Morgunblaðið - 09.06.2001, Page 65

Morgunblaðið - 09.06.2001, Page 65
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 65 Vesturgötu 2, sími 551 8900 Spútnik spilar í kvöld Í ÞRJÁ yndislega daga í næstu viku mun íslensk rokkmenning hverfa aft- ur í gamlan Ham. Þessi hljómsveit, sem hefur líklegast haft einhver áhrif á flestar þær íslensku rokksveitir sem á eftir komu, hyggst rísa upp frá dauðum til þess að hita upp fyrir þýsku sveitina Rammstein. Liðsmenn voru á einu máli um að ef upprisan ætti að verða að veru- leika þyrftu þrjú meginatriði að vera á hreinu. Hún þyrfti að vera endan- leg, stutt og hljómsveitin þyrfti að halda sína eigin tónleika. Eftir að seldist svo upp á tónleika Ham á Gauki á Stöng, næstkomandi mið- vikudag, var ákveðið að bæta við öðr- um daginn eftir. Liðsmenn Ham höfðu líklegast minnstu hugmynd um það sjálfir hversu marga aðdáendur sveitin á í dag. Í gamla daga mættu yfirleitt sömu 400 hræðurnar eða svo á tón- leika þeirra, plötusala náði aldrei yfir 1.000 eintök og enginn útvarpsmaður lét sér detta í hug að leika tónlist þeirra að degi til. Nú eru tímarnir breyttir og ekki fjarri lagi að áætla að Ham komi til með að leika fyrir fleiri manns á þessum þremur upprisudögum en þeir gerðu samanlagt á öllum þeim tónleikum sem sveitin hélt á lífdög- um sínum. Tónlistarævintýri eftir Ham Það var eins og að stíga aftur í tím- ann að koma inn í æfingaaðstöðu Ham. Þar sátu þeir félagar Sigurjón Kjartansson söngvari og gítarleikari, Óttarr Proppé söngvari, Björn Blön- dal bassaleikari, Arnar Geir Ómars- son trommari og Jóhann Jóhannsson gítar- og hljómborðsleikari í makind- um sínum, hlustandi á eina geisla- plötu Ham af athygli, til upprifjunar. „Ég hef kannski spilað í svona fimm klukkutíma síðan Ham hætti,“ viðurkennir Björn þegar ég spyr þá um tónlistarævintýri þeirra síðustu árin. Arnar: „Það gera því eitthvað um 40 mínútur á ári.“ Sigurjón: „Ég hef haldið mér við sem gítarleikari með því að spila með Tvíhöfða.“ – Ertu eitthvað að semja tónlist þessa dagana, Sigurjón? Sigurjón: „Nei, ekki nema það sem ég geri fyrir Tvíhöfða og Fóstbræður og þá í samstarfi við félaga mína. Jón Gnarr er örugglega eini maðurinn sem ég get samið tónlist með.“ – Var einhver togstreita í Ham þegar lagasmíðar voru annars veg- ar? Björn: „Nei, þetta var voðalega skýrt allt saman. Það bara hættu all- ir að semja lög nema Sigurjón, sem var mjög gott. Hann hafði áhuga.“ Sigurjón: „Já, ég var svona sá sem samdi lögin, sko, og hérna...“ Björn: „Allar tilraunir annarra að koma með lög mistókust (hlátur).“ Óttarr: „Allir aðrir sem reyndu að semja lög voru náttúrulega bara hætt komnir.“ Nú hlæja allir nema Sigurjón, sem glottir út í annað. Sigurjón: „Þeir voru bara reknir.“ Björn: „Við sömdum mikið saman fyrst. Lög eins og „Hold“. Síðan hættum við því bara.“ Óttarr: „Sem betur fer. Annars værum við ekkert hér.“ Og nú hlæja allir. Vissum aldrei hvað við vorum að gera – Þessi orðrómur var nú búinn að vera lengi á kreiki, að ef Rammstein myndi koma þá ætluðuð þið að koma saman aftur og hita upp. Sigurjón: „Já, afar pirrandi orð- rómur. Ég hafði aldrei sagt þetta, það er ekki rétt.“ – Var það pressan sem orðrómur- inn hafði skapað sem ýtti ykkur út í þetta? Óttarr: „Ég held að okkur hafi aldrei langað til þess að gera þetta. Þannig að ég held að þessi orðrómur hafi valdið því að við vorum beðnir um að spila.“ – Það blundaði semsagt aldrei í ykkur að þið mynduð einhvern tím- ann koma saman aftur? Óttar: „Við vorum svo rosalega ánægðir með að geta hætt og erum búnir að vera mjög fegnir því í öll þessi ár.“ Sigurjón: „Ein ástæðan fyrir því að við erum að gera þetta er sú að núna erum við með miklu meiri yf- irsýn á tónlist heldur en við vorum.“ Óttarr: „Við vissum aldrei hvað við vorum að gera.“ – Hafið þið verið að uppgötva eldri Ham-lög í fjölskyldugrillveislum eft- ir að þið hættuð? Sigurjón: „Við höfum aldrei haldið neina grillveislu.“ Björn: „Við höfum ekki hist allir saman frá því ’94, þegar Ham hætti.“ Óttarr: „Þetta er búinn að vera virkilega góður tími.“ Hér myndast hamslaus hlátra- sköll. Ljósmyndin grafalvarlega – Eruð þið búnir að æfa lengi? Sigurjón: „Í þrjár vikur.