Morgunblaðið - 22.06.2001, Side 38
MINNINGAR
38 FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Ingi BjörgvinÁgústsson fædd-
ist í Reykjavík 11.
október 1945. Hann
lést á Landspítalan-
um við Hringbraut
16. júní síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Sigríður Laufey
Guðlaugsdóttir, f.
28.7. 1906, d. 1975,
og Ágúst Jónsson, f.
24.8. 1902, d. 1989.
Systkini Inga Björg-
vins eru: Guðlaugur
Gunnar, f. 1926.
Ólafur Helgi, f.
1927, d. 1971, Vigdís Sigurbjörg,
f. 1929, d. 1931, Victor Sævar, f.
1930, Vigdís Elín, f.
1935, Skúli, f. 1936,
d. 1997, Unna Svan-
dís, f. 1940, Hrafn-
hildur Auður, f.
1942, d. 1997, Aldís,
f. 1948.
Eftirlifandi eigin-
kona Inga Björg-
vins er Mariann
Hansen, f. 21. ágúst
1957. Foreldrar
hennar eru Elsa
Seterstrem Hansen
og Skúli Hansen,
sem er látinn.
Útför Inga fer
fram frá Laugarneskirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Á einhverjum fegursta degi sum-
arsins lést hann Ingi mágur minn.
Hann var næstyngstur 10 systkina
sem flest ólust lengst af upp á Lang-
holtsvegi 47 hér í borg.
Þegar ég sá Inga fyrst var hann
hnellinn ljóshærður kútur sem lét
sér ekki allt fyrir brjósti brenna.
Glaður og hress rann hann upp eins
og fífill í túni og varð sjaldan mis-
dægurt.
Hann lauk sínu barnaskólanámi
en lengra varð hans nám ekki eins og
svo algengt var í þá daga. Fram að
fermingu var hann oftast í sveit á
sumrin, lengst af hjá elsta bróður
sínum að Stærribæ í Grímsnesi.
Ennfremur var hann eitt sumar í
Núpstúni í Hrunamannahreppi og
eitthvað var hann líka í Gnúpverja-
hreppnum. Eftir fermingu vann
hann á ýmsum stöðum. Nokkuð lengi
vann hann í Hampiðjunni en lengst
af í Kassagerð Reykjavíkur. Síðast
áður en veikindi herjuðu fyrir alvöru
á hann vann hann hjá Örtækni –
vinnustað Öryrkjabandalags Ís-
lands. Ingi var alltaf hress í bragði
og vol eða víl var ekki í hans kokka-
bókum. Hann var haldinn vöðv-
arýrnunarsjúkdómi sem ekki fór að
bera á neitt að ráði fyrr en á fullorð-
insárum og lengi vel hélt sjúk-
dómurinn sér í skefjum þannig að
hann átti lengst af góða ævi. Ingi
kvæntist Mariann Hansen ágætis
konu sem hafði samt þann að kross
að bera að vera fötluð frá barnsaldri.
Sambúð og samheldni þeirra Inga og
Mariann var aðdáunarverð. Þau áttu
heimili sitt í Hátúni 10a. Þau áttu yf-
irleitt ágæta bíla og ferðuðust tölu-
vert um landið. Ingi var ákaflega vin-
fastur og duglegur að heimsækja sitt
fólk og vini sína frá bernskuárunum
átti hann alla tíð. Hann var með af-
brigðum skyldurækinn og hjálpsam-
ur við fjölskylduna. Er þess
skemmst að minnast hve vel hann
reyndist Skúla bróður sínum í hans
veikindum og mikið og gott samband
var milli hans og Auðar systur hans
en þau Auður og Skúli létust bæði
langt um aldur fram svo og Ólafur
bróðir þeirra. Ingi reyndist einnig
föður sínum góður sonur og þeir
bjuggu lengi saman ásamt Skúla áð-
ur en Ingi stofnaði sitt eigið heimili.
Það er nú svo að þeir sem ekki ganga
sjálfir heilir til skógar eru oft þeir
sem skynja betur hvað meðbræðr-
unum líður. Þannig var Ingi. Hann
hafði líka glaðbeitta framkomu og
átti auðvelt með að eignast vini og
kunningja. Hann var alltaf boðinn og
búinn að gera öðrum greiða og ætl-
aðist aldrei til neins í staðinn. Systk-
inabörnum sínum var hann góður
frændi og ég veit að þau minnast
hans öll sem slíks. Því miður ágerðist
sjúkdómur Inga hratt nú á síðustu
árum en aldrei kvartaði hann yfir því
og fannst ekki að hann ætti neitt er-
indi inn á endurhæfingarstofnanir.
