Morgunblaðið - 22.06.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 22.06.2001, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 43 Þar sem hún var mjög hög í hönd- unum saumaði hún allt sem heim- ilið þurfti á að halda og rétti öðrum einnig aðstoð hvað það varðaði. Hún var stolt kona með mikla skapfestu, sem ásamt bjartsýni gerði henni unnt að horfa framhjá hinum ýmsu erfiðleikum sem flest- ir mæta á lífsleiðinni. Síðustu árin dvaldi Halla ásamt Benedikt manni sínum á dvalar- heimilinu Skjólgarði á Höfn, þar sem þau hafa eflaust notið hinnar bestu aðhlynningar. Hún var þá orðin sjúk og oft þjáð en aldrei mælti hún æðruorð eða kvartaði en sagði einatt að ekkert væri að sér, þegar innt var eftir líðar hennar. Hún trúði á þann lækningarmátt sem býr í okkur sjálfum og nýtti sér hann og ræktaði eftir mætti. Við Rafn og fjölskylda okkar þökkum Höllu gengin ár og biðjum henni Guðsblessunar í nýjum heim- kynnum. Ásta Karlsdóttir. heyri það víða, að þar sem Ása kom að málum, þá var tekist á um mál- efni en aldrei karpað eða málum steypt í vandræði. Til að gera langa sögu stutta hef- ur okkur Möggu orðið nokkurra barna auðið og húsi hefur verið slegið upp. Það gekk ljómandi vel að fá Ásu til að samþykkja börnin, en byggingarframkvæmdirnar urðu nokkrum sinnum fyrir áfalli, þegar yfirmaður úttektar strauk sínum fimu fingrum yfir unnið verk eða leit fránum augum yfir svæðið: „Hérna hefur ekki verið lakkað undir sólbekkina. Það þarf að slípa sparslið ögn betur.“ Allar athuga- semdirnar voru að sjálfsögðu hár- réttar og sá sem framkvæmdi vissi upp á sig sökina en bjóst við að sleppa fyrir horn með verkið. Stundum gekk Magga fulllangt og fékk Ásu með sér í eitthvert karl- mannsverkið á heimilinu, til að þurfa ekki að vinna það aftur seinna eins og það var kallað á þeirra máli! Líf Ásu var ekki samfelldur dans á rósum. Hún þurfti t.d. að hlusta á langar umræður um efnafræði í eldhúsinu í Hvassaleiti, því sú fræðigrein var ofarlega í huga margra í fjölskyldunni. En einn daginn brast þolinmæðin og hún sagði: „Hættið þið þessu endalausa masi um C3H.“ Henni til undrunar sprungu allir hinir vísu fræðingar úr hlátri, því þarna tókst Ásu að nefna efnaformúlu, sem enn hefur ekki litið dagsins ljós. Þessi efna- formúla hefur fylgt mér æ síðan og prýðir nú nafn félags sem nokkrir efnafræðingar hafa stofnað, Hið ís- lenska vínfélag C3H. Á Þingvöllum þótti Ásu best að vera. Þar reistu þau hjón af mynd- arskap sumarhúsið Ásustaði og geymsluna Geirskot. Rætur Ásu voru á Þingvöllum, þar átti hún ættmenni og hafði frá blautu barns- beini dvalið langdvölum. Það er ekki erfitt að skilja hvers vegna henni leið svona vel við vatnið. Lóð- in umhverfis bústaðinn er gróðri vaxin eftir áralanga umönnun hennar, fjallahringurinn er litfagur og tigulegur og vatnið sjálft gætt einhverri magnaðri orku, sem fyllir alla krafti sem dveljast þar. Ef væri ekki fyrir KR fána við hún á einum bústaðnum í nágrenninu væri þessi staður fullkominn. Við bústaðinn hætti Ása að vera þessi fína, vel- klædda heimskona sem hún var í bænum. Hún skellti sér í skítagall- ann og vatt sér af ótrúlegum krafti í hina ýmsu hluti sem hún vildi koma í verk fyrir austan. Nóg var að gera og ávallt var mýmargt á prjónun- um. Nú í sumar átti að skipta um gler, gera nýjan sólpall og margt fleira auk hefðbundinna viðhalds- og gróðurstarfa. Hvernig