Morgunblaðið - 09.06.2001, Page 26
VIÐSKIPTI
26 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
UM SÍÐUSTU mánaðamót lét
Víglundur Þorsteinsson af
störfum sem forstjóri BM Vall-
ár og tók við sem starfandi
stjórnarformaður. Í samtali við
Morgunblaðið sagði Víglundur
að hann mundi sjá um daglega
stjórn á Vikurvörum, sem er
dótturfyrirtæki BM Vallár og
flytur út vikur, auk þess að ein-
beita sér að stefnumótun BM
Vallár. Víglundur sagði stefnt
að því að fyrirtækið héldi áfram
að stækka og auka fjölbreytni
með því að bæta við nýjum ein-
ingum. Í fyrra hefði velta þess
verið 1.580 milljónir króna, en
markmiðið væri að ná veltunni
upp í 2,5-3,0 milljarða króna og
skrá það svo á markað. Hann
sagði áætlanir ganga út á að ná
þessu markmiði á þremur til
fimm árum og að hann mundi
vinna að því sem stjórnarfor-
maður að þetta gengi eftir.
Við starfi forstjóra tók Guð-
mundur Benediktsson og mun
hann annast alla daglega yfir-
stjórn félagsins. Guðmundur er
viðskiptafræðingur frá Háskóla
Íslands 40 ára að aldri, sonur
stofnanda félagsins Benedikts
heitins Magnússonar frá Vallá
á Kjalarnesi. Hann er ásamt
Víglundi eigandi fyrirtækisins.
For-
stjóra-
skipti hjá
BM Vallá
JÓN Ólafsson, stjórnarformaður
Norðurljósa hf. og stjórnarmaður í
Íslenskum aðalverktökum hf., keypti
í gær kr. 626.191 að nafnverði hluta-
fjár í Íslenskum aðalverktökum á
verðinu kr. 2,85. Frá þessu var
greint á Verðbréfaþingi Íslands í
gær. Kaupverðið var því tæpar 1,8
milljónir króna.
Eignarhlutur Jóns eftir kaupin er
kr. 123.673.190, sem er 8,83% af
heildarhlutafé félagsins. Um er að
ræða framvirkan samning með
gjalddaga 20. september 2001.
Jón Ólafsson kaupir í Ís-
lenskum aðalverktökum
LÍNA.Net hf hefur ákveðið að fresta
um sinn sölu á hlutabréfum til fag-
fjárfesta vegna óvissu á hlutabréfa-
markaði. Hins vegar hefur núver-
andi hluthöfum verið boðið að kaupa
70 milljóna króna hlut á genginu 5,0
og hefur stærsti hluthafinn, Orku-
veita Reykjavíkur, þegar nýtt sér
kauprétt sinn, um 220 milljónir
króna. „Vegna viðtals við Alfreð Þor-
steinsson, stjórnarformann Línu.-
Nets í Fréttablaðinu þann 6.6.2001,
vill Lína. Net taka fram að gengi á
hlutabréfum til forkaupsréttarhafa
var ákveðið af stjórn Línu.Nets á
grundvelli fyrirliggjandi skýrslna
frá endurskoðanda, verðbréfafyrir-
tækjum og banka. Hins vegar var
ekki byggt á verðmati frá Íslands-
banka-FBA eins og mátti ráða af
fréttinni,“ segir í fréttatilkynningu
frá Línu.Neti.
Lína.Net
frestar hluta-
fjárútboði
ÞRJÚ ný félög koma inn í Úrvals-
vísitölu aðallista hinn 1. júlí og hefur
eitt þessara félaga ekki áður verið í
vísitölunni. Þau félög sem koma inn
eru Kaupþing, sem kemur inn í fyrsta
skipti, Olíufélagið og SÍF. Þau koma í
stað Granda, Þormóðs ramma-Sæ-
bergs og Opinna kerfa.
Úrvalsvísitala VÞÍ (ICEX-15) er
samansett af félögum sem skráð eru
á Aðallista þingsins og af þeim eru
valin fimmtán félög eftir fyrirfram
ákveðnum reglum. Valið í vísitöluna
fer fram tvisvar á ári, 1. janúar og 1.
júlí. Af þeim 20 félögum á Aðallista
þingsins sem tíðust viðskipti eru með
á þinginu á 12 mánaða tímabili eru
það 15 stærstu félögin að markaðs-
verðmæti í lok tímabilsins sem
mynda úrvalsvísitöluna næstu 6 mán-
uði. Hlutabréfasjóðir eru þó undan-
skildir við val þetta. Tímabilið sem
ræður samsetningunni fyrir tímabilið
1. júlí 2001 til 1. janúar 2002 nær frá 1.
júní 2000 til 31. maí 2001. Úrvalsvísi-
talan er því samsett af þeim félögum
sem hafa hvað virkasta verðmyndun
á þinginu.
