Morgunblaðið - 09.06.2001, Síða 16
FRÉTTIR
16 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
JAPANSKAR stiklur
og frostvarin steypa,
eru meðal nýrra fram-
leiðsluvara fyrirtækis-
ins BM Vallá, sem
kynntar eru í nýút-
kominni handbók
þess, Húsi og Görðum.
Fyrirtækið hefur unn-
ið að þróun ýmissa
nýrra steypugerða
síðastliðin ár, meðal
annars á sjálfútleggj-
andi ílögnum, ryð-
hamlandi steypu sem
er ætlað að nota þar
sem mikið saltálag er
og hvítri steypu sem
þykir spennandi efni
til að nota í ýmis konar hönnun, að
sögn Guðmundar Benediktssonar
forstjóra.
Kynna japanskan
stíl í garðahönnun
„Í hvítu steypuna er notuð hvít
möl, hvítt sement og hvítur sandur til
að ná fram litnum en arkitektar hafa
sýnt hvítu steypunni mikinn áhuga.
Við leggjum áherslu á að sýna stein-
steypu í nýju ljósi í handbókinni en
áhugi á notkun steinsteypu t.d. við
innanhúshönnun hefur
aukist mikið að undan-
förnu.
Í handbókinni eru
kynntar ýmsar nýjar
hellu- og steinategundir
bæði í nútímalegum og
sígildum og rómantísk-
um stíl. „Við höfum séð
mikinn áhuga á sígildum
línum í garðhönnun hjá
viðskiptavinum okkar og
höfum því bætt við
nokkrum vörulínum
íþeim stíl. Í Fornalundi
höfum við komið fyrir
ýmiskonar garðskrauti í
sama stíl, s.s. bekkjum,
gosbrunnum og lista-
verkum til samræmis við þær vörur
sem við erum að kynna.“
Í júlí verður opnaður nýr afmæl-
isáfangi Fornalundar í tilefni af 10
ára afmæli garðsins og er sá áfangi
að hluta til í japönskum stíl sem er
stefna í garðhönnun sem vakið hefur
mikla athygli, að sögn Guðmundar. „Í
japönskum stíl er mikil hugsun á bak
við hvern hlut í garðinum, t.d. heitir
mynstrið sem japönsku stiklurnar
eru lagðar í Oddaflug gæsa. Enn-
fremur sýnum við í afmælisáfangan-
um t.d. nýjar vörur í nútímalegum
stíl í nýju kerfi sem við köllum
Modena.“
Viðameiri
landslagsráðgöf en áður
Landslagsráðgjöf hefur verið auk-
in hjá fyrirtækinu en hún hefur verið
að þróast frá því hún hófst fyrir sjö
árum. „Við höfum sífellt verið að færa
okkur lengra í þeim efnum. Fólk er
gjarnan farið að líta á garðinn sem
eins konar framlengingu af stofunni
og þannig skiptir hönnunin æ meira
máli. Nú geta viðskiptavinir komið
með hugmyndir sínar, pantað tíma
hjá Birni Jóhannssyni landslagsarki-
tekt, rætt og síðan fengið útfærðar
teikningar frá tækniteiknara hjá okk-
ur ásamt magntölum og tilboði“
Hann segir nýju handbókina hafa
verið samstarfsverkefni mjög
margra starfsmanna í öllum deildum
fyrirtækisins, gerð hennar hafi verið
mjög skemmtileg og auk þess hafi
þeir sem komu að verkinu utan fyr-
irtækisins staðið sig mjög vel. Hönn-
un handbókarinnar var í höndum
Magnúsar Þórs Jónssonar hjá Ídea,
Grímur Bjarnason tók nær allar ljós-
myndir og Prentsmiðjan Oddi sá um
prentun.
Ný handbók um vörur og þjónustu BM Vallár
Steypan gefur mikla
möguleika í hönnun
Morgunblaðið/Sverrir
Steypunotkun hefur aukist í ým-
iss konar innanhússhönnun.
Mynstur japönsku stiklnanna
ber heitið Oddaflug gæsa.
Þessi glaðlegi ferjumaður er hönnun breska listamannsins David Godd
sem fæst mikið við gerð ýmiss konar púka og djöfla. Bekkir, styttur og
aðrir skrautmunir í Fornalundi eru sérpantaðir frá útlöndum.
Guðmundur
Benediktsson
VEL viðraði til útivistar í nágrenni
þjóðgarðsins í Skaftafelli um hvíta-
sunnuhelgina, þar sem fjöldi fólks
dvaldi í tjöldum. Hæsti tindur
landsins, Hvannadalshnúkur (2.119
m) í Öræfajökli gnæfir yfir svæðið
og er talið að um 150 manns hafi
gengið á tindinn um helgina. Var
fólk ýmist á eigin vegum eða með
ferðafélögum.
Að sögn kunnugra hefur ekki
viðrað eins vel til uppgöngu á tind-
inn um hvítasunnu í mörg ár. Gang-
an á tindinn tekur allt að 10 klukku-
stundir og útheimtir notkun
mannbrodda, öryggislína og ísaxa.
Vinsæl leið er um Virkisjökul upp
að Hvannadalshrygg og Dyrhamri.
Ekki síður undi fólk sér vel á
Hnappavöllum í Öræfum, þar sem
árleg sumargleði Íslenska alpa-
klúbbsins fór fram. Metþátttaka
var á Hnappavöllum og mættu um
60 manns, ýmist til að iðka klif-
uræfingar eða sýna sig og sjá aðra.
