Morgunblaðið - 09.06.2001, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 09.06.2001, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 33 HEILINN í fólki sem væntir vinn- ings í fjárhættuspili virðist bregðast við á svipaðan hátt og heilinn í þeim sem taka sæluvaldandi lyf. Hópur rannsakenda gerir grein fyrir því í tímaritinu Neuron 24. maí að það séu sömu svæði í heilanum sem bregðist við væntanlegum vinningi eða tapi í spilum og þau sem virðist bregðast við kókaíni og morfíni. Sú skörun heilavirkni er fram kem- ur er saman eru bornar tilraunir með fjárhættuspil og niðurstöður fyrri til- rauna á fíkniefnanotkun bendir til þess að heilinn noti sömu leiðir til að vinna úr ýmiskonar umbun. Dr. Hans C. Breiter, við Massachusetts-spítala, stjórnaði rannsóknarhópnum. Breiter sagði að það væri framtíð- arverkefni að finna út hvernig mis- munandi hlutar þessara leiða í heil- anum hafa áhrif á hugsun, tilfinningar og hvatningu varðandi væntingar, mat og ákvarðanatöku. Dr Alan I. Leshner, framkvæmdastjóri banda- rískrar rannsóknarstofnunar í fíkni- efnamisnotkun, sagði að slíkt gæti leitt til þess að hægt yrði að þróa lyf eða aðrar aðferðir til að hefta þessar leiðir. Við rannsóknina notuðu Brei- ter og samstarfsfólk hans segulsneið- myndun til þess að kortleggja heila- viðbrögð 12 karlmanna á meðan þeir tóku þátt í leik er snérist um að vinna eða tapa peningum. Í ljós kom að blóðflæði til heilans breyttist á svip- aðan hátt og komið hefur fram í öðr- um tilraunum er kókaíni var sprautað í fólk sem var háð efninu og þegar litl- ir skammtar af morfíni voru gefnir fólki sem ekki var háð lyfjum. Viðbrögðin voru breytileg í hlutfalli við peningaupphæðina sem um var að tefla. Helstu viðbrögðin við vinningi, eða von um vinning, kom í ljós í hægra heilahveli, en vinstra heilahvelið var virkara í viðbrögðum við tapi, að því er vísindamennirnir greina frá. Spilafíknin kortlögð Reuters Spilafíkn sinni svala flestir í Las Vegas. Washington. AP. TENGLAR .............................................. Neuron . http://www.neuron.org/ TVEIR læknar í Flórída binda vonir við að rannsóknir þeirra geti gert fólki kleift að hætta hlæj- andi að reykja. Í rannsókn um minnkun reykinga, er gerð var við Bayfront-læknamiðstöðina í St Petersburg, gáfu læknarnir Jesse Haven og Allen Kuhn 25 sjálf- boðaliðum blöndu af 50% níturox- íði – sem er betur þekkt undir nafninu hláturgas – og 50% súr- efni yfir fimm mánaða tímabil. Tíu af reykingamönnunum 25 – sem sumir reyktu allt að þrjá pakka á dag – hættu alveg að reykja, og hinir fimmtán drógu verulega úr þeim fjölda sígarettna sem þeir reyktu daglega. „Nít- uroxíðið losaði dópamín, sem er efni í heilanum er dregur úr frá- hvarfseinkennum,“ sagði Haven. Sjálfboðaliðarnir komu á læknastofu Havens og Kuhns dag- inn sem þeir ætluðu að hætta og hófu meðferðina sem fólst í að anda að sér efnablöndunni í 20 mínútur á dag. Haven sagði að 20 mínútna tímamörkin hefðu verið fengin úr rannsóknum er gerðar hefðu verið í Suður-Afríku þar sem níturoxíð var gefið áfeng- issjúklingum sem voru að reyna að hætta að drekka. Dópamín í bæði áfengissjúklingum og reyk- ingafólki virkar þegar það drekk- ur eða reykir. „Dópamínið veitir vellíðan í báðum tilvikum,“ sagði Haven. Hlæja að reykingum St Petersburg. AFP. SAMKVÆMT niðurstöðum Nönu Thrane og samstarfs- manna hennar við háskólann í Árósum sem birtar voru í læknablaðinu Pediatrics eru útivinnandi foreldrar leikskóla- barna líklegri til að biðja lækna um sýklalyf fyrir börn sín. Um fimm þúsund börnum sem fædd voru 1997 var fylgt eftir í tvö ár með það að mark- miði að kanna samband sýkla- lyfjagjafar og dvalar á leik- skóla. Niðurstöður sýndu að börn sem eru í dagvistun, hjá dagmæðrum eða á leikskóla, eru tvisvar sinnum líklegri en börn sem eru heima hjá sér til að fá ávísun á sýklalyf. Aldur barnanna við upphaf dagvistar virðist einnig skipta máli. Þau sem voru orðin eins árs þegar dagvistun hófst voru mun lík- legri til að standa af sér sýk- ingar og telja rannsakendur að þetta sé lóð á vogarskál þeirra sem vilja lengja fæðingarorlof- ið sem í Danmörku er sex mán- uðir. Sýklalyf fylgja dagvist- un barna Danir vilja lengingu fæðingarorlofs New York. Reuters. Hrein sum viðar-, rimla-, strimla-, plíseruð- og sólargluggatjöld. Hlíðarhjalla 26, s. 897 3634.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.