Morgunblaðið - 22.06.2001, Síða 6

Morgunblaðið - 22.06.2001, Síða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ VINNUHÓPUR hefur verið skipað- ur til að greina rót aukins ofbeldis og drykkjuláta í miðborg Reykjavíkur og leiðir til úrbóta. Ætlast er til að hópurinn skili niðurstöðum sínum innan tveggja vikna. Hópurinn var skipaður á fundi sem Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri blés til í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Fundinn sátu fulltrúar Lögreglunnar í Reykja- vík, Miðborgarathvarfs, Þróunar- félags miðborgarinnar og veitinga- menn, auk fulltrúa borgarinnar. Vinnuhópinn skipa framkvæmda- stjóri miðborgarinnar, verkefnastjóri í forvarnamálum, miðborgarprestur, tveir lögreglumenn og tveir veitinga- menn. „Þessi hópur á að vinna hratt og vel og greina hvaða vandi er hér á ferðinni og hvernig við getum tekið sameiginlega á honum,“ segir Ingi- björg Sólrún. Hún segist hafa trölla- trú á því að leggist allir á eitt verði hægt að ná árangri. Í því sambandi minnir hún á að tekist hafi að fækka verulega unglingum undir 16 ára aldri í miðbænum að nóttu til síðustu ár. Ingibjörg segir að umræðan í fjöl- miðlum hafi snúist um það að frjáls opnunartími skemmtistaða sé upphaf og endir allra vandamála hvað snerta miðborgina. „Þá gleymist að þegar við tókum á þessu máli 1999 var útihátíðarstemmning hér um hverja helgi í miðborginni og verulegt hættuástand vegna alls þess fjölda sem þar var samankominn. Nú sjáum við nýjan vanda sem þarf að takast á við,“ segir hún. Ingibjörg segir það samdóma álit þeirra sem sátu fundinn að útigangs- fólki og geðfötluðum einstaklingum hafi fjölgað verulega í miðborginni að degi til, sérstaklega eftir áramót. „Það segir okkur að þetta er vanda- mál sem þarf að taka á bæði í heil- brigðiskerfinu og eins hjá okkur í félagsþjónustunni.“ Hún segir að þessi umræða fari oft af stað í sum- arbyrjun. „Þetta er eins og þegar kúnum er hleypt út úr fjósunum á sumrin, þá myndast svolítil spenna,“ segir Ingibjörg. Taka þarf á frjálsum afgreiðslutíma skemmtistaða Geir Jón Þórisson yfirlögreglu- þjónn sagðist að fundi loknum vera ánægður með fundinn og að hann bindi miklar vonir við að vinnuhóp- urinn finni flöt þannig að hægt verði að ráðast að vandanum. Hann telur að taka þurfi á frjálsa opnunartím- anum og segir fólk ílengjast mun lengur í miðborginni en áður. Geir Jón telur að gefa þurfi stöðunum ákveðið svigrúm þannig að leigubílar anni því að flytja fólkið heim. Þannig að staðirnir verði opnir í klukkutíma eftir að hætt er að afgreiða drykki. Arnar Bohic, framkvæmdastjóri Gauks á Stöng, og Friðrik Gíslason, eigandi Kaffi Reykjavíkur, segja að þeir telji að breyttur opnunartími hafi lagað heildarástandið í miðbænum verulega. Þeir segjast á móti því að afgreiðslutími og opnunartími haldist ekki í hendur. „Það býður bara upp á eiturlyfjasölu,“ segir Arnar. Friðrik segir að ekki væri slæmt að setja ein- hver tímamörk fyrir því hversu lengi staðirnir mega vera opnir, t.d. til 6 eða 8 um morguninn. Friðrik og Arnar telja að gera þurfi löggæsluna sýnilegri í borginni, sér- staklega þegar staðirnir eru að fara að loka. „Maður sér aldrei lögreglu nema þegar eitthvað er að og þá er stundum hálftíma bið eftir þeim,“ segir Friðrik. Geir Jón segir að vand- inn sé ekki eingöngu leystur með því að fjölga lögregluþjónum. Hann segir þó að lögreglan sé of fáliðuð í dag, það vanti lögreglumenn og að ungt fólk sem hafi menntað sig til lögreglu- starfa leiti nú í önnur störf. Arnar sagðist telja að ofbeldið sé orðið grófara og hispurslausara í mið- borginni um helgar. Friðrik sagðist ekki telja að ástandið nú sé verra en fyrir 15 árum. „Það eru þessar eft- irlegukindur sem skapa vandamálin.