Morgunblaðið - 22.06.2001, Blaðsíða 39
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 39
✝ Vigfús Einarssonfæddist að
Gljúfri í Ölfusi hinn
5. september 1924.
Hann andaðist á
Landspítalanum í
Fossvogi hinn 12.
júní síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Pálína Benedikts-
dóttir, f. 28.7. 1890,
d.18.9. 1962, og Ein-
ar Sigurðsson f.
16.11. 1884, d.22.7.
1963. Þau bjuggu að
Gljúfri og síðar Helli
í Ölfusi. Systkini
Vigfúsar eru Gunnar, f.1.9. 1913,
d.1996,Valur, f. 12.6. 1915, d. 1986,
Vigdís, f. 1917, d. 1924, Sigurður,
f. 21.9.1918, búsettur á Selfossi,
Hjalti, f. 25.8. 1921, d. 1993, Val-
gerður, f. 19.7. 1926, húsfreyja í
Reykjavík, Álfheiður, f. 1.8.1928,
d. 1997, Skafti, f. 13.10. 1929, bú-
settur á Selfossi, Sigríður, f. 10.5.
1931, búsett á Selfossi, Benedikt, f.
17.9. 1932, d. 1993, Sigtryggur, f.
orðin þrjú. Vigfús lauk barna-
skólanámi á Selfossi, stundaði nám
við Bændaskólann á Hólum 1944–
45 og tók síðan ýmis námskeið,
m.a. verkstjórnarnámskeið. Hann
ólst upp við öll almenn sveitastörf
og var auk þess við ýmis störf á
unglingsárum, svo sem í vega-
vinnu, við torfskurð og skurð-
gröft. Hann var kaupamaður að
Hamraendum í Stafholtstungum
1943, vertíðarmaður á Flankastöð-
um í Miðnesi, starfaði hjá Jarðbor-
unum ríkisins 1945–48, flutti síðan
með konu sinni að Geldingalæk á
Rangárvöllum þar sem þau voru
ráðshjú um skeið. Vigfús og kona
hans hófu svo búskap í Seljatungu
í Gaulverjabæjarhreppi árið 1949,
ásamt Gunnari, mági Vigfúsar, og
Vilhelmínu konu hans. Auk bú-
starfa stundaði Vigfús ýmis önnur
störf, m.a. við sláturhús og fisk-
verkun. Hann var verkstjóri við
Sláturhús Kaupfélagsins Hafnar á
Selfossi á sláturtíðum 1954–72.
Vigfús og Sesselja fluttu á Selfoss
1973 og starfaði hann sem gjald-
keri á skrifstofu Hafnar hf. 1973 –
89, ók síðan eigin sendibíl frá 1990
–1999.
Vigfús verður jarðsunginn frá
Selfosskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.30.
18.8. 1935, búsettur á
Selfossi.
Hinn 22. apríl 1948
gekk Vigfús að eiga
Sesselju Sumarrós
Sigurðardóttur frá
Seljatungu, f. 22. apríl
1915. Foreldrar henn-
ar voru Sigríður Jóns-
dóttir og Sigurður
Einarsson í Selja-
tungu.
Börn Vigfúsar og
Sesselju eru: 1) Einar
Páll, f. 3. nóv. 1948,
bílstjóri á Selfossi. 2)
Sigurður, f. 17. ágúst
1950, framreiðslumaður í Reykja-
vík. Sigurður kvæntist Hrönn
Sverrisdóttur, þau slitu samvistir.
Börn þeirra eru Sesselja Sumar-
rós, Jónína Eirný, Árný Ösp og
Vigfús Snær. Sambýlismaður Sig-
urðar er Karl Valdimarsson. 3)
Ingibjörg, f. 19. maí 1956, skrif-
stofumaður í Reykjavík. Ingibjörg
er gift Ólafi Jónssyni, þeirra barn
er Halla. Barnabarnabörnin eru
Enginn stöðvar tímans þunga nið.
Líf kviknar og heilsar. Líf slokknar
og kveður. Hver og einn á sína sögu
sem í minni vina og samferðar-
manna, á kveðjustund, skilur eftir
minningar sem varðveitast meðan
endist minni.
