Morgunblaðið - 09.06.2001, Side 54

Morgunblaðið - 09.06.2001, Side 54
SKOÐUN 54 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÍÐUSTU vikur hefur umræðan um fiskveiðistjórnun hérlendis verið á miklu flugi vegna deilna um veiðar smábáta og nýjustu skýrslu Hafrann- sóknarstofnunar um ástand nytja- stofnanna. Í þessari orrahríð hafa mörg stór orð fallið og ýmsum stað- hæfingum verið varpað fram. Þetta er ekki aðeins eðlilegt, heldur nauð- synlegt því opin og fjörleg umræða er ómissandi í lýðræðisþjóðfélagi. Hins vegar hefur málefnagrundvöllurinn ekki verið jafn sterkur. Hér ber að hafa í huga að sjávarútvegur er höf- uðatvinnugrein landsmanna og því miklir, en oft ólíkir, hagsmunir í húfi. Þessi togstreita hefur sett sitt mark á fréttatíma fjölmiðla, sem virðist oft og tíðum vera meira í ætt við manntafl á milli einstakra hagsmunahópa frem- ur en óvilhöll og yfirgripsmikil um- fjöllun sem veltir upp öllum hliðum málsins. Ennfremur er því líkast að einstakir fjölmiðlar haldi sumum skoðunum meira til haga en öðrum og varpi misvísandi mynd til lands- manna. Dæmi um þetta er þegar sóknarmarkskerfi í Færeyjum var dásamað marga fréttatíma í röð, án þess að fjalla um fiskveiðasögu eyjanna í heild sinni. Því fer fjarri að núverandi fisk- veiðastjórnunarkerfi sé hafið yfir gagnrýni né heldur að það sé meitlað í stein. Framfarir í fiskvísindum eða breytingar á pólitískum áherslum munu án efa verða til þess, að fisk- veiðistjórnun við landið mun breytast á næstu árum. En breytingarnar verða að vera á réttum forsendum. Margt af þeirri gagnrýni sem nú er varpað fram er ekki réttmæt og um- ræðan um meinta galla kvótakerfisins virðist að miklu leyti snúast um stað- leysur, sem virðast víða teknar sem viðurkenndar staðreyndir. Í þessu til- efni hafa undirritaðir tekið saman tíu staðleysur sem oft er varpað fram sem algildum sannleik í opinberri um- ræðu um núverandi fiskveiðistjórn- unarkerfi. Jafnframt er gerð tilraun til að hrekja þær með reynslurökum. 1. Sjávarútvegur í Færeyjum geng- ur vel vegna þess hve fiskveiði- kerfið þar er gott Færeyingar byggðu fiskveiðar sín- ar að mestu á sókn á fjarlæg mið allt fram til loka áttunda áratugarins. Eftir að Íslendingar færðu út land- helgi sína í 200 mílur um miðjan átt- unda áratuginn, fylgdu aðrar þjóðir við norðanvert Atlantshaf fljótlega í kjölfarið. Árið 1977 var svo komið að færeyski flotinn hafði að mestu flust á heimamið. Á áttunda og níunda ára- tugnum voru fjárfestingar í sjávarút- vegi gífurlegar í Færeyjum og nam heildarfjárfesting allt að 40-50% af landsframleiðslu eyjanna, mest í bún- aði til veiða og vinnslu. Aukin afkasta- geta fiskiskipaflotans auk Hráefna- sjóðsins svokallaða (sem tryggði lágmarksfiskverð til útgerðanna) leiddi til þess að fiskistofnarnir við eyjarnar voru ofnýttir nær allan ní- unda áratuginn og var oft veitt allt að tvisvar sinnum meira en fiskifræðing- ar lögðu til. Ofveiðin leiddi til þess að í byrjun tíunda áratugarins hrundu fiskistofnarnir við Færeyjar og við tók ein dýpsta efnahagskreppa sem vestrænt ríki hefur orðið fyrir á frið- artímum. Bankakerfið hrundi, lands- framleiðslan féll um þriðjung, fjórði hver maður var án atvinnu