Morgunblaðið - 09.06.2001, Qupperneq 41
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 41
Rose Bruford College
LEIKLISTARNÁM
Rose Bruford College var stofnaður árið 1950 og er hann einn af helstu
leiklistarskólum Evrópu, sem býður námskeið á öllum sviðum leiklistar
og skyldra listgreina. Við munum hafa hæfnipróf og viðtöl í Reykjavík í
júní vegna eftirfarandi greina, sem hefjast í september 2001:
Einnig munum við veita viðtöl vegna meistara- og doktorsnáms, sumar-
skóla og eins árs alþjóðlegs undirstöðunámskeiðs. Komið og ræðið við
okkur um ævistarf í leikhúsi. Nánari upplýsingar veitir:
Ms. Terri Minto, Admissions Officer, Rose Bruford College,
Lamorbey Park, Sidcup, Kent, DA15 9DF.
Sími +44 (0) 20 8308 2611 Fax +44 (0) 20 8308 0542,
netfang: admiss@bruford.ac.uk
Skoðið heimasíðu okkar: www.bruford.ac.uk
Tónlist leikara
Evrópsk leiklist
Hönnun lýsingar
Leiklist
Búningagerð
Leikmyndalist
Tónlistartækni
Sviðstjórnun
Leikstjórn
Bandarísk leiklist
Hljóð- og ímyndahönnun
Bresk háskólastofnun Skólastjóri: Dr Alastair Pearce
LÁRUS H. List opnar málverka-
sýningu í nýendurbættum sal Ket-
ilhússins í Listagilinu á Akureyri, í
dag, laugardaginn 9. júní, kl. 16.30.
Hann hefur haldið fjölmargar
einka- og samsýningar en að þessu
sinni sýnir hann 22 ný olíumálverk
sem unnin voru á síðasta ári. Lárus
segist fyrst og fremst vinna með ol-
íu á striga, en engu að síður vinni
hann undir óræðum áhrifum hug-
mynda- og mínimallistar. „Fyrir
mér er það nautn að fá óræða út-
komu, eitthvað sem kemur mér á
óvart, þó innan marka þess hand-
verks sem er mér eiginlegt.“ Lárus
er sjálfmenntaður listamaður og
starfaði hann við Listasafnið á Ak-
ureyri um sex ára skeið. Hann seg-
ist ekki síst hafa hlotið myndlist-
aruppeldi í gegnum samskipti við
innlenda og erlenda listamenn og
annað menningarþenkjandi fólk í
starfi sínu og með því að fylgjast vel
með því sem skrifað og rætt er um
myndlist. „Sú nautn að lesa málverk
er vitundarástand fyrir mig. Segja
má að hvert nýtt málverk kalli á
mann með sínum sérstaka hætti og
hver sýning á sitt þema og því er ég
mjög spenntur að sjá útkomuna í
þessu nýstandsetta glæsilega Ket-
ilhúsi nú í sumar. Viðbrögð annarra
eru ekki síst mikilvæg og hlakka ég
til að heyra hvað fróðir menn hafa
um sýningu mína að segja.“
Lárus segist hafa tímasett opnun
sýningar sinnar mjög vandlega með
tilliti til opnunar samsýningar í
Listasafninu á Akureyri hálftíma
áður. Hann segist vona að fólk komi
til með að streyma milli sýningar-
staðanna tveggja, en með þessu vill
Lárus vekja athygli á möguleikum á
enn frekari uppbyggingu í Lista-
gilinu. „Það er skoðun mín að menn-
ingarmál hafi verið undirlögð af
persónulegum deilum og valdabar-
áttu sem staðið hefur í vegi fyrir
framþróun á þessu sviði hér í bæn-
um. Kraftar forráðamanna menn-
ingarmála ættu frekar að beinast að
þeim uppbyggingarmöguleikum
sem hér eru fyrir hendi. Koma þarf
efri hæð Listasafnsins í notkun og
finnst mér að setja ætti rekstur
Ketilhússins undir hatt listsafnsins.
