Morgunblaðið - 09.06.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.06.2001, Blaðsíða 22
SUÐURNES 22 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ KJARNINN úr gömlum málshætti indíána, því klókari sem þú ert, þeim mun færri spor skilur þú eftir þig, verður notaður sem slagorð um- hverfisverkefnisins Staðardagskrár 21 í Reykjanesbæ, samkvæmt tillög- um stýrihóps. Lagt er til að ráðist verði í ýmis verkefni næstu fimm ár- in til að bregðast við núverandi ástandi og að auka fræðslu til barna og alls almennings um umhverfis- mál. Staðardagskrá 21 er áætlun ein- stakra sveitarfélaga í umhverfismál- um. Þær eru gerðar á grundvelli ályktunar um umhverfi og þróun sem samþykkt var á heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Ríó 1992. Þar er að finna forskrift að sjálfbærri þróun í ríkjum heims. Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ ákváðu fyrir rúmum tveimur árum að taka þátt í Staðardagskrá 21. Í þriggja manna stýrihópi eru bæjar- fulltrúarnir Kjartan Már Kjartans- son sem er formaður, Björk Guð- jónsdóttir og Ólafur Thordersen. Hópurinn leitaði til ýmissa stofnana og samtaka í samfélaginu og hefur nú lagt fram skýrslu um stöðu um- hverfismála og áætlun um aðgerðir. Áætlunin var til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar í vikunni og samþykkt að vísa henni til síðari um- ræðu. Upphaf að frekara starfi Í skýrslunni er birt úttekt vinnu- hópa á fjórum málaflokkum. Sú fyrsta er um holræsi og fráveitu- kerfi. Önnur fjallar um úrgang frá heimilum og fyrirtækjum og gæði neysluvatns. Sú þriðja er um hávaða- og loftmengun og menningar- og náttúruvernd. Og fjórða úttektin er um umhverfisfræðslu í skólum. Kjartan Már segir að gaman hefði verið að skoða fleiri þætti en ákveðið hefði verið að velja nokkra úr og leggja áherslu á þá. Umræddir mála- flokkar eru á sviði umhverfismála en Kjartan segir að hugsunin sé að verkefnið nái yfir mun víðara svið, það er að segja lífsstíl fólks og sam- skipti. „Við lítum á þessi verkefni sem upphafið. Vonandi nær það að lifa og ná til sífellt breiðara sviðs,“ segir Kjartan Már. Telur hann að ástand umhverfis- mála sé nokkuð gott í Reykjanesbæ og betra en halda megi vegna um- ræðu um jarðvegsmengun á Neðra- Nikkelsvæði. Nefnir hann gott vatn, hreint loft og uppbyggingu nýrrar sorpstöðvar sem dæmi. Hann segir að vissulega hafi bandaríski herinn skilið eftir óhreina bletti en nú sé bú- ið að fara vel ofan í þau mál. Reykja- nesbær eigi góð samskipti við varn- arliðið og gengið verði í að hreinsa þessi svæði. Reykjanesbær er eina sveitar- félagið á Suðurnesjum sem tekur þátt í Staðardagskrá 21. Í skýrslunni er vakin athygli á því að Suðurnesja- menn eigi fjölmörg atriði sameigin- leg og því hefði verið æskilegra að líta á Suðurnesin sem eitt svæði í þessu sambandi. Nefnt er að her- stöðin á Keflavíkurflugvelli sé í næsta nágrenni Reykjanesbæjar og þar búi 4200 manns. Kjartan Már vonast til að hin sveitarfélögin á Suð- urnesjum fylgi fordæmi Reykjanes- bæjar og taki þátt í Staðardagskrá 21, þótt síðar