Morgunblaðið - 09.06.2001, Side 56
MESSUR Á MORGUN
56 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00.
Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson.
HRAFNISTA, REYKJAVÍK: Guðsþjón-
usta kl. 13:30. Árni Bergur Sigur-
björnsson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Sjómannadagur-
inn. Sjómannamessa kl. 11:00. Hilm-
ar Snorrason, skólastjóri Slysavarna-
skólans, prédikar. Sjómenn aðstoða í
messunni. Organisti Guðmundur Sig-
urðsson. Pálmi Matthíasson.
DÓMKIRKJAN: Sjómannaguðsþjón-
usta kl. 11:00. Biskup Íslands, herra
Karl Sigurbjörnsson, prédikar. Dóm-
kórinn syngur. Organisti Kjartan Sig-
urjónsson.
GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11:00. Kirkjukór Grensáskirkju syng-
ur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Ólaf-
ur Jóhannsson.
GRUND, DVALAR- OG HJÚKRUNAR-
HEIMILI: Guðsþjónusta kl. 10:15.
Organisti Kjartan Ólafsson. Sr. Hreinn
S. Hákonarson.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl.
11:00. Organisti Ágúst I. Ágústsson.
Sr. María Ágústsdóttir. Ensk messa
kl. 17:00. Organisti Ágúst I. Ágústs-
son. Sr. Ingþór Indriðason Ísfeld.
LANDSPÍTALI, HRINGBRAUT:
Messa kl. 10:30. Sr. Guðlaug Helga
Ásgeirsdóttir.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11:00.
Organisti Douglas A. Brotchie. Sr.
Helga Soffía Konráðsdóttir.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð-
brands biskups. Messa kl. 11:00.
Sjómannadagurinn. Eiríkur Hreinn
Helgason syngur einsöng. Prestur
Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Ólaf-
ur W. Finnsson. Kaffisopi eftir
messu.
LAUGARNESKIRKJA: Bent á guðs-
þjónustur í nágrannakirkjum vegna
sumarleyfis starfsfólks Laugarnes-
kirkju.
NESKIRKJA: Messa kl. 11:00.
Fermdur verður Sigurþór Steinn Ólafs-
son, Grandavegi 41. Prestur sr. Hall-
dór Reynisson. Organisti Reynir Jón-
asson.
SELTJARNARNESKIRKJA: Orgeltón-
list kl. 11:00-11:30. Pavel Manasek
organsti mun leika vel valin verk eftir
meistarana Bach, Purcel o.fl. Leggj-
um áherslu á ljósastand í Seltjarnar-
neskirkju, sem er mikið notaður í
bænahaldi. Fólk kemur og tendrar
ljós um leið og bæn er beðin. Þar get-
ur þú átt stund með Guði, tendrað
ljós og fundið frið frá öllu amstri
hversdagsins undir fallegri orgeltón-
list. Verið öll hjartanlega velkomin.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Gönguguðs-
þjónusta kl. 10:00. Athugið breyttan
messutíma. Farið í langreiðum að lok-
inni guðsþjónustu að Grindarskörð-
um og gengin gamla Selvogsgatan að
Hlíðarvatni, um 6 tíma ganga. Farið í
sund og sauna á Stokkseyri og hum-
arsúpa snædd í veitingahúsinu Við
fjöruborðið. Mæting á göngugalla og
skóm til guðsþjónustu.
FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Almenn
guðsþjónusta kl: 11:00. Barn borið til
skírnar. Organisti: Bjarni Jónatans-
son.
ÁRBÆJARKIRKJA: Messa kl. 11:00.
Prestur sr. Sigrún Óskarsdóttir.
Fermdur verður: Snorri Matthíasson.
Organisti: Violeta Smid. Kirkjukór Ár-
bæjarkirkju syngur.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11. Prestur sr. Sigurjón Árni Eyj-
ólfsson. Organisti: Jón Ólafur Sig-
urðsson. Sóknarprestur.
DIGRANESKIRKJA: Kvöldmessa kl.
20:30 með einföldu messuformi.
Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson. Org-
anisti: Kjartan Sigurjónsson. Félagar
úr kór Digraneskirkju leiða almennan
söng.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 20. Ath. breyttan tíma. Prest-
ur sr. Hreinn Hjartarson. Organisti:
Lenka Mátéová.
GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11:00. Sr. Sigurður Arnarson
prédikar og þjónar fyrir altari. Kór
Grafarvogskirkju syngur. Organisti:
Hörður Bragason.
HJALLAKIRKJA: Nú standa yfir miklar
framkvæmdir í Hjallakirkju. Verið er
að skipta um gólfefni í kirkjuskipi og
sinna ýmsu viðhaldi. Af þeim sökum
fellur helgihald niður í sumar en guðs-
þjónustur hefjast aftur um miðjan
ágústmánuð. Bent er á helgihald í
öðrum kirkjum Kópavogs eða pró-
fastsdæmisins. Við minnum á bæna-
og kyrrðarstundir sem verða áfram-
haldandi á þriðjudögum kl. 18 á neðri
hæð kirkjunnar. Prestarnir.
KÓPAVOGSKIRKJA: Sjómannaguðs-
þjónusta kl. 11:00. Kór Kópavogs-
kirkju syngur og leiðir safnaðarsöng.
Organisti: Guðmundur Ómar Óskars-
son. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson.
SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
20:00. Ath. breyttan messutíma. Sr.
Valgeir Ástráðsson prédikar. Organ-
isti er Jón Ólafur Sigurðsson.
KFUM og KFUK v/Holtaveg: Sam-
koma í húsi KFUM&K við Holtaveg kl.
17. Sigurður Pétursson sjávarútvegs-
fræðingur talar. Barnagæsla á sam-
komutíma. Allir hjartanlega
velkomnir.
ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Sam-
koma kl. 20:00. Mikil lofgjörð og fyr-
irbænir. Friðrik Schram.
FRÍKIRKJAN VEGURINN: Samkoma
kl. 20:00, Högni Valsson predikar,
brauðsbrotning lofgjörð og fyrirbænir
Allir hjartanlega velkomnir
Mánudag; hvetjum alla fjölskylduna
til að mæta á fjölskyldubænastund
kl. 18:30, og í súpu, brauð og sam-
félag á eftir.
BOÐUNARKIRKJAN: Samkoma í dag
kl. 11-12:30. Lofgjörð, barnasaga,
prédikun og biblíufræðsla þar sem
ákveðið efni er tekið fyrir, spurt og
svarað. Á laugardögum starfa barna-
og unglingadeildir. Súpa og brauð eft-
ir samkomuna. Allir hjartanlega vel-
komnir.
KLETTURINN: Kl. 20 almenn sam-
koma fyrir alla fjölskylduna. Mikil lof-
gjörð og tilbeiðsla. Athugið breyttan
samkomutíma. Fimmtudag kl. 20
bæna- og lofgjörðarstund. Bæn, lof-
gjörð og orð guðs.
FÍLADELFÍA: Almenn samkoma kl.
20:00, lofgjörðarhópur Fíladelfíu
syngur.Ræðumaður Vörður L.
Traustason forstöðumaður.
Allir hjartanlega velkomnir.
KRISTSKIRKJA, Landakoti: Sunnu-
dagur, Þrenningarhátíð: Hámessa kl.
10.30 og kl. 18.00 (á ensku).
Alla virka daga: Messa kl. 18.00.
MARÍUKIRKJA, Raufarseli 8: Sunnu-
daga: Messa kl. 11.00. Virka daga:
Messa kl. 18.30.
JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Sunnu-
dagur 10. júní: Bænastund kl. 10.00,
messa kl. 10.30.
Miðvikudagur: Messa kl. 18.30.
KARMELKLAUSTUR, Hafnarfirði:
Sunnudaga : Messa kl. 08.30. Alla
virka daga: Messa kl. 8.00.
BARBÖRUKAPELLA, Keflavík:
Sunnudaginn 10. júní: Messa kl.
14.00. Messa á pólsku kl. 16.00.
Fimmtudag kl. 19.30: skriftir. Kl.
20.00 bænastund.
STYKKISHÓLMUR, Austurgötu 7:
Sunnudaga: Messa kl. 10.00.
RIFTÚN, Ölfusi. Sunnudagar : Messa
kl. 17.00.
AKRANES: 16. júní: Messa kl.
11.00.
GRINDAVÍK: 16. júní kl. 18.00:
Messa í Kvennó.
GARÐUR: Kl. 12.30 messa á pólsku.
JÓHANNESARKAPELLA, Ísafjörður:
Sunnudaga: messa kl.11.00.
