Morgunblaðið - 09.06.2001, Side 32

Morgunblaðið - 09.06.2001, Side 32
32 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Læknirinn Er hægt að lækna geðklofa? Börn Sýklalyfjanotkun hjá leikskólabörnum Fíkn Spilafíkn er jafn slæm og eiturlyfjafíkn Mænuskaðar Von um að stjórna megi vexti taugafrumnaHEILSA Er hægt að lækna geðklofa án lyfja? SVAR Geðklofi er ólæknanlegur sjúk-dómur eins og t.d. sykursýki. Einstaklingur sem haldinn er insúlínháðri sykursýki þarf daglega insúlín og ef sykur- stjórnunin er góð er hann einkennalaus, en hann er aldrei læknaður því ef hann fær ekki insúlín blossa sjúkdómseinkenni upp á ný. Það sama gildir um geðklofa. Einn fjórði til einn þriðji geðklofasjúklinga fá fullan bata, það er verða einkennalausir eða einkenna- litlir við viðeigandi lyfjameðferð. Aðrir fá bata að hluta, en um 5% svara alls engri með- ferð. Geðklofasjúklingur sem fær fullan bata af lyfjameðferð veikist á ný þegar meðferð er hætt. Bakslagið kemur ekki strax eftir að lyfjameðferð er hætt heldur oftast að nokkr- um mánuðum liðnum og villir því oft um fyrir t.d. ættingjum sem þá telja að sá sjúki sé læknaður fyrst hann er einkennalaus án lyfja. Lyfin taka langan tíma að verka og verka áfram í 2–3 mánuði eftir að töku þeirra er hætt. Innan hálfs árs hafa 50–60% veikst á ný og allt að 80% innan árs. Ef beitt er viðhalds- meðferð fá 10–15% bakslag innan 6 mánaða og 25% innan 12 mánaða. Þetta á við þegar eingöngu er veitt lyfjameðferð, sjá nánar hér neðar þegar fjölþættari meðferð er beitt. Einkennum geðklofa má skipta í: 1. Jákvæð einkenni. Ranghugmyndir, ofskynjanir, hugsanatrufl- anir, ruglingslegt og samhengislaust tal, ruglingsleg og afbrigðileg hegðun og stjarfi. 2. Neikvæð einkenni eða brottfalls- einkenni. Framtaksleysi og skortur á frumkvæði, ein- hverfa, andleg og líkamleg tregða, félagsleg einangrun, almennt áhugaleysi, hirðuleysi um sjálfan sig og umhverfi, getuleysi til að sinna athöfnum daglegs lífs, gleðileysi og til- finningaleg flatneskja. 3. Lyndistruflanir eða truflanir á geðslagi. Þunglyndi og/eða oflæti (mania). 4. Ýmsar vitrænar truflanir. Minnistruflanir, lök rökhugsun, vanhæfni til að hugsa óhlutbundið, eiga erfitt með allt skipulag og að vinna samtímis með fleiri en eitt áreiti (truflun á yfirstjórn heilastarfsem- innar í framheila). Þessar truflanir geta gengið það langt að valda svo alvarlegri vit- rænni skerðingu að líkist heilabilun. Verkun geðklofalyfja Eldri geðklofalyf eins og Trilafon og Haldol verka vel á flokk 1, þ.e. ranghugmyndir, of- skynjanir, hugsanatruflanir og stjarfa, en síð- ur á einkennin í flokki 2, 3 og 4. Einnig hafa gömlu lyfin óþægilegar aukaverkanir sem draga úr meðferðarheldni. Aukaverkanirnar og innsæisleysi þess sjúka á sjúkdóminn eru helstu þröskuldar þess að sá sjúki taki lyfin rétt eða yfir höfuð. Í Danmörku er talið að allt að 50% taki ekki lyfin eins og mælt er fyrir um og í Englandi allt að 70–80%. Meðferð- arheldnin hjá geðklofasjúklingum er því mjög léleg og því oft gripið til meðferðar með forða- sprautum sem endast í 2–4 vikur í senn. Með nýrri lyfjum sem hafa verið að koma fram á síðustu árum eins og Zyprea, Risperdal og Seroquel hefur náðst betri árangur en með eldri lyfjum. Sama gildir og um gamalt óhefð- bundið lyf, Leponex, en vegna hættu