Morgunblaðið - 22.06.2001, Side 17

Morgunblaðið - 22.06.2001, Side 17
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 17 GJALDSKRÁ leikskóla Garðabæjar hækkar um 13% frá 1. september næstkomandi. Gjaldskrá leikskóla Seltjarnarness hækkaði um 10% um síð- ustu mánaðamót og fulltrúar foreldra leik- skólabarna í Reykjavík hafa verið boðaðir á fund hjá Leikskólum Reykja- víkur til að ræða væntan- lega gjaldskrárhækkun þar. Á flestum öðrum stöð- um á höfuðborgarsvæðinu er gjaldskrá leikskólanna í endurskoðun. Að sögn Jóhönnu B. Jónsdóttur, leikskólafull- trúa í Garðabæ, er ástæða hækkunarinnar sú að margar forsendur rekst- ursins hafa breyst frá því 1. febrúar í fyrra þegar gjaldskráin hækkaði síð- ast. „Bæði hefur maturinn og eldhúsreksturinn hækkað og svo eru það þessir samningar sem hafa gífurlegar launahækkanir í leikskólageiranum í för með sér,“ segir hún. Þá bendir hún á að ný- verið hafi verið ákveðið að auka styrki til einkarek- inna leikskóla í bænum auk þess sem stefnt sé að því í haust að bjóða for- eldrum allt niður í eins árs barna sem eru hjá dag- mæðrum niðurgreiðslur. Á Seltjarnarnesi var gjaldskráin hækkuð um 10% að meðaltali um síð- ustu mánaðamót. Að sögn Lúðvíks Hjalta Jónssonar, forstöðumanns fræðslu- og menningarsviðs Sel- tjarnarneskaupstaðar er hækkunin til komin vegna kjarasamninga við starfs- fólk leikskólanna og dugi hún þó ekki til. Hann hefur ekki orðið var við óánægju meðal foreldra vegna hækkunarinnar. „Við köll- uðum á okkar fund fulltrúa frá foreldrafélögunum í leikskólanum hér og ræddum þessa hækkun áður en hún var sett á þannig að þetta var mjög vel kynnt,“ segir hann. „Svo sendum við dreifibréf til alla foreldra þar sem við gerðum grein fyrir ástæð- um hækkunarinnar og hversu mikið laun starfs- manna hefðu hækkað og það hefur ekki verið hringt hér og kvartað undan þessu.“ Kynningarfundur í Reykjavík Leikskólayfirvöld í Reykjavík hyggjast fara svipaða leið og Seltjarnar- neskaupstaður varðandi kynningu á hækkun gjald- skrárinnar en fulltrúar foreldrafélaga leikskól- anna hafa verið boðaðir á fund 27. þessa mánaðar þar sem gjaldskrárhækk- unin verður rædd. Kristín Blöndal, formaður leik- skólaráðs Reykjavíkur segir samþykkt fyrir því í leikskólaráði að hlutur for- eldra í leikskólarekstrin- um sé að jafnaði 33% á moti 67% hlut borgarinn- ar. Ánægja með samningana „Nú hafa verið gerðir samningar sem við erum afskaplega ánægð með hjá leikskólum Reykjavíkur því það hefur þegar komið í ljós að þetta hefur aukið stöðugleikann en við höf- um undanfarin ár verið í miklum vandræðum með starfsfólk. Nú sjáum við hins vegar stóra breytingu á þessu. En þessir samn- ingar kosta peninga og hlutur okkar hjá borginni mun náttúrulega hækka, en jafnframt foreldranna. Og þessi fundur er haldinn í upplýsingaskyni til að ræða við foreldrana um þessa gjaldskrárbreyt- ingu,“ segir hún. Svipuð hækkun og annars staðar Hún getur ekki sagt til um hvenær gjaldskrár- breytingin mun taka gildi en væntanlega verði tekin ákvörðun um það á fundi leikskólaráðs 4. júlí næst- komandi. Að