Í dag kveðjum við vin og sam-
verkamann til margra ára, Vigfús
Einarsson frá Helli í Ölfusi. Hann
skilur eftir sig góða sögu og ljúfar
minningar. Við spörum við okkur að
láta þær nærfærnustu á þrykk út
ganga en verndum þær í fylgsnum
hugans. Öllum sem kynntust Vigfúsi
reyndist hann vinfastur og góðviljað
ljúfmenni sem bjó yfir svo agaðri og
léttri lund að fágætt var.
Vigfús lauk búfræðinámi frá
Bændaskólanum á Hólum í Hjalta-
dal árið 1945, þá ungur að árum.
Hann var námsmaður ágætur enda
greindur og opinn fyrir fræðum
hvers konar. Vel var hann ritfær og
hagyrðingur ágætur. Eftir nám sitt í
Hólaskóla stundaði hann almenna
vinnu hér og hvar, m.a. hjá Jarðbor-
unum ríkisins, sem var með verkefni
víða, m.a. í landi Laugardæla þar
sem þáverandi landeigandi, Kaup-
félag Árnesinga, lét leita eftir heitu
vatni. Bormennirnir fundu vatnið og
síðar varð hitaveita fyrir Selfoss-
byggð.
Þetta var um miðjan fimmta ára-
tug nýliðinnar aldar þegar Kaup-
félag Árnesinga rak stórbúskap í
Laugardælum. Þá var þar ráðskona
fyrir heimilishaldi, Sesselja S. Sig-
urðardóttir frá Seljatungu, en þau
Vigfús felldu hugi saman og gengu í
hjónaband árið 1948. Það ár réðust
þau sem ráðshjú til Skúla Thoraren-
sen útgerðarmanns sem þá rak bú-
skap á Geldingalæk í Rangárþingi.
Ári síðar, á vordögum, hófu þau
félagsbúskap í Seljatungu með þeim
er þessar línur rita. Það samstarf
stóð í á þriðja áratug og um það
samstarf verður hér aðeins sagt: Á
þá samvinnu bar aldrei skugga.
Greind og góðvild, lipurð og ljúf-
mennska var það sem yfir daglegum
samskiptum sveif. Og þegar börnin
þeirra uxu úr grasi varð það þeim
eðlislægt að tileinka sér þennan
samstarfsmáta. Þetta yljar og endist
í okkar minni um ókomna daga og er
þakkað á kveðjustund. Á búskapar-
árum sínum í Seljatungu tók Vigfús
mikinn þátt í félagslífi sinnar sveitar
enda félagsvera í raun og sann.
Hann sat í sveitarstjórn um árabil,
ásamt virkri þátttöku í margvíslegri
þjónustu er búræktarfélög sveitar-
innar höfðu með höndum. Þá var
hann virkur þátttakandi í félags-
starfi Ungmennafélagsins Sam-
hygðar, sat í stjórn þess og lagði
fjölbreyttu starfi þess félags öflugt
lið.
Svo kom þar að Vigfús og Sesselja
skiptu um störf. Þau settu bú sitt á
Selfossi og meðtóku nýjar aðstæður.
Á Selfossi varð verkahringur Vig-
fúsar fjölbreytilegur er spannaði
umfang allt frá stjórnmálastarfi til
þess að sinna þjónustustörfum
margháttuðum. Lengst starfaði
hann við verslunina Höfn en síðar í
þjónustu hjá Sjúkrahúsi Suður-
lands. Hvarvetna eignaðist Vigfús
fjölda vina í starfi sínu þar sem góð-
lyndi hans og trúmennska sat í fyr-
irrúmi. Samtímis fataðist aldrei létt-
leikinn og gleðigjafinn sem í brjósti
bjó. Heimilisfaðir var hann hlýr og
nærgætinn sem birtist vel í kær-
leika hans og trausti til konu sinnar
og barna.
Við leiðarlok þökkum við hinum
látna allar stundir er okkur voru
gefnar með nærvist hans. Eigin-
konu, börnum og öðrum ástvinum
vottum við samúð og kveðjum með
orðum síra Hallgríms:
Ég veit minn ljúfur lifir
lausnarinn himnum á:
hann ræður öllu yfir,
einn heitir Jesús sá:
sigrarinn dauðans sanni
sjálfur á krossi dó,
og mér svo aumum manni
eilíft líf víst til bjó.
(Hallgr. Pét.)