FLATEYRI Laugardaga: Messa kl.
18.00.
BOLUNGARVÍK: Sunnudaga: Messa
kl. 16.00.
SUÐUREYRI: Sunnudaga: Messa kl.
19.00.
PÉTURSKIRKJA, Eyrarlandsvegi 26,
Akureyri, : Sunnudaga messa kl.
11.00. Laugardaga: messa kl.
18.00.
LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum:
Kl. 13 hátíðarguðsþjónusta á sjó-
mannadag. Fulltrúar sjómanna lesa
ritningarlestra. Frumflutt lag í Eyjum
eftir Arnþór Helgason við ljóð er
tengist sjóslysi Helga VE. Kammerkór
Hafnarfjarðar syngur, organisti
Helgi Bragason.
HAFNARFJARÐARKIRKJA: Messa
kl. 11:00. Fermd verður Guðbjörg
Olga Bjarnadóttir til heimilis í Háholti
14, Hafnarfirði. Eftir messuna er
kaffisopi í safnaðarheimilinu. Organ-
isti er Dagný Björgvinsdóttir, prestur
sr. Þórhallur Heimisson. Allir eru hjart-
anlega velkomnir.
VÍÐISTAÐAKIRKJA: Guðþjónusta á
sjómannadag kl. 11. Einsöngur: Sig-
urður Skagfjörð Steingrímsson. Kór
Víðistaðasóknar syngur. Organisti:
Úlrik Ólason.
FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Sjómanna-
messa kl. 11 með þátttöku sjómanna
og sjómannafélaganna í Hafnarfirði.
Orgel og kórstjórn: Þóra Vigdís
Guðmundsdóttir. Einar Eyjólfsson
predikar og Sigríður Kristín Helgadótt-
ir þjónar fyrir altari.
VÍDALÍNSKIRKJA: Guðsþjónusta ,kl.
11:00.Kór kirkjunnar leiðir almennan
safnaðarsöng. Organisti: Jóhann
Baldvinsson. Sr. Hans Markús Haf-
steinsson, þjónar við athöfnina.
Prestar Garðaprestakalls.
KÁLFATJARNARSÓKN. Bryggjuguðs-
þjónusta verður við höfnina í Vogun-
um, sunnudaginn 10. júlí, sjómanna-
daginn, kl. 14:00. Guðsþjónustan
fellur inn í hátíðahöld sjómannadags-
ins. Kór Kálfatjarnarkirkju leiðir al-
mennan safnaðarsöng. Organisti:
Frank Herlufsen. Sr. Hans Markús
Hafsteinsson, þjónar við athöfnina.
Prestar Garðaprestakalls.
GRINDAVÍKURKIRKJA: Guðsþjón-
usta með þátttöku sjómanna 10. júní
kl. 13. Prestur sr. Hjörtur Hjartarson.
Organisti: Örn Falkner. Kirkjukór
Grindavíkur leiðir safnaðarsöng.
Sóknarnefndin.
ÚTSKÁLAKIRKJA: Sjómannadagur-
inn. Guðsþjónusta kl. 14. Tveir sjó-
menn og eiginkonur þeirra taka þátt í
guðsþjónustunni. Kór Útskálakirkju
syngur. Organisti Hrönn Helgadóttir.
HVALSNESSÓKN: Sunnudagurinn
10. júní. Sjómannadagurinn.
Guðsþjónusta kl. 13. Guðsþjónustan
verður á bryggjunni í Sandgerði.
Kór Hvalsneskirkju syngur.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Sjómannadag-
urinn og þrenningarhátíð. Sameigin-
leg fjölskyldu- og sjómannaguðsþjón-
usta fyrir Keflavík og Njarðvík kl. 11.
Prestur: sr. Sigfús Baldvin Ingvason.
Sjómenn lesa lexíu og pistil. Minnst
verður drukknaðra sjómanna. Kór
Keflavíkurkirkju leiðir söng.
Organisti og stjórnandi: Hákon Leifs-
son. Meðhjálpari: Hrafnhildur Atla-
dóttir. Grillað verður í garði Kirkjulund-
ar eftir messu.
SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 11.
Morguntíð sungin þriðjudaga til föstu-
daga kl. 9, kaffi og brauð að henni
lokinni. Foreldrasamvera miðviku-
daga kl. 11.