Það voru aðrir sem frekar áttu rétt á
því. Það er ekki hægt að taka ráðin af
fólki og ekki má draga úr því kjark-
inn en stundum væri kannski betra
að bera sig ekki alveg svona vel.
Góður drengur er genginn. Glaður
og reifur skyldi guma hver uns síns
bíður bana, stendur þar. Ingi mágur
minn lifði eftir því. Hann reyndi að
gera að gamni sínu þótt hann lægi
fársjúkur nú síðustu vikur. Við í fjöl-
skyldunni vottum Mariann okkar
dýpstu samúð. Hennar missir er
mikill. Þá sendum við þakklæti og
samúðarkveðjur til Elsu, tengda-
móður hans, sem ég veit að honum
þótti mjög vænt um og Maríu Vil-
hjálmsdóttur, systurdóttur Mariann,
þökkum við af alúð alla hennar hjálp-
semi og elsku gagnvart þeim.
Við kveðjum Inga Björgvin með
virðingu og þökk. Blessuð sé minn-
ing hans.
Ásgerður Ingimarsdóttir.
Ingi minn. Aldísi finnst þú ekki
vera farinn. Við fórum saman í
Grímsnesið að Stærribæ til Gunnars
og Dóru, það var gaman og var okk-
ur boðið í bíltúr um Grímsnesið og
töluðum við saman um daginn og
veginn. Aldís talaði alltaf við þig í
síma og við hittumst oft í afmælis-
veislum. Ég kom oft á Langholtsveg,
þar var fallegt heimili. Þú varst yf-
irleitt hress og kátur og það var
gaman að hitta þig. Ég hitti þig síð-
ast í boði hjá Stínu og Nonna og þá
varst þú hress og kátur. Svo varð
sjúkdómurinn meiri en þú varst mik-
ið veikur. Ég vona að þér líði vel
núna hjá ættingjum þínum. Guð veri
með þér.
Stefán Konráðsson og
Aldís Ágústsdóttir.
INGI BJÖRGVIN
ÁGÚSTSSON
Þegar komið er að
kveðjustund sækja
minningarnar á. Eitt
sinn bað afi mig að koma með sér
út í skúr að leita að skrúfu sem
hafði týnst. Þegar leitað hafði verið
í drykklanga stund og ýmislegt tínt
upp af gólfinu benti afi mér á að
líta upp. Þar hékk afmælisgjöfin,
rautt nýuppgert stelpureiðhjól,
uppi á vegg. Á jólunum, þegar
óþolinmæðin eftir að opna pakkana
var sem mest, talaði afi mínu máli
við hitt fullorðna fólkið, þannig að
ég fékk að opna pakkana svolítið
fyrr en ella.
Ein jólin eru sérstaklega minn-
isstæð því á leiðinni upp til afa og
ömmu í jólamatinn kom ég auga á
SIGURÐUR
PÁLSSON
✝ Sigurður Pálssonfæddist á Selja-
landi í Fljótshverfi
25. febrúar 1915.
Hann lést á líknar-
deild Landspítalans í
Kópavogi 14. júní síð-
astliðinn og fór útför
hans fram frá Lang-
holtskirkju 21. júní.
Jarðsett verður á
Kálfafelli í Fljóts-
hverfi í dag.
risastóran pakka niðri
í þvottahúsi. Pakkinn
var víst frá afa til
Tinnu og hugmynda-
flugið ekki meira en
svo að mér datt einna
helst í hug að í honum
væri þvottavél. En í
pakkanum reyndist
vera rauður skrif-
borðsstóll og raf-
magnsvekjaraklukka
svo ég gæti vaknað
sjálf í skólann.
Ósjaldan fékk ég að
gista uppi hjá afa og
ömmu. Svaf ég þá iðu-
lega uppi í, alltaf afamegin. Til
þess að varna „framúrdetti“ var
sett upp brík. Svo fór afi með ljóð
og kvæði áður en þreytan náði tök-
um á okkur. En afi rifjaði upp fyrir
mér ekki fyrir löngu að þá hafði ég
skriðið upp í til hans og sagt: „Afi,
viltu fara með Gilsbakkaþulu og
haltu svo utan um mig svo ég geti
sofnað,“ og var það auðsótt mál.
Mikið var á sig lagt til þess að
reyna að komast með tærnar þar
sem afi var með hælana og utan-
bókar fór ég síðar með þuluna fyrir
afa.
Eftir matinn hafði afi fyrir sið að
fá sér blund og var þá alla tíð
freistandi að sækja í hlýjuna til
hans. Einnig er mér minnisstætt
þegar móðir mín hafði verið að
kvarta undan því við matarborðið
að ég kynni ekki að nota hníf og
gaffal. Ekki tókst henni að tjónka
við mig en þegar afi hvíslaði að mér
án þess að nokkur heyrði: „Tinna,
sjáðu hvernig afi gerir, gerðu eins
og afi,“ stóð ekki á viðbrögðunum.
