Morgunblaðið - 09.06.2001, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 09.06.2001, Qupperneq 29
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 29 Til sölu BMW 740 IAL 1998 Skr. 6/1998, ek. 27 þ. km, leðurinnr., topplúga, 18“ ál- felgur, zenon, cd-magasín og margt fleira. „Sjón er sögu ríkari.“ Innfluttur nýr af umboði, skipti á ódýrari. Verð: 4.980 þús. kr. Funahöfða 1 - Sími 587 7777 www.litla.is „ÞAÐ sem fór úrskeiðis er að flokkurinn hefur ekki breyst með breyttum tíma eftir Thatcher og fall múrsins,“ sagði Alan Duncan, einn af frammámönnum breska Íhaldsflokksins, í samtali við BBC1 eftir afsögn William Hagues, leið- toga Íhaldsflokksins síðan 1997, í gærmorgun. Fyrir Íhaldsflokkinn var kosninganóttin og morgunsárið eins og eitthvað sem hefur gerst áður: Niðurstaða kosninganna nú var ámóta hrikaleg og hrakfarirnar 1997, þegar John Major, þáverandi leiðtogi, sagði af sér daginn eftir. Í bresku fjölmiðlunum hafa margir tekið undir sjónarmið Duncans. Vandi Íhaldsflokksins er djúpstæðari en svo að það dugi bara að kenna Hague og illa hugs- aðri kosningabaráttu um endur- tekningu ófaranna. Flokkurinn er einfaldlega villuráfandi og hug- myndasnauður. Michael Portillo, formælandi flokksins í efnahags- málum og margnefndur sem hugs- anlegur eftirmaður Hagues, segir að ráðast hefði átt í hugmynda- fræðilega uppstokkun fyrir fjórum árum. Verkamannaflokkurinn end- uruppgötvaði sjálfan sig eftir að hafa tapað kosningum þrisvar í röð. Spurningin er hvort kreppa Íhaldsflokksins eftir tvennar tap- aðar kosningar sé nógu djúpstæð til að flokkseigendurnir séu tilbún- ir til að fara út í svo þjáningarfulla aðgerð sem hikstalaust mun krefj- ast margvíslegra pólitískra fórna. En ef ekki álykta menn sem svo að það sé ekki hægt að stjórna flokkn- um. „Litli forsætisráðherrann“ varð ekki forsætisráðherra „Ég vildi óska að ég hefði getað leitt ykkur til sigurs,“ sagði Hague á stéttinni fyrir framan höfuð- stöðvar flokksins, virðulegt múr- steinshús skammt frá þinghúsinu og háhýsinu við Thames sem hýsir höfðustöðvar Verkamannaflokks- ins. Þakkar- og vonbrigðaræðan endaði með afsögn. Það efast eng- inn um einlægnina í þessum orð- um. Hague hefur haft áhuga á stjórnmálum frá blautu barnsbeini þegar hann hengdi myndir af Thatcher upp á vegg í stað Jimi Hendrix og Che. Amma hans kall- aði hann „litla forsætisráðherrann sinn“ og honum var klappað lof í lófa og hann fékk vingjarnlegt bros frá Thatcher þegar hann ávarpaði flokksþingið sextán ára gamall. Eftir að hafa rætt við ýmsa stjórnmálaskýrendur og aðra póli- tíska innanbúðarmenn kosninga- kvöldið og -nóttina og hlustað á kosningasíbylju í útvarpi og sjón- varpi er óhætt að álykta að afsögn Hagues kom á óvart. Vissulega voru ýmsir að hugleiða afsögn sem fræðilegan möguleika en niðurstaðan var alltaf sú, að „nei, hann segði sennilega ekki af sér, heldur vildi berjast áfram.