Morgunblaðið - 22.06.2001, Side 30
LISTIR
30 FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
„OFURSTIRNI sænska listaheims-
ins“ kallar Dagens Nyheter Lars
Nittve í tilefni af því að hann kýs held-
ur heimaslóðirnar en heimsborgina
og tekur við stjórn Moderna Museet á
Skipshólmanum andspænis miðborg
Stokkhólms. Það er reyndar Breti,
David Elliott, sem Nittve tekur við af
er hann lætur af störfum í október.
Nittve hefur ekki verið lengi á
hverjum stað, byrjaði safnferil sinn á
Moderna Museet, fór síðan að Roo-
seum í Málmey, þaðan yfir sundið að
Louisiana og síðan til London til að
koma Tate Modern af stað. Í viðtali
við sænska fjölmiðla segir Nittve að
hann hefði reyndar gjarnan viljað
vera nokkur ár í viðbót í London,
fannst hann varla kominn þangað, en
þetta tækifæri til að koma aftur heim
væri of gott til að láta frá sér fara.
Þótt Stokkhólmur sé ekki heimsborg
á við London og sænska safnið mun
minna í sniðum sé hægt að gera þar
ýmislegt sem fær heiminn til að
standa á öndinni.
Forsmáður biðill lét sig hverfa
Eftir nám í listasögu var Nittve í
nokkur ár listrýnir á Svenska
Dagbladet áður en hann réðst til
starfa við Moderna Museet 1986 sem
yfirsafnvörður að hvatningu Olle
Granath safnstjóra, sem var safn-
stjóri er sópaði að. Næstu fjögur árin
unnu þeir Nittve náið saman og
Nittve var um lengri tíma staðgengill
Granaths.
Þegar staða safnstjóra var laus
1990 sótti Nittve auðvitað um en fékk
ekki stöðuna. Hann hafði ekki mörg
orð um það þá en hefur síðan sagt frá
því hvað honum sárnuðu þessi mála-
lok. Hinn forsmáði biðill notaði líka
fyrsta tækifæri til að láta sig hverfa
frá safninu og réð sig að nýja lista-
safninu í Málmey, Rooseum. Nafnið
kemur frá Roos, auðugri og listelskri
fjölskyldu, sem lagði fram fé til að
koma upp nútímalistasafni í Málmey.
Safnið er í gamalli rafstöð í Málmey
og hefur verið mikilvægur sýningar-
staður fyrir nútímalist þar sem verk
eftir íslenska listamenn eins og bræð-
urna Sigurð og Kristján Guðmunds-
syni og Hrein Friðfinnsson hafa iðu-
lega hangið uppi. Starfið við Rooseum
var ekki auðvelt því rekstrargrund-
völlurinn var ekki traustur, en Nittve
tókst sannarlega að koma Rooseum á
listakort heimsins.
Árið 1995 var Nittve ráðinn að
Louisiana, einu helsta nútímalista-
safni á Norðurlöndum og þótt víðar
væri leitað. Danski verkfræðingurinn
Knud W. Jensen stofnaði það á sínum
tíma og Nittve var ráðinn að safninu
með velþóknun hans, en Nittve hafði
þá þegar tekið þátt í uppsetningu sýn-
inga þar. Það var ekki síst til að
styrkja samtímalistina að Nittve var
ráðinn, því þótt safnið byrjaði sem
samtímalistasafn um miðja síðustu
öld hafði fókusinn haldið áfram að
vera sá tími.
Yfirgefur vinsælasta
nútímalistasafn í heimi
Þau þrjú ár sem Nittve var við
safnið dalaði aðsóknin en það var ekki
alveg að marka því árin áður höfðu
verið haldnar nokkrar sýningar með
klassískum málurum, sem draga
gesti að eins og flugur að ljósi. Nittve
einbeitti sér fremur að samtímalist
sem dregur færri að.
Þegar Nittve fékk stöðuna sem
safnstjóri við Tate Modern 1998 var
aðeins farinn að heyrast smákurr
vegna stefnu hans á Louisiana og
hann var þar tæplega nógu lengi til að
marka safninu skýran sess eftir sínu
höfði. Verkefnið í London var að
koma á koppinn nútímalistasafni und-
ir gamla Tate-safninu. Það var búið
að finna húsið, gamla rafstöð, risa-
vaxna byggingu, sem var gerð upp á
heillandi hátt. Nittve markaði stefn-
una á lokasprettinum og stýrði frá-
gangi og öðru að því er virðist með
sóma, því allt stóðst og safnið opnaði á
tilsettum tíma fyrir réttu ári. Í þessu
umhverfi þurfti Nittve alla vega ekki
að biðjast afsökunar á áherslu sinni á
hið allra nýjasta, því til þess var safn-
ið, sem bæði hefur í sölum sínum fast-
ar sýningar á eigin verkum frá fyrri
hluta síðustu aldar og fram á daginn í
dag og tímabundnar sýningar.
