Morgunblaðið - 09.06.2001, Page 46
MINNINGAR
46 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Fráfall Sigríðar Þór-
unnar Þorgeirsdóttur,
fyrrverandi mágkonu
minnar, kom sem reið-
arslag. Ég spyr mig hvers vegna
kona í blóma lífsins sem hefur lifað
af hinar verstu hremmingar skuli
svo hræðilega óvænt þurfa að sinna
kallinu stóra, loksins þegar allt var
farið að ganga svo vel. Sigríður var
aðeins 46 ára gömul og allt gekk svo
vel hjá henni. Full aðdáunar fylgdist
ég með ótrúlegri baráttu hennar við
sjúkdóm sem leiddi að endingu til
hættulegrar aðgerðar. Hún lifði að-
gerðina af og framundan var tími
endurhæfingar og bata. Eitt andar-
tak er sem tíminn standi í stað og
minningarnar renna ein af annarri í
gegnum hugann.
Sigríður var kornung þegar hún
kom fyrst inn á heimili foreldra
minna. Það var þegar bróðir minn,
Jón Börkur Ákason, kynnti hana
formlega fyrir fjölskyldunni. Ég
man að mér fannst aldursmunurinn
mikill, hún 16 ára en hann um tví-
tugt. Víst var hún andlitsfríð en allt
of ung. Ég tók þessu sambandi með
fyrirvara, mér fannst bróðir minn
ekki tilbúinn að binda sig. Það kom
hins vegar fljótlega í ljós að þarna
var komin tilvonandi eiginkona
bróður míns.
Framundan voru ár mennta og
þroska og brátt fæddist þeim lítil
stúlka, Kristín Helga, fyrra nafnið
úr föðurfjölskyldu Sigríðar, en það
síðara úr okkar fjölskyldu, þ.e. nafn
móður minnar, Helgu Guðmunds-
dóttur. Ég er viss um að afskipta-
semi okkar mæðgnanna hlýtur
stundum að hafa gengið fram af Sig-
ríði – okkur fannst hún svo ung. Með
þeim tengdamæðgum, móður minni
og Sigríði, myndaðist síðan góð vin-
átta sem átti eftir að endast á meðan
móðir okkar lifði og innileg vinátta
okkar Sigríðar varð ævilöng.
Það kom ekki á óvart að litla
stúlkan, sem bróðir minn og mág-
kona höfðu eignast, hafði frítt andlit
móður sinnar og brátt varð hún allra
hugljúfi. Ég man að ég hafði svo
gaman af því að sjá bróður minn og
Sigríði sinna foreldrahlutverkinu
sem þau tóku mjög alvarlega, stund-
um einum of alvarlega fannst mér.
Ég var auðvitað ekki búin að eignast
mín eigin börn og vissi hreinlega
ekki hvað það er undarlega stór-
kostleg tilfinning að verða foreldri.
Ekki létu þau unga parið foreldra-
hlutverkið aftra sér frá því að skoða
heiminn, þau tóku sig upp og fluttu
til Svíþjóðar og bjuggu þar næstu
árin. Þessi tími hefur sennilega ver-
ið mikil og ótrúleg reynsla og svona
flutningar heillar fjölskyldu hljóta
að reyna á þolrifin. Þau komu sér
fljótlega fyrir og auðvitað var heim-
ili þeirra opið öllum. Ég veit að móð-
SIGRÍÐUR ÞÓRUNN
ÞORGEIRSDÓTTIR
✝ Sigríður ÞórunnÞorgeirsdóttir
fæddist í Reykjavík
26. september 1954.
Hún lést á Karól-
ínska sjúkrahúsinu í
Stokkhólmi 15. maí
síðastliðinn.