Alls eru 49 hlutafélög skráð á Að-
allista þingsins, utan hlutabréfasjóða,
og vega þau 15 félög sem verða í Úr-
valsvísitölunni samtals 66,7% af
markaðsverðmæti þeirra. Velta þess-
ara félaga sem valin hafa verið í vísi-
töluna er 76,4% af veltu hlutabréfa á
Aðallista á síðastliðnum 12 mánuðum.
!"#
$% &
'() *+,
* ,
-() '(,
* ) '(,
&./ 0 '(
1,/23,
4,
506 ,
7/,,
89 / ,
: ,
,
,
7',
& /,
%
%
%
&
'
(
' %
"
%
) '
&
(
' "
+
*
+
!;<
!
;#
#<
# #
!;
<#
#
#
#
##
#!
<
<
<
$
=
/
&
>?.@
#!
!
# ;!
!
;#
!<
#!
<<
!!!
;<
; !;
;
!
!
7+8+-7
Þrjú ný félög í
Úrvalsvísitölunni
VIÐSKIPTAHALLINN við útlönd
nam 15,6 milljörðum króna á fyrsta
ársfjórðungi ársins, samkvæmt
bráðabirgðauppgjöri Seðlabanka
Íslands samanborið við 12,6 millj-
arða króna halla á sama tíma í
fyrra. Hallinn var þó aðeins 1,6
milljörðum króna meiri í ár ef hann
er borinn saman á föstu gengi.
Meðalgengi erlendra gjaldmiðla
er 11,4% hærra á fyrsta fjórðungi
2001 en árið áður miðað við við-
skiptavegna gengisvísitölu Seðla-
banka Íslands.. Fjárinnstreymi
mældist 11 milljarðar króna á
fyrsta ársfjórðungi. Seðlabankinn
tók 11,8 milljarða króna að láni er-
lendis á þessu tímabili. Fjárút-
streymi vegna erlendra verðbréfa-
kaupa nam 5,9 milljörðum króna,
tæpum þriðjungi þess sem það var
á sama tíma í fyrra. Beinar fjár-
festingar Íslendinga erlendis námu
2 milljörðum króna og erlendar
innstæður og lán til útlanda jukust
um 8 milljarða króna. Gjaldeyr-
isforði Seðlabankans breyttist lítið
á fyrsta fjórðungi ársins og nam 36
milljörðum króna í lok mars 2001.
Aukinn viðskiptahalli á fyrsta
fjórðungi ársins stafaði af óhag-
stæðari vöruviðskiptum við útlönd
og auknum vaxtagreiðslum af er-
lendum skuldum, að því er fram
kemur í frétt frá Seðlabanka Ís-
lands. Halli á vöruskiptajöfnuði
nam 7,1 milljarði króna samanborið
við 5,8 milljarða króna á sama tíma
í fyrra, samkvæmt upplýsingum
frá Hagstofu Íslands. Að slepptri
flugvél sem keypt var til landsins á
fyrsta fjórðungi þessa árs var
vöruskiptahallinn í ár snöggtum
minni en á sama tíma í fyrra. Þjón-
ustuviðskipti við útlönd voru í jafn-
vægi samanborið við 2,4 milljarða
króna halla í fyrra. Hlutfallslega
jókst útflutningur vöru og þjónustu
mun meira en innflutningur á föstu
gengi. Hreinar þáttatekjur, laun,
vextir og arður af fjárfestingu,
voru neikvæðar um 8,6 milljarða
króna samanborið við 4,3 milljarða
króna í fyrra. Þar munar mest um
aukin vaxtagjöld af erlendum lán-
um.
Viðskiptahallinn 15,6 milljarð-
ar fyrstu þrjá mánuði ársins
MAGNÚS Schev-
ing framkvæmda-
stjóri sagði á
blaðamannafundi
sem haldinn var í
tilefni samvinnu
Latabæjar og
Krakkabanka Bún-
aðarbankans um
Lató-hagkerfið að
hann teldi Íslend-
inga læra seint að spara og um-
gangast peninga. Þess vegna
hefði hann lengi haft áhuga á
verkefni sem miðaði að upp-
fræðslu barna um gildi peninga.
Lató-afsláttarmiðar verða af-
hentir börnum sem leggja inn
sparifé sitt í krakkalínu Búnað-
arbankans. Börnin geta síðan
notað lató til að kaupa vörur frá
samstarfsaðilum verkefnisins í
búðum og verður tilkynnt á
hverjum fimmtudegi hvar hægt
er að versla með lató-seðlum þá
helgina.
Fram kemur í fréttatilkynn-
ingu að Lató-hagkerfið sé fyr-
irmyndarhagkerfi án vaxta og
verðbólgu og er jafnframt það
hollasta í heimi þar sem einungis
er hægt að nýta seðlana til þess
að stunda heilbrigt líferni og
borða hollan og góðan mat.
