Morgunblaðið - 09.06.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
NIÐURSTAÐA atkvæðagreiðslu um
samning sem launanefnd sveitar-
félaga og þroskaþjálfarar undirrituðu
fyrir rúmri viku mun liggja fyrir í
dag. Verkfall þroskaþjálfa sem starfa
hjá Reykjavíkurborg hefur nú staðið
á fjórðu viku en launanefnd sveitar-
félaga hefur ekki samningsumboð
fyrir Reykjavíkurborg.
Sólveig Steinsson, formaður
Þroskaþjálfafélags Íslands, segir að
enn beri mikið í milli í deilunni en síð-
asti sáttafundur var á fimmtudag.
Sólveig segir að hvorki hafi gengið né
rekið í samningaviðræðum við borg-
ina þar til samningur launanefndar-
innar var undirritaður en þá hafi
borgin boðið sambærilegan samning
sem þroskaþjálfar í borginni sætti sig
ekki við. Formaður samninganefndar
borgarinnar hefur sagt að hann meti
samning launanefndarinnar þannig
að hann feli í sér 35,6% upphafshækk-
un og 55% heildarhækkun á samn-
ingstímanum. Yrði gengið að kröfum
þroskaþjálfa myndi það aftur á móti
þýða 47% upphafshækkun og 70%
heildarhækkun.
Sólveig segir að þroskaþjálfar í höf-
uðborginni geri auknar kröfur þar
sem samsetningin í þeim hópi sé frá-
brugðin samsetningu hjá öðrum
sveitarfélögum. 44 þroskaþjálfar
starfa hjá borginni og segir Sólveig að
um 30 þeirra raðist í neðstu launa-
flokkana. Hjá sveitarfélögunum sem
launanefndin hefur umboð fyrir eru
aðeins 8–9 starfsmenn í neðstu launa-
þrepunum þrátt fyrir að heildar-
starfsmannafjöldi sé svipaður og hjá
borginni, þar sem fleiri stjórnunar-
stöður séu í boði.
Geta ekki frestað verkfalli
„Svo verður einnig að líta til þess að
við erum í þeirri stöðu að við getum
ekki frestað verkfalli meðan tekin er
afstaða til samninga. Við vildum því
gjarnan fá mat þeirra þroskaþjálfa
sem eiga að starfa undir þeim samn-
ingi sem búið er að gera við launa-
nefndina áður en við samþykkjum
hann einhvers staðar annars staðar,“
segir Sólveig. Þroskaþjálfar hjá rík-
inu greiða atkvæði um verkfallsboðun
að nýju um helgina, eftir að Félags-
dómur dæmdi verkfallsboðun þeirra
ólögmæta þann 30. maí síðastliðinn.
Þroskaþjálfar hjá sjálfseignarstofn-
unum hafa boðað verkfall 15. júní.
Fleiri raðast í neðstu
launaþrepin í Reykjavík
SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA
boðaði blaðamenn á sinn fund um
miðjan dag í gær í Sjávarútvegshús-
inu við Skúlagötu og skýrði frá því í
upphafi fundarins að klukkustund
áður hefði sendiráðunautur Íslands í
Washington, Friðrik Jónsson, afhent
aðildarskjal Íslands að Alþjóða hval-
veiðiráðinu. Bandarísk stjórnvöld
eru vörsluríki stofnsamnings ráðs-
ins, IWC.
Ísland gengur inn í ráðið með fyr-
irvara við svonefndan núllkvóta
vegna hvalveiða í atvinnuskyni sem
felur í sér að hvalveiðar eru ekki
leyfðar.
Fram kom í máli ráðherra að allt
frá því Ísland sagði sig úr Alþjóða-
hvalveiðiráðinu 1992, hafi fjölmörg
ríki skorað á Íslendinga að gerast
aðilar að ráðinu að nýju. Þar hafi
ekki aðeins verið um að ræða ríki
sem hlynnt séu sjálfbærum hvalveið-
um, heldur einnig ríki sem eru and-
víg hvalveiðum, svo og ríki sem telja
sig standa mitt á milli þessara
tveggja fylkinga.
Af hálfu þessara ríkja hafi verið
lögð áhersla á að IWC sé mikilvægur
vettvangur í hvalamálum og öll ríki
sem telji sig hafa hagsmuni að gæta
eigi þess vegna að vera aðilar að
ráðinu.
Í sömu stöðu og
Norðmenn og Rússar
Á fundinum voru, auk sjávarút-
vegsráðherra, til svara þeir Stefán
Ásmundsson, þjóðréttarfræðingur
sem fer með hvalamál í ráðuneytinu,
og Eiður Guðnason sendiherra. Þeir
Stefán og Eiður verða fulltrúar Ís-
lands á næsta fundi ráðsins sem
haldinn verður eftir nokkrar vikur.
Fram kom í máli þeirra að staða
Íslands innan hvalveiðiráðsins eftir
inngönguna verði hin sama og staða
Noregs og Rússlands, en þau lönd
eru óbundin af því sama ákvæði og
Ísland gerir fyrirvara við.