Útför Sigríðar
Þórunnar fór fram
frá Hallgrímskirkju
6. júní.
ur okkar þótti yndis-
legt að bregða undir
sig betri fætinum og
heimsækja þau. Það
varð brátt að fastri
venju að hún færi til
þeirra á sumrin og
eyddi með þeim og
Kristínu Helgu og síð-
ar Áka Hermanni góð-
um tíma. Ég man að
móðir okkar hafði á
orði að fjarvera þeirra
væri aðeins bærileg
vegna þessara stunda.
Sigríður hafði staðið
með manni sínum á
meðan hann var í framhaldsnámi
hér heima og nú var röðin komin að
henni að fá stuðning. Hún hóf há-
skólanám í röntgentækni ytra og
lauk því með sóma. Árin liðu og ég
hóf sjálf minn búskap að loknu námi
og eignaðist mitt fyrsta barn. Brátt
fæddist þeim Berki og Sigríði annað
barn, drengur sem skírður var Áki
Hermann eftir föður okkar. Við
fengum myndir af Áka litla og ég
man að það truflaði mig að fá ekki að
sjá hann. Þarna var lítill drengur
fæddur í fjölskyldunni og ég hafði
aldrei séð hann. Hann var orðinn
fjögurra ára þegar ég sá hann í
fyrsta skipti og hafði þá mikið vatn
runnið til sjávar.
Jón Börkur og Sigríður slitu sam-
vistir og bróðir minn flutti heim aft-
ur, en Sigríður ákvað að verða eftir,
enda höfðu foreldrar hennar og
yngstu systkinin flutt til Svíþjóðar
þegar hér var komið sögu. Sársauk-
ann sem fylgir skipbroti hjónabands
þekkir aðeins sá er reynir hann
sjálfur. Jafnframt er eins og að oft
verði hinn mesti vandræðagangur
varðandi samskipti við fjölskylduna
„fyrrverandi“. Er það sennilega ekki
að ástæðulausu að í dag geta hjón,
sem hafa komið sér saman um skiln-
að, fengið ráðgjöf. Þeim Sigríði og
bróður mínum tókst strax að finna
leið til að börnin þeirra gætu notið
þeirra beggja þó að þau væru ekki í
sama landi og breitt haf á milli.
Kristín og Áki komu heim til Íslands
á sumrin og nutu samvista við föður
sinn en bjuggu í Svíþjóð á veturna.
Ég þekki ekki mikið til Svíþjóð-
arára Sigríðar. Ég veit hins vegar að
hún gerðist mikil athafnakona og
stofnaði fatahönnunarfyrirtæki sem
hún rak og stýrði sjálf af myndug-
leika í rúman áratug. Haustið 1993
fluttist hún síðan heim til Íslands
aftur ásamt Áka Hermanni á fimm-
tánda ári, Kristín Helga kom heim
nokkru síðar, þá orðin 18 ára. Þegar
ég hitti Sigríði aftur eftir heimflutn-
ing hennar og barnanna kom það
mér á óvart hvað við áttum margt
sameiginlegt, en ég vissi hins vegar
af miklum listrænum hæfileikum
Sigríðar og að við áttum listina sem
sameiginlega ástríðu og djúpstætt
áhugamál.
Ég man að ég sagði einu sinni við
Sigríði að hún þyrfti endilega að
fara í myndlistarskóla. Hún hlustaði
þolinmóð á mig og lét mig lýsa með
tilþrifum hvað myndlistarskóli gæti
gert fyrir hana með alla þessa hæfi-
leika. En hugur hennar stóð ekki til
myndlistarnáms, þó að á því listsviði
hefði hún óumdeilanlega hæfileika,
það var annað sem hún hafði í huga.
Ég gaf mér náttúrulega ekki tíma til
að grennslast fyrir um það, svo viss
var ég um ágæti ráðlegginga minna.
Það kom síðan á daginn að Sigríður
átti sér draum um listsköpun sem
hún lét svo sannarlega rætast: hún
hóf ásamt Freyju Þorgeirsdóttur,
systur sinni, framleiðslu á handunn-
um listbrúðum.
