Morgunblaðið - 22.06.2001, Síða 20

Morgunblaðið - 22.06.2001, Síða 20
LANDIÐ 20 FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MÝVETNINGAR fögnuðu 17. júní með samkomu í Höfða svo sem venja er orðin nú síðari ár þegar veður leyfir. Sr. Örnólfur flutti bæn og blessun, Hrafnhildur Geirsdóttir var í hlutverki fjallkonunnar og las ljóð Einars Benediktssonar, Slútnes. Ræðumaður dagsins var Hörður Sigurbjarnarson. Hann minnti á ár- angursríka baráttu Þingeyinga á nítjándu öld fyrir bættum kjörum og talaði um mikilvægi samstöðu héraðsbúa nú til að vinna framfara- málum brautargengi. Nefndi í því sambandi meðal annars bætt vega- samband milli Mývatnssveitar og Kelduhverfis, sem gjörbreyta myndi vaxtarmöguleikum ferða- þjónustu á svæðinu. Hörður lauk máli sínu með því að minna á höfð- ingsskap Guðrúnar Pálsdóttur sem gaf sveitarfélaginu eignarland sitt Höfða 1970 til minningar um eig- inmann sinn Héðin Valdimarsson, einnig til minningar um Þuru Árna- dóttur frá Garði og Hörð Jónsson frá Gafli en þau unnu mikið við fegrun og uppgræðslu svæðisins á árunum um og eftir 1940 fyrir þau Héðin og Guðrúnu. Gerði ræðumað- ur að tillögu sinni að Mývetningar reistu þeim hjónum veglegan minn- isvarða í Höfða. Smíðað hefur Bárður bás Bárður Sigurðsson keypti land- spildu vestan í Hafurshöfða úr landi Kálfastrandar 1912 og byggði þar bæ sinn, sem enn má sjá fagurlega hlaðna veggi að. Hann var þá ein- hleypur og vann víða um sveitina fyrir bændur og var ekki alltaf heimavið. Hjálmar Stefánsson í Vagnbrekku kom þá einhverju sinni þar heim á bæ og vildi heimsækja frænda sinn, en bærinn var læstur með hengilás. Hjálmar orti þá þessa vísu: Smíðað hefur Bárður bás. Býr þar sjálfur hjá sér. Hefur til þess hengilás að halda stúlkum frá sér. Skömmu síðar giftist Bárður Sig- urbjörgu Sigfúsdóttur og áttu von á fyrsta barni í bæinn. Þá orti Þura Árnadóttir í Garði: Þrengjast fer á Bárðarbás, bráðum fæðist drengur Hefur bilað hengilás, hespa eða kengur. Nokkuð hefur gætt þess misskiln- ings að Þura Árnadóttir ætti þessar vísur báðar en sannast mun það vera að hún á aðeins síðari vísuna, fyrri vísan er Hjálmars, en báðar eru þær perlur. Bárður flutti með fjölskyldu sína inn í Eyjafjörð 1931 en Héðinn Valdimarsson keypti landið og síðar allan höfðann. Hófust þau hjón bráðlega handa við að láta gróð- ursetja í landið. Að því búa nú Mý- vetningar og aðrir sem þangað leggja leið sína, einkum vegna óeig- ingjarnrar gjafar Guðrúnar Páls- dóttur, en hún lést á síðasta ári. Höfði er opinn öllum til göngu- ferða. Þar er unnið í stígagerð og blómabeðum yfir sumarið á vegum Skútustaðahrepps. Morgunblaðið/BFH Prúðbúnar húsfreyjur, Sólveig Pétursdóttir og Hrafnhildur Geirsdóttir. Ræðumaður dagsins, Hörður Sigurbjarnarson, er fjær á myndinni. Fjölmenni í Höfða á hátíðisdegi Mývatnssveit UNNIÐ er að því að bjarga Villinga- holtsvatni í Villingaholtshreppi frá því að þorna upp. Að frumkvæði fólks sem býr í nágrenni við vatnið vinnur votlendisnefnd landbúnaðar- ráðuneytisins að því að lagfæra og hækka bakka vatnsins og útbúa út- rás úr því sem ekki grefur sig niður. Vatnið leitaði útrásar á tveimur stöð- um úr vatninu yfir í næstu fram- ræsluskurði. Hefði ekkert verið að gert var sýnt að vatnið þornaði upp en mesta dýpi þess er um tveir metr- ar. Bakkar vatnsins höfðu brotnað niður og um leið og þeir eru lagfærð- ir og sléttaðir er gerð dálítil mön meðfram vatninu sem tekur vel á móti hækkun vatnsborðsins. Níels Árni Lund, formaður votlendis- nefndar, sagði þetta mjög þarft verkefni og betra að geta gripið inn í atburðarásina því sýnt væri að vatn- ið hefði þornað upp á einu ári ef ekk- ert hefði verið að gert. Hann þakkaði Þórunni Kristjánsdóttur