Morgunblaðið - 22.06.2001, Qupperneq 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
16 FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
NÝTT almenningssamgöngu-
fyrirtæki, Strætó byggðasam-
lag, hefur formlega starfsemi
1. júlí næstkomandi. Fyrir-
tækið varð til við samruna
SVR og AV og er í eigu allra
sjö sveitarfélaganna á höfuð-
borgarsvæðinu. Ný gjaldskrá
hefur verið kynnt auk þess
sem stefnt er að því að end-
urskipuleggja leiðarkerfi hins
nýja fyrirtækis í heild sinni á
næstu tveimur árum.
Breytingar strax 1. júlí
Gert er ráð fyrir nokkrum
breytingum á leiðakerfinu
sem taka gildi 1. júlí. Annars
vegar er um að ræða breyt-
ingar sem þegar var búið að
gera ráð fyrir hjá SVR og AV
en hins vegar er stefnt að því
að tengja saman heildarleiða-
kerfin. Þar er einkum átt við
nýjan hring á milli Kópavogs
og Reykjavíkur, sem mun
tengja saman Mjódd, Fen og
Skeifu, Grensás, Kringlu, og
Smárann auk þess að þjóna
skólum og vinnustöðum á
svæðinu, s.s. Landspítalanum
í Fossvogi, Háskólanum í
Reykjavík, Verslunarskólan-
um og Menntaskólanum við
Hamrahlíð.
Ný gjaldskrá mun taka
gildi um næstu mánaðamót og
er um að ræða sama fargjald á
öllu svæðinu óháð því hvaðan
eða hvert er ferðast.
Fargjald fyrir fullorðna
verður 200 kr. en var áður 150
kr. hjá SVR og 180 kr. hjá AV.
Farmiðaspjald með tíu miðum
kostar nú 1500 kr. en
Græna kortið lækkar úr
3900 krónum í 3700 krónur og
segja forsvarsmenn Strætós
að með þessu sé verið að
reyna að koma sérstaklega til
móts við þá, sem ferðast
reglulega með strætisvögn-
um. Takmarkið sé að fjölga
farþegum á nýjan leik.
Nýtt hálfsmánaðarkort
Þá verður boðið upp á hálfs-
mánaðarkort sem fær nafnið
Gula kortið og mun kosta 2200
kr. Ætlunin er að taka upp
þriggja mánaða kort innan
skamms, sem er sérstaklega
sniðið að þörfum framhalds-
skólanema. Tekið verður upp
sérstakt ungmennafargjald
fyrir 12 til 18 ára í stað 12 til
15 ára áður, sem er í takt við
breyttan sjálfræðisaldur. Tíu
miða spjald á ungmennafar-
gjaldi mun kosta 1000 kr. en
er nú 1000 kr. fyrir 20 miða
hjá SVR. Sextíu og sjö ára og
eldri greiða 1600 kr. fyrir 20
miða eftir hækkun en öryrkj-
ar 1000 kr. Aldraðir sem
ferðast með SVR hafa til
þessa greitt 1200 kr. fyrir
sama miðafjölda en öryrkjar
600 kr. Hjá AV er sala far-
miða fyrir ellilífeyrisþega og
öryrkja í höndum sveitar-
félaganna.
Skiptimiðar gilda
á öllum leiðum
Einstakt fargjald fyrir
aldraða hjá Strætó verður 80
kr. og 50 kr. fyrir öryrkja.
Barnafargjald fyrir 6 - 12 ára
börn verður 50 kr. og spjald
með 20 miðum fyrir sama hóp
400 kr. Þess má geta að ein-
stakur miði kostaði áður 30
kr. hjá SVR en 70 kr. hjá AV.
Börn innan sex ára greiða
ekkert. Þess má geta að hægt
verður að framvísa skiptimið-
um á öllum leiðum sem er ný-
mæli.
Þá er fyrirtækinu ætlað að
hafa yfirumsjón með allri
ferðaþjónustu fatlaðra á
svæðinu.