EYRARBAKKAKIRKJA: Messa kl.
14:00. Sóknarprestur.
STOKKSEYRARKIRKJA: Messa kl.
11:00. Sóknarprestur.
ÞORLÁKSKIRKJA: Guðsþjónusta á
sjómannadag kl. 11. Jón Ragnars-
son.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA:
Messa kl. 11:00. Sóknarprestur.
HAUKADALSKIRKJA:
Fermingarmessa kl. 14:00. Fermd
verður: Lovísa Tinna Magnúsdóttir,
Kjóastöðum, Biskupstungum.
Kammerkór Biskupstungna og félag-
ar úr Skálholtskórnum syngja.
Sóknarprestur. Sr. Egill Hallgrímsson,
Skálholti.
AKRANESKIRKJA: Hátíðarguðsþjón-
usta kl. 11. Aldraðir sjómenn heiðr-
aðir. Sr. Björn Jónsson messar í fjar-
veru sóknarprests. Gengið að
minnismerki sjómanna á Akratorgi að
guðsþjónustu lokinni. Minningar-
stund við minnismerkið í kirkjugarð-
inum kl. 10. Sóknarprestur.
ÍSAFJARÐARKIRKJA: Sjómanna-
messa kl. 11. Sjómenn heiðraðir. For-
seti Íslands, herra Ólafur Ragnar
Grímsson, predikar. Sóknarprestur.
ÞINGVALLAKIRKJA: Messa kl. 14.
Prestur sr. Ingólfur Guðmundsson.
BRAUTARHOLTSKIRKJA, Kjalarnesi:
Fermingarmessa kl. 14. Fermd verð-
ur: Linda Rós Sigþórsdóttir, Búagrund
13, Kjalarnesi. Sr. Gunnar Kristjáns-
son sóknarprestur.
BAKKAGERÐISKIRKJA á Borgarfirði
eystra: Sjómannamessa á sjómanna-
daginn, 10. júní, kl. 11. Allir velkomn-
ir. Sóknarprestur.
BÍLDUDALSKIRKJA: Sjómanna-
messa kl. 15. Sr. Auður Inga Einars-
dóttir, skipaður sóknarprestur á
Bíldudal, verður sett inn í embætti
sóknarprests á Bíldudal í messunni.
Sr. Bragi Benediktsson prófastur.
LUNDARBREKKUKIRKJA, Bárðar-
dal: Fermingarmessa. Fermdar verða
Anna Sæunn Ólafsdóttir, Bjarnarstöð-
um, Helga Margrét Helgadóttir, Kálf-
borgará, Sigríður Huld Ingvarsdóttir,
Hlíðskógum. Sr. Arnaldur Bárðarson.
VALÞJÓFSSTAÐARKIRKJA. Ferming-
armessa kl. 14:00. Fermd verður Þór-
veig Jóhannsdóttir frá Brekkugerði í
Fljótsdal. Organisti er Kristján Giss-
urarson. Kór Valþjófsstaðarkirkju
syngur. Sr. Lára G. Oddsdóttir.
Kristur og Nikódemus
Jóh. 3.
HANNES Hlífar Stefánsson, Jón
Viktor Gunnarsson og Bragi Þor-
finnsson sigruðu allir í skákum sín-
um í sjöundu umferð á Evrópu-
mótinu í skák sem nú stendur yfir í
Makedóníu. Efstu 46 sætin á mótinu
gefa réttindi til þátttöku í heims-
meistaramótinu í skák, en Hannes er
nú í 18.-44. sæti með 4½ vinning og á
því góða möguleika. Hinir þrír skák-
mennirnir Jón Viktor, Bragi og Stef-
án Kristjánsson eru allir með þrjá
vinninga í 129.-162. sæti. Þeir Bragi
og Stefán eygja báðir möguleika á
áfanga að alþjóðlegum meistaratitli
og gætu jafnvel tryggt sér áfangann
þegar í níundu umferð samkvæmt
reglum FIDE, alþjóðlega skáksam-
bandsins, ef vel gengur. Úrslit í sjö-
undu umferð urðu þessi:
Hannes - Peter Wells (2522) 1-0
Ara Minasian (2478) - Jón Viktor
0-1
Bragi - Beat Züger (2448) 1-0
Yuri Kruppa (2572) -Stefán 1-0
Í gær var frídagur á mótinu, en
áttunda umferð verður tefld í dag.
