Morgunblaðið - 22.06.2001, Side 8

Morgunblaðið - 22.06.2001, Side 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Það fækkar óðum fínum dráttum í þjóðfélaginu. Merkjasala Blindrafélagsins Félagsstarfið afar mikilvægt MERKJASALABlindrafélagsinsstendur yfir þessa dagana og ganga sölumenn á milli húsa landsmanna í fjáröflunar- skyni. Framkvæmdastjóri Blindrafélagsins er Björg Anna Kristinsdóttir. Hún var beðin um að segja frá söfnuninni og starfinu. „Blindrafélagið hefur nú í júnímánuði staðið fyrir merkjasöluátaki og merk- ið er selt fyrir 500 krónur. Átakið nær bæði til höfuð- borgar og landsbyggðar og stendur formlega til 24. júní. Blindrafélagið stend- ur reglulega fyrir fjáröfl- unum til uppbyggingar á starfsemi sinni.“ – Í hverju felst starf- semi Blindrafélagsins helst? „Blindrafélagið hefur byggt starfsemi sína á frjálsum framlög- um og notið ómetanlegs stuðnings almennings í þau rúmu 60 ár sem liðin eru frá stofnun þess. Ágóð- inn er notaður til uppbyggingar á atvinnu-, húsnæðis-, mennta- og félagsmálum fyrir blinda og sjón- skerta. Einnig má nefna trúnað- armannakerfi sem er stuðningur við blinda og sjónskerta og að- standendur þeirra. Kerfið byggist á stuðningi félagsmanna við aðra félagsmenn eða aðstandendur. Einnig á Blindrafélagið íbúðir í Hamrahlíðinni sem eru til útleigu fyrir félagsmenn. Við rekum einn- ig sambýli í Stigahlíðinni þar sem fimm einstaklingar búa sem eiga það sammerkt að vera blindir eða sjónskertir. Um þessar mundir er félagið líka að taka í notkun tvær nýjar íbúðir fyrir félagsmenn í Hamrahlíð 17. Frekari uppbygg- ing íbúðamála er fyrirhuguð. Blindrafélagið á líka blindra- vinnustofuna í Hamrahlíðinni sem er stærsti vinnustaður blindra og sjónskertra á Íslandi, en þar starfa um 20 blindir og sjónskert- ir einstaklingar. Við höldum einn- ig uppi öflugu félagsstarfi fyrir félagsmenn okkar. Yfir vetrar- mánuðina er opið hús tvisvar í viku þar sem dagskrá er í gangi. Við fáum til dæmis leikara í upp- lestur og það er sungið. Fólk er að sýna sig og sjá aðra eins og maður segir.“ – Hver eru helstu baráttumál Blindrafélagsins? „Blindrafélagið vinnur stöðugt að bættum hag blindra og sjón- skertra. Tilgangur starfsins er að vinna þannig að félagið geti rækt- að hlutverk sitt sem er fyrst og fremst að vinna að hagsmunamál- um blindra og sjónskertra þannig að þeir njóti jafnréttis á við aðra og geti tekið þátt í samfélaginu eins og hugur hvers og eins stendur til. Má þar nefna úrbætur á þjónustu við blind og sjónskert börn. Einnig stuðlum við að aukinni þátttöku í atvinnulífinu svo eitthvað sé nefnt.“ – Hversu margir eru blindir og sjónskertir á Íslandi? „Aðalfélagsmenn í Blindra- félaginu eru í kringum 360 en um 6.000 einstaklingar eru styrktar- aðilar í félaginu. Á Íslandi eru um það bil 1.200–1.300 blindir eða sjónskertir.“ – Hverjir eru helstu þröskuld- arnir sem blindir og sjónskertir rekast á í samfélaginu? „Það er líklega skilningsleysi sem byggist á skorti á þekkingu. Lítið dæmi, að mínu mati, um slíkt skilningsleysi er þegar bílum er lagt upp á gangstétt. Þetta er sjáandi einstaklingum lítil hindr- un en getur reynst blindum og sjónskertum Þrándur í Götu.“ – Í hvað rennur ágóði fjársöfn- unarinnar í ár? „Ágóðinn rennur í frekari upp- byggingu á starfsemi félagsins, má þar nefna félagsstarf og trún- aðarmannakerfi sem dæmi.“ – Telurðu félagsstarfið mikil- vægan hluta af starfi Blindra- félagsins? „Já, tvímælalaust. Blindra- félagið leggur mjög mikla áherslu á uppbyggingu félagsstarfs og sá þáttur er fyrir fólkið okkar. Ein- staklingum, sem þjást af ein- hverri fötlun, er það mjög mik- ilvægt að búa yfir félagslegri tengingu, á sama hátt og ófötluð- um einstaklingum.“ – Hvernig gengur barátta Blindrafélagsins? „Félagið hefur eflst og styrkst og þar af leiðandi getum við stutt betur við bakið á félagsmönnum og aðstandendum þeirra. Í þau rúmu 60 ár sem félagið hefur starfað hefur heilmikið áunnist í málefnum blindra og sjónskertra en fjölmörg spennandi og ögrandi verkefni bíða okkar í nánustu framtíð. Vissulega á sér alltaf stað einhver þróun.“ – Hvað er framund- an í starfi Blindra- félagsins? „Í ágúst fara tíu fulltrúar frá félaginu á ráðstefnu í Finnlandi sem lýtur að málum eldri félaga með blindu og sjónskerðingu. Við ákváðum að senda svona stóran hóp af því að við leggjum áherslu á þennan málaflokk og þeir sem fara munu leitast við að miðla reynslu sinni af ráðstefnunni til annarra félagsmanna. Það verður leitast við að gera það á markviss- an hátt á komandi vetri.“ – Eru náin tengsl við blindra- samtökin á Norðurlöndunum? „Já, þau eru mjög náin og mikil og sterk tengsl þar á milli. Mikil áhersla er lögð á miðlun þekking- ar og reynslu milli landa.“ Björg Anna Kristinsdóttir  Björg Anna Kristinsdóttir fæddist í Reykjavík 7. desember 1974. Hún lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 1994, prófi í iðnrekstrarfræði frá Tækniskóla Íslands 1999 og al- þjóðamarkaðsfræðiprófi frá Tækniskólanum árið 2000. Björg Anna starfaði sem markaðsstjóri Nanoq en tók við störfum hjá Blindrafélaginu í nóvember 2000. Björg Anna er gift Jónasi Guðmundssyni rekstrarstjóra ELKÓ og eiga þau eins árs gamla dóttur. Fjölmörg spennandi verkefni framundan

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.