verði. Fimm ára aðgerðaáætlun Í seinni hluta skýrslunnar er fimm ára aðgerðaráætlun. Kjartan segir að hún feli annars vegar í sér við- brögð við núverandi ástandi í um- hverfismálum og hins vegar skipulag fræðslu fyrir bæjarbúa, ekki síst yngri kynslóðirnar. Í aðgerðaáætl- uninni er að hluta til fjallað um atriði sem þegar er unnið að en þar eru einnig ný markmið. Reykjanesbær hefur unnið að að- gerðum til að draga úr mengun frá- veituvatns á umhverfið með bygg- ingu dælu- og hreinsistöðva til að koma skolpinu á haf út. Í áætluninni er sett það markmið að á næsta ári verði framkvæmdum lokið í Njarð- vík og þær hafnar í Keflavík og á árinu 2005 verði öllum framkvæmd- um lokið í Keflavík og Höfnum. Stefnt er að því að á árinu verði hafist handa við að fræða bæjarbúa um flokkun sorps, meðhöndlun og eyðingu spilliefna og mikilvægi end- urvinnslu og endurnýtingar. Einnig verði efnt til átaks í jarðvegsgerð með notkun safnkassa fyrir lífrænan úrgang. Á næsta ári verði hafinn undirbúningur að markvissri flokk- un sorps og komið á skilvirku flokk- unarkerfi. Lagt er til að skipulags- og bygg- ingaryfirvöld móti á næsta ári innri umhverfisstefnu fyrir stofnanir og deildir Reykjanesbæjar. Gerður verði samningur við Landvernd um þátttöku í verkefninu Vistvernd í verki. Stýrihópurinn vill að gerð verði landnýtingaráætlun fyrir allt Reykjanesið, í samráði við önnur sveitarfélög, menningarminjar verði skráðar svo og örnefni og í lok skipu- lagstímans verði skilgreint hvaða menningarminjar skuli vernda og hvernig. Þá er lagt til að allir skólar móti sér umhverfisstefnu á þessu ári og að þar verði unnið að ýmsum um- hverfisverkefnum. Á næsta ári hefji skólarnir endurvinnslu á pappír og umbúðum. Sumt kostar ekkert Stýrihópurinn hefur ekki gert kostnaðaráætlun fyrir þær aðgerðir sem hann leggur til. Kjartan Már Kjartansson segir að erfitt sé að setja verðmiða á áætlunina því að sum verkefnin séu bundin í lögum og þegar sé unnið að öðrum. Þá segir hann að hægt sé að gera margt sem ekkert kosti. Kjartan Már telur að verkefna- áætlunin sé raunhæf. Hann segir að þátttaka í staðardagskrá 21 hafi mikla þýðingu í sjálfu sér en tekur um leið fram að vinnan nú verði von- andi upphafið að öðru og meira. Stýrihópur fyrir staðardagskrá 21 leggur áætlun fyrir bæjarstjórn Því klókari, þeim mun færri spor Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Kjartan Már Kjartansson, formaður stýrihóps Staðardagskrár 21, jarðgerir úrgang úr garði sínum. Reykjanesbær GAMLIR sorphaugar og svæði þar sem vænta má einhverrar meng- unar eru á nokkrum stöðum í Reykjanesbæ. Mest af þessu er vegna starfsemi setuliðsins úr seinni heimsstyrjöldinni. Engin heildarúttekt hefur farið fram á náttúrumengun eða meng- unarleiðandi þáttum í Reykja- nesbæ. Þó er talið að á einhverjum svæðum sem ætlunin er að nýta til bygginga á næstu árum sé um staðbundna mengun að ræða, meðal annars vegna gamalla sorp- hauga varnarliðsins. Stýrihópur um Staðardagskrá 21 í Reykja- nesbæ lét gera könnun á þessum málum og birtir í skýrslu sinni