á alvar- legum aukaverkunum er það lyf aðeins gefið í völdum tilfellum, enda þarf að fylgjast reglu- bundið og náið með blóðhag þegar það lyf er gefið vegna hættu á fækkun hvítra blóðkorna. Nýju lyfin hafa minni aukaverkanir, verka jafn-vel og þau eldri á flokk 1, verka einnig töluvert á flokk 2 og 3 og allt bendir einnig til þess að þau verki á flokk 4, þ.e. dragi úr eða jafnvel komi í veg fyrir þær vitrænu truflanir sem sjúkdómurinn oftast leiðir af sér. Hið fullkomna lyf er enn ekki til en stöðugt er ver- ið að þróa betri lyf sem verka betur og hafa minni aukaverkanir. Miklar vonir eru bundn- ar við að lykillinn að lækningu sjúkdómsins finnist á sviði erfðavísindanna. Í dag er það galli að nýju lyfin fást ekki enn í forðaformi þar sem nauðsynlegt er að meðhöndla mjög marga geðklofasjúklinga með forðasprautum þar sem þeir eru ekki til samvinnu um lyfja- töku vegna síns innsæisleysis. Vonir standa þó til þess að lyfið Risperdal komi á markað síðla árs 2001 eða í byrjun árs 2002 í forða- formi. Það er þannig ekki hægt að lækna geð- klofa með lyfjum en lyfin veita bata með því að eyða einkennum sjúkdómsins. Lyfjameðferð ein og sér nægir ekki Að lækna geðklofa án lyfja er ekki hægt. Hins vegar er nauðsynleg margvísleg önnur meðferð samhliða lyfjameðferðinni til að bati náist og haldist. Þar er mikilvæg endurhæf- ing, félagslegur stuðningur, stuðningur við fjölskyldu og fræðsla til þess sjúka og fjöl- skyldu hans. Búa þarf hinn sjúka undir að takast á við lífið hvort sem hann býr sjálf- stætt með eða án stuðnings eða á sambýli. Ef ekki er samhliða lyfjameðferð hugað að félagslegum stuðningi og hjálp og að fjöl- skyldu sjúklings er enn meiri hætta en ella á bakslagi og að sjúkdómseinkenna verði vart á ný. Samkvæmt danskri rannsókn hefur komið í ljós: Að ef eingöngu er beitt lyfjameðferð veikj- ast 40% á ný innan árs og 66% innan tveggja ára. Að ef samhliða lyfjameðferð er veitt end- urhæfing og félagsleg þjálfun og stuðning- ur veikjast aðeins 20% á ný innan árs og 40% innan tveggja ára. Að ef samhliða lyfjameðferð er veitt fræðsla og stuðningur til fjölskyldu veikjast 20% á ný innan árs og 30% innan tveggja ára. Að ef allt þrennt ofannefnt fer saman, þ.e. lyfjameðferð, endurhæfing, félagsleg þjálf- un og stuðningur ásamt stuðningi og fræðslu til fjölskyldu veikjast nánast engir á ný innan árs og um 25% innan tveggja ára. Þetta sýnir hve mikilvægt er að veita geð- klofa fjölþætta meðferð, en ekki einungis lyfjameðferð. Meðferð við geðklofa Eftir Kristófer Þorleifsson Til þess að bati haldist er önnur meðferð samhliða lyfjameðferð nauðsynleg. ........................................................... www.persona@persona.is Höfundur er sérfræðingur í geðlækningum á Landspítala – háskólasjúkrahúsi. Lesendur Morg- unblaðsins geta komið spurn- ingum varðandi sálfræði-, félags- leg og vinnutengd málefni til sérfræðinga á veg- um persona.is. Senda skal tölvupóst á persona@per- sona.is og verður svarið jafn- framt birt á persona.is. UM fjörutíu og þrjú prósent líkur eru á að fyrsta hjónabandi í Bandaríkjunum ljúki með skilnaði innan fimmtán ára og þar að auki eru öll hjónabönd í meiri hættu en þau voru fyrir 20 árum segir í skýrslu frá Centers for Disease Control and Prevention-stofnun- inni. Niðurstöðurnar eru