“ Geir Jón er sammála þessu. Hann segir að ekki sé um sérlega stóran hóp að ræða. „Þetta fólk er illa til reika, kannski búið að drekka áfengi eða neyta fíkniefna í 1–2 sólarhringa, hrakið og þreytt. Það hefur aðstöðu á veitingastöðunum til að bæta á sig, meðan almennir viðskiptavinir fara heim,“ segir Geir Jón. Vinnuhópi falið að skila tillögum innan tveggja vikna Morgunblaðið/Sigurður Jökull Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri á fundinum í Ráðhúsinu í gær ásamt Ingimundi Einarssyni varalögreglustjóra, Geir Jóni Þórissyni yf- irlögregluþjóni og Karli Steinari Valssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni. Ráðist verður að rótum miðbæj- arvandans Hugmyndir uppi um að hætta stór- gripa- og alifuglaslátrun á Hellu Óvissa ríkir um störf 85 manna NOKKUR óvissa ríkir nú í atvinnu- málum á Hellu, en hugmyndir eru uppi um að um stórgripaslátrun hjá Goða verði hætt á staðnum og það sama gildir slátrun alifugla hjá Reykjagarði. Að sögn Guðmundar Inga Gunnlaugssonar, sveitarstjóra á Hellu, snertir þetta tvennt störf um 85 manna á svæðinu. „Það sem liggur fyrir er að stjórn Goða hefur tekið ákvörðun um að einhverntímann á næstu mánuðum verði slátrun stórgripa á þeirra veg- um hætt hérna á Hellu,“ segir Guð- mundur. „Það hefur verið óskað eft- ir fundi með forsvarsmönnum Goða til að fá fram frekari skýringar hjá þeim á því hvað þetta táknar.“ Guðmundur segir að einnig liggi fyrir að Búnaðarbankinn hafi keypt Fóðurblönduna og Reykjagarð, en ekki sé fullljóst hvað það hafi í för með sér fyrir starfsemi fyrirtækj- anna. „Okkur hefur verið skýrt frá því að það kunni að verða sú breyt- ing að slátrun alifugla leggist af hér, en það yrði þá aukið við vinnslu í staðinn.“ Guðmundur segir að það sem virðist blasa við nú sé að einhver fækkun starfa kunni að verða á næstu misserum. „Það er hins vegar til þess að líta að þó að Goði ákveði að hætta starf- semi á Suðurlandi er ekki alveg þar með sagt að vinnsla úr landbún- aðarframleiðslu á Suðurlandi legg- ist af. Það er náttúrlega bara ákvörðun fyrirtækisins að hætta að starfa í þessum landshluta. Síðan á eftir að sjá hvað fólkið á svæðinu gerir við sína framleiðslu,“ segir Guðmundur. Hann segir að vissulega séu menn áhyggjufullir vegna stöðu mála og að verið sé að skoða málin af fullri einurð. „En við erum aftur á móti ekki með hökuna niðri í bringu. Við erum ákveðin í að halda áfram að búa og starfa og vinna okkar framleiðslu,“ segir Guðmund- ur. Reynt að afstýra því að skellur komi óvænt við byggðarlagið Eins og fram kom snerta þessi áform störf um 85 manna. „Hver svo niðurstaðan verður veit enginn í dag. Hvort einhver hluti þessara starfa leggst af alveg, eða hvort að takist að halda vinnu fyrir þennan fjölda fólks. Þetta er verkefni sem við munum vinna í á næstu mánuðum, einmitt til að af- stýra því að svona skellur komi óvænt við byggðarlagið. En við er- um alveg bjartsýn á að okkar byggðarlag og þessi landshluti eigi alla framtíð fyrir sér,“ segir Guð- mundur. VARNARÆFING Atlantshafsbandalagsins, Norðurvíkingur 2001, hófst 18. júní og mun standa yfir til 24. júní næstkomandi. Markmið æfingarinnar er að æfa varnir mikilvægra staða gegn alþjóðlegum hryðjuverkum, ásamt liðs- og birgðaflutningum til Íslands á hættu- tímum, en alls taka um 3.000 manns þátt í æf- ingunni. Á meðfylgjandi myndum má annars vegar sjá undirbúning á því að þyrla Varnarliðsins hífi upp endurbyggðan gangamannakofa í Lóni og flytji hann að Kollumúla og hins vegar Víkingasveitarmenn í fullum skrúða á æfingu um borð í Ægi í gær. Norðurvíkingur í fullum gangi Morgunblaðið/Jim Smart Morgunblaðið/Árni Sæberg Seldi tilhæfu- lausa reikninga HÉRAÐSDÓMUR Reykja- víkur frestaði í gær að ákveða refsingu manns sem var fund- inn sekur um að selja tilhæfu- lausa reikninga og um brot á reglum um bókhald. Haldi maðurinn skilorð í þrjú ár sleppur hann við refsingu. Brotin sem um ræðir voru framin á árunum 1994 til 1997 en maðurinn var þá djúpt sokkinn í óreglu. Á þessum tíma vann hann við handflök- un á fiski sem undirverktaki fyrir fiskverkendur. Þeir keyptu af honum reikninga sem ýmist engin vinna var á bak við eða voru mun hærri en verðmæti vinnunnar sem hann innti af hendi. Látið var líta út sem rekstrarkostnaður fyrirtækjanna væri hærri og þannig búinn til innskattur. Þannig dró úr skattgreiðslum fyrirtækjanna. Á sakaferil að baki Maðurinn, sem er fæddur 1973, á talsverðan sakarferil að baki en samtals nemur óskilorðsbundin refsivist hans tæplega fjórum árum. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að hann hefur nú snú- ið við blaðinu. Hann hefur ekki hlotið refsingu frá 1998, haldið bindindi í þrjú ár og er í dag iðnnemi. Verulegar líkur væru á að refsivist myndi raska þeim góða árangri sem hann hefur náð. Enn fremur var litið til talsverðra tafa á rannsókn og ungs aldurs mannsins þegar hann framdi brotin. Hjördís Hákonardóttir hér- aðsdómari kvað upp dóminn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.