Vilhelmína og Gunnar
Sigurðsson frá Seljatungu.
Í dag verður jarðsettur mikill vin-
ur okkar og öðlingur, Vigfús Ein-
arsson.
Tengsl okkar voru þau að hann
var kvæntur föðursystur okkar og
bjuggu þau hjón til margra ára í
félagsbúi með foreldrum okkar. Við
bjuggum í sama húsi en húsið skipt-
ist í tvær íbúðir, austrí og vestrí.
Silla og Fúsi bjuggu vestrí og hef-
ur þeirra fjölskylda alltaf verið
vestrífólkið.
Eins og gera má ráð fyrir voru
samskiptin mjög náin meðal íbúa
hússins og eigum við systur margar
og góðar minningar um Fúsa. Eitt
af því sem hvað fyrst kemur í hug-
ann á svona stundu er hvað hann var
einstaklega mikilli geðprýði gædd-
ur. Í öll þau ár sem við bjuggum á
sama hlaði og eftir að þau fluttu
burtu sáum við hann aldrei skipta
skapi. Það gat komið á hann óþol-
inmæðisvipur en lengra náði það
ekki. Hann átti mjög auðvelt með að
gera að gamni sínu og var launstr-
íðinn. Einn var sá leikur sem við lék-
um oft en það var að „gefa í horn“.
Sérstaklega skemmtilegt var þegar
Fúsi gaf okkur í horn því hann valdi
furðulegustu kalla sem við ætluðum
alveg að ærast yfir. Við sem börn
höfðum aldrei á ævinni heyrt jafn-
fagran karlmannssöng og hjá Fúsa
og vorum við vissar um að mamma
og Fúsi yrðu heimsfræg á mínút-
unni ef einhver uppgötvaði þau
bara. Fúsi brást yfirleitt bónglaður
við ef hann var beðinn að taka lagið.
Hann var mikill leikari og eftir-
herma og voru góðar stundir þegar
hann brá sér í gervi ýmissa einstak-
linga, kunnugra og ókunnugra.
Einnig var hann með afbrigðum
hagmæltur og snaraði hann oft og
einatt fram vísum. Einn mesti
spenningurinn í sambandi við af-
mæli okkar var jafnan sá að fá að
lesa vísuna sem vonast var til að
fylgdi afmæliskorti.
Fúsa eigum við svo margt að
þakka að þess verður einungis
minnst innra með okkur og áhrif
hans hafa áreiðanlega gert okkur að
betri manneskjum. Þau hjón hafa
gert svo margt fyrir okkur og gefið
okkur svo margt, veraldlegt og af
andlegum brunni sínum. Þegar við
vorum ungar stúlkur og fórum á böll
vorum við stundum svolítið lengi á
ferðinni fram eftir nóttu og stundum
var engin ferð heim í sveitina. Þá oft
og iðulega bönkuðum við upp á hjá
Sillu og Fúsa og alltaf tóku þau okk-
ur eins og þau hefðu átt von á okkur
og beðið okkar jafnvel með óþreyju.
Aldrei skammir, aldrei spurt af
hverju við værum á ferðinni, bara
opnað fyrir okkur eins og þau opn-
uðu hjarta sitt fyrir okkur og voru
okkur sem allra næst foreldrum
okkar.
Þau Silla og Fúsi voru miklir
félagar, fóru allt saman, gerðu alla
hluti saman. Stundum þegar komið
var til þeirra sat Fúsi og las fyrir
Sillu úr bók en hún sat við hann-
yrðir.
Mikill er missir elskulegrar Sillu
okkar og því mikil þökk fyrir þann
sálarstyrk sem sú mikilhæfa kona
hefur. Biðjum við um styrk til henn-
ar og til allrar fjölskyldunnar.
Þegar kyrr sumarkvöldin leggjast
yfir eins og við munum þau frá þeim
tíma sem við bjuggum öll í Selja-
tungu munum við alltaf minnast
okkar hjartfólgna Fúsa því þannig
var hann einmitt, kyrr, hljóðlátur og
einstaklega ljúfur.
Guðný, Sigrún, Margrét og
Laufey Gunnarsdætur.
VIGFÚS
EINARSSON
✝ Charlot AndreasLilaa var fæddur
í Leirvík í Færeyjum
2. desember 1926.
