Morgunblaðið - 09.06.2001, Side 37

Morgunblaðið - 09.06.2001, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 37 HÁTÍÐIN hófst á fimmtu-dagskvöld og eru lista-menn komnir hingað fráýmsum löndum, en einn- ig tekur fjöldi innlendra listamanna þátt í hátíðinni, eins og fram kom í Morgunblaðinu á fimmtudag. Mun hún standa í tíu daga. Tónlistar og myndlistar notið á nýjan hátt Katarina Löfström er einn af þátt- takendum í hátíðinni en hún leiðir, ásamt listamanninum DJ Leenus, fyrirbæri sem kallast Club Bevil. Í því felst að tvímenningarnir fá til liðs við sig ólíka listamenn og hafa að þessu sinni í för með sér 14 lista- menn úr ýmsum áttum. Club Bevil er ættað frá Svíþjóð og hóf feril sinn í Stokkhólmi. „Bevil hefur enga merk- ingu, er einungis orð,“ segir Kat- arina. „Við byrjuðum sem viðbrögð við þeirri menningu sem okkur fannst vera ríkjandi á klúbbum í Stokkhólmi. Við vildum búa til um- hverfi þar sem hægt er að hlusta á tónlist og njóta myndlistar á afslapp- aðri hátt en tíðkast.“ Club Bevil er hægt að flytja milli staða og hafa þau m.a. komið fram íklúbbum, á börum og í galleríum. Þau hafa sýnt mikið í Stokkhólmi og víðar um Evrópu og notið mikillar velgengni. DJ Leenus er eini tónlist- armaðurinn í Bevil og leikur hann undir list hinna, sem ýmist er flutt á staðnum eða til sýnis. „Í hópnum sem kom hingað erum við nokkrir myndlistarmenn, „graffítí“-lista- menn og hönnuðir, sem kalla sig „Uglycute". Auk þess hafa gjörn- ingalistamenn komið fram með okk- ur, en þeir komust því miður ekki með, vegna þess að við fengum ekki styrk sem við höfðum gert ráð fyrir.“ Í Stokkhólmi hefur Club Bevil oft myndað verk undir tónlist plötu- snúðsins, en í Nýlistasafninu er um að ræða sýningu á þegar tilbúnum verkum og tónlistarflutning. Þögn og hávaði, stórt og lítið Gullvik Lövstram er sænskur listamaður sem búsettur er á Íslandi. Á opnun hátíðarinnar á fimmtudags- kvöld var hann með gjörning og inn- setningu og fékk til liðs við sig tólf unga listamenn úr Reykjavík. „Ég var með gjörning þar sem ég fékkst við andstæðurnar þögn og hávaða,“ útskýrir Gullvik. „Í innsetningunni fékkst ég hins vegar við andstæðurn- ar sem felast í stóru og litlu. Ég safn- aði í hóp tólf krökkum sem tóku þátt í þessu með mér. Sum eru úr Götu- leikhúsinu, en þó ekki allir. Þetta eru frábærir krakkar og gerðu þetta mjög vel. Í gjörningnum þurftu þau að nota röddina mikið fyrir framan hóp af fólki, sem er ekkert auðvelt.“ Aðspurður segir Gullvik að það eigi eftir að koma í ljós hvort að gjörning- urinn verði endurtekinn á Pólýfóníu. „Það væri gaman að gefa fleirum tækifæri til að sjá þetta. Það er nátt- úrulega ekkert eftir í Nýlistasafninu af gjörningnum, en innsetningin stendur. Hún hefur þó ekkert með gjörninginn að gera, þetta eru tvö aðskilin verk,“ segir hann. Skil listgreinanna að hverfa Vigma er leiklistarhópur sem skipaður er þeim Mörtu Nordal og Vigdísi Jakobsdóttur. Hópurinn þreytir frumraun sína á hátíðinni, með örleikriti eða gjörningi sem sýnt var á fimmtudagskvöld, en til stend- ur að endurtaka leikinn síðar á hátíð- inni. „Við semjum báðar, ég leik og Vigdís leikstýrir,“ segir Marta. „Okkar hugmyndir snúast um ör- leikrit eða gjörninga, leikhúsgjörn- inga eins og við viljum kalla það, frekar en leikrit í fullri lengd. Þegar okkur bauðst tækifæri til að taka þátt í þessari hátíð, fannst okkur það vera rétti vettvangurinn fyrir okkar hugmyndir.