hún komst yfir allt sem hún gerði er mér bráðfrískum manninum hulin ráðgáta. Þó andlát hennar sé okkur ólýs- anlegt áfall er það eilítil huggun að hún skyldi leggja af stað í sína hinstu ferð frá þeim stað sem var henni svo kær. Minningarnar eru margar og all- ar góðar. Myndin af Ásu Valdísi er ljóslifandi í huga mér. Andi hennar og kraftur mun fylgja okkur öllum sem hana þekktu og efla okkur að allri dáð. Gísli Guðmundsson. Skyndilegt fráfall Ásu okkar kæru vinkonu kom mjög á óvart. Það síðasta sem við ræddum fyrir um það bil hálfum mánuði var væntanleg heimsókn til hennar í sumarbústaðinn við Þingvallavatn. Við minnumst allra góðu sam- verustundanna og einstakrar vin- áttu sem myndaðist í saumaklúbbn- um okkar sem stofnaður var á Fjölnisveginum fyrir um hálfri öld af æskuvinkonum og miklum hann- yrðakonum. Síðar bættust við fleiri í hópinn. Alls vorum við níu talsins. Allar hressar og lífsglaðar konur úr ólíkum starfstéttum og með fjöl- mörg áhugamál. Nú eru fimm látn- ar. Við minnumst góðu samveru- stundanna á fallegu heimili Ásu og Geirs. Þar var ríkjandi listfengi húsráðenda, menningarbragur og ljúft viðmót fjölskyldunnar. Ása var fjölhæf listakona, allt lék í höndunum á henni og hún hreif okkur hinar með sér. Hún naut þess einnig að segja okkur frá velgengni barna sinna, tengdabarna og barnabarna,sem áttu hug hennar allan. Á síðari árum voru hennar bestu stundir í sumarbústaðnum, þar sem hugsað var vel fyrir öllu utan húss og innan. Fegurðin og útsýnið frá sum- arbústaðnum við Þingvallavatn gleymist ekki. Þeim stað unni hún best og þaðan kvaddi hún þennan heim. Við kveðjum kæra vinkonu og þökkum allar góðu samverustund- irnar. Fjölskyldunni allri vottum við einlæga samúð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Kristveig, Kristjana, María Anna og Bryndís. ✝ AðalheiðurGuðrún Þórar- insdóttir fæddist 3.apríl 1913. Hún lést 9. júní síðast- liðinn. Ingólfur Jón Þórarinsson fæddist 20. febrú- ar 1909. Hann lést 22. október 2000. Ingólfur og Aðal- heiður voru elst af 12 börnum hjónanna Guð- mundínu Einars- dóttur frá Stakka- dal í Rauðasandshreppi og Þórarins Bjarnasonar frá Tungu í Örlygs- höfn. Guðmundína og Þórarinn hófu búskap í Kollsvík í Rauða- sandshreppi. Þar voru 11 börn þeirra fædd og eru þau nú öll lát- in, en yngsta barn þeirra var fætt á Patreksfirði 1930 og er hún ein eftir á lífi. Ingólfur var tvígiftur. Með fyrri konu sinni Signýju Ólafs- dóttur átti hann fjögur börn og er eitt þeirra látið. Þau skildu. Síðari kona Ingólfs er Dóróthea Daníelsdóttir frá Akureyri. Með henni átti hann tvo syni og er annar þeirra látinn. Dóróthea lif- ir mann sinn og dvelur á hjúkr- unarheimilinu Seljahlíð í Reykja- vík. Aðalheiður var gift Bjarna S. Hólm, ullariðnfræðingi, d. 1996. Þau áttu þrjú börn sem öll eiga fjölskyldur og búa í Bandaríkj- unum en þangað fluttu þau hjón árið 1956. Aðalheiður andaðist á heimili sínu í Deltona í Flórída og hefur útför hennar farið fram. Mér er bæði ljúft og skylt að minnast hér með fátæklegum orð- um systkina minna, Ingólfs og Heiðu, sem hafa kvatt þennan heim með stuttu millibili. Það er mikið flóð minninga sem streymir um hug minn frá elskulegum for- eldrum og systkinum. Við nutum alls hins besta í uppvextinum sem völ var á. Ástríki í faðmi sam- hentra foreldra sem voru mikið trúfólk. Ég veit að bænir þeirra okkur til