Morgunblaðið - 09.06.2001, Side 24
LANDIÐ
24 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Sigurður Jökull
Bifreiðin er sérútbúin og hefur reynst mjög vel.
ÖRYGGISÞJÓNUSTA Vesturlands
tók á dögunum til notkunar nýjan
sérútbúinn eftirlitsbíl. Hann er af
tegundinni Opel Astra og kostaði
hann ríflega tvær milljónir. Bíllinn,
sem er með tveggja lítra díselvél, er
sjálfskiptur og er með talstöð og
útbúinn ýmsum tækjum til að laga til
bráðabirgða það sem skemmist við
innbrot.
Arinbjörn Kúld, framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins, segir að bíllinn sé
algjör bylting. „Við erum aðeins með
þennan bíl eins og er en á honum er
einn starfsmaður. Við tókum mið af
þeim bílum sem Öryggismiðstöðin
notast við en bíllinn var alveg sér-
útbúinn hér á landi. Á honum er til að
mynda leitarljós eins og á lögreglubíl-
unum sem fer í 360 gráður og kemur
það sér mjög vel þegar lýsa þarf upp
dimm svæði.“
Aukið samstarf við lögregluna
Að sögn Arinbjarnar er samstarf
Öryggisþjónustunnar og lögreglunn-
ar alltaf að aukast og skráir fyrirtæk-
ið á hverri nóttu niður mörg bílnúmer
sem lögreglan fær svo í hendur sam-
dægurs. Enn fremur fylgist fyrirtæk-
ið með grunsamlegum aðilum fyrir
lögregluna ef hún óskar þess og í þrí-
gang hefur Öryggisþjónusta Vestur-
lands tekið þátt í leit með lögreglunni.
Fyrirtækið þjónar í dag á fjórða
tug fyrirtækja á Akranesi en eru
hættir í Borgarnesi, í bili að minnsta
kosti.
Nýr og sér-
hannaður
eftirlitsbíll
Akranes
BÆJARSTJÓRN Ísafjarðarbæj-
ar veitti Gísla Hjartarsyni leið-
sögumanni og rithöfundi nýlega
sérstaka viðurkenningu og fjár-
framlag fyrir störf hans að kynn-
ingu á Hornströndum en Gísli hef-
ur í meir en þriðjung aldar verið
einn athafnasamasti og kunnug-
asti leiðsögumaður á svæðinu.
Auk þess hefur hann ritað fjölda
greina og leiðalýsinga um svæðið.
Í athöfn, sem fór fram í fund-
arsal bæjarstjórnar á þriðjudag,
voru honum færðar þakkir fyrir
vel unnin störf að kynningu á
Hornströndum, sem nú eru allar
innan bæjarmarka Ísafjarðarbæj-
ar, og fyrir að kenna fólki að
ganga um landið þannig að ekki
spillist náttúran og að jafnvægi
megi ráða þrátt fyrir umgang
manna og eðlilega nýtingu nátt-
úruauðæfa.
Forseti bæjarstjórnar, Birna
Lárusdóttir, stýrði athöfninni og
gat þess jafnframt að hún væri
með sérstaka gjöf frá Kjartani
Sigmundssyni, tengdaföður sínum
og Hornstrendingi, en það voru
vendilega innpökkuð svartfugls-
egg úr Svaðaskarði í Hornbjargi
sem Kjartan hafði sótt sérstak-
lega í tilefni athafnarinnar.
Gísli var byrjaður um eða upp
úr fermingu að fara í björgin á
vorin með reyndum eggjatöku-
mönnum, auk þess sem faðir hans,
Hjörtur Kristjánsson frá Stapa-
dal, sýndi honum staðhætti af sjó á
meðan þeir drógu þorsk á færi fyr-
ir landi eða notuðu bræludaga til
að kanna landið, veiða silung og
skjóta ref.
Þessa dagana er að koma út árs-
rit Útivistar, sem er helgað Horn-
ströndum, og eru þar flestar
greinar Gísla um svæðið, auk
minningargreinar um Kristin
Jónsson bónda að Dröngum sem
lést á síðasta ári. Hann hefur
ferðast um með ýmsum hætti, með
fólk sem ber með sér allan farang-
ur, í hestaferðum og ferðum þar
sem bátar flytja fólk á milli staða.