Húsin tvö mætti tengja saman með
göngubrú. Ég tel að Listagilið hér í
bænum og umhverfi þess geti orðið
glæsileg menningarvin sem hefði al-
gera sérstöðu í heiminum, og þá
sérstöðu mætti gera út á með
menningartengdri ferðaþjónustu.
Það þarf hreinlega að hrista upp í
menningarstjórn í bænum, og vona
ég að sýningarnar sem verða opn-
aðar í dag verði til þess að vekja
umræðu um þessi mál,“ segir Lár-
us.
Sýningin er opin alla daga frá kl.
14-18 og stendur til 18. júní. Engin
boðskort hafa verið send út en allir
eru velkomnir á opnun sýningarinn-
ar eða síðar.
„Hvert nýtt málverk kallar á
mann með sínum sérstaka hætti“
Morgunblaðið/Kristján
Lárus H. List við eitt verka
sinna í Ketilhúsinu á Akureyri.
Fyrsta sýning sumarsins í Ketilhúsinu á Akureyri opnuð í dag
TVÆR sýningar verða opnaðar í
Hafnarborg, Menningar- og lista-
stofnun Hafnarfjarðar, í dag, laug-
ardag, kl. 15. Um er að ræða sýn-
ingu á verkum Þjóðverjanna
Werners Möllers og Andreas
Green.
Werner Möller sýnir 30 lítil ak-
rýlmálverk og eitt stórt textílverk.
Yfirskrift sýningarinnar er
Arpeggien - tónraðir og enduróm-
un.
Werner Möller fæddist í Lübeck
árið 1920. Hann er menntaður við
H.G. Rahtgens stofnunina en hefur
starfað í Cuxhaven frá árinu 1946.
Werner hefur sýnt verk sín víða
um heim, m.a. í París, Ljubljana og
Hong Kong.
Árið 1967 opnaði hann Galerie
Artica í Cuxhaven sem síðan hefur
verið vettvangur listsköpunar, sýn-
inga og tónleika listamanna víða að
úr heiminum, m.a. frá Íslandi.
Yfirskrift sýningar Andreasar
Green er Hringur og lína. Hann er
fæddur 1954 og menntaður við
listaháskólann í Bermen og í
Frakklandi. Hann hefur starfað við
ljósmyndun, grafík og málverk og
sýnt verk sín víða, m.a. í kassel á
Dokumenta.
Árið 1991 stofnaði hann Kunst-
lerhaus-Cuxhaven og hefur hann
lengi verið áberandi í menningarlífi
Cuxhavenborgar.
Sýningarnar eru opnar alla daga,
nema þriðjudaga, frá kl. 11-17 og
standa til 2. júlí.
Þýsk myndlist í Hafnarborg
Morgunblaðið/Sigurður Jökull
Andreas Green. Í baksýn eru tvö verka hans.
NOKKURT hlé hefur verið á sýn-
ingarhaldi á Hulduhólum í Mos-
fellsbæ um árabil en í dag, laug-
ardag, kl. 14, opnar Steinunn
Marteinsdóttir einkasýningu í öllu
sýningarrými Hulduhóla. Steinunn,
sem er einkum kunn fyrir leirverk,
sýnir nú auk fjölda leirmuna 26 ol-
íumyndir, 27 vatnslitamyndir og 18
olíukrítarmyndir. Myndir þessar
eru unnar á síðasta áratug og hafa
aldrei verið sýndar áður. Leirmun-
irnir eru langflestir unnir á þessu
ári og því síðasta auk örfárra eldri
muna.
„Efni listamannsins er óaðskilj-
anlegur hluti verka hans og mikils-
verður hluti sköpunarferilsins er
meðhöndlun hans á efninu sem
hann vinnur í hverju sinni. Hvert
efni hefur sína möguleika í tjáningu
og sínar takmarkanir. Að hugsa
verk í ákveðið efni er hluti hinnar
listrænu vinnu og skipti listamað-
urinn um efni opnast nýjar víddir í
tjáningu. Ef verk er hugsað í leir er
brennsluofninn þröskuldur sem
stendur á milli listamanns og verks.
