Morgunblaðið - 09.06.2001, Page 52
UMRÆÐAN
52 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
!
"
#
$ # $
%#
#
&
'(
!
&
#
"
)
&' (
! *#+ &
,
OPIÐ HÚS Í DAG, FRÁ KL. 14 - 16
AÐ HEIÐARGERÐI 26 - REYKJAVÍK
Vandað einbýlishús á tveimur
hæðum ásamt stórum bílskúr.
Húsið skiptist í 4 - 5 svefnherb. 3
stofur. Parket. Rúmg. eldhús. Góð
verönd og garður. Frábær
staðsetning. Stærð 192 + 61 fm
bílskúr. Verð 27,9 millj. 1506
Karl og Sigríður bjóða ykkur
velkomin milli kl. 14 - 16 í dag.
ARÐSEMI fjár-
magns í Kárahnjúka-
virkjun samkvæmt
þeim forsendum, sem
Þorsteinn Sigurlaugs-
son leggur upp með
er ekki mikil, enda
gengur hann út frá
því að verð á raforku
lækki um 1% á ári í 60
ár.
Til þess að lesendur
geti glöggvað sig á
þessum fullyrðingum
reiknaði undirritaður
út arðsemi Kára-
hnjúkavirkjunar með
sömu aðferðum og
notaðar voru til þess
að reikna út arðsemi Fljótsdals-
virkjunar 21. desember 1999.
Forsendur Þorsteins
eru eftirfarandi:
Stofnkostnaður: 107 milljarðar
króna á núverandi gengi.
Ávöxtunarkrafa lánsfjár: 4,07-
4,67% að raungildi.
Ávöxtunarkrafa hlutafjár: 6,87-
9,96% að raungildi.
Orkuverð við upphaf fjárfesting-
artímabils: 1,5-2 kr./kwst.
Þróun orkuverðs: 1% árleg
lækkun í samræmi við þróun ál-
verðs (hefur lækkað um 1,5% ár-
lega frá 1989).
Heildarorkugeta virkjunar:
4,890 Gwst./ár.
Hámarks líftími fjárfestingar:
60 ár.
Verðbólgustig notað við raun-
vaxtaútreikning: 2%
Viðmiðunargengi Bandaríkja-
dollars: 100 kr.
Finnur Ingólfsson lýsti því yfir á
Alþingi (21. desember 1999) að
miða ætti við 5%-6%
arðsemiskröfu við
Fljótsdalsvirkjun og
mun það verða gert
hér, sem er svipað og
Þorsteinn notar. Ekki
er unnt að sjá, að nein
sérstök rök fylgi því
þegar Þorsteinn áætl-
ar að raforkuverð
lækki um 1% á ári
næstu 60 ár og er því
þessari forsendu
sleppt. Miðað er við
100 ára líftíma virkj-
unar, 100 kr gengi
bandaríkjadals og lát-
ið er sem engin verð-
bólga sé til staðar,
það er að öll verð breytist eins til
lengdar
Sjá töflu um FORSENDUR
Núvirðið er hægt að reikna á
eftirfarandi hátt, þar sem tekjur
eru
7.824 milljónir króna en rekstr-
arkostnaður 1070 milljónir króna á
ári (Þorsteinn reiknar með 1.500
milljónum á ári í reksturs-kostnað,
sem er bitamuunur en ekki fjár.)
Samkvæmt því er nettó tekju-
straumur 6.754 milljónir króna á
ári.
Sjá REIKNIFORMÚLU 1
Ef endingartími virkjunarinnar
væri 1000 ár, þá fengist:
Sjá REIKNIFORMÚLU 2
Og að síðustu, til þess að gleðja
verkfræðingana hjá Landsvirkjun
þá má vefja þetta inn í svolitlar
formúlur, gerum ráð fyrir að
tekjustraumurinn sé samfelldur til
eilífðarnóns, þá fæst
Sjá REIKNIFORMÚLU 3
sem gæfi 15.800 milljón kr hagn-
að ef reiknað væri um ókomin ár.
Hagnaður er því ríflega 15 millj-
arðar króna í öllum tilvikum og
fjárfestingin því hagkvæm.
Sú fullyrðing að raforkuverðið
lækki um 1% á ári vegur lang-
þyngst, þegar Þorsteini sýnist að
Kárahnjúkavirkjun sé óhagkvæm.
