Morgunblaðið - 22.06.2001, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 22.06.2001, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Það fækkar óðum fínum dráttum í þjóðfélaginu. Merkjasala Blindrafélagsins Félagsstarfið afar mikilvægt MERKJASALABlindrafélagsinsstendur yfir þessa dagana og ganga sölumenn á milli húsa landsmanna í fjáröflunar- skyni. Framkvæmdastjóri Blindrafélagsins er Björg Anna Kristinsdóttir. Hún var beðin um að segja frá söfnuninni og starfinu. „Blindrafélagið hefur nú í júnímánuði staðið fyrir merkjasöluátaki og merk- ið er selt fyrir 500 krónur. Átakið nær bæði til höfuð- borgar og landsbyggðar og stendur formlega til 24. júní. Blindrafélagið stend- ur reglulega fyrir fjáröfl- unum til uppbyggingar á starfsemi sinni.“ – Í hverju felst starf- semi Blindrafélagsins helst? „Blindrafélagið hefur byggt starfsemi sína á frjálsum framlög- um og notið ómetanlegs stuðnings almennings í þau rúmu 60 ár sem liðin eru frá stofnun þess. Ágóð- inn er notaður til uppbyggingar á atvinnu-, húsnæðis-, mennta- og félagsmálum fyrir blinda og sjón- skerta. Einnig má nefna trúnað- armannakerfi sem er stuðningur við blinda og sjónskerta og að- standendur þeirra. Kerfið byggist á stuðningi félagsmanna við aðra félagsmenn eða aðstandendur. Einnig á Blindrafélagið íbúðir í Hamrahlíðinni sem eru til útleigu fyrir félagsmenn. Við rekum einn- ig sambýli í Stigahlíðinni þar sem fimm einstaklingar búa sem eiga það sammerkt að vera blindir eða sjónskertir. Um þessar mundir er félagið líka að taka í notkun tvær nýjar íbúðir fyrir félagsmenn í Hamrahlíð 17. Frekari uppbygg- ing íbúðamála er fyrirhuguð. Blindrafélagið á líka blindra- vinnustofuna í Hamrahlíðinni sem er stærsti vinnustaður blindra og sjónskertra á Íslandi, en þar starfa um 20 blindir og sjónskert- ir einstaklingar. Við höldum einn- ig uppi öflugu félagsstarfi fyrir félagsmenn okkar. Yfir vetrar- mánuðina er opið hús tvisvar í viku þar sem dagskrá er í gangi. Við fáum til dæmis leikara í upp- lestur og það er sungið. Fólk er að sýna sig og sjá aðra eins og maður segir.“ – Hver eru helstu baráttumál Blindrafélagsins? „Blindrafélagið vinnur stöðugt að bættum hag blindra og sjón- skertra. Tilgangur starfsins er að vinna þannig að félagið geti rækt- að hlutverk sitt sem er fyrst og fremst að vinna að hagsmunamál- um blindra og sjónskertra þannig að þeir njóti jafnréttis á við aðra og geti tekið þátt í samfélaginu eins og hugur hvers og eins stendur til. Má þar nefna úrbætur á þjónustu við blind og sjónskert börn. Einnig stuðlum við að aukinni þátttöku í atvinnulífinu svo eitthvað sé nefnt.“ – Hversu margir eru blindir og sjónskertir á Íslandi? „Aðalfélagsmenn í Blindra- félaginu eru í kringum 360 en um 6.000 einstaklingar eru styrktar- aðilar í félaginu. Á Íslandi eru um það bil 1.200–1.300 blindir eða sjónskertir.“ – Hverjir eru helstu þröskuld- arnir sem blindir og sjónskertir rekast á í samfélaginu? „Það er líklega skilningsleysi sem byggist á skorti á þekkingu. Lítið dæmi, að mínu mati, um slíkt skilningsleysi er þegar bílum er lagt upp á gangstétt. Þetta er sjáandi einstaklingum lítil hindr- un en getur reynst blindum og sjónskertum Þrándur í Götu.“ – Í hvað rennur ágóði fjársöfn- unarinnar í ár? „Ágóðinn rennur í frekari upp- byggingu á starfsemi félagsins, má þar nefna félagsstarf og trún- aðarmannakerfi sem dæmi.“ – Telurðu félagsstarfið mikil- vægan hluta af starfi Blindra- félagsins? „Já, tvímælalaust. Blindra- félagið leggur mjög mikla áherslu á uppbyggingu félagsstarfs og sá þáttur er fyrir fólkið okkar. Ein- staklingum, sem þjást af ein- hverri fötlun, er það mjög mik- ilvægt að búa yfir félagslegri tengingu, á sama hátt og ófötluð- um einstaklingum.“ – Hvernig gengur barátta Blindrafélagsins? „Félagið hefur eflst og styrkst og þar af leiðandi getum við stutt betur við bakið á félagsmönnum og aðstandendum þeirra. Í þau rúmu 60 ár sem félagið hefur starfað hefur heilmikið áunnist í málefnum blindra og sjónskertra en fjölmörg spennandi og ögrandi verkefni bíða okkar í nánustu framtíð. Vissulega á sér alltaf stað einhver þróun.“ – Hvað er framund- an í starfi Blindra- félagsins? „Í ágúst fara tíu fulltrúar frá félaginu á ráðstefnu í Finnlandi sem lýtur að málum eldri félaga með blindu og sjónskerðingu. Við ákváðum að senda svona stóran hóp af því að við leggjum áherslu á þennan málaflokk og þeir sem fara munu leitast við að miðla reynslu sinni af ráðstefnunni til annarra félagsmanna. Það verður leitast við að gera það á markviss- an hátt á komandi vetri.“ – Eru náin tengsl við blindra- samtökin á Norðurlöndunum? „Já, þau eru mjög náin og mikil og sterk tengsl þar á milli. Mikil áhersla er lögð á miðlun þekking- ar og reynslu milli landa.“ Björg Anna Kristinsdóttir  Björg Anna Kristinsdóttir fæddist í Reykjavík 7. desember 1974. Hún lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 1994, prófi í iðnrekstrarfræði frá Tækniskóla Íslands 1999 og al- þjóðamarkaðsfræðiprófi frá Tækniskólanum árið 2000. Björg Anna starfaði sem markaðsstjóri Nanoq en tók við störfum hjá Blindrafélaginu í nóvember 2000. Björg Anna er gift Jónasi Guðmundssyni rekstrarstjóra ELKÓ og eiga þau eins árs gamla dóttur. Fjölmörg spennandi verkefni framundan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.