Morgunblaðið - 22.06.2001, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 22.06.2001, Qupperneq 32
LISTIR/KVIKMYNDIR 32 FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ þar til hugmyndir komu fram um að fylgja henni eftir með framhaldi. „Af öllum þeim myndum sem ég hef leikið í hefur Dagfinnur dýra- læknir vakið mest viðbrögð,“ segir Eddie sem verið hefur í myndum á borð við Beverly Hills Cop, 48 Hrs og Klikkaða prófessorinn. „Það skiptir ekki máli hvar ég er staddur í heiminum, krakkar og unglingar koma til mín og segja, hæ, herra D.“ Eitt af því sem leikstjórinn Carr hafði hvað mest gaman af þegar hann gerði Dagfinn dýralækni var að ráða leikara til þess að leika í talsetningunni en stór hópur leik- ara talar fyrir dýrin, sem fram koma í myndinni. Þeirra á meðal eru Phil Procter, Frankie Muniz, sem leikur gáfnaljósið í Malcolm in the Middle, Michael Rapaport, Andy Dick ásamt Jacob Vargas. Leikarar: Eddie Murphy, Kristen Wil- son, Jeffrey Jones, Kevin Pollak, Rav- en Symoné og Kyla Pratt. Leikstjóri: Steve Carr (Next Friday). bandarísku gamanmyndinni og framhaldsmyndinni Dagfinni dýra- lækni 2 eða Dr. Doolittle 2, sem er heimsfrumsýnd í dag í fjölda kvik- myndahúsa. Með aðalhlutverkið fer Eddie Murphy sem fyrr en önnur hlutverk eru í höndum Kristen Wil- son, Jeffrey Jones, Kevin Pollak, Raven Symoné og Kyla Pratt. Leikstjóri er Steve Carr. Fyrri myndin með Eddie Murphy í hlutverki Dagfinns var frumsýnd árið 1998 og naut mikilla vinsælda (sögurnar um Dagfinn voru áður kvikmyndaðar á sjöunda áratugnum og þá var Rex Harrison í hlutverki dýralæknisins sem gat talað við dýrin). „Fyrri myndin fjallaði um það þegar Dagfinnur komst að því að hann hafði þessa náðargáfu að geta skilið og talað við dýrin,“ segir Murphy. „Í þessari nýju mynd snýst líf hans meira um það hvernig hann notar hæfileika sinn og hvernig áhrif þessi gæfa hans hefur á fjölskyldu hans.“ Það leið ekki langur tími frá því að fyrri myndin var frumsýnd og DAGFINNUR dýralæknir (Eddie Murphy) er umhverfisverndarsinni og hefur í hyggju að bjarga skóg- lendi nokkru þar sem margir vinir hans úr dýraríkinu dvelja. Í þeim tilgangi þarf hann að finna dýr í skóginum sem er í útrýmingar- hættu og verndað með lögum. Hann finnur það dýr þegar hann rekst á einmana björn í skóginum af tegund sem er að deyja út. Björninn kallar hann Ava. Nú er bara að finna honum maka og Dagfinnur hefur upp á sirk- usbirni, Archie að nafni, sem reyndar hefur ekki búið í óbyggð- unum lengi og vill því ekkert flytja í skóginn. Þegar Dagfinni loks tekst að sannfæra hann um að koma með sér kemur í ljós að Ava er ekki hrifin af verðandi maka sín- um. Þannig er söguþráðurinn í Fleiri ævintýri Dagfinns dýralæknis Eddie Murphy endurtekur hlutverk sitt sem Dagfinnur dýralæknir í Dagfinni 2, sem frumsýnd er í dag. Bandaríska gamanmyndin Dagfinnur dýralæknir 2 eða Dr. Doolittle 2 með Eddie Murphy verður heimsfrumsýnd á Íslandi í dag. AMANDA Pierce (Monica Potter) vinnur við að lagfæra listaverk. Hún býr á Manhattan með fjórum ofur- fyrirsætum (Shalom Harlow, Ivana Milicevic, Sarah O’Hare og Tomikon Fraser) og veit ekki hvort hún á að þakka guði sínum eða bölva örlögum sínum. Fyrirsæturnar taka það þegar að sér að lappa upp á útlit hennar og framkomu en á sama tíma verður hún ástfangin af Jim Winston (Freddie Prinze), nágrannanum í næsta húsi. Þannig er söguþráðurinn í róm- antísku gamanmyndinni Head Over Heels sem frumsýnd er í Sambíó- unum Álfabakka og Nýja bíói, Keflavík, í dag. Með helstu hlutverk fara Monica Potter, Freddie Prinze, Shalom Harlow, Ivana Milicevic, Sarah O’Hare og Tomikon Fraser. Leikstjóri er Mark Waters sem áð- ur gerði myndina The House of Yes. Leikstjórinn Waters hafði klass- ískar, bandarískar gamanmyndir í huga þegar hann gerði Head Over Heels eins og The Philadelphia Story og His Girl Friday. Hann var ekki í neinum vafa um að Freddie Prinze væri rétti maðurinn í aðal- karlhlutverkið. „Um leið og hann las handritið fann hann sig í hlutverk- inu,“ segir Waters. „Í þessari mynd þroskast Freddie í karlmann,“ er haft eftir leikstjór- anum þegar hann lýsir unglinga- stjörnunni. „Hann er heimsmaður, aðlaðandi og fágaður, svona eins og Gary Cooper ef hann hefði einhvern tímann leikið Cary Grant.