Listbrúður eru velþekktar erlend-
is og eru m.a. vinsælar sem söfn-
unar- og safngripir, og þarf mikla
natni og hæfileika til að skapa þær.
Listbrúður eða antikbrúður er hægt
að kaupa á mörkuðum erlendis og er
það ólýsanlega fögur sjón að líta yfir
slíka markaði. Sigríður og Freyja
lögðu áherslu á að hafa brúðurnar
eins „ekta“ og hægt var. Ég heill-
aðist af hugmyndinni þegar Sigríður
lýsti henni fyrir mér, er við hittumst
um það leyti sem framleiðslan var að
fara af stað. Mér fannst frábært
hvað þær systur ætluðu að hafa
brúðurnar vandaðar og fullkomnar,
en ég man þó að ég gat ekki alveg
séð hugmyndina fyrir mér. Þegar ég
svo sá brúðurnar á sýningu sem
haldin var í Ráðhúsinu í Reykjavík
varð ég agndofa af undrun og hrifn-
ingu. Ég hafði aldrei séð slíkar brúð-
ur og hef ég þó séð listbrúður í
antikbúðum erlendis, m.a. víða í
London. Og Ríkissjónvarpið sá
ástæðu til að fjalla sérstaklega um
þessar frábæru listafurðir þeirra
systra. Sýningunni var sérstaklega
vel tekið. Og orð Sigríðar um að hafa
listbrúðurnar „ekta“ stóðu. Þær
voru í sérsaumuðum þjóðbúningum,
svo ótrúlega vel gerðar, silfrið og
gullið þar sem við átti sérsmíðað og
ekta. Oft er það svo með nýjar hug-
myndir á sviði menningar og við-
skipta að erfitt getur reynst og
tímafrekt að vinna þeim brautar-
gengi. Og víst er að ómældur tími
fór hjá þeim systrum í markaðssetn-
ingu sem náði hápunkti á sýning-
unni í Ráðhúsinu. Á þeim tíma-
punkti fengu þær að sjá árangur
erfiðisins. Ég fylgdist með því
hvernig Sigríður vann af miklum
dugnaði og mig grunar að oft hafi
hún verið þreytt og þreki þorrin.
Hún stofnaði einnig skóla í Hafn-
arfirði og kenndi þar listbrúðugerð
við miklar vinsældir.
Ég sá Sigríði síðast þegar við hitt-
umst í pósthúsinu í miðbæ Hafn-
arfjarðar, en þar var fyrirtæki
þeirra systra. Þær höfðu mætt góð-
um skilningi hjá Hafnarfjarðarbæ
og höfðu fengið ágætt húsnæði und-
ir fyrirtækið. Ég man að við spjöll-
uðum svo liðugt á pósthúsinu að við
gleymdum stund og stað. Það var
ekki fyrr en við heyrðum einhvern
ræskja sig að við uppgötvuðum að
löng röð hafði myndast fyrir aftan
okkur og fengum við ekki hlýjar
augngotur. Við skelltum báðar upp
úr og flýttum okkur að kveðjast með
það í huga að sjást bráðlega. Það
varð þó ekki og í dag þegar Sigríður,
fyrrverandi mágkona mín, er borin
til grafar verður mér hugsað til
þeirra stunda sem við áttum saman.
Það er sannfæring mín að þau fjöl-
skyldutengsl sem myndast við gift-
ingu vari ævilangt með einum eða
öðrum hætti, hvort sem við erum
þess meðvituð eða ekki. Í mínum
huga tilheyrðum við Sigríður einni
og sömu fjölskyldu þó að tengslin
breyttust frá því sem var í upphafi.
Hugur minn dvelur á þessari
stundu hjá Kristínu, Danilo, Elia
litla og Áka, bróðurbörnum mínum,
sem eru ung að árum að missa móð-
ur, tengdamóður og ömmu í blóma
lífsins. Það rifjast upp fyrir mér sá
óbærilegi sársauki þegar ég missti
föður minn á svipuðum aldri og
Kristín er nú, aðeins 25 ára, og Áki
ennþá yngri, rétt rúmlega tvítugur;
hvað allt mitt líf breyttist og hvað ég
var sannfærð um að ég myndi aldrei
geta fundið til gleðitilfinningar aft-
ur.