“ Leikverkið sem Vigma sýnir á Pólýfóníu er sex mínútur að lengd og rétti sýningarstaðurinn ekki auðfundinn, vegna þess hve það er stutt og þar sem það krefst ekki leikmyndar eða annarrar umgjörðar. Vigma fékk til liðs við sig Jón Pál Eyjólfsson sem leikur með Mörtu í leikstjórn Vigdísar, en hugmyndin er komin frá Vigma. „Það sem er kannski óvenjulegt er að leikhúsfólk sýni innan myndlistargeirans. Myndlistarmenn eru auðvitað með gjörninga, en þeir eru talsvert ólíkir leikritum. Við fórum inn á þennan vettvang með okkar bakgrunn, vor- um ekkert að reyna að ganga inn í þeirra heim,“ segir Marta. Hún telur að mikill samruni listanna eigi sér stað um þessar mundir. „Nýlistasafnið sýndi því mikinn áhuga að fá leiklistarfólk, sem hefði áhuga á að vera með, inn á þessa hátíð einmitt vegna þess. Þarna var tónlistarfólk og myndlist- arfólk komið saman. Það sem er að gerast er að landamærin milli list- greinanna eru að hverfa. Þó að það hafi auðvitað verið til staðar og verði alltaf, þar sem myndlistin og tónlist- in tengjast leikhúsinu og þetta skar- ist alltaf að einhverju leyti. “ Í kvöld, laugardagskvöld, kl. 20 koma fram á Pólýfóníuhátíðinni Átta dekkja og Club Bevil. Fjölhljómur listarinnar Í Nýlistasafninu stendur yfir hátíðin Pólý- fónía. Þar mætast myndlist, hönnun, tón- list, leiklist og svo mætti áfram telja. Af því tilefni ræddi Inga María Leifsdóttir við þrjá listamenn sem taka þátt í hátíðinni. Bláa hornið er innsetning með hljóði eftir Ráðhildi Ingadóttur, til hægri er Pétur Eyvindsson að spila eigin hljóð. ingamaria@mbl.is fiskveiða marks- og 1984-1990. flamarks- verið nær f undan er hefur far- ðmiðanir,“ . a mætra erlendis að ástand jög alvar- lar skerð- árum. Sú ríðarlegar . Kristján ki þeirrar rfið hefði júlí 1993, m 165 þús. Þegar við í nær tíu því fyrir eða hvort ri hvernig tt kvóta- mið fram- ví að halda 1998 full- n af kvóta- Okkur hef- íslenskan n hefur ð rétta úr til þess að ar eru um ngar mik- eru hinir ð. Á sama mikilli hag- ðarbúið í hlotið við- ra manna ram hefur hagsstofn- istjórnun- ð heildar- verði gði Krist- ján. Og í lok greinarinnar sagði hann: „Þegar hinn mikli árangur af núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi blasir við, þá megum við ekki hverfa aftur til kerfis hand- og sóknarstýr- ingar, sem einkenndist af offjárfest- ingum og ofveiði. Nú þegar okkur hefur tekist að byggja upp okkar mikilvægasta fiskistofn, þorskstofn- inn, þá höfum við alls ekki efni á því að leyfa óhefta sókn sem myndi tor- tíma fiskistofnunum við landið.“ Boruðu göt í fiskveiði- stjórnunarkerfið Miklar deilur urðu um tillögur frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum um breytingar á fisk- veiðistjórnun fyrir Alþingiskosning- ar árið 1995. Kristján Ragnarsson var meðal þeirra sem gagnrýndu til- lögurnar og sagði þá í viðtali við Morgunblaðið: „Þeir hafa alltaf gert lítið úr vísindalegum niðurstöðum fiskifræðinga, og þeir hafa staðið fyrir því að bora göt á þetta fisk- veiðistjórnunarkerfi með undanþág- um og fengið of miklu ráðið í því. Þetta hefur svo valdið því að við höf- um veitt meira en mælt hefur verið með, sem er auðvitað meginástæða þess hvern- ig komið er fyrir þorsk- stofninum.