og einn af hverjum tíu flutti úr landi. Þessi at- burðarás lýsir því vel hvað gerist, ef fiskveiðar eru ekki takmarkaðar í þjóðfélagi sem byggir svo mjög á einni auðlind. Svo lengi sem veiðarnir eru arðsamar munu nýir aðilar þyrp- ast inn og þeir sem fyrir eru fjárfesta í skipum og búnaði þar til fiskistofn- arnir hafa verið ofveiddir. Færeyingar tóku upp kvótakerfi að kröfu Dana árið 1992, en því var varp- að fyrir róða eftir aðeins eitt ár og sóknarmarkskerfi innleitt, sem hefur verið við lýði síðan. Erfitt er að dæma árangur þessa kerfis, enn sem komið er. Kreppan í Færeyjum og gjaldþrot sjávarútvegsfyrirtækja þar, leiddi til þess að flotinn skrapp saman um allt að helming frá því sem mest var og bankarnir héldu að sér höndum hvað varðaði lán til nýrra skipakaupa. Vegna þessa hafa fjárfestingar staðið í stað í greininni og sóknin hefur ekki aukist úr öllu valdi því skipin eru bæði eldri og færri en áður. Hversu lengi þetta ástand varir skal ósagt látið. En ef marka má reynslu annarra ríkja mun sóknarkrafturinn aukast í náinni framtíð og því er vafasamt að draga sterkar ályktanir af því tímabundna ástandi sem nú ríkir á eyjunum og yf- irfæra það á Ísland. 2. Kvótakerfið takmarkar nýliðun í sjávarútvegi Kvótakerfið hindrar allar veiðar án kvóta og nýliðar verða að kaupa kvóta af þeim sem fyrir eru til þess að hefja veiðar. Þannig er nýliðun án kvóta- kaupa hindruð. Mörgum Íslendingum finnst mikilvægt að fisknir einstak- lingar geti keypt bát og hafið útgerð og unnið sig upp eins og verið hefur frá alda öðli. Þessum hinum sömu finnst kvótakerfið hefta það. Óvíst er að hægt sé að finna fískveiðistjórn- unarkerfi, sem myndi ekki hindra innkomu nýrra aðila með einhverjum hætti, því ef aðgangur er frjáls og veiðarnar eru arðsamar, fjölgar nýlið- um þar til fiskistofnarnir hrynja. Sóknarmarkskerfi, til að mynda, hlýt- ur að vera byggt á einhvers konar takmörkunum. Annað hvort með því að takmarka sóknargetuna með tæknilegum hindrunum, þ.e. banna skipum að fjárfesta í búnaði, eða hindra aðgang nýrra skipa. Hér áður fyrr á Íslandsmiðum, gat nýtt skip að- eins bæst í flotann ef gamalt skip var tekið út í staðinn. Ef slíkt er ekki gert er aðeins hægt bregðast við með því að stytta veiðitímann þar til arðsemi er ekki lengur til staðar í greininni og nýir aðilar hætta að streyma inn. Stundum er þetta þó ekki nóg. Veið- um á Kyrrahafslúðu, undan strönd N-Ameríku, er t.d. stjórnað með sóknarmarki og taka þær aðeins einn dag því fjöldi skipa kemur á vettvang og veiðir leyfilegan hámarksafla á einum degi. Þetta er þó aðeins eitt dæmi af mörgum um langtíma áhrif sóknarmarkskerfis á fiskveiðarnar ef nýliðun er ekki takmörkuð. Með aflamarkskerfinu verður kvótinn aðeins hluti af þeirri fjárfest- ingu sem þarf til þess að hefja útgerð. Svipaður kostnaður myndi leggjast til í sóknarmarkskerfi, þar sem réttind- in til þess að veiða eru þá innifalinn í verði skipsins sem verður að kaupa til þess að geta hafið útgerð. Þetta sést best á því að undanfarin ár hafa krókaleyfisbátar gengið kaupum og sölum á verði sem er langt yfir raun- verðmæti bátanna. 