handa hafa fylgt okkur og verndað í gegnum lífið. Ég man kreppuárin og þá erf- iðleika sem þeim tíma fylgdu. Var stundum litla vinnu að fá og því var fátækt hjá þeim eins og hjá mörgum öðrum. Aldrei minnist ég þó þess að okkur hafi skort fæði eða klæði. Það undu allir glaðir við sitt enda ekki miklar kröfur gerð- ar. Í þá daga var ekkert kapp- hlaup um veraldlegar eigur eins og nú er og sálarlíf fólks hreinna og ómengaðra en nú. Ég trúi því að þá hafi sönn gleði og hamingja ríkt, sem átti sér rætur í nálægð og samneyti manna á milli. Við Ingólfur bróðir vorum mjög samrýnd, við fylgdumst að og fluttum með foreldrum okkar frá Patreksfirði til Reykjavíkur árið 1950. Ingólfur starfaði hjá Pósti og síma og síðustu árin fyrir starfs- lok, sem póstfulltrúi á útibúinu við Holtaveg. Ingólfur var drengur góður, traustur, trúr og sjálfum sér sam- kvæmur. Hann var allra manna fyrirmynd og ég var mjög stolt af honum. Síðustu æviárin bjó hann með elskulegri eiginkonu sinni, Dórótheu, á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, Hjallaseli 55 og naut þar góðrar umönnunar, sem hér með er þakkað fyrir. Aðalheiður eða Heiða, eins og við kölluðum hana, yfirgaf for- eldrahús um tvítugt. Það var sér- staklega kært á milli þeirra systk- ina. Mig langar til að láta fljóta hér með ljóðlínur frá Ingólfi til systur sinnar, þegar hún fór að heiman. Hann var þá 23ja ára og auðvitað alveg ókunnugt um fram- tíð hennar í Bandaríkjunum: Sá dagur speglast, er drottinn gaf þér fyrst, og draumar lífsins festa nýjar rætur. Þótt lifir enn á landi, sem er nyrst, þér löndin fleiri kunna að búa nætur. Þá vil ég óska þér, vegfarandi, sóma og virðing hljótir, sigur, gleði og þrótt. Í hamingu þitt hjarta megi róma um helgan kraft, svo innra sé þér rótt. Heiðu systur minni þótti mjög vænt um þessar ljóðlínur og var tamt að fara með þær, er hún minntist bróður síns. Heiða var yndisleg og góð kona, sérstaklega prúð og fáguð í framkomu. Hún var mikil hannyrðakona og lærði kjólasaum. Áður fyrr rak hún hér í Reykjavík saumastofuna Smart. Hún var sjálf alltaf „smart“ í orðs- ins fyllstu merkingu; glæsileg kona. Árið 1956 flutti Heiða með Bjarna manni sínum og börnum til Bandaríkjanna. Lengst af vann hún við stjórnunarstörf í kjóla- verslun í New Jersey, þar sem hún bjó. Eftir starfslok, þegar Heiða var 73ja ára, fluttu þau hjónin til Flórída, þar sem þau bjuggu til dauðadags. Eftir lát eiginmanns síns árið 1996 bjó Heiða með syni sínum Þórarni Bjarnasyni. Hún kom oft hingað til síns elskaða lands að hitta ættingja og vini. Það var alltaf jafnspennandi að fá hana í heimsókn. Þá var rifjaður upp gamli tíminn og oft mikið hlegið. Hún var svo spaugsöm og skemmtileg. Hugljúfustu minning- ar mínar, hin síðustu ár, eru frá fögrum sumardögum og kvöldum, er við systurnar sátum á svölunum og nutum útsýnisins yfir allan bæ- inn, Snæfellsnesið, Esjuna, Akra- nes, Keili, Hafnarfjörð og Kefla- vík, síðan blóðrautt sólarlagið. Þessu gleymdi Heiða aldrei og minntist þess svo að segja í hvert sinn er við töluðum saman í síma. Guð blessi minningu systkina minna og ég þakka fyrir tilveru þeirra. Öllum þeirra mörgu afkom- endum, sem sakna þeirra, sendi ég samúðarkveðjur. Elsa H. Þórarinsdóttir. ✝ Grímur fæddist íPálsbæ á Stokks- eyri 6. október 1928. Hann lést á Sjúkra- húsi Suðurlands 28. maí 2001. Foreldrar hans voru þau hjónin Sesselja Símonar- dóttir og Sigurður Ingvar Grímsson. Hinn 23. desember 1951 gekk Grímur að eiga konu sína, Ástu Kristinsdóttur, sem fædd er í Vest- mannaeyjum 5. 