Hann lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut 15. júní
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru hjónin
Jóhann Pauli Lilaa
sjómaður og kona
hans Jóhanna María
Ólivina í Leirvík.
Heimilisfaðirinn lést
fyrir aldur fram,
systkinahópurinn
var stór og fjölskyld-
an háði harða baráttu til að halda
saman heimilinu. Fjögur systkini
komu til Íslands. Fyrst kom Sól-
veig Lilaa í síðari heimsstyrjöld-
inni og vann í eldhúsinu á Vífils-
stöðum. Sólveig er nú búsett í
Svíþjóð. Síðar komu Jónhild, Sím-
on og Charlot.
Jónhild Lilaa er nú látin. Maður
hennar var Vilberg Sigurðsson sjó-
maður sem fórst með trillunni Ásu.
Þeirra börn eru: Sigurbjörn bóndi
og bjó hjá Símoni bróður sínum í
Keflavík. Hann var sjómaður þar í
nokkur ár og síðan var hann á tog-
urum Bæjarútgerðar Reykjavíkur
og vann við löndun hjá Togaraaf-
greiðslunni og Granda. Eftir að
Charlot fluttist til Reykjavíkur bjó
hann fyrst hjá Jónhildi systur
sinni, en leigði síðan herbergi á
Laufásveginum þar sem hann
kynntist konu sinni Guðlaugu Stef-
ánsdóttur, f. 19. desember 1929, á
Syðri-Bakka í Kelduhverfi. For-
eldrar hennar voru Stefán Jónsson
bóndi á Syðri-Bakka og kona hans
Guðbjörg Jónsdóttur. Systkini
Guðlaugar eru: Höskuldur, kenn-
ari og bóndi í Syðri-Haga á Ár-
skógsströnd og síðar iðnverka-
maður á Akureyri sem er látinn;
Þóroddur bóndi á Syðri-Bakka og
dvelur nú í Hvammi á Húsavík;
Rögnvaldur bóndi á Leifsstöðum í
Axarfirði sem er látinn; Rósa
saumakona í Reykjavík sem er lát-
in; Egill bóndi á Syðri-Bakka sem
er látinn; og Guðrún húsfreyja í
Miðhúsum í Blönduhlíð.
Charlot og Guðlaug eignuðust
eina dóttur, Guðbjörgu Maríu
Lilaa, f. 7. október 1966, sem dvel-
ur á heimili foreldra sinna.
Útför Charlot Andreas Lilaa fer
fram frá Fossvogskapellu í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
á Möðruvöllum í Eyja-
firði. Iris verslunar-
maður hjá fyrirtækj-
unum Bananar og
Ágæti. Sólrún versl-
unarmaður hjá
McDonald’s. Garðar
sjómaður og Jóhann
ræstingaverktaki.
Fyrir átti Jónhild
börnin Ólaf Lilaa sem
búsettur er á Akranesi
og Ólöfu Finnboga-
dóttur.
Símon Lilaa vann
um tíma á Vífilsstöð-
um og var síðan sjó-
maður í Keflavík en býr nú í
Reykjavík. Kona hans var Björg
Gunnlaugsdóttir. Þau skildu. Börn
þeirra eru: Jóhann sjómaður hjá
Eimskip. Gunnlaugur sem stund-
aði sjómennsku. Borghildur versl-
unarstjóri í Vinnufatabúðinni. Fyr-
ir átti Símon soninn Friðrik sem
var smiður á Akureyri en er nú lát-
inn Ein systir Charlots er á lífi í
Leirvík í Færeyjum Mia Justinsen.
Charlot kom til Íslands um 1950
Kynni okkar Kalla hófust lítillega
eftir að ég og kona mín, Sigrún
Höskuldsdóttir, fluttumst til
Reykjavíkur haustið 1970 en Sigrún
er bróðurdóttir Laugu. Þau urðu þó
ekki veruleg fyrr en 1983 þegar ég
hjálpaði þeim Kalla, Laugu og Guð-
björgu að flytja inn í íbúð á Hring-
braut 76 en þar hafa þau lengst af
búið síðan. Þurftum við margt að
skipuleggja en alltaf var í því einn
rauður þráður. Íbúðin varð að henta
dótturinni Guðbjörgu, sólargeislan-
um hans. Eftir þetta héldum við allt-
af nokkru sambandi.