Verkið verður endanlega til í ofn-
inum og eftir brennsluna verður því
ekki breytt,“ segir Steinunn. „Að-
eins með mikilli reynslu nær lista-
maðurinn valdi á því ferli sem í ofn-
inum gerist – sem líkist því að koma
sér upp sjötta skilningarvitinu – til
þess að geta unnið markvisst list-
rænt í leirinn. En aldrei er hægt að
komast hjá því að ofninn ráði ekki
að einhverju leyti ferðinni.“
Til að komast að Hulduhólum er
ekið út af Vesturlandsveginum við
afleggjarann að Skálatúni. Sýn-
ingin er opin frá kl. 14–18 daglega
nema mánudaga og stendur til 24.
júní.
Glíman
við Leir-
brennslu
Verk eftir Steinunni Marteinsdóttur.
KVARTETT Ragnars Emilssonar
leikur frumsamið efni í bland við
standarda á djasskvöldi Café Ozio
annað kvöld, sunnudagskvöld, kl.
21.30.
Kvartettinn skipa ásamt Ragnari
á gítar þeir Jón Rafnsson á kontra-
bassa, Helgi Sv. Helgason á tromm-
ur og Ómar Guðjónsson sem einnig
leikur á gítar.
Frumsaminn
djass á Ozio
Á ÖÐRUM tónleikum sumartón-
leikaraðar veitingahússins Jómfrúr-
innar við Lækjargötu, í dag laugar-
dag, kl. 16, koma fram gítarleikarinn
Jón Páll Bjarnason og víbrafónleik-
arinn Reynir Sigurðsson. En þetta
er í fyrsta sinn sem þessir gamal-
reyndu djassónlistarmenn samein-
ast sem dúó. Tónleikarnir fara fram
utandyra á Jómfrúrtorginu ef veður
leyfir en annars inni á Jómfrúnni.
Aðgangur er ókeypis.
Gítar og víbra-
fónn á Jómfrúnni
SÆNSKI ljósmyndarinn Lars Erik
Björk sýnir ljósmyndir frá Færeyj-
um í anddyri sænska sendiráðsins í
Lágmúla 7, sem hann nefnir Leiftur
frá Færeyjum.
Sýningin er opin virka daga kl. 9-
16 til 22. júní.
Ljósmyndir frá
Færeyjum
Í TILEFNI sjómannadagsins, verð-
ur Sjóminjasafn Íslands, Vesturgötu
8 í Hafnarfirði, opið á morgun,
sunnudag, kl. 10–17. Aldraðir sjó-
menn sýna gamalt handbragð og
leikið verður á harmoniku frá kl. 13.
Í safninu stendur nú yfir sýning
Ásgeirs Guðbjartssonar, sem er
sjálfmenntaður listamaður.
Aðgangur er ókeypis og allir vel-
komnir í tilefni sjómannadagsins.
Sýning í Sjó-
minjasafninu
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
NÚ stendur yfir sýning á
myndverkum Ellerts Grétars-
sonar á Café Mílanó í Faxa-
feni. Ellert notar eingöngu
tölvutæknina við gerð verk-
anna þar sem hann blandar
saman stafrænni mynd-
vinnslutækni og þrívíddar-
tækni og eru viðfangsefnin af
ýmsum toga.
Málverkið lifir
Í sýningarskrá segir Ellert
að margboðaður dauði mál-
verksins sé langt í frá nálæg-
ur, þvert á móti hafi mál-
verkið sjaldan lifað eins góðu
lífi og nú. Þessi nýja tækni
breyti engu þar um, ekki
frekar en aðrar nýrri greinar
myndlistar, heldur sé einung-
is til þess fallin að auka fjöl-
breytnina.
Þetta er fimmta einkasýn-
ing Ellerts og stendur hún yf-
ir til næstu mánaðamóta.
Tölvuverk
á Café
Mílanó
SÝNINGUNNI Myndir á sýningu
og innsetningunni HUM í Listasafni
Reykjavíkur – Hafnarhúsi lýkur á
morgun sunnudag. Leiðsögn um
sýningarnar verður kl. 15.
Sýningarlok
♦ ♦ ♦