Morgunblaðið - 09.06.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.06.2001, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Mig langar til að minnast Sigrún- ar (Rúnu) vinkonu minnar með nokkrum orðum. Ég man svo vel þegar við mættumst fyrst þá varst þú ung stúlka sem komst til að vinna í Hótel Reykjahlíð í Mývatnssveit. Við urðum strax vinkonur því þú varst alltaf svo kát og hress. Oft fór- um við saman í Stórugjá og á böll um helgar. Ég man þig svo vel í hvítum kjól með rósum, hvað þú varst fín og það geislaði af þér lífskrafturinn. Þau urðu mörg sumurin sem þú vannst hér í Mývatnssveit og ávalt hlakkaði ég til að hitta þig aftur eftir langan vetur. Svo kynntist þú Ósk- ari frænda mínum og þið giftuð ykk- ur, það kom mér á óvart, því hann var dálítið eldri. Svo fór ég burtu í nám og stofnaði mína fjölskyldu og þá rofnaði sambandið við þig. Og árin liðu en við vissum alltaf hvor af annarri. Þegar ég flutti aftur í sveitina okkar var ég komin með 5 börn og því nóg að starfa. En leiðir okkar lágu saman á ný- því við sung- um báðar í kirkjukórnum. Svo fór heilsu þinni að hraka og eftir að Ósk- ar lést var ég daglegur gestur hjá þér. Við spjölluðum margt og fórum saman í bíltúr og innkaup fyrir jólin. SIGRÚN HALLFREÐSDÓTTIR ✝ Sigrún Hall-freðsdóttir, Reykjahlíð 1 í Mý- vatnssveit, var fædd á Akureyri 28. júní 1935. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Þing- eyinga 1. júní síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Hall- freður Sigtryggsson, f. 1900, d. 1988, og k.h. Anna Soffía Stefánsdóttir, f. 1904, d. 1991. Sigrún giftist Ósk- ari Illugasyni frá Reykjahlíð, f. 8.ágúst 1913, d. 24. febrúar 1990, 10. febrúar 1962. Þau voru barnlaus. Útför Sigrúnar fer fram frá Reykjahlíðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14 Við fórum í skemmtiferð norður í Ásbyrgi og að Detti- fossi og höfðum nesti með okkur sem við snæddum í Axarfirðin- um úti í lyngi vaxinni laut þegar sólin skein og brosti framan í okk- ur. Þú varst ávalt mikil geðprýðiskona og stutt í spaugið hjá þér. Það var alltaf jafn notalegt að sitja í eldhúsinu þínu og deila með þér gleði og sorgarstund- um. En mér fannst þú alltaf geta gefið öðrum eitthvað gott af sjálfri þér. Þess vegna komu svo margir að heimsækja þig og börnin voru svo hænd að þér. Þú varst líka svo mikil barnagæla og dugleg að prjóna peysur og sokka til að gefa. Alltaf varstu með á prjónunum þegar þú sast við sjónvarpið og mikil hann- yrðakona og blómakona. Þess vegna hengdi ég upp rósamynd á stofunni þinni á sjúkrahúsinu svo þú gætir horft á hana í stað blómanna heima. Mig langar til að þakka þér elsku Rúna fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman og allt sem þú gafst mér og fjölskyldu minni. Lífið var orðið þér erfitt og þá er hver sæll sem fær að sofna þegar svo er komið. Megi góður Guð geima minn- inguna um þig. Aðstandendum votta ég innilega samúð mína. Sólveig Illugadóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.                                 !" # $  "" %  &'()*+ ',-.* */!&-(01 *2+ 3  "  ""     4        "    5      !" #       6 5 7  5   3  %    8 9       8 "" :    8 ' 0   ;< 5  <=<<;=<<    8    8 #   :  #      8 3    8     & '#  *   2     % 8 #  "" 8     % >  ""    ,  !    ???@66  6A@66    B=<< 8  #              C3 "   !"     ?      8 8 AA< + %       8 "   <<< FRÍMERKJAUPPBOÐÁHAFNÍU-SÝNINGUNNI ÍKAUPMANNAHÖFNÍOKTÓBER Stýrimannskólinn í Reykjavík, sími 551 3194, fax 562 2750, netfang: styr@ismennt.is, veffang: styrimannaskoli.is Kynning Stýrimannaskólinn og skipstjórnarnámið kynnt á hátíð hafsins - sjómannadeginum - við Reykja- víkurhöfn frá kl. 13.00 í dag og á morgun, sjó- mannadaginn. Skipstjórnarnámið er menntun sem opnar leiðir bæði hér á Íslandi og erlendis. Verið velkomin. Skólameistari. SMÁAUGLÝSINGAR DULSPEKI Rúbý Grey Enski miðillinn Rúbý Grey verður stödd hér á landi 12.—25/6. Uppl. í s. 588 8530. Huglækningar/ heilun Sjálfsuppbygging. Samhæfing líkama og sálar. Áran. Fræðslumiðlun. Halla Sigurgeirsdóttir, andlegur læknir. Uppl. í síma 553 8260 f.h. FÉLAGSLÍF Esjudagur 9 júní. Kl. 9:00 Esjuganga. Kl. 13:00 verður gengið á Þverfellshorn, í Esjuhlíðar og skógarganga. Happdrætti, viðurkenningar, veitingar, Flugbjörgunarsveitin á staðnum. Allir velkomnir, ekkert þátttökugjald. Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Minnum á námskeiðið í dag milli kl. 13:00 til 16:00 í húsnæði okk- ar, sem hópurinn frá Youth With A Mission heldur um trúboð, kennarar verða meðal annars Loren Cunningham, Susanne Fortenbacher, Per Evind Stig. Allir hjartanlega velkomnir. Sunnudagsferð 10. júní kl. 10:30: Reykjavegur 4. áfangi: Méltunnuklif - Djúpavatn. Skemmtileg gönguleið með Núpshlíðarhálsi, áð við Hrauns- sel og víðar. Um 5 klst. ganga. Takið þátt í sem flestum áföng- um Reykjavegarins. Fararstjórar: Gunnar H. Hjálmarsson og Ste- inar Frímannsson. Verð. 1.500 kr f. félaga og 1.700 kr. f. aðra. Brottför frá BSÍ. Stansað v. kirkjug. Hafnarfirði. Pantið tímanlega í jeppaferð í Bása. Fjölskyldu- og grill- ferð 15.—17. júní. Árleg þjóðhátíðarganga Útivistar um Leggjabrjót 17. júní. Sunnan Langjökuls 15.—17. júní. Spennandi gönguferð. Sjá heimasíðu: utivist.is og textavarp bls. 616. R A Ð A U G L Ý S I N G A R KENNSLA Sýning framlengd Sýning Bjarna Jónssonar listmálara í Eden er framlengd til 17. júní vegna fjölda áskorana. Imba frænka er látin eftir erfiða sjúkralegu. Minningar hrannast upp um föðursystur sem var okkur nánari og kærari á margan hátt en gengur og gerist. Hún var Imba frænka með stóru effi, ef svo má að orði komast, frænka sem við bárum mikla virðingu fyrir og litum upp til. Hún hafði sérstakt dálæti á „litla“ bróður sínum, honum pabba, og fylgdist alla tíð vel með hans fjöl- skyldu þrátt fyrir að þau byggju hvort í sínum landshlutanum. Fjar- lægðin batt þau sennilega enn tryggari böndum og þegar pabbi féll frá átti hún erfitt með að sætta sig við ótímabært dauðsfall hans. Frá fyrstu tíð eru ljúfar minn- ingar um heimsóknir Imbu norður á SIGFRÍÐUR INGIBJÖRG GUÐNADÓTTIR ✝ Sigfríður Ingi-björg Guðnadóttir fæddist á Enni á Höfð- aströnd í Skagafirði 22. júní 1912. Hún lést að Droplaugarstöðum í Reykjavík 24. maí sl. Útför hennar fór fram frá Bústaðakirkju 5. júní. Krók því ávallt gaf hún sig að okkur börnunum og sýndi hugðarefnum okkar og leikjum mikinn áhuga. Í Imbu leynd- ist mikilhæfur kenn- ari og ef aðstæður hefðu leyft er ekki ólíklegt að kennsla hefði orðið hennar lífsstarf. Hæfileikann og innsæið