hennar sögn er búið að gera útreikn- inga á því hversu mikla hækkun samningarnir kalla á en er ekki tilbúin til að upplýsa á þessari stundu hversu mikil hún verður. Hún segir þó ljóst að þetta verði í takt við hækkanir á Seltjarnarnesi og í Garðabæ sem voru 10 og 13 prósent. „Ætli þetta verði ekki á svipuðum nót- um, mér finnst ekki ólík- legt að það verði á þessu bili,“ segir hún. Ekki hafa verið teknar ákvarðanir um hækkun leikskólagjalda í Mos- fellsbæ, Hafnarfirði og í Kópavogi en þær upplýs- ingar fengust hjá leik- skólafulltrúum þessara sveitarfélaga að verið væri að ræða gjaldskrárbreyt- ingar þar. Í Bessastaða- hreppi hafa breytingar á gjaldskrá ekki verið í um- ræðunni að sögn leikskóla- stjórans þar. Hækkanir á döfinni í fleiri sveitarfélögum Höfuðborgarsvæðið Leikskólagjöld hækkuð um 13 prósent í Garðabæ og 10 prósent á Seltjarnarnesi                  !! " #! $$ #% &&&& ' ( ( ( ( )* + , !  * + ,  , - * *               , ,  ,  - LITLI drengurinn, er sat og lék sér á Ylströnd- inni í Nauthólsvík, kippti sér lítið upp við vinnu- vélar og iðnaðarmenn, en þeir voru þar að leggja lokahönd á nýtt þjónustuhús, sem tekið verður í notkun í dag. Aðstaðan á ströndinni mun batna til muna með tilkomu þessa nýja húss. Að sögn Loga Sigurfinnssonar hjá Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur er í húsinu búnings- aðstaða, salerni og sturtur, en að auki er búið að koma fyrir stórri setlaug, eins konar setlaug, fyrir framan húsið. „Það kostar 200 kr. fyrir 6 ára og eldri ef fólk ætlar að nota aðstöðuna inni og er þessi aðgangseyrir í raun að húsinu sjálfu,“ segir Logi og bendir á að hægt sé að nýta aðstöð- una fyrir utan endurgjaldslaust, en þar séu með- al annars útisturtur. Að hans sögn er hægt að taka á móti þrjú til fimm hundruð manns í einu og er búningsaðstaða fyrir þann fjölda. Logi telur mikla þörf á svona húsi, því það sé gríðarleg aðsókn að ströndinni þegar veður sé gott. Hann segir að húsið gjörbylti aðstöðunni á staðnum en síðan ströndin var opnuð hafi staðið til að koma upp þjónustuhúsi. „Þetta er glæsileg bygging og gríðarlega skemmtileg aðstaða,“ segir hann. Opið fyrir skokkara í vetur? Að sögn Loga verður opið frá klukkan tíu til tíu alla daga, til að byrja með. Hann segir að opið verði til 15. september í haust og svo eigi að end- urskoða opnunina, hvort húsið verði eitthvað op- ið í vetur, til dæmis fyrir skokkara svo að þeir geti komið og skipt um föt og farið í heita pott- inn. Hann segir að laugin verði tæmd klukkan tíu á kvöldin, ströndin sé ekkert afgirt sem slík, þannig að í rauninni sé ekkert að sækja þangað á kvöldin nema kaldan sjóinn. Logi segir að frekara uppbyggingarstarf sé ekki á döfinni, það þurfi að sjá hvernig þetta komi út og í rauninni sé ekki hægt að koma fleiru fyrir við ylströndina því staðurinn sé ekki það stór. Hann segist vonast til að aðstaðan nú dugi fyrir gesti strandarinnar en óráðið sé með aukna veitingaaðstöðu.Morgunblaðið/Billi Baðhús við ylströndina opnað Nauthólsvík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.