Morgunblaðið - 09.06.2001, Side 45
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 45
Eftir hetjulega bar-
áttu við líkamlegan vá-
gest er Gísli Magnússon
fallinn í valinn.
Ég kynntist Gísla
fyrst er ég hóf störf við
Tónlistarskóla Garðabæjar haustið
1980. Gísli hafði þá starfað sem helsti
píanókennari skólans og yfirkennari
síðan 1969 eða í 11 ár. Við ræddum oft
saman á kennarastofunni og strax
fann ég inn á djúpstæða þekkingu
hans á tónlist þó svo að hann væri
ekki að flíka því um of nema eftir væri
leitað.
Einnig var það nánast eins og
helgistund að hlusta á Gísla æfa sig á
nýja Bechstein-flygilinn sem hafði
verið keyptur þá um haustið í skól-
ann. Mörgum árum seinna spurði ég
Gísla hvers vegna hann hefði farið að
starfa fyrir Tónlistarskóla Garða-
hrepps, eins og skólinn hét þá. Þó svo
að í seinni tíð megi segja að hægt sé
að brauðfæða sig á bókvitinu var
óhugsandi að hafa ofan af fyrir sér
sem konsertpíanísti og til þess að hafa
ofan í askana þurftu tónlistarmenn þá
eins og nú að kenna. Ekki var um að
ræða stöðu við Tónlistarskólann í
Reykjavík, en honum bauðst föst
staða í þessu litla bæjarfélagi sem þá
var í mjög örum vexti. Við starfslok
sín í árslok 1999 hafði Gísli starfað í
alls 30 ár við skólann.
Fyrri hluta starfsferils síns við
skólann sinnti Gísli píanókennslu en á
fyrsta ársfjórðungi árið 1984 sköpuð-
ust þær aðstæður við skólann að bæj-
aryfirvöld fólu Gísla að taka við skóla-
stjórn til bráðabirgða. Við höfðum þá
unnið mjög náið saman um nokkurt
skeið að skipulagsmálum skólans og
hann féllst á að taka þessa ábyrgð að
sér með því skilyrði að ég starfaði við
hlið hans sem yfirkennari. Það var
mér bæði ljúft og skylt og um haustið
þegar staða skólastjóra var auglýst
sótti Gísli um hana eftir einróma og
mjög eindregna stuðningsyfirlýsingu
kennara skólans. Enn leitaði hann
eftir því að ég tæki að mér stöðu yf-
irkennara við sína hlið og þannig varð
til það „teymi“ sem ég get með stolti
sagt að hafi unnið vel að málefnum
skólans næstu 15 árin. Það var líklega
nokkurn veginn það síðasta sem Gísla
hefði dottið í hug á þessum tíma, að
fara að taka að sér stjórn skólans,
enda var hann nánast neyddur til
þess og hugsaði með sér að það væri
allt í lagi að sjá til í ein 2 til 3 ár. Hann
var mjög virkur sem einleikari og
meðleikari og hann hafði enga þrá eða
langanir, hvorki ljósar eða leyndar, til
að taka að sér þjónustuhlutverk for-
stöðumannsins. Það er skemmst frá
því að segja, að á mjög skömmum
tíma tileinkaði hann sér það og skap-
aði um leið sinn eigin sérstaka stíl í
því efni. Hann reyndi alltaf að fara
veg mildinnar og manngæskunnar í
stjórn sinni og frekar að höfða til þess
hjá hverjum starfsmanni að hann
ynni verk sín af dugnaði og trú-
mennsku af eigin hvötum en ekki
samkvæmt valdboði eða þvingaðri
stjórnun.
Kannski var hans mesti styrkur í
stjórnuninni einmitt falinn í því að
gefa samstarfsfólki sínu nokkuð laus-
an tauminn, þannig varð reyndar til
það sem kalla má „smákóngaveldi“,
en í gegnum það fann hver og einn
fyrir mikilvægi sínu í starfi og með því
uppskar hann margföld afköst starfs-
manna sinna.
Flestir unnu störf sín mjög vel und-
ir þessum stjórnarháttum Gísla, en
fyrir kom þó að ekki var allt sem
skyldi. Hann reyndi þá að leysa málin
með mildinni og þurfti ég ekki all-
sjaldan að halda aftur af skapi mínu
til þess að gefa málunum þann tíma
sem þau þurftu til að leysast án átaka.
GÍSLI
MAGNÚSSON
✝ Gísli Magnússonfæddist á Eski-
firði 5. febrúar 1929.
Hann andaðist á
Landspítalanum í
Fossvogi 28. maí síð-
astliðinn. Útför Gísla
fór fram frá Hall-
grímskirkju fimmtu-
daginn 7. júní.