Ef raforkuverið lækkar ekki nema
um 0,5% á ári, þá stendur rekst-
urinn í járnum samkvæmt hans
eigin forsendum. Þorsteinn virðist
byggja þessa forsendu á því að
raforkuverðið sé alfarið miðað við
álverð, en verð áls hefur verið á
niðurleið lengi. Þessi forsenda
stenst varla ef gert er ráð fyrir að
nýta megi raforkuna til annarra
hluta, ef álið borgar ekki nóg ein-
hvertíma í framtíðinni.
Arðsemi Kárahnjúka-
virkjunar – Frumathugun
Guðmundur
Ólafsson
Arðsemisútreikningar
Ekki er unnt að sjá, að
nein sérstök rök fylgi
því þegar Þorsteinn
áætlar, segir Guð-
mundur Ólafsson, að
raforkuverð lækki um
1% á ári næstu 60 ár og
er því þessari forsendu
sleppt.
Höfundur er hagfræðingur.
Í GREIN sinni í
Morgunblaðinu laugar-
daginn 2. júní síðastlið-
inn reifar Jakob
Björnsson endurtekið
þá skoðun sína að
áformuð álbræðsla í
Reyðarfirði muni ekki
auka við losun gróður-
húsalofttegunda út í
andrúmsloft jarðar. Í
þetta sinn reynir hann
þó ekki að réttlæta með
því þá ákvörðun ís-
lenskra stjórnvalda að
skorast undan Kyoto-
bókuninni um takmark-
anir á losun gróður-
húsalofttegunda. Með
þeirri afstöðu veiktu Íslendingar
samstöðu þjóðanna um þetta hags-
munamál jarðarbúa og stuðluðu að
því að mesti mengunarvaldurinn,
Bandaríki Norður-Ameríku, hefur
nú séð sér fært, undir merkjum nýs
forseta, að hunsa samkomulagið og
fara sínu fram um mengun andrúms-
loftsins í nafni þjóðarhagsmuna.
Kyoto-bókunin var byggð á þeirri
reglu að þjóðríkin takmörkuðu losun
gróðurhúsalofttegunda innan efna-
hagslögsögu sinnar við eigið losunar-
stig ársins 1990. Íslensk stjórnvöld
neituðu að skrifa undir og kröfðust
sérákvæða sem voru skraddara-
saumuð fyrir álbræðslu í Reyðarfirði.
Rökin eru þekkt: Með álbræðslu þar
yrði samsvarandi minna brætt ann-
ars staðar og viðbótarmengunin því
engin. Hún yrði jafnvel minni en ella
með því að á Íslandi yrði ál brætt við
rafmagn frá vatnsaflsstöðvum en úti
í heimi yrði annars sama ál brætt við
rafmagn frá kola- eða olíukyntum
orkuverum. Til viðbótar þessu drægi
álframleiðsla út af fyrir sig úr loft-
mengun frá vélknúnum farartækj-
um, vegna léttleika álsins, þegar það
leysir af hólmi járn við smíði þeirra.
Þessi rök, þótt rétt væru, réttlæta
því miður ekki sérstaka undanþágu
Íslendinga frá Kyoto-bókuninni því
öll þjóðríki gætu teflt fram sömu rök-
um fyrir sig. Íslendingar verða því
einfaldlega að sæta ábyrgð gagnvart
þjóðum heims og samvisku sinni að
hafa brugðið fæti fyrir þetta lífshags-
munamál jarðarbúa
vegna þeirrar pólitísku
sjálfheldu sem stjórn-
völd hafa komið sér í
heima fyrir. Hún felst í
því að stjórnmálamenn
hafa gert álbræðslu við
Reyðarfjörð með til-
heyrandi stórvirkjun-
um á hálendinu að sér-
stöku efnahagslegu
bjargræði fyrir byggð-
arlagið sem annars
muni veslast upp.
Stjórnmálamennirn-
ir hafa heitið álveri og
það heit eitt og bjarg-
ræðið sem það boðar
réttlætir síðan allar
þær fórnir sem færa skal til þess að
koma þessu yfirgengilega áformi í
framkvæmd. Í nafni fólksins og
framtíðar þess er í bígerð að íslenska
þjóðarbúið frysti til langrar framtíð-
ar og við lágmarksávöxtun og mikla
áhættu gríðarlegar fjárhæðir í þess-
ari framkvæmd.
