhorfendur Sýnd kl. 6. Síð sýn Sá snjalli er buxnalaus! Undrahund urinn SPOT slær í gegn í frábærri grínmynd í anda Big Daddy Loksins alvöru tryllir sem fær hárin til að rísa. Með hinum magnaða Morgan Freeman (Kiss the Girls, Seven). Hér er komið sjálfstætt framhald myndarinnar Kiss the Girls. Rafmögnuð spenna frá byrjun til enda. Hefur verið líkt við Seven og Double Jeopardy. Aðrir leikarar: Monica Potter (Con Air, Patch Adams) og Michael Wincott (Romeo Is Bleeding, Alien: Resurrection). Leikstjóri: Lee Tamahori (The Sopranos, Once Were Warriors). Svikavefur Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.45. Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B. i. 16. FYRSTA STÓRMYND SUMARSINS Á ÍSLANDI ER KOMIN 27 þúsund áhorfendur  strik.is 1/2 Hugleikur  KVIKMYNDIR.is JULIA ROBERTS BRAD PITT THEMEXICAN Sýnd kl. 8 og 10.30. B. i. 14

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.