Morgunblaðið - 22.06.2001, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 22.06.2001, Qupperneq 19
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 19 Kringlukast 20% afslát t t t u u r af Triu u mph undir r fatna a ði Kringlunni 8-12, sími 553 3600, www.olympia.is Á VEGGJUM Bókasafns Reykjanes- bæjar gefur nú að líta listaverk eftir leikskólabörn í leikskólum Reykja- nesbæjar og í allt sumar munu leik- skólarnir sjö í bænum skiptast á að sýna verk skólabarna sinna, þannig að úr verður ein samfelld listasýn- ing í þrjá mánuði. Samstarfið milli leikskólanna og bókasafnsins um sumarsýningar leikskólanna hófst sl. sumar og þóttist takast vel og því var ákveðið að halda samstarfinu áfram. Hver leikskóli sýnir í tvær vikur og þá tekur næsti við þannig að sýningarnar mynda eina heild. Óhætt er að segja að verkin setji mjög skemmtilegan og líflegan svip á bókasafnið og er ekki síður gaman að vekja athygli á verkum barnanna og því góða starfi sem fram fer í leikskólunum, að sögn Huldu Bjark- ar Þorkelsdóttur hjá Bókasafni Reykjanesbæjar. Sýningar leikskólabarna verða í allt sumar í bókasafninu. Börn í leik- skólanum Gimli héldu fyrstu sýn- inguna 5. til 17. júní en leik- skólabörn frá Tjarnarseli eru nú með sýningu til 1. júlí. Þá taka börn frá Hjallatúni við til 15. júlí og börn frá Garðaseli verða með sýningu 16. til 29. júlí. Þá tekur leikskólinn Vest- urberg við og verður til 12. ágúst, börn frá Holti sýna 13. til 26. ágúst og síðust í röðinni eru börnin í Heið- arseli 27. ágúst til 9. september. Listasýn- ingar leik- skólabarna Reykjanesbær Morgunblaðið/Eiríkur P. Unnar, Kristmundur, Ásgeir og Björgvin frá leikskólanum Tjarnarseli unnu saman í „rúsínuhópnum“ að verkum sínum. Morgunblaðið/Eiríkur P. Hera Karlsdóttir og Karen Friðriksdóttir, sem setti upp sparibrosið í til- efni myndatökunnar, við verk sín á sýningunni. FISKMARKAÐUR Suðurnesja hf. fékk fyrir skömmu afhenta hjá Heklu fjóra nýja gaffallyftara af Caterpillar-gerð. Um er að ræða tvo lyftara með dísilhreyfli og tvo rafmagnsknúna en þeir eru allir sérbúnir fyrir starfsemi fiskmark- aðarins. Til nýjunga má telja sjálf- virkt smurkerfi fyrir ytri hreyfi- búnað, árekstravörn að aftan og á hliðum. Einnig 360° galvanhúðaðan snúningsbúnað á lyftigöfflum og rakavörn á rafkerfi. Fiskmarkaður Suðurnesja hf. gerði rekstrarleigu- og þjónustusamning við Heklu vegna allra tækjanna. Einar Haraldsson, starfsmaður Grindavíkurhafnar, og Styrmir Jóhannsson stöðvarstjóri við einn af nýju lyfturunum. Sérbúnir lyftarar Grindavík FIMMTÁN nemendur frá öllum Norðurlöndunum, sem stunda doktorsnám í líffræði, sitja nú námskeið í djúpsjávarlíffræði í Rannsóknarstöðinni og Fræðasetr- inu í Sandgerði. Jörundur Svav- arsson, prófessor í líffræði við Há- skóla Íslands, hefur umsjón með námskeiðinu, en auk hans kenna þar vísindamenn sem eru meðal þeirra fremstu á sínu sviði í heim- inum. Að sögn Jörundar eru gerð- ar kröfur um þekkta og viður- kennda kennara á slíku námskeiði og því hafi hann fengið þá dr. Cra- ig M. Young frá Harbor Branch Oceanographic Institution í Flór- ída, prófessor David Thistle frá Florida State University í Talla- hassee og dr. Torleiv Brattegard frá Háskólanum í Bergen í Noregi til að halda fyrirlestra á námskeið- inu, en allir eru þeir mjög vel þekktir fyrir rannsóknir á lífríki djúpsjávarins. Ákaflega góð aðstaða til námskeiðahalds Jörundur segir að aðstaðan til að halda námskeið í Fræðasetrinu í Sandgerði sé ákaflega góð og all- ir séu mjög ánægðir með nám- skeiðið og þá umgjörð sem þátt- takendur búi við. Námskeiðið er að hluta til haldið í Rannsókn- arstöðinni í Sandgerði og síðan eru haldnir fyrirlestrar og öll aðstaða Fræðasetursins er nýtt, m.a. gista nokkrir nemendanna þar. „Umgjörðin utan um þetta nám- skeið er ákaflega góð og ég á von á því að farið verði í auknum mæli út í slíkt námskeiðahald hér. Ég held að möguleikarnir séu mjög miklir á námskeiðahaldi í tengslum við Rannsóknastofuna og Fræða- setrið hér í Sandgerði og vannýttir möguleikar þar.