Morgunblaðið - 09.06.2001, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 33
HEILINN í fólki sem væntir vinn-
ings í fjárhættuspili virðist bregðast
við á svipaðan hátt og heilinn í þeim
sem taka sæluvaldandi lyf.
Hópur rannsakenda gerir grein
fyrir því í tímaritinu Neuron 24. maí
að það séu sömu svæði í heilanum sem
bregðist við væntanlegum vinningi
eða tapi í spilum og þau sem virðist
bregðast við kókaíni og morfíni.
Sú skörun heilavirkni er fram kem-
ur er saman eru bornar tilraunir með
fjárhættuspil og niðurstöður fyrri til-
rauna á fíkniefnanotkun bendir til
þess að heilinn noti sömu leiðir til að
vinna úr ýmiskonar umbun. Dr. Hans
C. Breiter, við Massachusetts-spítala,
stjórnaði rannsóknarhópnum.
Breiter sagði að það væri framtíð-
arverkefni að finna út hvernig mis-
munandi hlutar þessara leiða í heil-
anum hafa áhrif á hugsun, tilfinningar
og hvatningu varðandi væntingar,
mat og ákvarðanatöku. Dr Alan I.
Leshner, framkvæmdastjóri banda-
rískrar rannsóknarstofnunar í fíkni-
efnamisnotkun, sagði að slíkt gæti
leitt til þess að hægt yrði að þróa lyf
eða aðrar aðferðir til að hefta þessar
leiðir. Við rannsóknina notuðu Brei-
ter og samstarfsfólk hans segulsneið-
myndun til þess að kortleggja heila-
viðbrögð 12 karlmanna á meðan þeir
tóku þátt í leik er snérist um að vinna
eða tapa peningum. Í ljós kom að
blóðflæði til heilans breyttist á svip-
aðan hátt og komið hefur fram í öðr-
um tilraunum er kókaíni var sprautað
í fólk sem var háð efninu og þegar litl-
ir skammtar af morfíni voru gefnir
fólki sem ekki var háð lyfjum.
Viðbrögðin voru breytileg í hlutfalli
við peningaupphæðina sem um var að
tefla. Helstu viðbrögðin við vinningi,
eða von um vinning, kom í ljós í hægra
heilahveli, en vinstra heilahvelið var
virkara í viðbrögðum við tapi, að því
er vísindamennirnir greina frá.
Spilafíknin kortlögð
Reuters
Spilafíkn sinni svala flestir
í Las Vegas.
Washington. AP.
TENGLAR
..............................................
Neuron . http://www.neuron.org/
TVEIR læknar í Flórída binda
vonir við að rannsóknir þeirra
geti gert fólki kleift að hætta hlæj-
andi að reykja. Í rannsókn um
minnkun reykinga, er gerð var við
Bayfront-læknamiðstöðina í St
Petersburg, gáfu læknarnir Jesse
Haven og Allen Kuhn 25 sjálf-
boðaliðum blöndu af 50% níturox-
íði – sem er betur þekkt undir
nafninu hláturgas – og 50% súr-
efni yfir fimm mánaða tímabil.
Tíu af reykingamönnunum 25 –
sem sumir reyktu allt að þrjá
pakka á dag – hættu alveg að
reykja, og hinir fimmtán drógu
verulega úr þeim fjölda sígarettna
sem þeir reyktu daglega. „Nít-
uroxíðið losaði dópamín, sem er
efni í heilanum er dregur úr frá-
hvarfseinkennum,“ sagði Haven.
Sjálfboðaliðarnir komu á
læknastofu Havens og Kuhns dag-
inn sem þeir ætluðu að hætta og
hófu meðferðina sem fólst í að
anda að sér efnablöndunni í 20
mínútur á dag. Haven sagði að 20
mínútna tímamörkin hefðu verið
fengin úr rannsóknum er gerðar
hefðu verið í Suður-Afríku þar
sem níturoxíð var gefið áfeng-
issjúklingum sem voru að reyna
að hætta að drekka. Dópamín í
bæði áfengissjúklingum og reyk-
ingafólki virkar þegar það drekk-
ur eða reykir. „Dópamínið veitir
vellíðan í báðum tilvikum,“ sagði
Haven.
Hlæja að
reykingum
St Petersburg. AFP.
SAMKVÆMT niðurstöðum
Nönu Thrane og samstarfs-
manna hennar við háskólann í
Árósum sem birtar voru í
læknablaðinu Pediatrics eru
útivinnandi foreldrar leikskóla-
barna líklegri til að biðja lækna
um sýklalyf fyrir börn sín.
Um fimm þúsund börnum
sem fædd voru 1997 var fylgt
eftir í tvö ár með það að mark-
miði að kanna samband sýkla-
lyfjagjafar og dvalar á leik-
skóla. Niðurstöður sýndu að
börn sem eru í dagvistun, hjá
dagmæðrum eða á leikskóla,
eru tvisvar sinnum líklegri en
börn sem eru heima hjá sér til
að fá ávísun á sýklalyf. Aldur
barnanna við upphaf dagvistar
virðist einnig skipta máli. Þau
sem voru orðin eins árs þegar
dagvistun hófst voru mun lík-
legri til að standa af sér sýk-
ingar og telja rannsakendur að
þetta sé lóð á vogarskál þeirra
sem vilja lengja fæðingarorlof-
ið sem í Danmörku er sex mán-
uðir.
Sýklalyf
fylgja
dagvist-
un barna
Danir vilja lengingu
fæðingarorlofs
New York. Reuters.
Hrein
sum
viðar-, rimla-,
strimla-, plíseruð-
og sólargluggatjöld.
Hlíðarhjalla 26, s. 897 3634.