En hann sýndi líka
ákveðni þegar á þurfti
að halda og gat þá verið
allfastur fyrir Aðeins
einu sinni á þessum 15
árum minnist ég þess að
það hafi fokið hressilega
í hann og hann lét þá
falla orð sem hann sá
strax eftir að hafa sagt,
eftir á að hyggja held ég
þó að honum hafi ekkert
þótt það miður þótt að-
eins þyti í skjánum.
Undir þessu fágaða yf-
irborði bærðust miklar
tilfinningar og heilmikið
skap og hann hafði miklu meiri skoð-
anir á mönnum og málefnum en hann
alla jafna gaf upp.
Það er hverjum skóla eins og rós í
hnappagatið að útskrifa nemendur á
8. stigi. Þetta er ríkuleg uppskera alls
erfiðisins og eflir vitund þeirra sem
standa að skólanum, þetta er full-
komnun starfsins. Fyrsti útskriftar-
nemandi Gísla lauk prófi árið 1982, en
er hann lét af störfum sem skólastjóri
í árslok 1999 höfðu alls um 30 nem-
endur útskrifast frá skólanum, þar af
um helmingur frá Gísla en flestir
hinna voru söngnemendur Snæbjarg-
ar Snæbjarnardóttur. Það kom í minn
hlut að sjá um framkvæmd kennslu
nauðsynlegra hliðargreina fyrir
þennan áfanga og kenna þær að hluta.
Þessi hópur fullorðinna nemenda var
eins og „toppur á pýramídanum“ og
ásamt kennurunum mynduðu þeir
eins konar litla „akademíu“ eða „ríki í
ríkinu“. Flestum framhaldsnemend-
unum tókst að komast í gegnum þess-
ar síur sem skilja á milli feigs og
ófeigs þegar komið er út í hinn harða
heim samkeppninnar og ljúka prófum
frá skólanum. Nokkrir misvitrir ker-
fiskallar og embættismenn sáu annað
slagið ofsjónum yfir þessari „yfir-
byggingu“ skólans, en við stóðum
dyggilega vörð um þetta starf og Gísli
tók aldrei í mál að skera þarna niður í
kostnaði.
Í tilefni 70 ára afmælis Gísla árið
1999 stofnuðum við þáverandi kenn-
arar Tónlistarskóla Garðabæjar út-
gáfusjóð til þess að standa að útgáfu á
hljóðritunum sem væru til með leik
hans og höfðu jafnvel aldrei heyrst.
Þátttaka almennings í þessum hóg-
væra sjóði okkar fór langt fram úr
björtustu vonum og á afmælisdaginn
gátum við afhent Gísla loforð fyrir
myndarlegri fjárupphæð til þessa
verks. Það var ekki létt verk fyrir
Gísla að velja það sem hann gæti sætt
sig við að færi inn á niðursuðu hljóm-
disksins. Áður fyrr var ekki um að
ræða öðruvísi upptökur en svo að
menn spiluðu í gegn og ekkert var
endurunnið eða klippt. Það mátti ekki
vera blettur né hrukka á því sem
skyldi vera valið, en eftir því sem ég
best veit var Gísli búinn að leggja síð-
ustu hönd á val á efni á tvo diska.
Þessi útgáfa var sannarlega ekki
hugsuð til að vera til minningar um
Gísla Magnússon píanóleikara en hún
mun verða verðugur minnisvarði um
leik hans.
Í ársbyrjun 1997 uppgötvaðist nán-
ast fyrir tilviljun að meinsemd væri að
grafa um sig í líkama hans. Hann hóf
þegar í stað baráttu við þennan vá-
gest af þvílíkum hetjumóði að ekki
var annað hægt en að dást að. Hann
leitaði allra leiða og beitti öllum með-
ulum og ráðum, bæði hefðbundnun og
óhefðbundnum, fór í mjög stranga
matarkúra og sýndi ótrúlegt æðru-
leysi, sjálfsaga og baráttuvilja. Þó svo
að hann væri oft þjáður kom varla
fyrir að það félli niður dagur hjá hon-
um í skólanum og hann lét aldrei sjá á
sér neinn bilbug. Hann náði að vinna
nokkra sigra og á tímabili var álitið að
hann hefði yfirhöndina, en í lokabar-
áttuni varð hann að lúta í lægra haldi.