eft- irfarandi dæmi. Olía og tjara Á horni Hafnargötu 90 og Flug- vallarvegar, þar sem verslunin Dropinn og Vélsmiðja Björns Magnússonar eru nú, stóðu ol- íutankar. Vitað er að þeir láku og því er reiknað með að mikil ol- íumengun hafi verið. Við hlið íþróttasvæðis á Iðavöll- um eru grafnar mörg þúsund tunnur af tjöru. Fyrir neðan Heiðargil og norð- an Mánahestsins við Hringbraut voru sorphaugar og þar voru með- al annars miklir matarafgangar og niðursuðudósir. Á lóðinni við Iðavelli þar sem Bifreiðaeftirlit ríkisins stóð voru smurstöðvar á vegum setuliðsins. Fullyrt er að undir núverandi fyll- ingum megi finna olíuafganga og leysiefni. Þar sem nú er tún við Hring- braut, sunnan Mánahestsins, var áður verkstæði Sérleyfisbifreiða Keflavíkur. Umgengni var þar ekki eins og best var á kosið, segir í skýrslunni, og telja þeir sem til þekkja að smurolíu og öðrum skyldum efnum hafi verið hellt í jarðveginn næst verkstæðinu. Á Vogastapa voru ruslahaugar á vegum setuliðsins og síðan sveit- arfélaganna. Miklu magni af alls kyns sorpi, þar á meðal vélum og verkfærum, var hent á Stapann og fram af honum, niður í fjöru. Einnig var siglt með sorp út á Faxaflóa og sökkt. Við Rauðamel, nærri núverandi vatnsbólum Reykjanesbæjar, var olíumöl blönduð og í hana notuð „shellgroll“-olía. Hún var flutt á staðinn í tunnum. Fjöldi slíkra tunna var urðaður á svæðinu og er þar enn eftir því sem best er vitað. Gamlir sorphaugar eru einnig á varnarsvæðinu. Þar má finna alls kyns váefni, segir í skýrslunni, svo sem gömul eldvarnar- og slökkvi- efni sem ástæða er talin til að fylgjast með dreifingu á. Loks er greint frá því að þegar olíukynding var lögð af með til- komu Hitaveitu Suðurnesja hafi verið ráðist í að tæma og fjarlægja olíutanka úr húsagörðum. Fram kemur að þrátt fyrir það séu tómir tankar enn við hús víða í bænum. Gerð verði úttekt Í skýrslu stýrihópsins er lagt til að gerð verði úttekt á þessum mál- um í heild, með tilliti til þeirra staða sem hér hafa verið taldir upp. Einnig að gerð verði úttekt á fjölda olíutanka sem enn eru í húsagörðum og áætlun um það hvernig staðið verði að því að fjar- lægja þá. Víða staðbundin mengun náttúru Gamlir sorphaug- ar, olía og tjara Reykjanesbær BLÁA lónskeppnin í fjallahjólreiðum fer fram á morgun, sunnudag. Hjól- reiðafélag Reykjavíkur stendur fyrir keppninni í samvinnu við Bláa lónið. Keppnin hefst við kirkjugarð Hafn- arfjarðar við Reykjanesbraut, klukk- an 11. Leiðin, sem er 54 kílómetrar, liggur um Krísuvíkurveg, Djúpa- vatnsleið, Grindavík og endar við Bláa lónið. Keppnin er opin öllum 16 ára og eldri og er skipt í karla- og kvenna- flokka, 16-18 ára, 19-35 ára og 36 ára og eldri. Auk verðlauna fyrir efstu sætin fá allir keppendur ókeypis að- gangí Bláa lónið eftir keppnina, segir í fréttatilkynningu. Skráning fer fram á heimasíðu Hjólreiðafélagsins, hfr.vortex.is, eða við rásmarkið á keppnisdaginn milli kl. 9.30 og 10.30. Nánari upplýsingar og kort af leiðinni fást einnig á heima- síðu félagsins. Bláa lóns keppnin í hjólreiðum Bláa lónið