á Vatns- enda frumkvæði hennar að þessu verkefni. Í Villingaholtsvatni hefur veiðst silungur í net og útrás vatnsins verð- ur komið þannig fyrir að sjóbirtingur geti gengið upp í vatnið. Vatnið er sveitarprýði ásamt því að það býður upp á afþreyingarmöguleika fyrir ferðaþjónustuna í sveitinni en mið- stöð hennar er í Þjórsárveri á hæð- inni ofan við vatnið. Villinga- holtsvatni bjargað frá þornun Selfoss AÐ frumkvæði ferðamálafulltrúans í Vestmannaeyjum og stjórnar ferða- málasamtaka í bænum var efnt til kynningar á starfsemi þeirra sem starfa á einn eða annan hátt að ferða- málum í Eyjum. Alls komu nærri 40 manns saman frá 32 fyrirtækjum og stofnunum í Vestmannaeyjum og vakti það athygli hvað margir aðilar starfa að ferðamálum í Eyjum. Hópurinn var saman í dagstund og farið var í heimsókn til allra aðila og starfsemi hvers og eins kynnt, má þar nefna gistiheimili, söfn, gallerí, golfvöllinn og fleiri staði. Hópurinn endaði svo yfirreið dagsins með sam- eiginlegum kvöldverði í nýja veitinga og skemmtihúsinu Höllinni sem opn- uð var fyrir skömmu. Þá fylgdi í kjölfarið heimsókn ferðaþjónustufulltrúa frá Reykjavík, Hafnarfirði og af Suðurlandi til Eyja þar sem þeim var kynnt hin fjölhæfa og umfangsmikla ferðaþjónusta sem rekin er í Vestmannaeyjum. Að sögn Auroru Friðriksdóttur ferðamálafulltrúa í Vestmannaeyj- um tókst kynningin á meðal Eyjafyr- irtækjanna og stofnana mjög vel og tóku allir þátt sem standa á einn eða annan hátt í ferðamálum í Eyjum og veita ferðamönnum þjónustu sína. Þá var heimsókn fulltrúanna ofan af fastalandinu gagnleg öllum aðilum. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Um 40 fulltrúar ferðaþjónustunnar í Vestmannaeyjum komu saman á dögunum og kynntu sér starfsemi allra fyrirtækja og stofnana í Eyjum í ferðaþjónustunni. Hér er hópurinn saman kominn á Skansinum, einum fegursta stað Eyjanna sem lætur engan ferðamann ósnortinn. Ferðafröm- uðir í Eyjum kynna sig Vestmannaeyjar ERLENDIR ferðamenn sem voru í skoðunarferð í Hellnafjöru tóku í vikunni eftir sel sem svamlaði um höfnina. Virtist selurinn máttfar- inn og leita sífellt upp að hafn- arbakkanum og inn að landi. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að hann var með netabút um snopp- una og virtist því eiga erfitt um andardrátt auk þess sem stór hluti af snoppunni var bólginn og þrút- inn. Einn ferðamannanna gerði til- raun til að fanga selinn og draga hann að landi með því að bregða um hann bandi en sú tilraun mis- tókst aftur og aftur. Selurinn bægslaðist um og sló til mannsins, sem í hita leiksins hafði klætt sig úr sokkum og skóm, brett upp skálmar og var kominn út í ískald- an sjóinn í björgunaraðgerðum sínum, þrátt fyrir að yfir skylli úr- hellis rigningarskúr. Í framhaldi af þessum tilraunum ferðamannsins komu heimamenn- irnir, þeir Kristinn Einarsson á Ökrum og mágur hans Kristján Gunnlaugsson sem rekur Fjöru- húsið í Hellnafjöru, til skjalanna. Með hjálp þeirra tókst að ná seln- um upp í fjöruna og eftir nokkrar tilraunir náðu þeir í sameiningu að skera af honum netið sem var vafið um snoppuna. Á meðan reyndi sel- urinn nokkrum sinnum að glefsa til Kristins og gaf frá sér reiðihljóð þótt mikið væri af honum dregið. Eftir að tekist hafði að skera af selnum netið lá hann máttvana í fjöruborðinu um stund en svo reyndu björgunarmennirnir að ýta honum út í sjóinn aftur. Hann svamlaði frá landi en kom aftur upp í fjöruborðið við sandströnd- ina og lá þar í þó nokkurn tíma, áð- ur en hann hvarf til hafs, vonandi sterkari og hressari eftir að hafa jafnað sig á hremmingunum. Morgunblaðið/Guðrún G. Bergmann Selur í vandræðum Hellnar/Snæfellsbær

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.