Rifjað var upp að ákvæðið um s.k.
0-kvóta hafi verið samþykkt á árs-
fundi hvalveiðiráðsins árið 1982 og
kom til framkvæmda árið 1986. Það
átti síðan að endurskoða á grundvelli
vísindalegrar ráðgjafar, í síðasta lag-
ið árið 1990, en þó standi sú endur-
skoðun enn yfir.
„Það er mat okkar að betra sé að
vera innan ráðsins og hafa áhrif á
þróun umræðna þar, frekar en að
standa utan við og eiga ekki þess
kost að taka þátt í umræðum á þess-
um vettvangi um sjálfbæra nýtingu
hvalastofna og önnur mál sem tengj-
ast hvalveiðum,“ sagði Árni M.
Mathiesen.
Þorskneysla hvala á við
aflaheimildir smábátanna
Að sögn Árna M. Mathiesen hefur
ekki verið tekin ákvörðun um hve-
nær hvalveiðar verða hafnar að nýju
við Ísland. Hann bendir á að með
inngöngunni nú hafi mikilvægri
hindrun verið rutt úr vegi, en fram
hafi komið, m.a. hjá Japönum, að
þeir muni ekki kaupa hvalkjöt af
þjóðum sem ekki eiga aðild að hval-
veiðiráðinu. Aukinheldur gera Jap-
anar miklar kröfur um gæði hval-
kjötsins og fara m.a. fram á
upprunavottorð í því sambandi.
Það sem Árni taldi helst koma í
veg fyrir að Íslendingar gætu hafið
hvalveiðar að nýju nú þegar er að
millilandaviðskipti eru ekki stunduð
með hvalkjöt nú um stundir. Þó sé
útlit fyrir að Norðmenn hefji innan
tíðar sölu á hvalkjöti til Japans, en
undirbúningur að því hafi staðið um
nokkurt skeið. Ennfremur benti
hann á slæmar afleiðingar sem það
gæti haft í för með sér vegna al-
mennrar mótstöðu úti í heimi og
áfram yrði unnið að því að vinna
veiðum aukinn skilning meðal ann-
arra þjóða.
Ráðherra benti hins vegar á að
væru hvalveiðar leyfðar við landið
gæti það þýtt aukningu í botnfisk-
veiðum sem svarar til alls kvóta smá-
bátaútgerðarinnar. „Það er náttúru-
lega erfitt að reyna að stýra nýtingu
á auðlindum hafsins og sleppa að
taka tillit til þessa máls,“ sagði hann.
Úrsögnin ekki mistök
Á fundinum var ráðherra inntur
eftir því hvort í ljósi inngöngunnar
nú mætti ekki slá því föstu að úr-
sögnin árið 1992 hafi verið mikil mis-
tök.
„Nei, alls ekki,“ svaraði hann.
„Fyrirvarinn nú sýnir vilja okkar
berlega og þá skoðun sem við höfum
alltaf haft uppi í þessum efnum. Á
sínum tíma þegar Ísland sagði sig úr
ráðinu var jafnvel talið að fleiri lönd
myndu fylgja þar á eftir. Sú varð
ekki raunin og nú metum við það svo
að best sé fyrir okkar hagsmuni að
ganga aftur inn í hvalveiðiráðið.“
Ísland aftur aðili að Alþjóða hvalveiðiráðinu
Betra að vera
innan ráðsins en
standa utan við
Árni M. Mathiesen,
sjávarútvegsráðherra,
skýrði frá því í gær að
Íslendingar hefðu geng-
ið að nýju í Alþjóða
hvalveiðiráðið. Björn
Ingi Hrafnsson sat fund
ráðherra sem aftók með
öllu að ákvörðunin nú
sýndi að úrsögn Íslands
fyrir níu árum hefði
verið mistök. Morgunblaðið/ÓmarHvalskurður í Hvalfirði.
ALÞJÓÐA hvalveiðiráðið var
stofnað árið 1946 af rík-
isstjórnum hvalveiðiþjóða með
það að markmiði, að samræma
nýtingu á hvalastofnum í heim-
inum og hagsmuni aðildarþjóð-
anna. Íslendingar gerðust aðilar
að ráðinu árið 1948.
Árið 1982 var tekin sú ákvörð-
un á ársfundi Alþjóða hval-
veiðiráðsins að stöðva allar hval-
veiðar í atvinnuskyni á árunum
1986 til 1990. Í samþykktinni
sagði, að á umræddu tímabili
skyldi Alþjóða hvalveiðiráðið
beita sér fyrir því, að umfangs-
miklar vísindarannsóknir færu
fram á hvalastofnum, með það
fyrir augum að geta að tíma-
bilinu loknu, metið stærð mis-
munandi hvalastofna og út frá
því tekið ákvörðun um áfram-
haldandi veiðar.