Í tilkynningu frá Strætó
segir að breytingar á gjald-
skrá miði allar að því að gera
reglulega notkun almennings-
samgangna að hagstæðari
kosti fyrir almenning og
fjölga þannig í vögnunum.
Varðandi hækkanir sé hins
vegar verið að auka tekjur í
samræmi við verðlagsþróun
og miklar hækkanir á kostn-
aðarliðum að undanförnu.
Gert er ráð fyrir um 10%
aukningu á tekjum fyrirtæk-
isins.
Reykjavík, Garðabær,
Kópavogur, Hafnarfjörður,
Mosfellsbær, Seltjarnarnes
og Bessastaðahreppur standa
sameiginlega að rekstri
Strætós, sem mun taka yfir
núverandi rekstur SVR og
AV. Skúli Bjarnason, stjórn-
arformaður Strætó, tekur þó
skýrt fram að í raun sé verið
að stofna nýtt fyrirtæki. Sam-
eiginleg velta fyrirtækjanna
tveggja árið 2000 var 1650
milljónir. Starfsmenn eru nú
264 auk 75 starfsmanna verk-
taka, sem aka á vegum fyr-
irtækjanna. Engum hefur
verið sagt upp vegna samrun-
ans.
Nýja fyrirtækið verður
rekið sem byggðasamlag en
fordæmi eru fyrir sameigin-
legum rekstri sveitarfélag-
anna, s.s. með slökkviliði höf-
uðborgarsvæðisins og Sorpu.
Almenningsvagnafyrirtækið Strætó bs. hefur starfsemi um næstu mánaðamót
Almennt far-
gjald í 200 kr.
Morgunblaðið/Sverrir
Skúli Bjarnason, stjórnarformaður Strætós bs. kynnir markmið fyrirtækisins. Fyrir fram-
an hann sitja Ármann Kr. Ólafsson, Kópavogi, og Laufey Jóhannsdóttir, Garðabæ.
!"# $ %& $ ! '( ! ) %"!
! ! *+ ,*& !*! * *% * + -
Höfuðborgarsvæðið
ELSTU börnin á leikskólum
Kópavogs marseruðu í
gegnum bæinn, ásamt
Siggu stirðu og Krónu og
Króna, við undirleik Skóla-
hljómsveitar Kópavogs í
gær en þá var sumarhátíð
leikskólanna haldin.
Að sögn Maríuönnu Ein-
arsdóttur leikskólastjóra í
Smárahvammi eru þetta
talsvert stórir hópar og
þurfti því að hafa dag-
skrána bæði fyrir og eftir
hádegi en um 480 börn
mættu í hvort skipti.
Í blóma og blöðrum
skreyttum Hlíðagarði
skemmtu börnin sér síðan
við íþróttir, leik og söng.
Þau gátu farið í hástökk,
bátsferð, bingó og ýmsilegt
fleira. „Þau fengu heil-
mikla hreyfingu og það var
mikið fjör og spenna,“
sagði Maríanna. Hún sagði
að þau börn, sem ekki voru
máluð í leikskólanum fyrir
hátíðina, hafi átt kost á að
fá andlitsmálun á staðnum
og að sjálfsögðu fengu
börnin súkkulaðikex og
safa. „Hluti af starfsmönn-
unum voru klæddir upp í
furðuföt, rétt til að krydda
lífið og tilveruna. Krökk-
unum fannst þetta alveg
óskaplega gaman,“ sagði
hún og benti á að yfirleitt
hafi þau verið heppin með
veður þegar hátíðin fari
fram. Svo hafi einnig verið
nú þrátt fyrir að sólin hafi
ekki látið sjá sig.
Sumarhátíð
í Hlíðagarði
Kópavogur
Morgunblaðið/Arnaldur
BORGARRÁÐ hefur ákveðið
að festa í sessi fjölskylduþjón-
ustu Miðgarðs í Grafarvogi en
borgarstjóri flutti tillögu þess
efnis í borgarráði síðastliðinn
þriðjudag.