Hægt verður að fylgjast með skák
Hannesar í beinni útsendingu. Slóð-
ina má finna á skak.is.
Bragi Þorfinnsson vann sína
fyrstu skák í sjöundu umferð og var
snöggur að því. Þótt þetta hafi verið
fyrsta sigurskák hans hefur hann
einungis tapað tveimur skákum, en
hann er einn stigalægsti keppandinn
á mótinu.
Hvítt: Bragi Þorfinnsson
Svart: Beat Züger (Sviss)
Benköbragð
1.d4 Rf6 2.c4 c5 3.d5 b5!? 4.cxb5
a6 5.b6!? --
Hvítur tekur þann kostinn að gefa
peðið strax til baka til að trufla sam-
spil svörtu mannanna.
5. -- e6!?
Framhaldið í skákinni sýnir vel
skuggahliðar þessarar áætlunar, þ.e.
bakstætt svart peð á hálfopinni d-
línunni. Ef til vill hefði verið eðli-
legra fyrir svart að leika 5. -- d6,
ásamt g6 og Bg7 síðar.
Í skákinni, Hannes Hlífar Stefáns-
son-Djurhuus á Svæðamóti Norður-
landa í Reykjavík í fyrra, reyndi
svartur aðra varnaráætlun með
hörmulegum árangri (breytt leikja-
röð): 5. -- g6 6. Rf3 a5 7.Rc3 Ba6 8.b7
Ha7 9.e4 Bxf1 10.Kxf1 d6 11.e5 dxe5
12.Rxe5 Hxb7 13.Da4+ Rfd7 14.Rc6
Dc8 15.Bf4 Ra6 16.He1 f6 17.Rxe7
Bxe7 18.d6 0–0 19.Dc4+ Kh8
20.dxe7 Hb4 21.exf8D+ Rxf8 22.Df7
Hxf4 23.He7 Df5 24.Dg7+ mát.
6.Rc3 Rxd5 7.Rxd5 exd5 8.Dxd5
Rc6 9.e4 Be7 10.Rf3 Hb8 11.Bc4 0–0
12.Bd2 Hxb6 13.0–0!? --
Nýr leikur í stöðunni. Áður hefur
verið leikið 13.Bc3, t..d. 13. -- Rb4
14.Dd2 Hd6 15.De2 a5 16.a3 Rc6
17.e5 Hg6 18.0–0 d6 19.Bd3 He6
20.Bf5 Hh6 21.Bxc8 Dxc8 22.exd6
Bxd6 23.Db5 Dc7 24.g3 Hb8 25.Dc4
Db6 26.Hfe1 Db5 27.Dxb5 Hxb5 með
betra tafli fyrir hvítan, sem vann í 69
leikjum (Schlicht-Urbanczyk,
Þýskalandi 1994).
13...Hxb2
Eftir 13...d6 er komin upp staða,
sem þekkt er í fræðunum. Dæmi:
14.Dh5 Hxb2 15.Had1 Bf6 16.Bc3
Bg417.Dxg4 Bxc3 18.Hd3 Bf6
19.Hfd1 Rd4 20.Rxd4 Bxd4 21.Hf3
a5 22.h4 g6 23.h5 Kg7 24.g3 De7
25.Kg2 og hvítur fær bætur fyrir
peðið, sem hann er búinn að fórna
(Khúrtsidze-Pia Cramling, Heims-
bikarmót FIDE, Shenyang 2000).
14.Bc3 Hb6 15.Had1 d6 16.Dh5
Bf6!?
Svartur á mjög erfitt um vik í
þessari stöðu. Eftir 16...De8
17.Hxd6! Hb8 (17...Bxd6? 18.Rg5! h6
19.Dg6 og mátar í næsta leik;
17...Bd7 18.Rg5 Bxg5 19.Dxg5 Rd4
20.Hxb6; 17...Be6 18.Rg5 Bxg5
19.Dxg5 Rd4 20.Hxb6 Bxc4 21.He1)
18.Rg5 Bxg5 19.Dxg5 Rd4 20.Hxd4
h6 21.Dxc5 vinnur hvítur.
Ef svartur reynir að leika
16...Dd7, með Dd7-g4 í huga, þá
svarar hvítur einfaldlega með 17. h3!
og þá stendur svartur frammi fyrir
sömu vandamálum og í skákinni.