vantaði ekki og alla tíð voru mennta- og skólamál henni hugleikin. Kennarinn var aldrei langt undan og eftirminnileg eru bílaleikföng sem Imba gaf okkur strákunum því þeim fylgdi gjarnan leiðarvísir sem þurfti að lesa. Bíll- inn fór ekki „á götuna“ fyrr en Imba var búin að kenna okkur á takkana sem opnuðu hurðir og húdd og e.t.v. þurfti að ýta létt á leyni- takka sem skaut upp farþegasæt- inu, eins og í James Bond-bíómynd- unum. Meðal annarra minningabrota um Imbu frænku er þegar við komum ásamt foreldrum okkar til Reykja- víkur og heimsóttum hana í gamla Útvarpshúsið við Skúlagötu, þar sem hún var lengi matráðskona í mötuneytinu. Eftirvæntingin var mikil að koma þangað og ekki var minni lotningin að sjá þekktar „raddir“ eins og Jón Múla og Pétur Pétursson sitja yfir kaffibolla. Þetta voru sem bestu vinir Imbu og við þykjumst vita að henni hafi liðið vel á Útvarpinu í þau tuttugu ár sem hún var þar við störf. Imba frænka var afar ættrækin og skipti litlu þótt margir ættingjar hennar byggju í öðrum landshlut- um. Á meðan heilsan leyfði – og jafnvel ekki í sumum tilvikum – lét hún sig ekki vanta norður ásamt Lellu, systur sinni, þegar stór tíma- mót eða athafnir voru innan fjöl- skyldunnar. Það var sama hvort það voru skírnir, fermingar, giftingar, afmæli eða jarðarfarir og allra síst lét hún sig vanta á útskriftir. Imba frænka hafði nefnilega mikinn metnað fyrir hönd sinna systkina- barna varðandi menntun og fylgdist náið með framgöngu þeirra í skóla. Hún samgladdist okkur þegar hvítu kollarnir voru settir upp en lét skoðun sína einnig í ljós síðar meir ef eitthvað vantaði upp á í okkar framhaldsnámi. Imba frænka var gestristin og alltaf var jafn notalegt að koma í heimsókn til hennar í Vesturbæinn, hvort sem það var á Grandavegi eða síðar við Aflagranda. Aldrei var hægt að kvarta undan móttökunum. Áður en varði var hún búin að setja kaffi, pönnukökurnar góðu og meira bakkelsi á borðið og lítið þýddi að biðja hana að draga úr fyrirhöfn- inni. Hún tók það ekki í mál, enda ákveðin kona á sinn hátt. Imba frænka hafði yndi af því að fara með vísur og kunni ógrynni af þeim. Þetta var sameiginlegt áhuga- mál þeirra pabba og gaman var að hlusta á þau skiptast á góðum kveð- skap. Þó að minnið hafi verið farið að gefa sig á seinni árum gat hún þulið upp heilu bálkana og alltaf fylgdi formáli með líkt og góðra vísnamanna er háttur. Imba var smávaxin kona með stórt hjarta, ætíð létt og kát. Hlýtt bros hennar situr eftir í minning- unni og áður en heyrn hennar og líkamlegri heilsu hrakaði hafði hún mikið yndi af því að vera innan um fólk. Fyrir jafn mannblendna per- sónu var erfitt að sætta sig við hverfandi heyrn og þetta fannst vel á henni. Hún var einnig ósátt við að þurfa að yfirgefa hlýlegt heimili sitt, fara á dvalarheimili og vera þar al- gjörlega upp á hjálp annarra komin. En elliárin verða ekki umflúin og naut hún þeirrar umönnunar sem best verður á kosið á Droplaug- arstöðum. Mætrar frænku er saknað af okk- ur sem ólumst upp á Hólaveginum og fyrir hönd fjölskyldunnar færum við dætrum Imbu, Hafdísi og Ingi- björgu, og fjölskyldum þeirra inni- legar samúðarkveðjur. Björn Jóhann, Guðni Ragn- ar og fjölskyldur þeirra. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.