Ég votta bróðurbörnum mínum,
eiginmanni Sigríðar og börnum
hans, tengdamóður, foreldrum, tví-
burasystur og öðrum systkinum,
ættingjum, vinum og samstarfs-
mönnum Sigríðar mína innilegustu
samúð og bið góðan Guð að gefa
þeim öllum styrk á þessari sorgar-
stundu.
Guð blessi minningu Sigríðar Þór-
unnar Þorgeirsdóttur.
Margrét Ákadóttir.
Leiðir okkar Kötu
lágu fyrst saman fyrir
rúmum 15 árum þeg-
ar synir okkar fóru að
æfa fótbolta sem smá
átta ára guttar með FH. Þá fórum
við að fylgjast með strákunum
okkar, því það voru ekki bara
pabbarnir sem mættu á leikina
heldur létu mömmurnar mjög að
sér kveða. Fljótlega myndaðist
skemmtilegur andi meðal foreldr-
anna á hliðarlínunni og ekki síst
var það að þakka glaðværð og
góðu skapi Kötu, sem smitaði út
frá sér. Hvort sem um var að ræða
hvatningu til strákanna, kalla á
Óla son sinn að hífa upp um sig
buxurnar eða sjá til þess að heitt
kaffi væri til taks í hálfleikjum, þá
lét Kata ekki sitt eftir liggja. Hóp-
urinn var einstaklega samheldinn
og fylgdi strákunum sínum lands-
horna á milli, hvort sem leiðin lá
KATRÍN
ÓLAFSDÓTTIR
✝ Katrín Ólafsdótt-ir fæddist 27.
mars 1951 á Melstað
í Glerárþorpi. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 25. maí
síðastliðinn. Útför
Katrínar fór fram
frá Víðistaðakirkju
1. júní.
til Vestmannaeyja,
Akureyrar, Akraness
eða jafnvel til útlanda.
Margs er að minnast
frá þessum tíma;
pönnukökubakstur
árla morguns, glatt á
hjalla á veitingastöð-
um, samræður um líf-
ið og tilveruna í
heimahúsum, keyrslur
með troðfulla bíla af
strákum í næsta leik,
gleði (og einstaka
sinnum sárindi) yfir
úrslitum leikja, fullar
snúrur af FH-treyjum
eftir þvott, kaffi deilt milli allra,
horft á vídeóupptökur af leikjum.
Á öllum þessum tíma, sem náði
næstum yfir tíu ár, var Kata virk-
ur þátttakandi. Þó nú séu pollarnir
okkar orðnir fullorðnir menn og
hafi farið hver í sína áttina, þá eru
enn sterkar taugar milli foreldr-
anna sem rifja upp þennan
skemmtilega tíma þegar tækifæri
gefst. Samheldnin og minningin
um þennan góða tíma, sýndi sig
síðast þegar hópurinn kvaddi Kötu
hinstu kveðju og þakkaði henni
fyrir ánægjulega samleið. Stefáni
og drengjunum sendum við inni-
legustu samúðarkveðjur.
F.h. FH-hópsins,
Hafrún Dóra.
!"#$!%
& ' ()
*)+,, +$--. (-, / - -)
+ ' +$-) / -"0
)--.
'1 ( +$--. 2,' -)
' +$--.
33 . 333%
!
" # $
!
% &$ " ' ( %!)
$ " !) * ( $ ")!
& " ' % !)
#() + !) ,- - .
/ /- '( / / /- $
!
"
#$
" %$
"&
!
"#"
!
$
% &
!
" # !
$% &
!$ '
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins
í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf-
undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli
að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða
2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.