Morgunblaðið - 09.06.2001, Síða 42

Morgunblaðið - 09.06.2001, Síða 42
42 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Vélavörð vantar á 170 tonna netabát, sem gerður er út frá Grindavík. Upplýsingar gefur Óskar Örn í símum 853 1047 og 893 1047. HVOLSHREPPUR Leikskólastjóri Hvolhreppur óskar eftir að ráða leikskólastjóra við Leikskólann Örk á Hvolsvelli. Góð vinnuaðstaða. Húsnæði á staðnum. Upplýsingar gefa Ágúst Ingi Ólafsson, sveitar- stjóri, sími 487 8124 og Bergrún Gyða Óla- dóttir, leikskólastjóri, sími 487 8223. Sveitarstjóri. Héraðsdómari Dómsmálaráðherra, samkvæmt tillögu dóm- stólaráðs, auglýsir laust til setningar embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Suðurlands, frá 15. ágúst 2001 til 1. maí 2002, meðan leyfi skipaðs héraðsdómara stendur. Umsóknir berist dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu, Arnarhváli, eigi síðar en 18. júní 2001. Umsóknir, þar sem umsækjandi óskar nafn- leyndar, verða ekki teknar gildar. Konur jafnt sem karlar eru hvattir til að sækja um. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 5. júní 1998. Sérkennara vantar! Fyrir næsta skólaár vantar okkur sérkennara fyrir fatlaðan nemanda. Launakjör samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitar- félaga og Kennarasambands Íslands. Upplýsingar veita Einar Valgeir Arason og Jón Ögmundsson í síma 422 7020 (heimasímar 423 7404 og 422 7216). Umsóknarfrestur er til 14. júní. Leikhúsritari Starf leikhúsritara hjá Leikfélagi Akureyrar er laust til umsóknar. Starfið felst í að sjá um markaðs- og kynningar- mál leikhússins, sölumál, auglýsingar, fjöl- miðlatengsl, kostun, vefsíðu félagsins, vinnu við leikskrár og önnur skyld málefni. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu í fag- inu og áskilinn er brennandi leikhúsáhugi. Áskilin er haldgóð alhliða tölvukunnátta og þekking í umbroti, hönnun og allri meðferð prentefnis. Umsóknarfrestur er til 10. júlí 2001. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. september. Umsóknir skulu merktar: „Leikhúsritari-11290“. Allar nánari upplýsingar gefur leikhússtjóri í síma 462 5073 eða 862 4462. LAUSAR STÖÐUR VIÐ LINDASKÓLA Lindaskóli auglýsir eftir kennurum fyrir skólaárið 2001-2002. Leitað er að metnaðarfullum og áhuga- sömum kennurum. Um er að ræða skemmtileg störf innan um ungu kynslóðina, góður starfsandi ríkir á vinnustað og starfsaðstaða er eins og best verður á kosið. Lindaskóla vantar kennara í eftirtalin störf: • Almenna kennara í 5. bekk • Sérkennara • Enskukennara • Tónmenntakennara Laun samkv. kjarasamningi KÍ og Launanefndar sveitarfélaga Upplýsingar gefur skólastjóri, Gunnsteinn Sig- urðsson, í síma 554 3900 og GSM 861 7100. Starfsmannastjóri KÓPAVOGSBÆR Kópavogsskóli auglýsir Við erum að leggja síðustu hönd á stunda- skrárgerð fyrir komandi skólaár og búið er að ráða í flestar kennarastöður. Þó vantar enn kennara til eftirfarandi starfa: Smíðakennslu ( 30 st/v ) Íslenskukennslu á unglingastigi ( 19 st/v ) Laun samkv. kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ. Ennfremur vantar stuðningsfulltrúa til að aðstoða fatlaða nemendur. Laun samkv. kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Starfsmannafélags Kópavogs. Einnig vantar til starfa matráð í starfs- mannaeldhús. Laun samkv. kjarasamningi Eflingar við Kópavogsbæ. Frekari upplýsingar gefur skólastjóri, Ólafur Guðmundsson, í síma 554 0475 og 897 9770. Umsóknarfrestur er til 15. þ.m. Starfsmannastjóri KÓPAVOGSBÆR R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Ársfundur 2001 Ársfundur Lífeyrissjóðs bænda verður haldinn í B-sal á 2. hæð í Bændahöllinni við Hagatorg í Reykjavík miðvikudaginn 20. júní 2001 og hefst hann kl. 16:00. Dagskrá ársfundarins verður eftirfarandi: 1. Flutt skýrsla stjórnar. 2. Kynntur ársreikningur. 3. Gerð grein fyrir tryggingafræðilegri úttekt. 4. Gerð grein fyrir fjárfestingarstefnu sjóðsins. 5. Gerð grein fyrir áorðnum breytingum á samþykktum og tillögum að breytingum á samþykktum sjóðsins. 6. Önnur mál. Allir sjóðfélagar, jafnt greiðendur sem lífeyr- isþegar, eiga rétt til fundarsetu. Sjóðfélagar eru hvattir til að nýta sér rétt sinn og mæta á ársfund sjóðsins. Þeir sem vilja nýta sér þenn- an rétt þurfa að tilkynna það skrifstofu sjóðsins í síðasta lagi 13. júní og munu þeir fá afhent fundargögn í upphafi fundar. Lífeyrissjóður bænda. Samtök sykursjúkra Fyrirhuguðum aðalfundi Samtaka sykursjúkra er frestað um óákveðinn tíma vegna veikinda. Minnum á skráningu í sumarferðina. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.