“ Möguleikar til rannsókna að aukast Á námskeiðinu kynna nemendur sínar eigin rannsóknir og vinna að ýmsum verkefnum í tengslum við námið. Nemendurnir eru allir í doktorsnámi og allflestir stunda rannsóknir sem tengjast djúphaf- inu. Að sögn Jörundar er mjög eft- irsótt að komast á þetta námskeið og aðeins um helmingur þeirra, sem sóttu um, komust að. „Þetta hefur gengið mjög vel og margt hefur komið þar fram. Á námskeiðinu er fjallað um fjöl- breytileika í höfunum, útbreiðslu tegunda, lifnaðarhætti dýra og tímgunarhætti í djúphöfunum, kórala, djúpsjávarhverasvæði og fleira. Það er margt sérkennilegt í djúphöfunum,“ segir Jörundur. Íslendingar eiga mikið af djúp- hafsvæðum því meginhluti af ís- lenska hafsvæðinu er skilgreindur sem hafdjúp og margt af því sem fram kemur á námskeiðinu fjallar um lífríkið umhverfis Ísland. „Þannig gerir þetta mikið gagn fyrir okkur Íslendinga og okkur sem tengjumst þessu námskeiði,“ segir Jörundur, en tveir íslenskir nemendur eru á námskeiðinu. Að sögn Jörundar heldur hann fyr- irlestra um viðamiklar og nýlegar rannsóknir Íslendinga á botninum á Íslandsmiðum. Hann segir að rannsóknarvettvangur djúpsjávar- líffræðinnar sé að mörgu leyti erf- iður en nú hafi aðstaðan til djúp- sjávarrannsókna breyst töluvert eftir að RANNÍS veitti styrk til kaupa á sjálfvirkum kafbáti sem á að geta farið niður á 2.000 metra dýpi. „Þannig að rannsóknarmögu- leikarnir koma til með að aukast. Enda verða þeir að gera það, því lífríkið er svo flókið og svæðið svo víðfeðmt að góður tækjabúnaður er nauðsynlegur.“ Höfðu aldrei séð þorsk áður Jörundur segir mikilvægt að menn rannsaki hafdýpin við Ís- land. Í fyrsta lagi séu menn farnir að nýta þessi hafsvæði betur og veiða á dýpri miðum og þar sé að finna væntanleg framtíðarverð- mæti og hægt að nýta þar margs konar sjávarfang. Dr. Craig M. Young segir það hafa verið mjög ánægjulegt að koma til Sandgerðis og sjá þar vel búna rannsóknarstöð með glænýj- um tækjabúnaði og góðri aðstöðu, ásamt hlýlegum móttökum. Hann segir nemendurna vera mjög færa, enda sérvalda úr hópi nemenda frá öllum Norðurlöndunum. Þeir Young og David Thistle prófessor fóru niður á bryggju við Sandgerði til að skoða trillukarla leggja upp afla og sögðust þeir aldrei hafa séð þorsk áður, nema steiktan með frönskum kartöflum. Thistle sagði að þorskurinn á mið- unum við Bandaríkin og Kanada væri horfinn og ekki lengur hægt að stunda hagkvæmar veiðar þar á þorski. Því væri mjög fróðlegt að koma hingað þar sem tekist hefði að stjórna fiskveiðum á réttan hátt og ennþá væri hægt að veiða þorsk. Hann sagði að í Flórída væru ekki lengur stundaðar fisk- veiðar í net því þeim hefði verið hætt vegna mikils þrýstings frá sjóstangveiðimönnum. Norrænt námskeið í djúpsjávarlíffræði í Fræðasetrinu í Sandgerði Góðir fram- tíðarmögu- leikar í nám- skeiðahaldi Morgunblaðið/Eiríkur P. Jörundur Svavarsson prófessor sýnir þeim dr. Craig M. Young og pró- fessor David Thistle afla trillukarla í Sandgerði. Sandgerði Í BÓKASAFNI Reykjanesbæjar verða nú í sumar sýnd brot af safn- kosti Byggðasafns Suðurnesja. Nú eru til sýnis í bókasafninu stafaílát, hornspænir og bollastell sem gert var í tilefni Alþingishátíðarinnar 1930 og er sýningin opin virka daga frá kl. 10 - 19. Byggðasafn Suður- nesja á tvö hús í Keflavík og Innri- Njarðvík þar sem sjá má muni og myndir sem tengjast sögu svæðisins. Safnahúsið í Keflavík, Vatnsnes, er opið í sumar frá kl. 13:30 til 17:00 en húsið í Njarðvík eftir samkomulagi. Safngripir til sýnis í bókasafni Reykjanesbær ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.