Morgunblaðið - 09.06.2001, Page 34

Morgunblaðið - 09.06.2001, Page 34
34 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ SUÐURSVEIT er ævintýraland sem fleiri mættu gefa gaum að en hingað til. Óvíða finnst á svæði sem aka má gegnum á þjóðvegi á um hálftíma slík fjölbreytni í náttúru, hvort sem litið er á jarðfræði, land- mótun eðalífríki. Ef sögu og amstri mannfólksins er bætt við svo langt heimildir ná verður heimsókn í Suð- ursveit ógleymanleg og þetta lands- horn kallar þig aftur og aftur á vett- vang. Að nógu er að hverfa fyrir ferðafólk sem hafa vill þak yfir höf- uð, bæði í bændagistingu innan- sveitar og í grenndinni. Í fyrra kom út sérstakur bæklingur um Suður- sveit gefinn út af áhugamönnum heima fyrir með uppdrætti og lýs- ingum á gönguleiðum og mörgum myndum. Er það fyrsta kortið í út- gáfuröð um gönguleiðir í Austur- Skaftafellssýslu og mikill fengur fyrir þá sem ferðast ætla um þenn- an landshluta. Margbrotin jarðfræði Miklir skriðjöklar eru á mörkum Suðursveitar, Breiðamerkurjökull að vestan og Heinabergsjökull ásamt Skálafellsjökli að austan. Á milli þessara stríðu jökulstrauma halda Suðursveitarfjöll Vatnajökli í skefjum þannig að rétt grillir í hann inn af dalbotnum, Brókarjökul í stafni Kálfafellsdals og Sultar- tungnajökul inn af Staðardal. Í gróf- um dráttum má skipta Suðursveit- arfjöllum í þrennt: Vestast er bálkurinn milli Breiðamerkurjökuls og Kálfafellsdals norður af Sunnan- sandabæjum, fyrir miðri sveit eru Kálfafellsfjöll afmörkuð af Kálfa- fellsdal og Staðardal norður af Mið- þorpi og austast Borgarhafnarfjall og Skálafellshnúta upp af Borgar- höfn og Mörk. Hvert þessara fjall- lenda hefur sín sérkenni og skiptist í minni einingar með dölum og tind- um. Hæst ber Þverártindsegg (1554 m) vestan Kálfafellsdals en þaðan lækka fjöllin smám saman til aust- urs. Á þessu svæði er að finna leifar fornra megineldstöðva, sem voru virk eldfjöll fyrir nokkrum milljón- um ára líkt og Öræfajökull nú og af sömu rót runnar. Þær eru nú tálg- aðar niður í grunn af endurteknum áhlaupum ísaldar. Fornt eldfjall undir Þverártindi og grennd mætti kenna við Hvanna- dal en ummerki þess sjáum við með- al annars sem djúpberg inn af Þver- árbrík við Fellsárjökul og við mynni Hvannadals. Önnur eldstöð eldri liggur austar og henni tilheyrir gabbróhleifur í Þormóðarhnútu og líparít í Miðfellsegg og víðar. Jarð- lög við innanverðan Kálfafellsdal eru mjög fjölbreytileg og litrík, þykkar móbergsmyndanir með þétt- riðnu neti bergganga og innskota. Efst í Borgarhafnarfjalli og Hest- gerðishnútu er einnig margbrotin móbergsmyndun ofan á gömlu blá- grýti. Hluti af þessum jarðlögum sést frá þjóðvegi, meðal annars Fallastakkanöf, eitt stórfenglegasta stuðlaberg á landinu, allt að 90 metra háar súlur og við hlið þeirra eru fagurskapaðir bólstrar. Nöfin freistar áhugamanna um fjallaklifur sem segja Fallastakkanöf eitt af erf- iðustu viðfangsefnum í klifri hér- lendis. Nafnið er náttúruheiti sótt í samlíkingu við fallastakk á hval. Veðurárdalir Við austanverðan Breiðamerkur- jökul skerast hliðardalir austur í fjöllin og lokar skriðjökullinn fyrir mynni þeirra. Verða þannig til jað- arlón inn með jöklinum og hlaupa þau fram og tæmast við vissar að- stæður. Áður fyrr skiluðu þau sér í Veð- urá sem kemur undan jökli í kverk- inni vestan undir Fellsfjalli en renn- ur nú eins og Stemma vestur í Jökulsárlón. Breiðamerkurjökull hefur bæði hörfað mikið og þynnst á síðustu 75 árum og því hafa lón í Veðurárdöl- um minnkað að sama skapi. Syðri dalurinn, kallaður aðeins Veðurár- dalur, er skammt inn af Þröng, en svo nefnist kverkin inn með Fells- fjalli að vestan. Þar er nú lítið sem ekkert lón lengur þar eð vatnið hef- ur greiða framrás undir þunnum jöklinum. Í Veðurárdal má komast með því að ganga inn með aust- urjaðri Breiðamerkurjökuls eða á jökli uns komið er að Hellrafjalli sunnan við dalinn. Þar er gengið upp kletta eftir svonefndu Einstigi og þræddir hjallar inn í Miðfell fyrir miðjum dal. Norðan við Miðfellstind liggur grunnt skarð yfir Veðurár- dalsegg í um 900 