“ Sagðist Kristján telja að hvergi í heiminum væri reynt að stjórna fiskveiðum án þess að takmarka aflann við tiltekið heildar- magn, því annars væri voðinn vís. Það hefði einmitt verið við þessum viðhorfum, sem sjávarútvegsráð- herra Kanada hefði varað Íslendinga sérstaklega að láta ekki glepjast af, því annars kynni að fara eins fyrir útgerðinni hér á landi og í Kanada. Atburðir núna ekki í tengslum við fiskveiðistjórnunarkerfið „Auðvitað kunna menn að hafa ólík markmið með fiskveiðistjórn- un,“ sagði Þorsteinn Pálsson í sam- tali við Morgunblaðið í gær. „Í mín- um huga hefur alltaf verið ljóst að það væru tvö höfuðmarkmið sem menn þyrftu að hafa í huga. Í fyrsta lagi að vernda og byggja upp fiski- stofnana og í öðru lagi að tryggja að sjávarútvegurinn sé rekinn á efna- hagslega hagkvæman hátt,“ sagði hann. „Ég held að það fari ekkert á milli mála að það kerfi sem við höfum not- að er árangursríkt að þessu leyti og hefur skilað betri árangri en önnur stjórnunarkerfi. Það sem er að ger- ast núna er í sjálfu sér ekki í neinum tengslum við fiskveiðistjórnunar- kerfið. Þvert á móti hygg ég að við værum í enn verri sporum ef við hefðum stuðst við annars konar kerfi, vegna þess að reynsla annarra þjóða, sem styðjast við annars konar fiskveiðistjórnun, er sú, að þær hafa ekki náð að stýra veiðunum með jafn góðum hætti og okkur hefur tekist,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði einnig að niðurstöður Hafrannsóknastofnunar núna sýndu að gagnrýni þeirra sem alltaf hefðu haldið því fram að óhætt væri að veiða meira, væri algjörlega á mis- skilningi byggð. „Við höfum þvert á móti ef til vill verið að taka of mikla áhættu, vegna þess að við höfum ekki haft réttar upplýsingar, en mörg undangengin ár höfum við í öll- um meginatriðum farið að vísinda- legum niðurstöðum og fylgt þeim. Við höfum alltaf vitað að þetta væru ekki nákvæmnivísindi og það kemur núna í ljós að fiskifræðingarnir hafa frekar ofmetið stofnstærðina. Það er auðvitað mikið áfall og mjög mikil- vægt að fara ofan í hvers vegna það gerðist og reyna að kappkosta að berja í þá bresti og bæta upplýsinga- öflunina og ráðgjöfina. En það breytir ekki hinu að það er mjög mikilvægt hér eftir sem hingað til að byggja á þeim bestu upplýsingum sem við höfum hverju sinni,“ sagði Þorsteinn. – Þú telur þá ekki að þessi nið- urstaða sé áfall fyrir þá fiskveiði- stjórnun sem fylgt hefur verið? ,,Hún er ekki áfall fyrir fiskveiði- stjórnunina eða þá verndarstefnu sem hefur verið fylgt. Það er hins vegar áfall að upplýsingarnar, sem við höfum byggt á skuli hafa verið jafn ónákvæmar og raun ber vitni og á því þurfa menn að ráða bót. En menn verða að draga af þessu réttar ályktanir. Það er enn frekari ástæða en nokkru sinni fyrr að fara að með gát,“ sagði Þorsteinn. Kristján Ragnarsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að það væri rétt að menn hefðu ávallt talið að kvótakerfið væri best til þess fall- ið að fylgja eftir ráðgjöf Hafrann- sóknastofnunar. „En ég tel það frá- leitt með öllu að blanda saman þessum niðurstöðum Hafrannsókna- stofnunar og þeim niðurskurði sem hún leggur núna til við fiskveiði- stjórnunarkerfið. Fiskveiðistjórnun- arkerfið er fyrst og fremst hugsað til þess að geta mætt með skynsamleg- um og hagkvæmum hætti þeim tak- mörkunum sem settar eru vegna þess