Aðsóknin að Tate Modern hefur
farið langt fram úr vonum og á af-
mælisdeginum 11. júní höfðu 5,25
milljónir manns skoðað safnið, tvöfalt
fleiri en búist var við. Safnið er vin-
sælasta nútímalistasafn í heimi.
Þangað koma fleiri en á söfn eins og
Pompidou í París og MOMA í New
York, að ógleymdu Guggenheim í
Bilbao. Það er ljóst að nýjabrumið
hefur sitt að segja, margir koma bara
til að sjá bygginguna, en menn vonast
til að árlegur fjöldi gesta verði um 3,5
milljónir. Aðgangur að föstum sýn-
ingum safnsins er ókeypis en það
kostar inn á tímabundnar sýningar.
Nittve er hinn dæmigerði hægláti
Norðurlandabúi og hefur ekki verið
áberandi fígúra, en sjálfsöryggið
geislar af honum þótt hægt fari. Hver
framvindan á Tate Modern hefði ver-
ið undir hans stjórn er óljóst, en í
miklu minna safni og á heimavelli
mun efalaust kveða meira að honum.
Hann kemur heim með ómetanleg
sambönd frá Tate-árunum og enginn
efi á að Moderna Museet hefði ekki
getað fengið betri mann.
David Elliott hefur ekki átt auðvelt
uppdráttar og ekki áunnið sér miklar
vinsældir. Safnbyggingin var gerð
upp fyrir nokkrum árum, en viðhaldið
hefur veist erfitt, stjórnarmenn hafa
hætt og einstakir viðburðir hafa verið
umdeildir. Að því leyti á Nittve auð-
veldan leik, en hann segist ekki sjá
vandamál, heldur fremur möguleika.
En aðalatriði er að eins og Marita
Ulvskog, menntamálaráðherra Svía,
sagði er hún kynnti nýja safnstjórann
í vikunni þá hefur hann átt í ástar-
sambandi við Moderna Museet lengi.
Eftir aðskilnaðinn er löngunin efa-
laust áköf eftir að gera nú eitthvað
gott og það er öðruvísi að vinna heima
en erlendis.
Í þetta skipti má það undarlegt
heita ef Nittve verður ekki lengur en
þrjú ár í nýja starfinu.
„Ofurstirni
sænska lista-
heimsins“
sd@uti.is
Presslink
Sænski safnstjórinn Lars Nittve fer frá Tate Modern í London til Moderna Museet í Stokkhólmi.
Listheimurinn hefur staðið á öndinni yfir
Tate Modern undir stjórn Lars Nittve, seg-
ir Sigrún Davíðsdóttir, en nú ætlar hann að
hrífa heiminn með Moderna Museet í
Stokkhólmi, þar sem ferill hans hófst.
Lars Nittve til Moderna Museet
Í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær kom fram að
Háskóli Íslands og menntamálaráðuneytið hafa
gert með sér samning um þjónustu Háskólans
við tungutækniverkefni. Með tungutækni er átt
við samvinnu tungunnar og nýrrar tækni í þeim
tilgangi að auðvelda notkun tungumálsins með
tölvum. Í samningnum kemur fram að Háskóli
Íslands muni koma á þverfaglegu framhalds-
námi í tungutækni og sérstök áhersla verði lögð
á að afla gagna um þá vinnu, sem hefur farið
fram á sviði tungutækni á alþjóðavettvangi.
Menntamálaráðuneytið hefur skipað verkefn-
isstjórn undir forystu Ara Arnalds, sem hefur
umsjón með framkvæmd áætlunar um tungu-
tækni, en verkefnisstjóri er Dr. Rögnvaldur
Ólafsson eðlisfræðingur og dósent við Háskóla
Íslands.