“ Eftir afsögnina voru vangaveltur uppi um að Hague hefði þegar ver- ið búinn að gera upp hug sinn og því hefði hann verið bæði vongóður og rólegur í baráttunni. Hann vissi hvað hann ætlaði sér á eftir. Hvort hann heldur áfram á þingi er óvíst en hingað til hefur hann ekki átt neitt annað líf en stjórnmálin. Múmían snýr aftur Íhaldsflokkurinn hefur verið hin pólitíska þungamiðja í breskum stjórnmálum. Eftir stríð tók flokk- urinn fjörkipp sem entist næstu áratugi. Það var uppdráttarsýki í flokknum er Thatcher varð flokks- leiðtogi. Með hugmyndum, sem eru kenndar við hana en komu kannski einkum frá róttækum hugsuðum eins og Keith Joseph, gekk flokk- urinn í endurnýjun lífdaganna. Sú endurnýjun var löngu uppurin er kom að ósigrinum 1997. Eins og Duncan nefnir hér að of- an, hefur engin endurnýjun átt sér stað þótt heimurinn hafi tekið miklum breytingum síðan á gullöld Thatchers. Thatcher, nú orðin 76 ára lafði, hefur kímnigáfu eins og margir landar hennar. Þegar hún var fengin til að ávarpa kosningafund nýlega sagðist hún hafa hrokkið við þegar hún sá auglýsingaspjöldin sem tilkynntu komu hennar. „Þar stóð „Múmían snýr aftur,“ sagði hún og auðvitað veltist sal- urinn um af af hlátri. En þetta er því miður rétt. Thatcher var dregin fram í kosningabaráttunni og með henni gamlar hugmyndir og engin endurnýjun. „En hvað er til ráða þegar ein- hver kemur og stelur ekki bara föt- unum þínum, heldur tekur sig miklu betur út í þeim en þú?“ spurði Alan Beattie, prófessor við London School of Economics, í spjalli við erlenda blaðamenn á kosningakvöldið. Þetta er að mörgu leyti hlutskipti Íhalds- flokksins. Það er ekki af engu, sem ein skopmyndanna í blöðunum í gær var af vofu Thatchers að læð- ast inn í Downing-stræti. Blair er álitinn besti arftaki Thatchers og eftir situr Íhaldsflokkurinn rúinn hugmyndum og krafti. Endurnýj- unin, sem allir lýsa eftir núna, hef- ur aldrei farið fram. Vindhögg hingað til Flokkurinn hefur reynt ýmislegt undanfarin misseri og auðvitað komu Hague og nánustu sam- starfsmenn hans með nýjar hug- myndir. Úrslitin núna sýna bara að þær virkuðu ekki. Hague lagði of- uráherslu á það sem hann kallaði „björgun pundsins“, andstöðu við aðild Breta að Efnahags- og mynt- sambandi Evrópu, EMU. Hann tal- aði um að Bretland væri að verða framandi land vegna allra útlend- inganna sem þar byggju. Hvorugt efnið hreif kjósendur. Þau drógu ekki nema dyggustu íhaldskjósend- urna að kjörborðinu. Fylgið, sem flokkurinn missti 1997, skilaði sér ekki. Kjósendur vildu tala um félags- lega þjónustu og þegar Hague lagði pundið til hliðar og tók hana upp síðustu viku kosningabarátt- unnar, virtist vinsældakúrfan að- eins hreyfast upp á við. En það var of seint – og kannanir sýna líka að kjósendur treysta Íhaldsflokknum ekki til að hressa upp á félagslega þjónustu og velferðarmálin. Þeim er best treyst til að skera niður og það er ekki beint frekari niður- skurður sem Bretar þrá þessi misserin. Þessi tilraun til að fitja upp á einhverju nýju var vindhögg. En í hvaða átt er endurnýjunar að leita? Nicholas Barr, lektor við London School of Economics, segir að flokkurinn verði að endurupp- götva sjálfan sig og komast aftur inn á miðjuna sem Verkamanna- flokkurinn hafi náð til sín. Undir Hague hafi flokkurinn farið langt til hægri sem greinilega höfði ekki til kjósenda. Ýmsir eru sammála um að Hague hafi ekki haft nógu góða menn með