“ – Og eruð þið orðnir þéttir aftur? Sigurjón: „Við verðum orðnir þétt- ir fyrir helgina.“ Björn: „Þessa helgi? Nei, nei, þá verðum við fyrst búnir að læra lög- in.“ Sigurjón: „Jæja OK, við verðum orðnir þéttir á mánudaginn.“ Hér kemur ljósmyndarinn, Jim Smart, inn og liðsmenn standa upp til þess að láta smella af sér mynd. Það er mikið lagt upp úr því að brosa ekki. Fyrir slysni nær þó Jim að fanga augnablik þar sem einn liðs- manna sýndi óvart svipbrigði ham- ingjunnar. Sigurjón: „Æ,æ. Biggi, þú ferð nú ekki að nota þessa mynd er það. Það er alveg bannað!“ – Hvað er þetta, það var nú alltaf stutt í grínið hjá ykkur í Ham. Sigurjón: „Það eru voðalega margir sem hafa það álit á okkur, að við höfum bara verið grínhljóm- sveit.“ Hér nær Jim að smella mynd af hljómsveitinni sem gæti allt eins hafa verið tekin í jarðarför. Liðsmenn snúa því sáttir aftur í sætin sín. Óttarr: „Nei, þetta var ekki grín þó að þetta hafi verið fyndið.“ – Tónlistin var kannski fúlasta al- vara en textarnir eru mjög hæðnir. Björn: „Ég held að það sé nokkuð til í því. Það var aldrei verið að reyna að gera fyndna músík.“ Óttarr: „Stundum voru menn kannski að reyna að vera ógeðslega „kúl“, föttuðu svo að það var rosalega hallærislegt og þá varð það fyndið.“ Sigurjón: „Málið var að við misst- um okkur alltaf í einhverja vitleysu. Svo sáum við ógeðslega eft- ir því.“ Hér skella allir léttilega upp úr. Ham-húmor – Það var nú alltaf mikið spaug sveim- andi yfir hljómsveit- inni. Þannig að þegar Sigur- jón fór í grínið, þá var það ekk- ert svo skrýtið. Óttar: „Það var bara beint fram- hald af því sem við vorum farnir að gera þegar það slitnaði strengur eða eitthvað á tónleikum. Þá mætti „Herra Silly Comedy“ á svæðið.“ Hér er staldrað við og nokkrir af hinum ódauðlegu bröndurum Sigur- jóns frá þessum tíma rifjaðir upp. Ég mundi eftir einum ódauðlegum og lét hann flakka: Maður: „Áttu nokkuð til ósýnileg sjöl?“ Afgreiðslukona: „Já, já auðvitað.“ Maður: „Nú! Má ég fá að sjá þau?“ Eftir langa og háværa hlátursyrpu nær Óttarr svo að upplýsa mig um uppruna brandaranna. „Við fundum árgang ’78 af Vikunni og stálum öllum bröndurunum það- an.“ Gaman að hætta – En hvernig er það; er ekki gott að finna fyrir þessum gamla fiðringi? Sigurjón: „Jú, jú.“ Óttarr: „Þetta er líka tímabundið, ég held að það sé það besta. Okkur fannst t.d. alltaf leiðinlegt að æfa, nema kannski rétt fyrir lokatón- leikana. Þá vorum við bara að telja niður: „Þetta er þriðja síðasta æfing- in, djöfull er þetta gaman!““ – Var svona leiðinlegt í Ham? Jóhann: „Kannski er stór hluti þess að við erum að koma saman núna sá að við munum eftir léttinum og gleðinni sem kom yfir okkur þeg- ar við hættum.“ Sigurjón: „Það var svo gaman að hætta, að við ákváðum að rifja það upp.“ – Það er þá þessi tilfinning eftir tónleikana sem þið eruð að sækjast eftir? Sigurjón: „Akkúrat, við þurfum bara endilega að snúa aftur oftar til þess að hætta oftar.“ – Eitt að lokum; tónlist Ham og Rammstein er ekki svo ósvipuð, vor- uð þið svona langt á undan ykkar samtíð? Óttarr: „Já, eftir 10 ár, þá mun það einmitt koma í ljós.“ Jóhann: „Þetta „10 ára“ tal minnir mig á orð sem Monica nokkur lét falla í okkar garð þegar við spiluðum í Berlín árið ’88: „Great but ten years late!““ Hér hlæja allir – enn og aftur. Björn: „Erum við ekki bara að hoppa fram og til baka í einhverjum 10 ára skeiðum?“ Óttarr: „Jú, og hittum aldrei inn á réttan tímapunkt! Eftir 10 ár verða t.d. allir í svona asnalegum fötum eins og við erum í núna.“ Og liðsmennirnir hlæja dátt út í óendanleikann. Þriggja daga HAM-ingja Fréttir af tímabundinni upprisu hljómsveit- arinnar Ham þykja mikil gleðitíðindi. Birg- ir Örn Steinarsson kíkti á æfingu og komst að því að endurkoman er ekki jafn mikið ánægjuefni fyrir liðsmenn sveitarinnar. Ham í dag að berjast við að brosa ekki. (f.v.) Arnar, Óttarr, Sigurjón, Björn og Jóhann. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Sigurjón og Óttarr, forðum daga. biggi@mbl.is Upprisa Ham vekur mikla athygli

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.