17.e5! g6 18.Dh6 Bg7 19.De3 He8
Það er mjög erfitt að benda á betri
leik fyrir svartan, t.d. 19...Rb4 (19. --
Re7 20. Ba5) 20.a3 Rc2 21.Dc1 Rd4
22.Rxd4 cxd4 23.Bxd4 dxe5 24.Bxb6
o.s.frv.
20.Df4 Be6 21.Hxd6 Db8 22.Bxe6
fxe6 23.Rg5 Rd8 24.Hdd1 Bh6?
Enn einu sinni sannast gamalt
spakmæli: Í slæmum stöðum koma
afleikirnir af sjálfu sér!
Svartur á þó enga leið, sem gefur
honum einhverjar raunhæfar vonir
um björgun, t.d. 24...Hf8 25.Dh4 h6
26.Re4 Rf7 27.f4 Hc6 28.Rf6+ Bxf6
29. Dxf6 Rh8 30. Dh4 Rf7 31, Hd7,
eða 24...Hb7 25.Dc4 Rf7 (25...Bxe5
26.Hxd8 Dxd8 27.Rxe6 Dd7 28.Rc7+
Kf8 29.Rxe8 Bxc3 30.Dxc3 Kxe8
31.Dh8+) 26.Rxe6 Bxe5 27. Rxc5
Bxh2+? 28. Kh1 Hc7 29. Hd7 Hf8 f4
o.s.frv.
25.Hxd8!
og svartur gafst upp, því að hann
verður mát, eftir 25. -- Dxd8 (25. --
Bxg5 26. Hxb8 Bxf4 27. Hxb6) 26.
Df7+ Kh8 27. Dxh7+.
Þriðja bikarmót Striksins
á sunnudag
Þriðja mótið í bikarkeppni Striks-
ins sem Strik.is, Taflfélagið Hellir og
ICC standa sameiginlega að verður
haldið sunnudaginn, 10. júní og hefst
kl. 20:00. Góð verðlaun verða í boði
Íslandssíma og Striksins. Eins og
venja er, verður teflt á ICC skák-
þjóninum. Skráning fer þannig fram
á ICC eigi síðar en klukkan 19:45
með því að slá inn „tell pear join.“
Þeir sem ekki tóku þátt í fyrri mót-
um þurfa einnig að senda fullt nafn
og kennitölu með „message“ til
Vandradur eða í tölvupósti til hell-
ir@simnet.is. Til aðstoðar á meðan á
mótinu stendur verður Vandradur.
Góð verðlaun verða í boði bæði
fyrir bikarkeppnina og svo sjálft Ís-
landsmótið, sem er lokamót bikar-
keppninnar. Jafnframt gefur ICC
frímánuði í verðlaun.
Alls munu 20 skákmenn taka þátt í
landsliðsflokki Íslandsmótsins í net-
skák, þeir 18 sem flesta vinninga
hafa fengið í bikarkeppni Strikins í
skák fyrir Íslandsmótið og auk þess
tveir keppendur tilnefndir af móts-
höldurum. Aðrir skákmenn tefla í
opnum flokki.
Bikarkeppni Strikins í skák snýst
um það hver fær flesta vinninga
samtals í átta af þessum 10 mótum.
Vinningar í landsliðsflokki Íslands-
mótsins gilda tvöfalt, en vinningar í
öðrum mótum sem og í opnum flokki
Íslandsmótsins gilda einfalt.
Keppt verður í fimm flokkum og
eru sigurvegarnir í hverjum flokki
jafnframt Bikarmeistarar Striksins í
skák í viðkomandi flokki. Flokkarnir
eru opinn flokkur, undir 2100, undir
1800, undir 1500 og stigalausir.
Stigaflokkar miðast við Íslensk stig
1. apríl 2001.
Úr mótaáætlun
Skáksambandsins
10.6. Hellir. Bikarmót Striksins
13.6. TR. Boðsmótið
16.6. Hellir. Mjóddarmótið
22.6. TG. Íslandsm. 60 ára og e.
23.6. TR. Helgarskákmót
Góður dagur á
Evrópumótinu
SKÁK
O h r i d , M a k e d ó n í a
EVRÓPUMÓTIÐ Í SKÁK
1. – 15.6.2001
SKÁK
Daði Örn Jónsson
Bragi Kristjánsson