byggðar á úrtaki sem í eru ellefu þúsund kon- ur á aldrinum fimmtán til fjörutíu og fjögurra ára. Könnunin var fyrst framkvæmd í upphafi áttunda áratugarins og endurtekin 1995. Samkvæmt henni var fólk ólíklegra til að skilja við maka sinna fyrir þrjátíu árum en þá voru líkurnar á hjónaskilnaði eftir tíu ára hjóna- band um 20% miðað við 33% 1995. Kannski kemur mörgum á óvart að ekki virðist fólki vegna betur í sínu öðru hjónabandi. Fyrir um 30 ár- um voru tæpar 30% líkur á að því lyki með skilnaði en nú eru þær komnar í um 40%. Það sýndi sig að aldur kvennanna þegar þær gengu í sitt fyrsta hjónaband var mikill áhrifavaldur á endingu þess. Þeim mun eldri sem kon- an var við gift- inguna þeim mun líklegra var hjóna- bandið til að endast. Þannig voru um 59% líkur á skilnaði á fyrstu 15 ár- um hjóna- bandsins ef brúðurin var yngri en átján ára en 36% ef hún hafði náð 20 ára aldri eða hærri. „Við höfum ekki gert greiningar á því hvers vegna hjónaskilnuðum fer svo fjölgandi eins og þessar tölur vitna um,“ segir dr. Matt Bramlett hjá National Center for Health Statistics í Bandaríkjunum, „töl- urnar gefa okkur hins vegar innsýn í að gríðarmiklar breytingar eru að eiga sér stað. Áhrifa hjónaskilnaða gætir svo víða. Þeir hafa áhrif á af- komu, heilsu og alla velferð barna okkar.“ Á fleygiferð í hnapphelduna. Hjónaskilnuðum fjölgar ört í Bandaríkjunum Reuters Seinni hjóna- bönd endast sífellt verr BYLTINGARKENNDUR raf- magnsígræðlingur kann að geta örvað endurvöxt tauga sem hafa slitnað við hryggjarskaða, að því er greint var frá nýlega á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC News Online. Fyrstu tilraunirnar, sem gerðar eru á fólki, með þetta nýja tæki munu hefjast innan tíðar á sjúkra- húsi í Dublin. Tækið nefnist Trax- on og var þróað í Bandaríkjunum. Taugaskurðlæknirinn sem stjórnar tilrauninni segir að í fyrri tilraunum hafi hundar fengið að nokkru leyti mátt aftur í neðri hluta líkamans og margir hafi aft- ur náð valdi yfir þvagblöðrunni. Er læknirinn vongóður um, að þótt í ljós komi að fólk geti ekki fengið aftur fullan mátt og tilfinn- ingu muni það að minnsta kosti ná þessum sama bata. Beinir taugavexti í rétta átt Ígræðlingurinn virkar á þeim forsendum að hægt sé að örva taugar til að vaxa hraðar og í til- tekna átt ef rafstraumur sé send- ur um þær, að því er BBC greinir frá. Þegar mænan fer í sundur við slys reyni taugarnar að vaxa aft- ur, en vöxturinn verði oft handa- hófskenndur og tilviljun ráði í hvaða átt taugarnar vaxi. Afleiðingin verði sú, að mjög fá taugatengsl myndist á ný. Með nýju tækninni eru tvær elektróð- ur græddar í líkamann nærri þeim stað þar sem mænan er í sundur, og liggja vírar þaðan í lófastóran rafhlöðupakka sem komið er fyrir í mjúkum vef á kviðnum. Mjög vægur rafstraumur, sem sjúkling- urinn finnur ekki fyrir, er fram- leiddur í allt að ár. BBC News Online hefur eftir Ciaran Bolger, yfirmanni tauga- skurðlæknadeildar Beaumont- sjúkrahússins í Dublin, að hann sé mjög spenntur að sjá hvaða mögu- leika þetta veiti sjúklingum. Tæknin sé svipuð þeirri sem not- uð sé í hjartagangráði, nema hvað framleiddur sé mjög vægur, stöð- ugur rafstraumur. Hryggjarígræðlingur vekur von mænuskaddaðra Örvar vöxt slitinna tauga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.