10. 1934. Grímur og Ásta eignuðust fjögur börn sem eru: 1. Sigurður Ingvar, vélfræð- ingur og kennari á Selfossi, f. 12. 9. 1951, kvæntur Jónu Ingvars- dóttur. Börn þeirra eru: Grímur, Anna Valgerður og Ægir. 2. Kristinn Ómar, rafvirki og fram- kvæmdastjóri, f. 17. 3. 1953, kvæntur Erlu Ólafíu Gísladóttur. Dætur þeirra eru: Ásta Björg og Bjarn- ey Sif. 3. Jóna f. 6. 5. 1956, d. 25. 11. sama ár. 4. Sveinn, vél- fræðingur, f. 14. 6 1960, kvæntur Sæ- dísi Jónsdóttur. Barn þeirra: Dröfn. Langafabarn Gríms er Katla Sif Ægis- dóttir f. 9. 12. 2000, lítill sólargeisli. Systkini Gríms eru: Ágústa Þórhild- ur, Sigurður Símon og Ólafur. Grímur nam bifvélavirkjun og vann fyrri hluta starfsævinnar við það starf hjá Kaupfélagi Árnes- inga á Selfossi. Síðar vann hann sem umsjónarmaður bifreiða hjá Mjólkurbúi Flómanna á Selfossi. Grímur var jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 2. júní sl. Drottinn mun vernda þig fyrir öllu illu, hann mun vernda sál þína. Drottinn mun varðveita útgöngu þína og inngöngu, héðan í frá og að eilífu. Sl. 121. 7-8 Það er í eðli okkar að syrgja þegar einhver okkur nákomin deyr, það er hins vegar huggun okkar að við trúum því að dauðinn sé ekki endalokin heldur alveg eins upphaf að nýju lífi. Eilíf hringrás lífs og dauða eins og allt í umhverfi okkar sannar. Nú hefur þú yfirgefið þessa jarðvist og þennan líkama sem var þér stund- um erfiður síðustu árin. Nú hefur þú fengið annað hlutverk. Við ósk- um og biðjum fyrir sál þinni og trúum að nú líði þér vel. Við systk- inin vorum alin upp á Stokkseyri hjá góðum foreldrum og vorum látin vinna öll venjuleg sveitastörf. Grímur var okkur elstur og mæddi oft mest á honum. Hann var sér- lega laginn að umgangast hesta og var látinn fara á milli eins og sagt var þegar flytja þurfti heyið heim á vagni með hest fyrir. Stundum kom ýmislegt fyrir sem endaði þó vel og hlegið var að eftir á. Við Grímur vorum sérlega sam- rýnd enda ekki nema tvö ár á milli okkar. Oft setti hann mig ofan í tunnu þegar bílar fóru um veginn hjá bænum okkar, Pálsbæ, til að vernda mig fyrir þeim. Seinna þegar árin liðu og úr okkur togn- aði og Grímur eignaðist bíl voru ekki ófáir bíltúrarnir sem ég fékk að eiga með honum og margar stundir mér ógleymanlegar. Ég þakka Grími fyrir allar samveru- stundir fyrr og síðar. Ég vil að endingu senda Ástu og öllum ástvinum innilegar samúðar- kveðjur. Guð styrki ykkur um ókomna tíma og munum að bros er þreyttum hvíld og birta þeim sem dapur er. Ágústa Þórhildur. GRÍMUR SIGURÐSSON MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda grein- arnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/send- anda fylgi. Um hvern látinn einstak- ling birtist formáli, ein uppi- stöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við með- allínubil og hæfilega línu- lengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Til- vitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú er- indi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Frágangur afmælis- og minning- argreina Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. AÐALHEIÐUR GUÐRÚN ÞÓRARINSDÓTTIR INGÓLFUR JÓN ÞÓRARINSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.