3. Sóknarmark er góð byggðastefna Ef sóknarmark yrði tekið upp í fiskveiðum við Ísland yrðu áhrifin eft- ir landshlutum mjög mismunandi. Þeir útgerðarstaðir sem eru næstir miðunum gætu hagnast á kostnað þeirra staða sem fjær eru. Þetta staf- ar af því að við sóknarmark verða veiðarnar að keppni á milli einstakra skipa og byggðarlaga. Þeir sem eiga styst til hafnar frá miðunum hafa því möguleika til þess að veiða mest. Veiðiþol fiskistofnanna er takmarkað og ef þeir sem eru nær veiða meira, hlýtur minna að koma í hlut þeirra sem fjær eru. Þess vegna myndi sóknarmark hugsanlega leiða til byggðaröskunar innan landsbyggð- arinnar, styrkja sumar byggðir en veikja aðrar. Það er því eðlilegt að Vestfirðingar séu hallir undir sókn- armarkskerfi, en frá Vestfjörðum er stutt á góð þorskmið. Sóknarmark gæti hins vegar aldrei leitt til byggða- stefnu sem landið í heild gæti sætt sig við. Sóknartakmarkanir hafa, þar sem þær hafa verið reyndar, leitt til offjár- festingar, slæmrar nýtingar fram- leiðslufjármuna og lélegrar afkomu. Jafnvel þótt útgerðarstaðir sem fjærst eru miðunum myndu sætta sig við að hætta útgerð, myndi sóknar- markið ekki vera nein byggðablessun þegar til lengri tíma er litið, jafnvel ekki á Vestfjörðum. 4. Íslendingum hefur ekki tekist að byggja upp fiskistofnana þrátt fyrir að aflamarkskerfið hafi ver- ið við lýði í 17 ár. Þegar rætt er um uppbyggingu fiskistofna er mikilvægt að rugla ekki saman ákvörðun um heildarafla og því hvernig veiðunum er stjórnað. Fiskveiðistjórnunarkerfið hérlendis byggir á tveim þrepum. Fyrst er heildarafli tegunda ákvarðaður út frá tillögum Hafrannsóknarstofnunar. Næsta þrep felst í að útgerðum í afla- markskerfi er úthlutað kvóta og krókaleyfisbátum sóknardögum. Aflamarksskip geta ekki veitt um- fram kvóta sína, nema þá leigja eða kaupa viðbótarkvóta. Bátar í sóknar- dagakerfi geta hins vegar veitt eins mikið og þá lystir eða allt þar til veið- ar í þessum hluta kerfisins eru stöðv- aðar, en það gerist þegar heildarafli í sóknarkerfi hefur náð ákvörðuðu há- marki. Það er því ljóst að ef menn eru telja að mistök hafi átt sér stað við fiskveiðastjórnun og afli sé því minni af þeim sökum, að þá er það ekki kvótakerfinu að kenna heldur líf- fræðilegri óvissu um ástand og veiði- þol fiskistofna sem leitt hafa til rangra ákvarðana um heildarafla. Ef t.d. sóknarmark væri við lýði mundu yfirvöld samt sem áður reyna að koma í veg fyrir veiðar umfram veiði- þol. Sú viðleitni væri auðvitað erfiðari og háð gæftum á miðun- um. Ljóst er að heildar- afli hefur í einhverjum tilfellum farið fram úr áætlun og sögur hafa verið uppi um að ein- hverju magni þorsks sé landað framhjá vikt. Þetta magn er þó óverulegt ef miðað er við að heildar botn- fiskafli var um 504 þúsund tonn fiskveiði- árið 1999/2000. Því er ljóst að eingöngu ef umtalsvert brottkast fiskjar er fylgifiskur kvótakerfisins geta verið tengsl á milli uppbyggingar fiski- stofnana og afla- markskerfisins sem leiðir okkur að næsta atriði. 