Rögnvaldur segir tungutæknina sambúð
tungunnar og nýrrar tækni. „Þetta snýst um
það hvernig þessi samskiptatæki koma saman;
tungan, okkar aðalsamskiptatæki og svo tölv-
urnar og fjarskiptatæknin.“
Alla dreymir um að tala við tölvuna
Rögnvaldur segir mest ríða á að efla tungu-
tæknina á tveimur til þremur sviðum. „Í fyrsta
lagi er það meðferð texta í tölvum; leiðréttingar
á réttritun, málfræði, orðskiptingar og almenn-
ar leiðbeiningar um notkun málsins. Þetta
þekkjum við þegar úr erlendum forritum, en
þetta hefur verið erfitt hér. Það hefur enginn
verið í þessu hér nema Friðrik Skúlason, sem
hefur sinnt þessu svolítið gegnum tíðina. Í öðru
lagi snýst þetta um tal, en þar eru mjög spenn-
andi hlutir að gerast. Alla dreymir um að tala
við tölvuna, en það gengur ekki alveg með mjög
flókið mál. Nú eru hins vegar að koma í gagnið
einfaldari notkunarmöguleikar á slíkum hlut-
um. Á Ítalíu er járnbrautarkerfið komið með
símsvara sem getur sagt þér til dæmis hvenær
næsta lest fer til Mílanó, í stað þess að þú þurfir
að slá inn í símann og velja 1 fyrir Mílanó, 2 fyr-
ir Róm o.s.frv. Það eru einnig komin á sjón-
arsviðið kerfi fyrir lækna, þar sem þeir geta les-
ið læknaskýrslur beint inn sem texta á tölvu.
Þetta er allt að byrja að brjóta sér leið.“
Að sögn Rögnvaldar er þessi tækni að koma
til okkar og einföld símsvörunarkerfi og slíkt er
byrjunin á sókn tungutækninnar hér á landi.
„Það er þekkingin á tungunni og grunngagna-
bankar, orðtíðnisöfn, orðbeygingar og fleira
slíkt sem þarf til að geta þetta.
Þessa hluti vantar talsvert hér á
landi; ekki bara tæknina, hún kem-
ur smátt og smátt, heldur einnig
fræðilega bakgrunninn, svo sem
þekkingu á hljóðfræði, setninga-
fræði og öðrum eiginleikum tungu-
málsins. Okkur vantar einnig stóra
orðabanka, til dæmis eins og þið
eigið á Morgunblaðinu; þið eigið
mjög stórt safn af texta og slíkt
vildi maður gjarnan fá á aðgengi-
legu formi til að hægt sé að rann-
saka textann með hliðsjón af orð-
tíðni og ýmsu öðru. Það segir
manni þá líkurnar á því að það sé
þetta orð, sem tölvan er að reyna
að skilja.“
Í þriðja lagi nefnir Rögnvaldur
þýðingar, en þær eru vaxandi vandamál í heim-
inum. Rögnvaldur segir að þegar sé farið að
stunda hálf-vélrænar þýðingar á textum til að
auðvelda samskipti fólks og skilning manna í
millum. „Menn eru þó líka farnir að glíma við al-
vélrænar þýðingar, en þá á takmörkuðum text-
um. Maður myndi ekki setja Shakespeare í svo-
leiðis þýðingu, en oft er hægt að takmarka mál-
far; til dæmis við gerð leiðbeiningabæklinga og
þessháttar, og þá er þýðingin auðveldari.“
Mikið þýtt fyrir Evrópusambandið
Hér á landi er mikil vinna unnin í þýðingum á
textum frá Evrópusambandinu og að sögn
Rögnvaldar hefur sambandið verið mjög öflugt
í að ýta undir þróun vélrænna þýðinga. „Íslensk
kona búsett í Aþenu, Guðrún Magnúsdóttir,
rekur þýðingarfyrirtæki og hún kemur hingað
til lands innan skamms til að gefa okkur góð ráð
og sýna okkur hvað hún hefur verið að gera.
Hún vann nýlega góðan samning við Evrópu-
sambandið með blöndu af hálfsjálfvirku og als-
jálfvirku þýðingarkerfi. Í haust
fengum við ákúrur frá ESB um
að við værum ekki nógu dugleg
við að þýða lagatexta, þannig að
það skiptir miklu máli fyrir okkur
að fylgjast með á þessu sviði.“
Allt byggist þetta á kunnáttu
okkar á tækninni annars vegar
og á kunnáttunni á málinu hins
vegar, en svo þarf auðvitað fólk
til þess að útfæra þetta og þar er
komið að samningi Háskólans og
menntamálaráðuneytisins.