Varla er til sá blettur á öllum
Hornströndum að Gísli hafi ekki
gengið þar um og safnað vitneskju
um lífshætti fólksins sem þarna
bjó og býr enn.
Hann er nú að mestu hættur
ferðum um svæðið en ætlar þó í
sumar að fara í tvær ferðir, fyrir
ferðaskrifstofuna Vesturferðir,
ólíkum þeirri áreynslu og svaðil-
förum sem vinsælastar voru áður.
Nú eru gönguleiðir léttar og frek-
ar stuttar og aldrei gengið með
byrðar. Þá er alltaf dvalið í góðum
húsum og í Reykjarfirði, þar sem
gist er í þrjár nætur, er auk þess
sundlaug af bestu gerð.
Í ferðinni er allt landssvæðið
skoðað, siglt um Jökulfirði, gengið
um Skorarheiði í Reykjarfjörð,
þaðan sem gengið er og siglt um
nágrennið, meðal annars er heim-
sókn að Dröngum þar sem boðið
er til selaveislu.
Siglt er fyrir Hornstrandir,
gengið á Hornbjarg, gist í Fljóta-
vík og á Hesteyri og ýmist gengið
eða siglt á milli. Lokapunktur
ferðarinnar er svo hvalkjötsveisla
á Hesteyri, ef hvalreki leyfir.
Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson
Gísli Hjartarson, í gulum Hornstrandaanoraki, ásamt Birnu Lár-
usdóttur, forseta bæjarstjórnar, lengst til vinstri, Rúnari Óla
Karlssyni ferðamálafulltrúa, Halldóri Halldórssyni bæjarstjóra,
Bryndísi Friðgeirsdóttur bæjarfulltrúa, með henni er dóttir henn-
ar Isabella Másdóttir, Kristjáni Haraldssyni, formanni atvinnu-
málanefndar, og Þorleifi Pálssyni bæjarritara.
Gísli Hjartar-
son heiðraður
Ísafjörður
Á AÐALFUNDI Múlaþingsdeildar
Búmanna nýverið var samþykkt
áskorun til aðalstjórnar félagsins í
Reykjavík um að hún endurskoði þá
afstöðu sína að ekki sé unnt að fjár-
festa í húsnæði á Egilsstöðum nema
fjárhagsleg ábyrgð hins opinbera
eða fjármálastofnana komi til. Bú-
menn er húsnæðissamvinnufélag,
stofnað árið 1999, og hefur það
markmið að byggja og reka húsnæði
fyrir eldra fólk og er með sama sniði
og Búseti að öðru leyti. Félags-
svæðið er allt landið. Fólk kaupir sér
óafturkræfan búseturétt í íbúðum
sem Búmenn útvega og eiga. Félag-
ið hefur aðalstjórn í Reykjavík en
stofnaðar hafa verið deildir víða um
land. Meðal þeirra er Múlaþings-
deild sem stofnuð var í fyrravor og
nær yfir Múlaþing hið forna, frá
Smjörfjöllum og suður á Djúpavog.
Samkvæmt upplýsingum Péturs
Guðvarðssonar, formanns Múla-
þingsdeildarinnar, er félagið nú að
byggja marga tugi íbúða í Reykja-
vík, Kópavogi, Hafnarfirði og á Suð-
urnesjum, þ.á m. í Sandgerði og
Garði. Einnig sé verið að undirbúa
húsbyggingar í Grindavík og á Höfn
í Hornafirði. Á þessum stöðum hefur
ekki komið til beinna fjárhagslegra
ábyrgða af hálfu sveitarstjórna eins
og nú er gert að skilyrði á Egils-
stöðum.
Pétur segir menn afar ósátta við
að Egilsstöðum skuli vera stillt upp
sem áhættusamara svæði en þeim
sem að framan eru talin og segir að
röksemdir aðalstjórnar fyrir því séu
engar. Áður hafi félagið farið fram á
ábyrgðir hjá sveitarfélögum en eng-
ar fengið og byggt þrátt fyrir það.