Á síðasta starfsári sínu sem skóla-
stjóri fann ég stundum að upp komu
hjá Gísla efasemdir, „hvað ef?“ Hann
hugsaði til þess hvernig hefði farið ef
hann hefði ekki tekið að sér þetta
hlutverk. Við starfslok okkar beggja
lágu leiðir okkar ekki eins oft saman,
við höfðum hist nærri daglega í 15 ár
en nú sáumst við sjaldnar. Rétt fyrir
jól hittumst við og áttum góða stund
saman. Við ræddum um gömlu tím-
ana á gamla staðnum okkar og kom-
umst að þeirri niðurstöðu að innihald-
ið skipti meira máli en umbúðirnar.
Þá fann ég að í huga hans var ekki
lengur neinn vafi, þetta hafði verið
farsæll og góður tími og við vorum
báðir stoltir yfir því sem við höfðum
áorkað.
Ég votta þeim Þorgerði, Magnúsi
og Rósu ásamt tengdabörnum og
barnabörnum mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur við fráfall Gísla. Honum
var fjölskyldan mikils virði og þá sér-
staklega barnabörnin sem ómetan-
legir dýrgripir, en hann hafði hlakkað
til að geta gefið sér meiri tíma til að
vera með þeim.
Ég kveð þennan öðling sem með
sanni mátti kalla „hefðarmann hljóm-
borðsins“ og „milding skólastjórnun-
arinnar“. Mér var hann mjög náinn
sem samstarfsmaður, lærifaðir og yf-
irmaður en ekki síst sem vinur. Far
þú í friði.
Smári Ólason.
Lífssinfónía sérhvers manns er
samofin mörgum tónum. Nú hefur
einn tónn í tilveru fjölmargra þagnað.
Gísli Magnússon píanóleikari er allur.
Fundum okkar Gísla bar fyrst sam-
an þegar ég kom á Bergstaðastrætið
til að nema hjá honum slaghörpuleik.
Hann var þá nýkominn heim frá námi
í útlöndum. Oft hafði ég þó heyrt hans
getið ,enda foreldrar okkar vinafólk,
ættað af austfjörðum. Gísli og Stella
bjuggu í fallegri risíbúð ásamt börn-
unum sínum tveim, Rósu og Magnúsi.
Mikið þótti mér, unglingnum, til um
þetta fallega heimili – andrúmsloftið
þægilegt, allt innanstokks framandi
og fallegt. Þó feimin væri í fyrstu við
þennan unga, siglda og forframaða pí-
anóleikara, leið mér strax vel í návist
hans; þeirra hjóna beggja. Ekki er að
orðlengja það, við bundumst smátt og
smátt ævarandi vinaböndum. Mín
lífssinfónía værir snöggtum fátæk-
legri án Gísla tóns og Stellu.
Gísli var mildur, þolinmóður og
uppörvandi kennari. En hann kenndi
mér fleira en að spila: Hann kenndi
mér einnig að hlusta. Fyrir það verð
ég honum eilíflega þakklát. Stundum
bauð Gísli mér á tónleika, í framhaldi
af píanótímunum, hjá Tónlistarfélag-
inu í Austurbæjarbíói. Nokkrum ár-
um seinna vorum við samtíma einn
vetur í London, þar sem Gísli og
Stella voru í námsorlofi. Þá gætti ég
stöku sinnum barnanna, en fékk að
launum að fara með Gísla eða Stellu á
tónleika í Royal Festival Hall. Þvílíkt
ævintýri!
Gísla var fleira til lista lagt en að
leika fallega á flygilinn. Um það vitna
ótal mörg jólakort sem hann málaði
sjálfur og sendi vinum. Ég geymi þau
öll sem barust á mitt heimili – enda
lítið listaverk hvert og eitt. Á síðari
árum tókum við, Gísli, Stella og ég
upp þann ágæta sið að hittast við og
við, til að rifja upp gamla tíma og
spjalla yfir kaffibolla eða tedrykkju.
Síðastliðinn vetur hittumst við reglu-
lega. Fyrir þær stundir og fjölmargar
aðrar er ég nú mjög þakklát. Tónn
minninganna lifir. Í guðs friði.
Áslaug Benediktsdóttir.
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
!
"#$ !
%&"!
!' !&' "&"!
#%
" ( #! " ) "#$ ! * "#&"!
+ "
' &"!
$
&#
! #
!&"!
%
&#
!
!
+ !
&"!
" + "
* "#
"
#%
,"
"
"#$ ! -!#
&"!
".
' &"!
/
! !
"
# $
%
&'! ! &(!))!
! " # "
$ # %# %#
& '# ()
$* ! +
,- . , !/$
0 ) 1 0. 1
**- ***-.
!
!"
#
$%
&' &(()
"#"$%" $ &$ '(" ) #
+!$ $ %,++
& -$-.$)
"
"# $% &' (%
)* +