Miðgarður hefur verið rek-
inn sem tilraunaverkefni frá
september 1997 en borgarráð
samþykkti að frá og með 1. júlí
næstkomandi verði Miðgarður
festur í sessi sem hverfismið-
stöð sem veiti heildstæða fjöl-
skylduþjónustu og að miðstöð-
in starfi áfram á sama hátt og
undanfarin ár.
„Það er því ljóst að Grafar-
vogsbúar munu áfram njóta
þeirrar sérstöðu að hafa öfl-
uga fjölskyldumiðstöð í hverf-
inu þar sem hægt er að nálgast
margvíslega þjónustu Reykja-
víkurborgar á einum stað,“
segir í fréttatilkynningu frá
Miðgarði.
Almenn ánægja
með þjónustuna
Í nýrri skýrslu um starf-
semi miðstöðvarinnar, sem
unnin var af Regínu Ásvalds-
dóttur, framkvæmdastjóra
Miðgarðs, segir að helsta
markmið tilraunaverkefnisins
í Grafarvogi sé að samþætta
þjónustu borgarinnar í hverf-
inu.
Þá segir að í úttektum, sem
gerðar hafa verið á þjónust-
unni, sé niðurstaðan sú að til-
raunin í Miðgarði hafi gefist
mjög vel og að almenn ánægja
sé meðal Grafarvogsbúa með
þjónustuna.
Miðgarður
festur í sessi
Grafarvogur
HUGMYNDIR að kvik-
myndahúsi á lóð nr. 3 - 5 í
Spönginni í Grafarvogi
hafa verið kynntar í
skipulags- og byggingar-
nefnd Reykjavíkur. Að
sögn Björns Árnasonar,
framkvæmdastjóra Sam-
bíóanna, er stefnt að því
að hefja byggingarfram-
kvæmdir í ár ef samþykki
fæst fyrir þeim.
Teiknistofa Halldórs
Guðmundssonar sækir um
byggingarleyfið fyrir hönd
Sambíóanna en til stendur
að byggja kvikmyndahús
með veitingasölu og
bankaútibúi eins og Morg-
unblaðið hefur áður greint
frá.
Veitingastaðir og
geisladiskaverslun
Öll almenn þjónusta
yrði á 1. hæð byggingar-
innar, aðgengi að sýning-
arsölum á 2. hæð og sýn-
ingarklefar og geymslur á
3. hæð. Alls er gert ráð
fyrir u.þ.b. 1000 sætum í
kvikmyndahúsinu í fjórum
sýningarsölum. Þá er
hugsanlegt að þar yrðu
tveir veitingastaðir með
bílalúgu og geisladiska-
verslun auk bankaútibús.
Stefnt er að því að for-
salur verði opinn á meðan
starfsemi er í húsinu, þ.e.
frá kl. 9 á morgnana til
23:30 á kvöldin.
Í bréfi, sem Halldór
Guðmundsson arkitekt
ritaði skipulags- og bygg-
ingarnefnd í júní, segir að
lóðin sem er vestast við
Spöngina tengist núver-
andi þjónustu um Spöng-
ina og göngustígakerfi.
Einnig sé aðkoma að lóð-
inni frá Móavegi.
Forsalur opinn
frá morgni til kvölds
Byggingin yrði alls um
3.850 fermetrar að stærð
og 42 þúsund rúmmetrar.
Í bréfi til skipulagsnefnd-
ar segir jafnframt að mið-
að við bílastæðakröfu um
eitt stæði á hver sex kvik-
myndahússæti sé þörf á
160 bílastæðum. Á grunn-
teikningu er þó gert ráð
fyrir 170 stæðum.
Ennfremur segir í um-
ræddu bréfi að samkvæmt
skipulagi sé gert ráð fyrir
að lóð sé u.þ.b. 9.000 fer-
metrar, en samkvæmt til-
lögunni sem unnin sé í
samráði borgarskipulag
reynist hún vera rúmir
9.700 fermetrar. Bent er á
að stækkunin verði vegna
breyttrar legu göngustígs
sunnan megin lóðarinnar.
Kvikmyndahús í Spönginni
til umræðu hjá borginni
Stefnt að
framkvæmd-
um á árinu
Grafarvogur