Með það sama var ég farin að puða
við að bera mig að eins og afi við
matarborðið, þar sem ég kappkost-
aði að sitja á stólnum við hliðina á
hans.
Það er ekki hægt að segja annað
en að afi hafi verið úrræðagóður
maður og finnst mér eftirfarandi
frásögn bera þar glöggt vitni um: Á
einni af ferðum sínum um landið
gerði hann sér lítið fyrir og dró hús
sem hann var að flytja með hand-
afli yfir brú þegar brúin reyndist of
þröng og liðið sem kallað hafði ver-
ið til aðstoðar lét ekki sjá sig. Þeg-
ar liðið loksins kom á staðinn var
afi á bak og burt, sjálfsagt kominn
á áfangastað með farminn eins og
um hafði verið samið.
Elsku amma mín, þú átt mikið
hrós skilið fyrir hvað þú hefur allt-
af hugsað einstaklega vel um afa
og fjölskylduna þína. Þú ert ein-
stök manneskja og það var afi líka.
Um það ber þeim sem til þekkja
saman. Að lokum þakka ég þér fyr-
ir allt og allt, elsku afi minn.
Tinna Traustadóttir.
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Það
eykur öryggi í textameðferð og
kemur í veg fyrir tvíverknað.
Þá er enn fremur unnt að senda
greinarnar í símbréfi (569 1115)
og í tölvupósti (minning-
@mbl.is). Nauðsynlegt er, að
símanúmer höfundar/sendanda
fylgi.
Um hvern látinn einstakling
birtist formáli, ein uppistöðu-
grein af hæfilegri lengd, en aðr-
ar greinar um sama einstakling
takmarkast við eina örk, A-4,
miðað við meðallínubil og hæfi-
lega línulengd, - eða 2.200 slög
(um 25 dálksentimetra í
blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða
ljóð takmarkast við eitt til þrjú
erindi. Greinarhöfundar eru
beðnir að hafa skírnarnöfn sín
en ekki stuttnefni undir grein-
unum.
Frágangur
afmælis-
og minning-
argreina
F
yrir réttri viku aug-
lýstu ungir sjálf-
stæðismenn í
Reykjavík að með-
almaðurinn hefði
lokið störfum sínum fyrir hið
opinbera þetta árið og myndi
því vinna fyrir sjálfan sig til
áramóta. Hugsunin á bak við
þetta er í grófum dráttum sú að
hlutfall opinberra útgjalda af
landsframleiðslu sé hið sama og
það hlutfall sem liðið var af
árinu fyrir réttri viku.
Skattgreiðendur – sem eru
ekki aðeins þeir sem greiða
tekjuskatt heldur allir þeir sem
kaupa sér vöru eða þjónustu –
voru þarna minntir á hversu
djúpt er seilst í vasa þeirra. Var
sú áminning þörf því hlutfall
hins opinbera af lands-
framleiðslunni hefur farið vax-
andi undanfarna áratugi, með
þeirri undantekningu að vísu að
hlutfallið lækkaði nokkuð um
miðbik og fram á seinni hluta
síðasta ára-
tugar.
Það kemur
mörgum á
óvart að
þetta hlutfall
hafi aftur far-
ið vaxandi,
því ríkið hefur lækkað ýmis
skatthlutföll. Skýringanna er
meðal annars að leita í því að
sveitarfélögin hafa flest hækkað
skatthlutfall sitt, þ.e. útsvarið,
lagt á ný gjöld, samanber hol-
ræsagjald Reykjavíkurborgar,
og að vegna ört hækkandi tekna
landsmanna hefur ríkið fengið
tiltölulega meira í sinn hlut.
Einn galla má nefna við út-
reikninga ungra sjálfstæð-
ismanna á hlutfalli hins op-
inbera af landsframleiðslu, en
hann er að inn í útreikningana
vantar eitt og annað, sem þýðir
að ástandið er í raun enn verra
en sú mynd sem þarna er dreg-
in upp. Þar kemur bæði til að
útreikningarnir gera ekki að
fullu ráð fyrir skyldugreiðslum
til hins opinbera og að inn í út-
reikninga af þessu tagi koma
ekki þær íþyngjandi reglur sem
hið opinbera leggur fólki og fyr-
irtækjum á herðar. Engin leið
er að fullyrða um hversu mörg-
um dögum þyrfti að bæta við
vegna þessara annmarka, en þó
má fullyrða að ef allt væri tínt
til kæmi í ljós að menn væru
ekki tæplega hálft árið að vinna
fyrir hið opinbera heldur meiri-
hluta ársins.