„Það hefur verið mikill skortur
á fólki með kunnáttu á þessu
sviði, en nú mun íslenskuskor
Háskólans í samvinnu við tölvun-
arfræðideild bjóða upp á meist-
aranám í tungutækni. Þar er bú-
ist við að komi annars vegar fólk með
málfræðilegan bakgrunn og hins vegar fólk
með verkfræðilegan eða tölvunarfræðilegan
bakgrunn. Þarna verða námsbrautir sem kenna
fólki það sem það ekki kann og svo verða unnin
verkefni í samvinnu við fyrirtæki, þannig að við
ættum þá að fá út úr þessu ungt fólk sem kann
til verka.“ Rögnvaldur segir einnig mikilvægt
að með þessari námsbraut hafi verkefnisstjórn í
tungutækni einnig vettvang að leita til með sín
vandamál, því búast megi við því að upp komi
ýmiss konar fræðilegar og faglegar spurningar
sem nefndin hefur í sjálfu sér ekki möguleika á
að svara. „Þannig er þetta samningur annars
vegar við skólann um að ýta úr vör þessu meist-
aranámi og hins vegar gefur þetta verkefnis-
stjórn tungutækninnar aðgang að fagfólki við
Háskólann. Við stefnum að því að þarna verði
fólk með breiðan bakgrunn bæði í tungumálinu
og í nýjustu tölvutækninni og vonum að við
fáum góðar viðtökur nemenda.“ Námið hefst
haustið 2002, en farið verður að undirbúa það
strax í sumar.
Rögnvaldur segir þróunina í þessu fagi
ganga hraðar en hann hafði búist við og minnir
á að ekki eru mörg ár síðan menn töldu að tölv-
ur myndu aldrei geta teflt, en nú tefli þær jafn-
vel við heimsmeistarana. En er íslenskan ekki
erfitt tungumál að fást við?
Alþingismaur
„Við horfum fljótt til enskunnar, en við get-
um líka horft til finnsku og þar eru menn að
glíma við miklu fleiri beygingarmyndir orða,
þannig að í víðara samhengi er íslenskan ekki
mikið erfiðari en önnur mál. Finnarnir eiga í
töluvert meiri erfiðleikum með málið, en geng-
ur samt vel í tungutækninni.“ Sem dæmi um
vandamálin sem upp koma vitnar Rögnvaldur í
Friðrik Skúlason sem smíðaði forritið Prent-
villupúkann. „Þar eru leyfðar ákveðnar sam-
setningar á orðum. Öll orð sem eru rétt mynduð
úr öðrum orðum eru rétt orð. Þannig verður
orðið alþingismaur rétt, þótt augljóst sé að einn
staf vanti í það. Til þess að leysa svona mál þarf
stóra gagnabanka, til að hægt sé að finna við-
urkennd algeng orð og líklegustu möguleikana
á notkun þess. Fyrst horfum við á eitt og eitt
orð, en smám saman stækkar samhengið í setn-
ingunni. Þú veist til dæmis ekki hvort eigi að
vera eitt eða tvö n í orðinu himin/n nema að ráða
það af samhenginu og svo eigum við orð sem
eru bæði til með ufsiloni og einföldu i, og þá
verður samhengi þess í setningunni að ráða
stafsetningunni.“
Rögnvaldur segist ekki óttast að tungutækn-
in eigi eftir að takmarka notkun tungunnar og
draga úr fjölbreytileika hennar og blæbrigðum.
„Ég held að þetta verði akkúrat öfugt, enda
bjartsýnn maður. Ef þú hefur forrit sem býður
þér upp á möguleikann að tékka á því sem þú
skrifar, þá þarftu ekki að vera hrædd við að
nota orðalag sem þú hefðir kannski annars
sleppt, af því þú varst ekki viss. Þannig verð-
urðu líklegri til að beita meiri fjölbreytni í mál-
inu.“
En hvernig lítur fjarlægari framtíð tungu-
tækninnar út fyrir Rögnvaldi.
„Menn eru þegar farnir að tala um að þú get-
ir farið með tæki með þér til Japan til dæmis og
talað í það og á hinum endanum komi það út á
japönsku. Þetta eru menn farnir að leika sér
með í dag.“
Brýnt að efla
tungutæknina
Dr. Rögnvaldur
Ólafsson dósent