“ Þess má geta að Waters stýrði Prinze áður í mynd sinni, The House of Yes. Sjálfur var Prinze, sem leikið hef- ur í myndum eins og Ég veit hvað þú gerðir síðasta sumar og She’s All That, ánægður með hlutverkið. „Ég fékk þarna að leika óræðan, dul- arfullan mann,“ segir hann. „Það var gaman að sýna fólki að ég réð vel við hlutverkið og ég hef sér- staklega gaman að hasar, einkum þegar hann er blandaður gaman- semi.“ Monica Potter hefur vakið athygli vestra á undanförnum misserum. Hún lék í Without Limits og á móti Robin Williams í Patch Adams en síðast sáum við hana leika á móti Morgan Freeman í Along Came a Spider. „Monica er ekki þekkt fyrir að leika í gamanmyndum en hún óttast ekkert og er alls óhrædd að takast á við ólík svið leiklistarinnar, jafnvel þótt hún eigi það á hættu að virðast kjánaleg,“ segir Waters. Sjálf segist Potter hafa mikið yndi af gamanmyndum og þeir gam- anleikarar sem hún hefur í hávegum er fólk eins og Carol Burnett og Benny Hill. „Mér finnst fyndið þeg- ar fólk dettur á rassinn,“ segir leik- konan. Leikarar: Monica Potter, Freddie Prinze, Shalom Harlow, Ivana Milicevic, Sarah O’ Hare og Tomikon Fraser. Leik- stjóri: Mark Waters (The House of Yes). Prinze og fyrirsæturnar Sambíóin Álfabakka og Nýja bíó, Kefla- vík, frumsýna bandarísku gamanmynd- ina Head Over Heels með Freddie Prinze. Freddie Prinze og Monica Potter fara með aðalhlutverkin í gaman- myndinni Head Over Heels, sem frumsýnd er í dag. Watcher sem frumsýnd er í Há- skólabíói í dag. Með aðalhlutverkin fara James Spader, Keanu Reeves, Marisa Tomei og Ernie Hudson. Leikstjóri er Joe Charbanic en handritið gera David Elliot og Clay Ayers. The Watcher er lýst sem sál- fræðilegum trylli sem skoðar bæði inn í huga fjöldamorðingja og lög- reglumannsins sem eltist við hann. Hún fjallar ekki um það hver er morðinginn því það verður ljóst strax í upphafi. „Ég man ekki eftir mynd þar sem kemur svona fljótt í ljós hver morðinginn er,“ segir framleiðandinn Nile Niami. „Morðinginn er að leika leik,“ segir leikstjórinn Charbanic. „Elt- ingarleikurinn er það sem skiptir hann höfuðmáli.“ Leikstjórinn segir það hafa ver- ið ákaflega mikilvægt fyrir mynd- ina að James Spader skyldi taka að sér annað aðalhlutverkið og framleiðandinn Naimi segir Spad- er „sérlega leikinn í því að fara með hlutverk persóna sem eru margræðar og kannski ekki allar Alríkislögreglumaðurinn Joel Campbell (James Spader) er far- inn í felur. Hann hefur árum sam- an elt uppi samviskulausa morð- ingja í Los Angeles en er nú fluttur til Chicago og ætlar að taka upp nýtt líferni. En hann hefur að- eins búið í Chicago í nokkra mán- uði þegar hryllileg morð eru fram- in með aðferðum sem hann þekkir og geta aðeins verið verk eins manns, David Allen Griffin (Keanu Reeves), sem Campbell reyndi að hafa upp á í mörg ár. Morðinginn virðist hafa elt lög- reglumanninn til borgarinnar og ákveðið að bregða á leik. Áður en hann fremur morð sendir hann lögreglumanninum ljósmynd af væntanlegu fórnarlambi sínu og manar hann til þess að finna það á undan sér. Þannig er söguþráðurinn í bandarísku spennumyndinni The þar sem þær eru séðar“. Og áfram heldur framleiðandinn: „Þess vegna var það rökrétt að hann færi með hlutverk alríkislögreglu- mannsins sem á í vandræðum og er í rauninni útbrunninn.“ Spader hellti sér út í miklar rannsóknir á störfum lögreglu- manna sem eltast við fjöldamorð- ingja en nokkrar löggur frá FBI voru ráðgjafar við gerð myndar- innar. Keanu Reeves er óhræddur við að velja sér hlutverk sem vekja litla samúð samanber ofbeldis- manninn í The Gift. Hann heldur áfram á þeim slóðum í The Watch- er. Þetta er fyrsta bíómynd leik- stjórans Joe Charbanics í fullri lengd. Hann hefur gert fjölmörg tónlistarmyndbönd m.a. með lista- mönnum eins og Ice T og Ice Cube og ekki síst Keanu Reeves, sem spilar í hljómsveitinni Dogstar. Leikarar: James Spader, Keanu Reev- es, Marisa Tomei og Ernie Hudson. Leikstjóri: Joe Charbanic. Fjöldamorðingi bregður á leik Háskólabíó frumsýnir bandarísku spennumyndina The Watcher með Jam- es Spader og Keanu Reeves í aðal- hlutverkum. James Spader er alríkislögreglumaður í spennumyndinni The Watcher.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.