Fyrir þremur árum fór Kalli að
tala um að hann væri að hugsa um að
kaupa hús handa Guðbjörgu, þar
sem ekki væru stigar og hentaði
henni betur. Það varð ofan á að
kaupa jarðhæð við Kleppsveg þar
sem aðgengi var auðvelt. Jafnframt
því fengum við ýmis hjálpartæki fyr-
ir fatlaða. Eitt augnablik frá þessum
tíma geymi ég með mér meðan ég
lifi. Fjölskyldan var stödd hjá Össuri
að kaupa göngugrind handa Guð-
björgu. Við höfðum leitt hana inn í
búðina. Þegar hún fékk göngugrind-
ina í hendur brunaði hún af stað ein,
kom síðan til baka og mælti skörug-
lega. „Fá eina svona.“ Nokkru síðar
veiktist Kalli af hjartasjúkdómi og
var á sjúkrahúsi um tíma. Hann
mátti þó varla vera að því því hann
var aldrei viss um að Lauga ætti létt
með að skrúfa frá súrefniskút Guð-
bjargar. Kalli náði sér þó á strik aft-
ur og í hönd fór gott sumar þegar
Kalli sat á sólardögum sunnan undir
vegg á Kleppsvegi 32 og Guðbjörg
brunaði um með göngugrindina. Við
bárum olíu á grindverkið svo það
gljáði eins og mastur á seglskútu.
Eftir erfiðan vetur ákvað samt
fjölskyldan að flytja aftur á Hring-
brautina. Nú á þorranum fór að halla
undan fæti. Heilsu Kalla hrakaði og
hann varð að fá heimahjúkrun tvisv-
ar á dag. En ef ég kom bað hann mig
alltaf að gá hvort ekki væri til nóg
súrefni og hvort skipta þyrfti um
kút. Sumardaginn fyrsta fór ég með
fjölskylduna í skemmtilega ökuferð.
Við fórum niður að höfn og könn-
uðum breytingar á þeim slóðum sem
hann vann á fyrrum og síðan fórum
við út á Ægisíðu og önduðum að okk-
ur sjávarloftinu og horfðum á grá-
sleppuskúrana. Það var eins og Kalli
risi upp úr vetrardvalanum í þessari
ferð. En vegferð hans var farin að
styttast. Í byrjun júní veiktist hann
og var fluttur á sjúkrahús. Þegar ég
heimsótti hann daginn eftir hvíslaði
hann að mér að nú væri þetta búið
hjá sér. Fjölskyldan heimsótti hann
á hverjum degi og gamli maðurinn
ljómaði þegar dóttirin kom. Á sól-
ríku kvöldi tókst okkur að setjast út
dálitla stund og vorum bjartsýn á
framtíðina. Fimmtudaginn 14. júní
fór ég að vanda með konu hans og
dóttur í heimsókn og er við kvödd-
umst hvíslaði Kalli hvort ekki væri
nóg súrefni og ég sagðist sjá um það.
Morguninn eftir lést hann eftir viku
sjúkrahúsdvöl.
Kalli, mér finnst eins og þú sért
kominn á sjóinn aftur og unir þér vel.
Vertu bara rólegur, ég skal passa að
Guðbjörg hafi nóg súrefni. – Við
hjónin vottum Guðlaugu og Guð-
björgu og öllum ættingjum innileg-
ustu samúð okkar.
Símon Steingrímsson.
CHARLOT
ANDREAS LILAA
EIGI minningargrein að birtast
á útfarardegi (eða í sunnudags-
blaði ef útför er á mánudegi), er
skilafrestur sem hér segir: Í
sunnudags- og þriðjudagsblað
þarf grein að berast fyrir há-
degi á föstudag. Í miðvikudags-,
fimmtudags-, föstudags- og
laugardagsblað þarf greinin að
berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrir birtingar-
dag. Berist grein eftir að skila-
frestur er útrunninn eða eftir að
útför hefur farið fram, er ekki
unnt að lofa ákveðnum birting-
ardegi. Þar sem pláss er tak-
markað getur þurft að fresta
birtingu greina, enda þótt þær
berist innan hins tiltekna skila-
frests.
Skilafrestur
minningargreina