Morgunblaðið - 22.06.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.06.2001, Blaðsíða 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 21 FYRIR nokkrum dögum rakst fréttaritari á eldri mann á gangi um gamla miðbæinn í Stykkishólmi. Kom í ljós að hér var á ferðinni Hans Svane, apótekarasonur úr Stykkishólmi, sem var mættur til að skoða æskustöðvarnar. Hans fluttist þriggja ára gamall árið 1925 með foreldrum sínum til Stykkishólms. Fjölskyldan kom frá Danmörku og hafði faðir hans keypt rekstur apótekisins í Stykk- ishólmi. Apótekarafjölskyldan bjó í apótekinu eins og gert er enn í dag. Þrettán ára gamall þreytti hann ásamt 120 öðrum nemendum inn- tökupróf í Menntaskólann í Reykja- vík. Hann var einn af 25 nemendum sem komust inn í skólann. Hann lauk stúdentsprófi árið 1941 og var að fagna 60 ára stúdentsafmæli fyr- ir stuttu. Hans nam læknisfræði og eftir 7 ára nám lauk hann prófi. Hann gerðist héraðslæknir í Súða- vík. En hann vildi læra meira. Fáir komust að í kandídatsnámi á Ís- landi og því lá leið hans til Dan- merkur þar sem hann stundaði nám. Hann lauk námi sem sérfræð- ingur í almennum skurðlækningum, einnig í kvensjúkdómafræðum og fæðingasjúkdómum. Eftir það hef- ur starfsvettvangur Hans verið í Danmörku. Starfaði hann lengi við hjartaskurðlækningadeild í Árós- um, síðar valdi hann að vera yfir- læknir við lítinn blandaðan spíatala í Nyköbing á Sjálandi. Eftir að hann komst á eftirlaun dvaldi hann 2 ár á Grænlandi og starfaði þar sem læknir. Það vekur athygli hve góða ís- lensku Hans talar eftir að hafa ver- ið í Danmörku í hálfa öld. Hann var giftur íslenskri konu, þar sem ís- lenskunni var viðhaldið, og svo hef- ur hann gaman af að lesa íslensk kvæði og eins hefur hann lesið mik- ið fornritin sem hann fékk í ferm- ingargjöf árið 1935. Hans ber hlýjar taugar til Stykk- ishólms. Hann heimsækir gamla Hólmara sem voru samtíða honum á æskuárunum og hefur gaman af að rifja upp minningargar frá þeim tíma, þar sem allar aðstæður voru erfiðar og fólk þurfti svo sannar- lega að hafa fyrir lífinu. Fagnar 60 ára stúdentsafmæli Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Hans Svane apótekarasonur fyrir framan apótekið í Stykkishólmi sem var æskuheimili hans frá þriggja ára aldri. Hans Svane lækn- ir á æskuslóðum Stykkishólmur OPNUÐ hafa verið tilboð í við- gerð á þaki Egilsstaðakirkju. Tvö tilboð bárust, annað frá Pétri Jónssyni á Seyðisfirði, að upphæð kr. 4.828.400, en hitt kom frá Tréiðjunni Eini í Fellabæ og nam kr. 8.457.400. Munar því ríflega 3,6 milljónum á tilboðum, en kostnaðaráætlun Verkfræðistofu Austurlands, sem heldur utan um framkvæmdina fyrir hönd Sóknarnefndar Egils- staðasóknar, hljóðaði upp á kr. 5.459.000. Samið verður við lægst- bjóðanda. Verkið felst í að fjarlægja nú- verandi pappaklæðingu, endur- nýja fúið trévirki og klæða þak að nýju með þakdúk. Stefnt er að verklokum í septemberbyrjun. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Í sumar stendur til að endurnýja þak Egilsstaðakirkju og mun það kosta tæplega 5 milljónir króna skv. tilboði. Þak Egilsstaðakirkju endurnýjað Egilsstaðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.