Morgunblaðið - 22.06.2001, Síða 23

Morgunblaðið - 22.06.2001, Síða 23
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 23 SIGURBORG SH 12 kom í gær- morgun með Sigurð Jakobsson ÞH 320 í togi til hafnar á Húsavík. Sig- urður Jakobsson hafði fengið veið- arfærið í skrúfuna kvöldið áður þar sem skipin voru á rækjuveiðum í Öx- arfjarðadýpi. Sigurborgin var nær- stödd og kom skipverjum á Sigurði Jakobssyni til hjálpar. Eftir að tókst að koma taug á milli skipanna var haldið til lands og eins og fyrr segir var komið til Húsavíkur um kl. 8.30 í gærmorgun. Sigurborgin hélt tafar- laust aftur til veiða eftir að hafa skil- að Sigurði Jakobssyni að bryggju því það hefur veiðst vel á rækjunni að undanförnu. Strax var hafist handa við að að reyna ná trollinu úr skrúfu skipsins og unnu tveir kafarar að því ásamt áhöfn skipsins. Það hafðist að lokum þegar líða tók á daginn og var trollið tekið í land til viðgerðar. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Sigurborg SH með Sigurð Jakobsson ÞH í togi. Fékk rækju- trollið í skrúfuna Húsavík. Morgunblaðið. Á AÐALFUNDI SR-mjöls hf. á mið- vikudag var samþykkt að auka hlutafé fyrirtækisins að nafnverði 140 millj. kr. með útgáfu nýrra hluta. Verða hlutirnir notaðir til kaupa á 60% hlut í Valtý Þorsteinssyni ehf. af Rauðuvík ehf. Valtýr Þorsteinsson ehf. gerir út nóta- og togveiðiskipið Þórð Jónasson EA og er útgerðin því nú í 100% eigu SR-mjöls. Sem greiðsla eru hlutirnir metnir á 350 milljónir sem svarar til gengis 2,5. Eigin skip skiluðu SR-mjöli um 50 þúsund tonnum af hráefni á síðasta ári. Á aðalfundinum sagði Benedikt Sveinsson, stjórnarformaður SR- mjöls, félagið hafa farið halloka gagnvart tilboðum keppinauta til báta sem verið hafa í föstum við- skiptum við SR-mjöl. Meginástæðan sé sú að keppinautarnir bjóði eigend- um bátanna gjarnan veiðiheimildir í loðnu gegn því að þeir landi í ákveðn- ar verksmiðjur. Að auki sé iðulega samið um að stór hluti eigin heimilda komi til sömu verksmiðja en ekki að- eins sá afli sem veiddur er með láns- kvóta. Þar sem SR-mjöl ráði yfir litlum aflaheimildum eigi félagið bágt með að að bjóða slík kjör og það hafi skaðað félagið. Benedikt sagði þetta fyrirkomulag vafalaust komið til að vera og sýndi mikilvægi þess að félagið efli eigin útgerð og komi sér upp veiðiheimildum. Kaupin á hlut í útgerð Þórðs Jónassonar EA væru meðal annars í þeim tilgangi. SR- mjöl á einnig eignarhlut í útgerð nóta- og togveiðiskipsins Guðmund- ar Ólafs ÓF, sem áður hét Sveinn Benediktsson. Tap SR-mjöls á síðasta ári nam um 799 milljónum króna. Benedikt sagði lágt verð lýsis og mjöls vera meginástæður þess að afkoma félagsins væri ekki betri en raun ber vitni. Á sama tíma hafi bankar hækk- að álag sitt á millibankavexti skammtímalána og hafi það þrefald- ast á tveimur árum. Slík skamm- tímalán séu notuð til að fjármagna afurðir þar til þær seljast eða eru greiddar. Benedikt sagði að félagið hefði þegar gripið til aðgerða í því skyni að lækka kostnað. Dregið hefði verið úr viðhaldi og framkvæmdum, aðhaldi beitt í rekstri og gripið til orkuspar- andi aðgerða. Fólki í verksmiðjum og á skrifstofum hefði verið fækkað, yfirvinna minnkuð og dregið úr öðr- um kostnaði eftir megni. Benedikt sagði að þrátt fyrir þetta væri ýmislegt jákvætt að gerast. Vegna vandkvæða í evrópskum land- búnaði hefðu opnast ný markaðs- svæði og aðrir framleiðendur fiski- mjöls, bæði hérlendis og erlendis, hefðu sýnt áhuga á auknu samstarfi í markaðsmálum. Því væri stutt í að þekking félagsins nýttist í vipskipt- um sem væru óháð veiði við Ísland. SR-mjöl kaupir 60% hlut í útgerð Skortur á kvóta hefur skaðað félagið NORSKA skipið Fruholmen landaði fyrstu loðnu sumarvertíðarinnar, um 600 tonnum, á Eskifirði í gær. Loðna veiddist í gær um 35 sjómíl- ur austnorðaustur úr Langanesi en sumarloðnuvertíðin hófst í fyrra- dag. Lítið hafði þó orðið vart við loðnu fram að þessu en Harpa VE frá Vestmannaeyjum fékk þó 200 tonna kast á miðvikudag. Nokkur skip höfðu þegar fengið afla í gærkvöldi, m.a. hafði Víkingur AK fengið um 300 tonna kast og Svanur RE um 200 tonna kast. Ís- lenskum loðnuskipum fjölgar nú ört á miðunum, auk þess sem þar er töluverður fjöldi færeyskra, græn- lenskra og norskra skipa að sögn Gunnars Gunnarssonar, skipstjóra á Svani RE. „Þetta er þokkaleg loðna og mun betri en loðnan sem við urðum varir við hér nokkru sunnar. Það eru hins vegar ekki stórar torfur sem skipin eru að kasta á og miðað við þann mikla fjölda skipa sem er á miðunum og afkasta getu þeirra þá verða þau líklega ekki lengi að þurrka upp þessar torfur. Þetta er hefðbundin byrjun á sumarvertíð en á þessum slóðum hefur veiðin hafist á undanförnum árum. Við eigum vonandi eftir að finna fleiri torfur nú þegar skip- unum fjölgar og veðrið hefur lagast,“ sagði Gunnar. Nokkur loðnuskip voru í gær við leit vestur undir Kolbeinsey án þess að finna neitt og höfðu skipin öll sett stefnuna á miðin undan Langa- nesi í gærkvöldi. Fyrsta loðnan á Eskifjörð Í ÁGÚST næstkomandi mun Fis- hing Monthly gefa út blaðkálf þar sem fjallað verður um sjávarútveg og sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi. Fishing Monthly kemur út mán- aðarlega og eru lesendur þess fyrst og fremst skoskir útgerðarmenn og skipstjórar, auk útgerðarmanna í Bretlandi og Írlandi. Undirbúningur ágústblaðsins er þegar hafinn og er þeim sem hafa áhuga á að koma fyrirtæki sínu á framfæri bent á að hafa samband við Jeremy Thain hjá Fishing Monthly í síma: +44 (0) 131 551 2942 eða tölvu- póst: jeremy@specialpublica- tions.co.uk Íslensk fyrirtæki í Fishing Monthly

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.