Alþingi Íslendinga samþykkti
að gangast undir hvalveiðibannið
með naumum meirihluta án þess
að gera við það fyrirvara eins og
Norðmenn gerðu. Síðan var farið
í viðamiklar rannsóknir á hvölum
og hvalastofnum í Norðurhöfum,
meðal annars undir forystu Ís-
lendinga. Þær rannsóknir þóttu
gefa ótvírætt til kynna, að þegar
væri óhætt að hefja veiðar á
hrefnu og langreyði hér við land.
Þessar niðurstöður voru kynntar
í Hvalveiðiráðinu, en hvorki Ís-
lendingum, Norðmönnum né Jap-
önum varð nokkuð ágengt, því
friðunarsinnar höfðu yfirhöndina
í ráðinu.
Á ársfundi ráðins í maílok 1991
réðu friðunarsinnar ferðinni við
alla atkvæðagreiðslu í lok fund-
arins og komu meðal annars í
veg fyrir atkvæðagreiðslu um
umsókn Íslendinga um veiðar á
hrefnu og langreyði. Guðmundur
Eiríksson, formaður íslenzku
sendinefndarinnar, lýsti því þá
yfir að samtökin væru meingöll-
uð. Því legði hann það til við ís-
lenzk stjórnvöld að þau tækju
ákvörðun um úrsögn Íslands úr
ráðinu.
Gengið úr
ráðinu 1992
Miklar umræður urðu um þessi
mál í kjölfarið og meðal annars
skipuð sérstök hvalveiðinefnd til
að fjalla um það, en í desemb-
erbyrjun 1991 lagði Þorsteinn
Pálsson, sjávarútvegsráðherra, til
á ríkisstjórnarfundi að Ísland
segði sig úr ráðinu. Þá höfðu
Norðmenn ákveðið að sitja áfram
í ráðinu og jafnframt tekið
ákvörðun um veiðar á hrefnu
næstu þrjú árin í vísindaskyni.
Í árslok samþykkti ríkisstjórnin
svo úrsögn úr Hvalveiðiráðinu, en
tekið var fram að ekki væri ætl-
unin að hefja hvalveiðar á árinu
1992. Í tilkynningunni sagði með-
al annars svo:
„Starfshættir Alþjóða hval-
veiðiráðsins á undanförnum árum
benda alls ekki til þess að breyt-
ing verði á afstöðu þess til frið-
unar hvala og stjórnunar hval-
veiða. Auk þess sem ráðið starfar
ekki eftir ákvæðum eigin stofn-
samnings er það ófært um að
nota nútíma aðferðir við stjórnun
á nýtingu sjávarauðlinda. Rík-
isstjórnin telur að Alþjóða hval-
veiðiráðið hafi með núverandi
stefnu sinni brugðist þeirri
skyldu að tryggja verndun og
skynsamlega nýtingu stækkandi
hvalastofna. Alþjóða hval-
veiðiráðið er því orðin úrelt og
óvirk stofnun.
Íslensk stjórnvöld árétta mik-
ilvægi virkrar umhverfisverndar.
Jafnframt er varað við einstreng-
ingslegri afstöðu til fortaks-
lausrar friðunar einstakra dýra-
stofna án tillits til
heildarsamhengis lífríkis hafsins.
Fáum þjóðum er brýnni nauðsyn
á að varðveita ómengað haf. Ís-
lensk stjórnvöld munu því áfram
vinna ötullega að verndun haf-
svæðanna og lífkerfisins og í því
skyni halda áfram samvinnu við
ríki sem eru sama sinnis.“
NAMMCO
stofnað
Á árinu 1992 var svo Norður-
Atlantshafs sjávarspendýraráðið,
NAMMCO, stofnað með þátttöku
Íslendinga, Færeyinga, Græn-
lendinga og Norðmanna. Undir
merkjum þess hafa miklar rann-
sóknir á vexti og viðgangi hvala-
stofna verið unnar. Norðmenn
hafa stundað hrefnuveiðar í at-
vinnuskyni undanfarin ár, og
Færeyingar halda áfram grind-
hvalaveiðum sínum. Japanir hafa
stundað töluverðar veiðar í vís-
indaskyni.
Hvað eftir annað hafa verið
samþykktar þingsályktanir um að
hvalveiðar yrðu hafnar á ný, en
ekkert hefur verið veitt enn.
Töluverð umræða var síðan um
það hvort rétt hefði verið að
ganga úr ráðinu og lýsti þáver-
andi utanríksiráðherra, Jón Bald-
vin Hannibalsson, meðal annars
efasemdum sínum um úrsögnina
eftir heimsókn til Japan.
Björn Bjarnason, þáverandi
formaður utanríkismálanefndar,
segir til dæmis í samtali við
Morgunblaðið í nóvember 1994,
að sjálfsagt sé að hefja hval-
veiðar, en til þess að komast hjá
gagnrýni á alþjóðavettvangi,
verði Ísland að ganga í Alþjóða-
hvalveiðiráðið á ný með fyr-
irvara.
„Samtökin
meingölluð“