m hæð. Þegar norður úr því er komið mætir manni nær samfelld fönn og fláandi skrið- jökull vestan við Þverártindsegg. Til norðvesturs hallar niður í Innri- Veðurárdal sem liggur í krók milli litskrúðugra fjalla. Allstórt jökullón er í dalnum með meira og minna ís- reki sem losnar frá jökultungu í dalsmynninu. Háir fossar dynja þar niður úr kvosum og litskrúðugt líp- arít setur svip sinn á umhverfið. Vestur undan falla straumar Breiða- merkurjökuls suður milli Esjufjalla sem virðast aðeins í seilingarfjar- lægð og handan frerans breiða rís Öræfajökull með skerjum og tindum og inn af honum Mávabyggðir þar sem skil eru milli Suðursveitar og Öræfa. Allhátt í brattri norðurhlíð Innri- Veðurárdals er gróskuleg gróðurvin sem kallast Mávatorfa og hafa þar og litlu neðar í brekku fundist 55 tegundir blómplantna. Í torfunni er allhávaxinn víðir en einnig grös og blómskrúð. Elstu heimildir um afdal þennan eru frá 1850 en þá sendi Þorsteinn Einarsson prestur á Kálfafellsstað fjóra menn til landkönnunar inn með austanverðum Breiðamerkur- jökli. Hingað til hafa aðeins fáir séð þennan leynidal enda þarf talsvert á sig að leggja til að komast þangað og vart nema á færi fólks með reynslu af fjallaferðum eða undir traustri leiðsögn. Norðan við Innri-Veðurárdal taka við Veður- árdalsfjöll og hár kambur til aust- urs. Bak við hann er víð háfjallasveif með jökli mót norðvestri kölluð Svöludalur og fyrir mynni hans jök- ulsker sem heitir Eyjólfsfjall. Fara má auðveldari leið en hér var lýst í Innri-Veðurárdal með því að ganga norður frá Reynivöllum inn með Fellsgljúfri og inn Aura, upp Fellsárjökul (Bríkurjökul) þar sem komið er á fannbreiðuna austur af Innri-Veðurárdal. Þetta er jafnframt auðveldasta leiðin fyrir þá sem nálgast vilja Þverártindsegg en klifrarar munu kjósa að spreyta sig á henni að aust- anverðu upp úr botni svonefnds Eggjardals (nýnefni) sunnan Mið- fells á Kálfafellsdal. Þessar leiðir báðar má tengja í einskonar hringferil en óráð að leggja í slíka göngu nema í einsýnu veðri. Steinar, Staðarfjall og Hvannadalur Steinar hét bær suðaustan undir Steinafjalli en var yfirgefinn í júlí 1829 eftir gífurlegt vatnsveður og fylgdi því flóð í Köldukvísl og grjót- hrun úr fjallinu. Sigurður langafi Sigurðar á Kvískerjum fæddist í þann mund að ósköpin dundu yfir, en foreldrar sveinsins Ingimundur og Helga byggðu sumarið eftir upp á Sléttaleiti vestar í brekkum og standa þar enn rústir bæjarins, sem fór í eyði 1951. Mörg örnefni tengj- ast Steinum, fjall, sandur, vötn og Steinadalur mikil sveif norðan undir Steinafjalli en til norðausturs er Breiðabólsstaðarfjall, betur þekkt sem Staðarfjall og stundum kennt við Papbýli fornsagnanna. Úr sveif- inni rennur Kaldakvísl í miklu gljúfri, Klukkugili, niður á sandinn. Þar inn af er mikill og forvitnilegur afdalur sem kallast Hvannadalur og gengur hann eina 7 km norður í fjöllin. Eftir honum rennur Dalsá en skiptir um nafn í Klukkugili. Enginn sem dvelur í Suðursveit Heillandi Suðursveitarfjöll Ef sögu og amstri mannfólksins er bætt við svo langt heimildir ná, skrifar Hjör- leifur Guttormsson, verður heimsókn í Suðursveit ógleymanleg og þetta lands- horn kallar þig aftur og aftur á vettvang. Innri-Veðurárdalur frá Fauskaskerjum. Mávatorfa í fjallsöxlinni til hægri. Ljósmyndir/Hjörleifur Guttormsson Horft inn í Klukkugil þar sem Dalsá breytist í Köldukvísl. Fallastakkanöf. Gullfalleg stuðlabergsmyndun vestan í Borgarhafnarfjalli. Á slóðum Ferðafélags Íslands         ,!,                ! "#     $ %   &     "       '                (   -       .  / 0 1 ' '   2    0 3   - 4  - - 5&'   '  5 6    4  &                !7, $ ( ) *    $    '+  &   "             '    $      '             "   &           "    3&              "           &          $                   *+  &                1 ' '  !       "#  ! $ #   #         !  "# %                               (                                            !" ,  #                 $           0     %& '     ''  #   " & -               

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.