Segja má að hér að framan sé
dregin upp nokkuð dökk mynd
af ástandi mála, en hún verður
þó enn dekkri þegar litið er til
þess að meðalaldur landsmanna
fer hækkandi og að búast má
við að menn vilji í framtíðinni
vinna færri ár en hingað til hef-
ur tíðkast.
Hátt og hækkandi hlutfall
hins opinbera af lands-
framleiðslunni auk hækkandi
aldurs og styttri starfsævi kalla
á ný viðhorf stjórnmálamanna
og almennings til hugmynda um
aukin opinber útgjöld og til
þess hvert hlutverk hins op-
inbera eigi að vera í framtíðinni.
Framvegis geta menn ekki leyft
sér það sem æði margir hafa
gert fram til þessa, að benda á
hið opinbera í hvert sinn sem
þeim dettur í hug að eitthvað
mætti betur fara. Ef hið op-
inbera á áfram að halda utan
um óskalista allra mögulegra og
ómögulegra hópa þjóðfélagsins
stefnir vissulega í óefni.
Framvegis verður að gera þá
kröfu að fjármunir fólks séu
sem best nýttir og þeim ekki
eytt í annað en það sem fólk vill
helst. Til að þetta megi verða er
nauðsynlegt að fólk hafi meira
um ráðstöfun fjárins að segja
sjálft, þ.e. að hlutfall hins op-
inbera af landsframleiðslu lækki
til að hagkvæmni í hagkerfinu
aukist. Þegar hið opinbera
ákveður að verja fjármunum í
tiltekið verkefni er ekki víst að
notagildi verkefnisins sé í sam-
ræmi við kostnað. Reyndar vita
allir sem fylgst hafa með þjóð-
málum um hríð að mikið vantar
upp á að svo sé að jafnaði. Þeg-
ar fólk fær sjálft að ráðstafa
fjármununum fara þeir hins
vegar í það sem fólk vill helst
og nýtast þannig eins vel og
kostur er á og þessi bætta nýt-
ing er nauðsynleg miðað við
þær aðstæður sem lýst var hér
að ofan. Í stað þess að gera
kröfur um hin eða þessi ríkisút-
gjöldin verður fólk þess vegna
að gera kröfu um lægri ríkisút-
gjöld og lægri skattheimtu. Og
stjórnmálamenn verða að venja
sig af því að taka vel í útgjalda-
hugmyndir. Miðað við núver-
andi aðstæður ber þeim hiklaust
skylda til að segja nei við hug-
myndum um aukin útgjöld.
Hér má að lokum nefna þrjú
dæmi um útgjaldahugmyndir
sem stjórnmálamenn hefðu átt
að segja nei við strax, en hafa
því miður sumir tekið afar vel.
Fyrst og fremst er nauðsyn-
legt að nefna það versta:
Splunkunýjar reglur um fæð-
ingarorlof, sem bjóða há-
tekjufólki upp á stórfelld launuð
leyfi um margra mánaða skeið,
munu að óbreyttu kosta skatt-
greiðendur milljarða króna á
hverju einasta ári, allt til enda
veraldar.
Tímabundnara vandamál er
hugsanleg bygging tónlistarhúss
á kostnað ríkis og borgar, en
slík bygging myndi einnig kosta
skattgreiðendur milljarða, þó að
vísu aðeins einu sinni. En þá
ætti reyndar eftir að reka húsið
„af myndarskap“ um alla fram-
tíð. Að vísu hefur ekki verið
tekin ákvörðun um að hið op-
inbera komi að byggingu þessa
húss, svo enn er von í því máli.
Loks má nefna eitt mál sem
minni umræðu hefur hlotið en
það hefur verið kallað þverun
Kolgrafarfjarðar, sem er lítill
fjörður á Snæfellsnesi. Þeir sem
ætla frá Stykkishólmi út nesið
þurfa að fara fyrir þennan fjörð
og nú er Vegagerðin að skoða
þrjár hugmyndir sem eiga að
stytta þessa leið. Þessar þrjár
hugmyndir myndu stytta leiðina
um allt að 6 kílómetra en
myndu kosta skattgreiðendur
frá 350 til 850 milljónir króna.
Því miður virðist Vegagerðin
ekki skoða fjórðu hugmyndina
af neinum áhuga, en hún skal
sett hér fram og er þess eðlis
að falla frá öllum hinum. Þessi
fjórða leið myndi að vísu ekki
stytta leiðina neitt, ekki frekar
en sú ódýrasta hinna, en hún
myndi heldur ekki kosta skatt-
greiðendur krónu.
Unnið fyrir
ríki og bæ
Ef hið opinbera á áfram að halda utan
um óskalista allra mögulegra og
ómögulegra hópa þjóðfélagsins stefnir
vissulega í óefni.
VIÐHORF
Eftir Harald
Johannessen
haraldurj@
mbl.is