Í sama nafni er einskis afgjalds
krafist af vatnsréttindum í fallvötn-
unum, enginn kostnaður reiknaður
vegna spilltra atvinnutækifæra í
framtíðinni, spilltra lífsskilyrða á
Fljótsdalshéraði eða þeirra nei-
kvæðu áhrifa sem hagsveiflan sem
framkvæmdunum fylgir hefur í efna-
hagskerfinu. Í nafni sama fólks er
síðan allt gildi ósnortinna víðerna há-
lendisins norðan Vatnajökuls létt-
vægt fundið eins og væri það tiktúrur
sérvitringa þegar sannleikurinn er sá
að einmitt þessi ósnortnu víðerni fela
í sér vaxandi auðlind sem verður
ósambærilega miklu gjöfulli fyrir
byggð á Austurlandi en bræðsla áls í
Reyðarfirði getur nokkurn tíma orð-
ið.
Sorglegt er að sjá hvernig stjórn-
málamenn hafa valið fólki það hlut-
skipti að þurfa að taka þessari hefnd-
argjöf þeirra eða að öðrum kosti að fá
ekkert. Samanborið við það virðist
ekki skipta miklu máli að Jakob
Björnsson reynir reglubundið að
færa fyrir því rök að bræðslan sú
verði ekki til tjóns fyrir andrúmsloft
jarðar. Þetta tvennt er þó tengt,
hvernig stjórnmálamenn nota neyð
og vonir fólks til að gera hagfræði-
lega, vistfræðilega og félagslega afar
hæpna framkvæmd að „byggðamáli“
og áhrif slíkra vinnubragða á áliðn-
aðinn í heiminum og þar með á ál-
notkun og endanlega á mengun loft-
hjúpsins. Ef Íslendingar afhenda
álbræðslu í Reyðarfirði rafmagn og
önnur aðföng og aðstæður undir
kostnaðarverði, eins og ætlunin er,
eru þeir ekki aðeins að gera sjálfum
sér óleik til lengri tíma litið. Þeir eru
jafnframt að stuðla að því að eins
verði gert annars staðar vegna sam-
keppni við þennan íslenska afslátt og
þar með verði félagsleg, umhverfis-
leg og efnahagsleg rányrkja áliðnað-
arins útbreiddari en ella. Áhrifin á
lofthjúpinn verða í sama dúr. Allir
vita að flugvélar verða ekki gerðar úr
járni í stað áls. Ál er einfaldlega
tæknileg nauðsyn í flugvélum og
verður ekki skipt út fyrir þyngri efni
hvað sem líður verði áls. Sama gildir í
auknum mæli um bíla. Þegar íslend-
ingar taka sig til, vegna staðbundinn-
ar pólitískrar sjálfheldu stjórnmála-
manna, og heimila alhliða rányrkju
áliðnaðarins í landinu stuðla þeir að
lækkun álverðs og þar með lækkun
framleiðslukostnaðar á flugvélum og
bílum og þar með að aukinni notkun
þeirra og samsvarandi aukinni losun
gróðurhúsalofttegunda, hnattrænt
séð. Þjóðin getur þess vegna ekki
huggað sig við að framkvæmdin yrði
að minnsta kosti góð fyrir andrúms-
loft jarðar. Því miður.
Álver í Reyðar-
firði: Rányrkja
sem mengar
Gunnlaugur
Sigurðsson
Álbræðsla
Þjóðin getur þess vegna
ekki huggað sig við, seg-
ir Gunnlaugur Sigurðs-
son, að framkvæmdin
yrði að minnsta kosti
góð fyrir andrúmsloft
jarðar. Því miður.
Höfundur er félagsfræðingur og
lektor við Kennaraháskóla Íslands.
Forsendur
Fjárfesting í 100 ár, m.kr. 107
Rekstrarkostnaður 1% af fjárfestingu, m.kr. 1,07
Framleiðsla GWst. á ári 4890
Verð 16 mills eða 1,6 kr á KWst. 1,6
Ávöxtunarkrafa Finns 5,50%
Niðurstöður
Hagnaður m.kr. 15,23
Arðsemi fjármagns 6,3%
REIKNIFORMÚLA 1
REIKNIFORMÚLA 2
REIKNIFORMÚLA 3
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
flísar