sér. Nánasti samstarfsmaður hans er Sebastian Coe, sem allir Bretar þekkja sem afrekshlaupara, sem þó er greinilega fljótari á fæti en í hugsun. Náið samband þeirra er rakið til tilvistarkreppu sem hrjáði Hague 1998 er hann var illa haldinn af ennisholubólgu og Coe stappaði í hann stálinu. Engir af gamalreynd- um flokksmönnum eru í nánasta hring Hagues. Að bræða saman nýjan leiðtoga Einn þeirra gamalreyndu var ekki lengi að segja skoðun sína eft- ir afsögn Hagues. Michael Heselt- ine, fyrrverandi ráðherra, sagði í samtali við BBC1 að flokkurinn hefði ekki tekið tillit til samfélags- breytinga. Talaði enn eins og hjónabandið væri undirstaða sam- félagsins, þegar hjónaskilnaðir segðu aðra sögu og eiturlyfja- neysla og málefni samkynhneigðra væru ekki með í þeirra heims- mynd. Þessu þyrfti að breyta. Heseltine hafði frambjóðanda á takteinunum: Kenneth Clarke, fyrrverandi fjármálaráðherra og vinsæll Evrópusinnaður þingmað- ur sem lengi hefur horft til leiðtogaemb- ættisins, er óskaleið- togi Heseltines. Kannanir sýna að hann er vinsælasta leiðtogaefnið meðal kjósenda en meðal flokksmanna hefur Michael Portillo vinn- inginn. Og það eru flokksmenn sem ráða. Portillo er oftast nefndur og hefur ver- ið lengi. Hann hefur líka tekið upp mjúka línu undanfarið, er félagslega frjálslynd- ur og tortrygginn í Evrópumálum, en ekki eins andsnúinn Evrópu og Hague. Hann gæti því verið heppilegur í margra augum. Í gær var talað um að Clarke og Portillo gætu gert samkomulag um að Clarke mótaði Evrópustefnuna en Portillo yrði leiðtogi. Leiðtogavilji Portillos er lýðum löngu ljós, en hvort hann treystir sér tilað láta fjölmiðla snuðra í einkalífi sínu er annað mál. Hann hefur þegar sagt frá kynlífsreynslu sinni með karlmönnum á skólaár- um, eftir að honum var sagt að fjöl- miðlar hefðu komist að þessu. Því vita þannig sinnaðir fjölmiðlar að þar er eftir einhverju að slægjast. Ann Widdecombe, talsmaður flokksins í innaríkismálum, þykir hafa staðið sig með prýði í kosn- ingabaráttunni. Er líkt og Hague skondin útlits og með skrýtna rödd, auk þess sem hún fær að heyra að á henni sé piparjómku- bragur. Iain Duncan Smith, nýj- asta uppáhald Thatchers, Francis Maude, talsmaður í utanríkismál- um, og David Davis eru allt nöfn sem heyrst hafa. En það er líka tal- að um einhverja utan flokkseigend- anna líkt og Blair á sínum tíma. Einn þekktasti og skeleggasti íhaldsmaðurinn af yngri kynslóð- inni og nýkjörinn þingmaður er Boris Johnson, ritstjóri Spectators, en þar er reyndar kominn önnur kornabarnstýpan til. En það þarf meira til en nýjan formann ef ófar- irnar núna eiga ekki að endurta- kast í fyllingu tímans Flokkur í leit að sjálfum sér Flokksleiðtogar hætta sjaldan á réttum tíma en með því að víkja frá strax eftir þingkosningarnar í Bretlandi sparar William Hague bæði sér og Íhaldsflokknum vangaveltur um eigin framtíð, segir Sigrún Davíðsdóttir, og gefur færi á að finna Nýja íhaldsflokkinn. ReutersWilliam Hague heilsar stuðningsmönnum sínum í höfuðstöðvum Íhaldsflokksins eftir ósigur hans í fyrradag. Michael Portillo Kenneth Clarke sd@uti.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.