Seðlabankinn vill að gefnu til-
efni taka fram að sú fullyrðing
sem birst hefur að útgáfa seðl-
anna væri brot á eignarréttar-
ákvæði stjórnarskrárinnar er
ekki kominn frá lögfræðingum
bankans.
Búnaðarbankinn gefur út lató-seðla
Hollir við-
skiptahættir
ENN er óljóst hver afdrif Mark-
hússins verða en starfsemi þess
hefur nú legið niðri um hríð og
ljóst að rekstur þess hafði gengið
mjög erfiðlega um margra mánaða
skeið.
Halldór Örn Kristjánsson,
starfsmaður Markhússins, segir að
margir starfsmenn fyrirtækisins
séu orðnir mjög uggandi um sinn
hlut. Þeir hafi síðast átt fund með
stjórnendum félagsins 23. maí og
hafi þeim þá verið lofað endanlegu
svari um framtíð félagsins fimm
dögum síðar. Starfsmennirnir hafi
hins vegar engin svör fengið frá
stjórnendum félagsins síðan fund-
urinn var haldinn, engin uppsagn-
arbréf hafi borist og laun ekki ver-
ið greidd um síðustu mánaðamót
þrátt fyrir að eftir því hafi verið
gengið.
Vilja vita af eða á um
hvort félagið fari í þrot
Halldór segir að starfsmennirnir
séu í erfiðri stöðu þar sem þeir geti
ekki sótt um atvinnuleysisbætur á
meðan þeir séu skráðir í vinnu.
Segi starfsmennirnir hins vegar
sjálfir upp missi þeir áunninn upp-
sagnarfrest á launum og eigi þá
auk þess ekki rétt á atvinnuleys-
isbótum. „Okkur hefur ekki verið
sagt upp,“ segir Halldór. „Við er-
um búin að tala við bæði fram-
kvæmda- og fjármálastjóra Mark-
hússins um hvort ekki eigi að segja
okkur upp en þeir segjast vita
mest lítið um það hver staðan sé
og virðast raunar lítinn áhuga hafa
á að afla sér upplýsinga um það.
Á starfsmannafundinum sem
haldinn var eftir lokun Markhúss-
ins 23. maí lofaði Marteinn Jón-
asson, stjórnarformaður félagsins,
að allir fengju útborgað um mán-
aðamótin auk þess sem hann lofaði
okkur svari um framtíð okkar inn-
an fimm daga. Síðan þá hefur hann
í raun lítið sem ekkert viljað við
okkur tala.“
Aðspurður segist Halldór ekki
vera bjartsýnn um framhald á
rekstrinum en að starfsmennirnir
vilji gjarna vita af eða á um sína
stöðu enda hafi staðan á atvinnu-
markaðinum farið hríðversnandi að
undanförnu og sérstaklega á þess-
um árstíma. Einhverjum hafi þó
tekist að finna sér aðra vinnu. „Ef
okkur er sagt upp eigum við þó
rétt á greiðslu launa út uppsagn-
arfrestinn og síðan rétt á bótum ef
við fáum ekki vinnu. En við fáum
hins vegar væntanlega engar bæt-
ur fyrr en búið er að lýsa félagið
gjaldþrota. Eins og staðan er nú
fáum við ekki laun og eigum heldur
ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Við
eigum vart von á öðru en að félagið
endi í þroti enda eru margar kröf-
ur á það bæði frá hinu opinbera,
stéttarfélögum og fyrrverandi
starfsmönnum vegna vangoldinna
launa auk allra annarra krafna.“
Um sölu á hlut Frjálsrar fjöl-
miðlunar í Markhúsinu fyrir síð-
ustu áramót segir Halldór að
starfsmennirnir hafi enga vitn-
eskju haft um það. Starfsmennirnir
hafi að mörgu leyti reitt sig á að
sterk félög stæðu á bak við Mark-
húsið, þ.e. Síminn og Frjáls fjöl-
miðlun, og að leyst yrði úr rekstr-
arvanda félagsins. Komið hafi í ljós
að Síminn hafi algerlega dregið sig
út úr rekstrinum enda hafi félagið
meðal annars lokað á síma og
GSM-síma Markhússins. Starfs-
mennirnir hafi aftur á móti ekki
frétt um sölu Frjálsrar fjölmiðl-
unar fyrr en fréttir birtust um það
í fjölmiðlum.
VR með innheimtu-
aðgerðir
Hjá Verslunarmannafélaginu
fékkst það staðfest að félagið væri
í innheimtuaðgerðum gegn Mark-
húsinu og að þau mál hlytu að
skýrast fljótlega. Talsmenn VR
vildu hins vegar ekki gefa upp um
hversu stórar upphæðir væri að
ræða.
Óánægja meðal starfs-
manna með stöðu mála
Óljóst er hver verður framtíð Markhússins