að flotinn afkastar meiru en fiskistofnarnir framleiða. Ákvörðun ráðherra um heildar- afla byggist á ráðgjöf stofnunarinn- ar. Þetta gerum við ekki með mark- vissum hætti nema að ákveða heildarkvóta sem við teljum svo heppilegast að úthluta á hvert skip með framseljanlegum hætti, þannig að hægt sé að minnka sóknina þegar svona atburðir eiga sér stað,“ segir Kristján. – Sú staða sem upp er komin er þá ekki áfellisdómur yfir stjórnkerfi fiskveiða að þínu mati? ,,Nei, en [hún] er hins vegar mjög alvarlegur áfellisdómur yfir fræðun- um,“ svaraði Kristján. Hann sagðist einnig gagnrýna sem leikmaður hvernig Hafrannsóknastofnun hefði metið veiðanleika þorsks með hlið- sjón af minni sókn og auknum afla og sagði stofnunina draga þá fráleitu ályktun að stofnarnir hafi vaxið vegna þess að meira hafi veiðst á hverja sóknareiningu. „Ég undrast að menn skuli ekki hafa áttað sig á því að ef við erum að nota færri skip þá veiðum við náttúrlega meira á hvert skip án þess að það þýði endi- lega að fisknum í sjónum hafi fjölg- að. Í öðru lagi erum við með gríð- arlega framþróun í skipum, tækjum og veiðarfærum og það hefur ekki hvað minnsta þýðingu að fylgst sé grannt með þeirri þróun og hún met- in til móts við styrk stofnanna í haf- inu þegar menn eru að leggja út af því hvað við erum að veiða mikið.“ Útilokað að aðskilja kerfið og störf Hafrannsóknastofnunar Sævar Gunnarsson, formaður Sjó- mannasambandsins, er ósammála Kristjáni. „Það er alveg útilokað að aðskilja fiskveiðistjórnunarkerfið og störf Hafrannsóknastofnunar,“ seg- ir hann. „Þarna fléttast margt sam- an. Það er bara hagsmunapólitík að halda því fram að þetta séu alveg óskyld mál. Öll kerfi hafa kosti og galla og gallarnir í kerfunum, hvað sem þau heita, hljóta að geta riðlað vísindavinnunni hjá Hafrannsókna- stofnun, ef þau hafa eitthvað í för með sér sem þeir taka ekki með í reikninginn. Þeir hafa sagt að Fiski- stofa hafi reiknað út að löndun fram hjá vigt hafi ekki komið fram í afurð- um úr landi og það kann vel að vera rétt en aftur á móti veit ég að hvað sem útreikningum Fiskistofu líður þá hefur verið landað fram hjá vigt og Fiskistofa veit það líka. Hafrann- sóknastofnun segist taka eitthvert tillit til brottkastsins. Þeir eru þá að byrja á því á allra síðustu árum eftir að við höfum hamrað á að tekið yrði á því, en það veit enginn hvað brott- kastið er mikið. Ég ber fulla virðingu fyrir þeirri könnun sem birtist um daginn en það er ekki síður skekkja í þeim tölum sem þar koma fram og það er jafnvel mjög líklegt að það séu meiri skekkjumörk í þeim en í stofnmatsmælingu Hafrannsókna- stofnunar. Þeir týna einhverjum 5- 600 þúsund tonnum á tveimur árum. Hvað hefur það prósentulega að gera með einhverja tiltekna pró- sentu af brottkastinu? Það er ekki hægt að ætla að slíta í sundur fisk- veiðistjórnunina og vísindastörfin,“ sagði Sævar. skveiðistjórnar eita fiskistofna“ ræður um skýrslu Hafrannsóknastofnunar og vernd fiskistofna Kvótakerfið oft verið sagt best fallið til að vernda fiskistofna Morgunblaðið/Ásdís hvaða ályktanir beri að draga af skýrslu Hafrannsóknastofnunar. Þorsteinn Pálsson, gsráðherra, segir það mikið áfall að í ljós hafi komið að upplýsingar um stofnstærð þorsksins hafi verið jafn ónákvæmar og raun beri vitni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.