Tíu manna hópur frá Hnappavöll-
um gekk síðan á Þverártindsegg
(1.554 m) í Suðursveit á hvítasunnu-
dag í vestangolu og molluhita.
Besta fjall-
gönguveðr-
ið í mörg ár
Ljósmynd/Þráinn Þorvaldsson
NÝVERIÐ hafa bændur við Hítará
og Norðurá samþykkt nýja leigu-
samninga við Stangaveiðifélag
Reykjavíkur. Samkvæmt nýju samn-
ingunum hefur SVFR Norðurá á
leigu til og með sumrinu 2005 og Hít-
ará til og með sumrinu 2004. Bjarni
Ómar Ragnarsson, formaður SVFR,
staðfesti þetta í samtali við Morg-
unblaðið í gær og sagði þetta mikil
og góð tíðindi fyrir félagið því sam-
keppni um bestu veiðisvæðin væri
hörð og mikilvægt fyrir SVFR að
halda sínu striki.
19 punda
úr Blöndu
Veiði í Blöndu hefur tekið kipp
þegar hlýna tók á ný eftir hretið. Á
fimmtudag veiddust fimm laxar, þar
af einn 19 punda sem er stærsti lax
sumarsins til þessa. Annar var 15
punda og flestir sem hafa veiðst voru
um eða yfir 10 pund. Í gærmorgun
voru komnir um 30 laxar á land, sem
er ekki slæmt miðað við hversu
steindauðir fyrstu dagarnir voru.
Veiði hófst í Laxá á Ásum á fimmtu-
dag og veiddist enginn lax, en sá
fyrsti hlýtur að fara að sýna sig.
Einn úr Kjarrá
Nú liggur fyrir að einn lax veiddist
í Kjarrá og annar tapaðist er áin var
opnuð á fimmtudag. Það fylgdi sög-
unni að menn hefðu séð eitthvað af
fiski, en aðstæður voru mjög erfiðar,
einkum vegna mikils kulda þar efra.
Eitthvað hefur reyst úr Þverá á
bændadögunum og í Norðurá var
þokkalegur reytingur, eftir að fyrsta
hollið veiddi 26 laxa kom það næsta
með tuttugu og tvo og þriðja hollið
var búið að slíta nokkra fiska upp,
auk þess sem nokkrir laxar höfðu
veiðst í Munaðarnesi. Töldu kunnug-
ir í gær að rúmlega 60 laxar myndu
vera komnir á land í það heila úr
Norðurá.
SVFR framlengir
leigusamninga
Morgunblaðið/Guðmundur Guðjónsson
Feðgarnir Gunnar Helgason t.v.
og Hallgrímur Gunnarsson með
þrjá 8–9 punda laxa úr Þverá.
Þórdís Klara Bridde með 10
punda hrygnu af Eyrinni í Norð-
urá á opnunardaginn.
Reynir Þór Reynisson með þrjá
laxa af Brennunni í vikunni, m.a.
16,5 punda hæng.
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef-
ur dæmt 22ja ára gamlan mann í
tveggja mánaða skilorðsbundið fang-
elsi fyrir fólskulega og tilefnislausa
líkamsárás.
Maðurinn var fundinn sekur um að
hafa ráðist að manni á Ingólfstorgi í
miðborg Reykjavíkur í janúar í fyrra.
Hann kýldi rúmlega þrítugan mann í
andlitið þannig að hann féll í jörðina
og sparkaði síðan í andlit hans með
þeim afleiðingum að maðurinn nef-
brotnaði. Í læknisvottorði segir að
fórnarlambið sé með áberandi ör á
andliti. Þótt ágætlega hafi til tekist
með lagfæringu á nefbrotinu verði
nefið þó varanlega skakkt.
Pirraður út í allt og alla
Vitni lýsti því svo að ákærði hefði
verið að versla hjá Hlöllabátum og
hafi verið pirraður út í allt og alla.
Hann hafi síðan fyrirvaralaust slegið
mann í andlitið og sparkað eða stapp-
að í höfuðið á manninum að því er
vitnið taldi. Atlagan hafi verið mjög
fólskuleg. Hann hafi síðan forðað sér
af vettvangi og skildi manninn eftir
meðvitundarlausan í blóði sínu.
Ákærði kom fyrir dóm við þingfest-
ingu málsins og viðurkenndi þá að
hafa slegið manninn í andlitið en neit-
aði að hafa sparkað í andlit hans. Í
fyrstu skýrslu sem hann gaf lögreglu
kannaðist hann hins vegar ekkert við
málið og taldi sig hafa fjarvistarsönn-
un. Ákærði kom ekki fyrir dóm við að-
almeðferð málsins þrátt fyrir ítrek-
aða boðun.
Hann var dæmdur til að greiða
fórnarlambinu rúmlega 110.000 krón-
ur í bætur en krafa um tímabundnar
þjáningarbætur og vinnutap þóttu
vanreifaðar og var vísað frá dómi. Þá
var hann dæmdur til þess að greiða
allan sakarkostnað málsins, þ.m.t.
samtals 190.000 krónur til skipaðs
verjanda síns, Arnar Clausen hrl. og
Gísla Guðna Hall, hdl. réttargæslu-
manns brotaþola. Að auki var honum
gert að greiða 27.000 krónur vegna
lögmannskostnaðar brotaþola. Refs-
ing hans fellur niður að tveimur árum
liðnum haldi hann almennt skilorð.
Horft var til aldurs ákærða og þess
að hann hafði einu sinni gengist undir
sátt vegna brota gegn umferðarlög-
um.
Valtýr Sigurðsson héraðsdómari
kvað upp dóminn.
Dæmdur fyrir
líkamsárás