5. Kvótakerfið ýtir undir brottkast fisks og sóun Um árabil hefur það orðspor fylgt kvótakerfinu að það leiði til brottkasts fiskjar og sóunar verðmæta. Nú nýverið gerði Gallup umfangsmikla könnun meðal sjó- manna um hvað hæft sé í þessum staðhæfingum. Niðurstöður hennar sýndu að allt að 25.600 tonnum af bol- fiski er hent árlega. Þetta eru ógn- vænlegar tölur og hafa þær verið raktar beint til kvótakerfisins. Í kjöl- farið hafa menn gjarnan tengt brott- kastið við rányrkju og þverrandi fiskistofna. Hér má þó ekki hrapa að ályktunum. Það brottkast sem hefur verið gefið til kynna með nafnlausum könnunum, er mjög lítill hluti af afla eða aðeins um 5% af heildarafla. Það ætti ekki að skipta sköpum um við- gang fiskistofna, jafnvel þó það væri ívið meira. Þá er heldur ekki víst að brottkastið dragi úr hagkvæmni kvótakerfisins. Í fyrsta lagi verða af- föll í allri framleiðslu, hvort sem um er að ræða ræktun grænmetis, mjólk- urframleiðslu eða í fiskveiðum. Ef aft- ur er miðað við 5% brottkast má segja að „nýtingarstuðulinn“ í bolfiskveið- um sé um 95%. Ennfremur er ljóst, að sá fiskur sem hent er aftur í sjóinn er yfirleitt verðlítill eða verðlaus vegna t.d. sjúkdóma, holdafars eða stærðar og því ekki mikið verðmætatap þó hann komi ekki að landi. Í öðru lagi er ekkert sem bendir til þess að nýtingarstuðlar séu hærri í öðrum stjórnunarkerfum. Það er t.d. alþekkt í sóknarmarkskerfi að meiri áhersla er lögð á magn en gæði og meiri afli er innbyrtur en hægt er að ísa eða frysta. Þá má einnig benda á að í könnun sem SKÁÍS gerði meðal sjómanna árið 1990 kom fram, að um 40 þúsund tonnum væri hent fyrir borð. Eins og fram kemur hér að neð- an var einungis um helmingur afla veiddur á kvótaskipum á þessum tíma. Það er því ekki hægt að slá neinu föstu um hvort sóknarmarks- kerfi eða aflamarkskerfi leiði til meira brottkasts. 6. Kvótakerfið hefur verið lýði frá árinu 1984 Kvótakerfið í núverandi mynd varð til árið 1990, þótt aflamarkskerfi hafi fyrst verið tekið upp í botnfiskveiðum 1984. Frá 1985 og fram til 1990 var öllum skipum hins vegar gefinn kost- ur á að velja á milli sóknar- og afla- marks og mörg nýttu sér fyrri kost- inn. Aflamarkskerfi hafði þó verið við lýði í síldveiðum frá 1975. Árið 1986 voru aðeins um 30% af heildarþorsk- afla veidd af kvótaskipum. Þetta hlut- fall hafði vaxið í um 50% á árunum 1988-90. Til að hvetja útgerðarmenn til að flytja sig yfir í aflamarkskerfið var sóknarmarksskipum, sem fluttu sig yfir í aflamarkskerfið á árunum 1986-87, gefinn kostur á að auka hlut- deild sína í heildarafla. Ný lög um stjórn fiskveiða voru síðan sett árið 1990. Allir bátar 6 brúttórúmlestir og stærri voru nú settir á samræmt afla- mark og var skipum, sem höfðu lágt aflamark, úthlutaðar sérstækur bæt- ur sem námu 40% af því sem upp á vantaði til að þau næðu meðaltali í sínum skipaflokki. Enda þótt afla- markskerfið teygi þannig rætur sínar allt til ársins 1984 fer því fjarri að kvóti allra skipa hafi byggt á veiði- reynslu áranna 1981-83 eins og oft er haldið fram. 7. Aflamarkskerfið eykur fjárfest- ingu og skuldasöfnun útgerðar- innar er óeðlileg Undanfarinn áratug hafa skuldir sjávarútvegs vaxið mikið að krónu- tölu. Þetta má rekja til kvótakerfisins að einhverju leyti. En eftir að það kom til sögunnar árið 1990 hafa út- vegsfyrirtækin átt hægara með að fá lán þar sem fjármálastofnanir höfðu nú tryggari veð fyrir lánum en áður þekktist. Lánin hafa síðan verið notuð til þess