Brunavarnir Suðurnesja efna til ár- legs fjölskyldudags með opnu húsi í slökkviliðsstöðinni í dag, laugardag. Markmiðið með fjölskyldudegin- um er að vekja athygli á brunavörn- um og samstarfi neyðarsveita á Suð- urnesjum. Kynning er á starfi slökkviliðsmanna og eldvörnum, starfi Suðurnesjadeildar RKÍ, Björgunarsveitar Suðurnesja og lög- reglunnar í Keflavík. Dagskráin hefst klukkan ellefu. Þá fá Brunavarnir Suðurnesja af- hentan nýjan slökkviliðs- og björg- unarbíl. Ýmsir atburðir eru á dag- skrá til klukkan 16.30. Fjölskyldu- dagur á slökkvistöð Reykjanesbær Morgunblaðið/Hilmar Bragi UNDIRBÚNINGUR fyrir komu flóttamanna frá fyrrum Júgóslavíu til Reykjanesbæjar er á lokastigi. Tekist hefur að útvega íbúðir og húsbúnað fyrir fólkið sem kemur til landsins í dag. Gert er ráð fyrir að 23 flóttamenn frá Kajina-héraði komi til Reykjanes- bæjar, en í gær hafði ekki fengist staðfest hvort allir kæmu. Um er að ræða fimm fjölskyldur, alls 23 ein- staklinga. Fólkið kemur með flugvél frá Frankfurt um klukkan 15.30. Félags- málaráðuneytið stendur fyrir mót- tökuathöfn í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar og síðan verður móttaka hjá Suðurnesjadeild Rauða kross Íslands í Reykjanesbæ. Þar verða fulltrúar bæjarins, stuðningsfjölskyldur og aðrir sjálfsboðaliðar. Farið verður með fólkið í stutta skoðunarferð um bæjarfélagið. Á sunnudagskvöldið býður bæjarstjórn Reykjanesbæjar fólkinu til kvöldverðar. Flótta- mennirnir koma í dag Reykjanesbær HÁTÍÐARHÖLD verða í Grindavík og Sandgerði um helgina í tilefni af sjómannadeginum sem er á morgun. Að þessu sinni verða ekki hátíðarhöld við höfnina í Keflavík. Í Grindavík er þriggja daga sjó- manna- og fjölskylduhátíð, Sjóarinn síkáti. Hófst hún í gærkvöldi og stendur fram eftir sunnudegi. Hver dagskrárliðurinn rekur annan. Dagskráin á morgun, sjálfan sjó- mannadaginn, hefst með Grindavík- urhlaupinu klukkan 10. Sjómanna- messan hefst klukkan 13 og að henni lokinni verða hefðbundin hátíðarhöld við Grindavíkurhöfn. Skemmtisigling í Sandgerði Hátíðarhöldin í Sandgerði hefjast klukkan 13.30 í dag með skemmtisigl- ingu með hvalaskoðunarbátnum Moby Dick. Fleira er til gamans gert. Á sjómannadaginn hefst skrúðganga frá Björgunarstöðinni klukkan 12.30 og klukkustund síðar hefjast hátíðar- höldin við höfnina og messa. Benedikt Valsson, framkvæmdastjóri Far- manna- og fiskimannasambandsins, verður aðalræðumaður dagsins. Grillveisla í Keflvík Í áratugi hafa verið hátíðarhöld á sjómannadaginn, við höfnina í Kefla- vík. Mjög hefur dregið úr aðsókn seinni árin og nú verða ekki nein há- tíðarhöld við höfnina. Sjómannaguðsþjónusta verður í Keflavíkurkirkju á morgun klukkan 11. Látinna sjómanna verður minnst og lagður blómakrans við minnis- merki horfinna í kirkjugarðinum. Að guðsþjónustu lokinni býður sjó- mannadagsráð Keflavíkur og Njarð- víkur kirkjugestum til grillveislu í garðinum á milli kirkju og safnaðar- heimilis. Sjómannadagurinn á morgun Hátíðahöld við hafnirnar Grindavík/Sandgerði ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.