Stjórn Búmanna sendi í vetur
formlegt erindi til sveitarstjórnar
Austur-Héraðs og fór fram á að
sveitarfélagið tæki ábyrgð á 10% af
þeim kostnaði sem nýr íbúi þarf að
borga yfir fimm ára tímabil.
„Við vonum að þeir skorist ekki
undan því að byggja hér,“ segir Pét-
ur. „Við erum þó svartsýnir þar sem
okkur barst bréf inn á aðalfund
deildarinnar frá varaformanni að-
alstjórnar, Steinunni Finn-
bogadóttur, um að ekkert verði
byggt á Austur-Héraði nema að til
komi fyrrnefndar ábyrgðir. Fram-
kvæmdastjóri Búmanna, Reynir
Ingibjartsson, var á aðalfundi okkar
og sagðist hann ekki hafa setið þann
stjórnarfund sem þetta var sam-
þykkt á, enda hafi hann ekki verið
boðaður. Ofan á allt annað var þetta
umrædda bréf frá varaformanni
félagsins skrifað á bréfhaus Guð-
mundar G. Þórarinssonar sem er
varamaður í stjórn Búmanna. Pétur
segir að ef íbúð losnar og gengur
ekki út aftur verði félagið að leysa
hana til sín eftir eitt ár og að að-
alstjórnin sé hrædd við að á Egils-
stöðum verði ekki spurn eftir íbúð-
unum. Því vilji hún hafa þessa
baktryggingu.
Ætlunin mun vera að koma upp
varasjóði til að grípa til ef félagið
þarf að leysa til sín íbúðir einhvers
staðar, en hann er ekki kominn á
laggirnar. Þá liggur fyrir samþykkt
um að taka 1% af byggingarkostnaði
í varasjóð en Íbúðalánasjóður hefur
ekki viljað samþykkja þá tilhögun.
Pétur segir dagljóst að það sé bjarg-
fastur ásetningur stjórnar Búmanna
að fá ábyrgðir hjá sveitarfélög-
unum. „Þeir ætla sér að fá að
minnsta kosti eitt sveitarfélag til að
ganga að þessu og skapa þannig for-
dæmisgildi sem þumalskrúfu á þau
sem á eftir koma. Í samtali við Morg-
unblaðið sagði Reynir Ingibjartsson
að þetta mál sé dæmigert fyrir það
þegar menn sitji á sitt hvoru lands-
horninu og hætta er á að hlutir
brenglist. Hann benti á að hlutverk
hinna ýmsu deilda væri fyrst og
fremst að kanna húsnæðisþörf og
starfa með félaginu að því að afla
lóða og fleira, en einstök deild tæki
aldrei ákvörðun um hvar væri
byggt. Múlaþingsdeildin hafi byrjað
að gera könnun á svæðinu og síðan
lagt til að byrjað yrði að byggja á
Egilsstöðum. „Í stað þess að fá lóð
og láta teikna hús og byggja sem
tekur sinn tíma,“ segir Reynir, „stóð
þannig á að aðili sem situr í stjórn
Múlaþingsdeildarinnar og á Tré-
smiðju Fljótsdalshéraðs var að
byggja þriggja herbergja parhús.
Deildin lagði til að húsið yrði boðið
tveimur aðilum sem leitað höfðu eft-
ir húsnæði. Eftir skoðun mála var
niðurstaða okkar að ræða yrði málið
við sveitarfélagið á grundvelli þess
að félagið hefur talið útgangspunkt
að framkvæmd og rekstur svona
íbúða sé í sem mestu og bestu sam-
starfi við hvert sveitarfélag, hvar
sem það er á landinu. Við höfum leit-
að eftir því að sveitarfélög gangi í
einhverja takmarkaða ábyrgð en
þau eru mjög treg til. Á þeim stöð-
um sem Búmenn eru að byggja á og
undirbúa slíkt koma sveitarfélögin
til móts við félagið með verulegri
fyrirgreiðslu og bakábyrgðum þótt
slíkir samningar hafi ekki alltaf ver-
ið formlegir.
Byggja ekki á Egilsstöðum
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Aðalstjórn Búmanna telur fjárhagslega áhættu of mikla
Egilsstaðir