að fjármagna hagræðingu innan greinarinnar. Í stuttu máli er sagan sú að hagkvæmari útgerðir kaupa þær óhagkvæmari út úr sjáv- arútvegi. Í kjölfarið fækkar störfum en skuldir vaxa. Greinin notar meira fjármagn, en ekki á sama hátt og áð- ur. Helstu verðmætin felast nú í kvótastöðu – ekki skipum og vinnslu- húsum. Þrátt fyrir þetta er eiginfjár- staða greinarinnar mjög sterk um þessar mundir að teknu tilliti til kvótaeignar og greinin er vel undir það búin að mæta skakkaföllum. Með öðrum orðum, eignir og skuldir út- gerðanna hafa vaxið með tilkomu kvótakerfisins – eignirnar þó hraðar. Hagræðing hefur verið afar knýj- andi í íslenskum fiskveiðum á síðustu árum. Þorskafli hefur minnkað um rúmlega helming frá árinu 1981 og sóknin varð að minnka. Til þess að ná þessu sama markmiði í sóknarmarks- kerfi hefðu þurft að koma til stórfelld uppkaup á fiskiskipum eða mikill stuðningur stjórnvalda við óhag- kvæmar útgerðir. 8. Mikil búseturöskun hefur átt sér stað í kjölfar kvótakerfisins Ástæðan fyrir fólksflutningum geta verið mjög margvíslegar, s.s. af félagslegum, atvinnulegum, heilsu- farslegum og menntunarlegum ástæðum, eins og kemur glögglega fram í ágætri skýrslu Byggðastofn- unar frá árinu 1997: „Misjafnt er milli landshluta á landsbyggðinni í hve miklum mæli fólk er ánægt með ein- staka þætti búsetuskilyrðanna, t.d. eru Vestfirðingar og íbúar bæjanna á norðanverðum Austfjörðum ánægðir með atvinnumálin í byggðarlagi sínu þó svo að þaðan hafi verið mikill brottflutningur.“ Kvótaflutningar eiga sér yfirleitt stað í tengslum við hagræðingu af einhverjum toga, sem er oft forsenda þess að fyrirtækin geti greitt hærri laun. Þessar færslur hafa því stutt við byggð á allmörgum stöðum um land- ið, þó það sé alls ekki sjálfgefið að fólksfjöldi vaxi í kjölfar bættrar kvótastöðu. Þvert á móti. Fólksfækk- un hefur jafnvel átt sér stað á sumum stöðum sem bætt hafa við sig kvóta, s.s. Fjarðarbyggð. Kvóta- og fólks- flutningar á milli sveitarfélaga eru því aðeins einn þáttur í ferli sem á sér djúpar orsakir. Ekki er hægt að tengja þessa tvö atriði saman með jafn afgerandi hætti og margir vilja vera láta. Ekki er heldur hægt að skilja þess- ar breytingar án þess að skoða þær í sögulegu samhengi. Rót vandans í mörgum smærri sveitarfélögum ligg- ur í þeim óhóflegu fjárfestingum í fiskveiðum og vinnslu, sem ráðist var í á áttunda áratugnum. Það leiddi til mjög örrar fólksfjölgunar þann ára- tuginn á smærri stöðum, sem nú er að nokkru að ganga til baka. Afkasta- geta fiskvinnslunnar vítt og breitt um landið hefur lengi verið mun meiri en þörf er á og því er viðbúið að staðir á landsbyggðinni takist á um hráefni og kvóta. 9. Smábátum hefur vegnað verr eftir upptöku kvótakerfisins STAÐLEYSUR OG STAÐREYNDIR UM ÍSLENSKA KVÓTAKERFIÐ Axel Hall Sjávarútvegur er ekki einkamál sjómanna eða útgerðarmanna eða nokkurra annarra, segja Axel Hall, Ásgeir Jóns- son, Sveinn Agnarsson og Tryggvi Þór Her- bertsson, heldur er hann meginstoð íslensks efnahagslífs og afkoma hans skiptir sköpum fyr- ir lífskjör almennings, hvar sem er á landinu. Sveinn Agnarsson Tryggvi Þór Herbertsson Ásgeir Jónsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.