Morgunblaðið - 22.06.2001, Side 46

Morgunblaðið - 22.06.2001, Side 46
UMRÆÐAN 46 FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ HVAÐ er þjóð? Á einfaldan hátt mætti skilgreina þjóð sem „pólitískt og menning- arlegt samfélag manna með tiltekið land, lög eða annað félagskerfi, þ.á m. vald til þess að viðhalda stjórnkerf- inu“. Að baki hverrar þjóðar liggur sjálfs- mynd hennar, sem ákveður hvers konar þjóð hún sjálf er. T.d. ákveður sjálfsmynd Ís- lendinga íslensku sem opinbera tungu þjóðar- innar. En í þjóð eins og Belgíu þar sem fleiri en ein tunga er töluð geta verið fleiri en eitt op- inbert tungumál. Þjóðarsjálfsmynd er ekki alltaf skýrt hugtak. Hún getur stundum verið búin til í þeim tilgangi að stuðla að einingu þjóðarinnar eftir að þjóðin hefur mótast. Svokallaðar goðsagnir eru notaðar til þess hjá næstum öllum þjóðum. T.d. eru í Bandaríkjunum fáninn „stars and stripes“ og slagorðið „land of free- dom“ viðfangsefni þjóðartrúar, en þau hjálpa Bandaríkjamönnum að halda í sameiginlega sjálfsmynd sína sem Bandaríkjamenn. Fátítt er að þjóðir séu algerlega einsleitar, þ.e. þær samanstandi af aðeins einum etnískum hópi. Það er sagt að aðeins 10 prósent þjóða í heiminum séu einsleitar þjóðir. Eins og hver þjóð, hefur einnig sérhver etnískur hópur sína sjálfsmynd og einkenni. Goðsagnir eru einnig not- aðar til þess að aðgreina sig frá öðr- um etnískum hópum. Goðsagnir þessara þjóðarbrota eru oftast tengdar við frumsögu þeirra um hvaðan þeir eru upprunnir, sem sagt hverjir þeir eru. Einnig geta goðsagnir etnískra þjóðarbrota ver- ið um forfeður þeirra, trú, tungumál eða jafnvel um matarsiðvenju, ofl. Þegar margir etnískir hópar eru til staðar í einni þjóð verður einn þeirra eðlilega ríkjandi. Þess vegna skarast þjóðarsjálfsmyndin og sjálfsmynd þessara etnísku þjóðar- brota að vissu leyti en þær eru ekki oftast sú sama. Nú er sýnd í kvikmyndahúsum mynd sem heitir „Perl harbor“. Hún fjallar um áras Japana á Hawaii í seinni heimsstyrjöldinni. Áður en hún var frumsynd í Bandaríkjunum tjáðu japanskir Bandaríkjabúar áhyggjur sínar formlega af því að kvíkmyndin myndi rifja upp andúð gagnvart japönskum íbúum í Bandaríkjunum. Þetta er gott dæmi um hvernig þjóðarsjálfsmynd getur rekist á sjálfsmynd etnísks þjóðar- brots í landinu. Allavega er þjóðarsjálfsmyndinni ætlað að halda einingu meðal mis- munandi etnískra hópa í landinu. Þess vegna leggur þjóðarsjálfsmynd yfirleitt mesta áherslu á borgaraleg gildi sem eru jafnþýðingarmikil fyr- ir alla etníska hópa landsins. T.d. er slagorðið „Amerika is land of free- dom“ borgaralegt hugtak án tillits til þess hvaða etnísks hóps maður tilheyrir. Þessi munur á áherslu milli þjóðarsjálfsmyndar og sjálfs- myndar etnískra þjóðarbrota hlýtur að vera mjög skiljanlegur. Nú snúum við okkur til Íslands þar sem við lifum í dag. Mig langar til að segja það fyrst og fremst að Ísland er eitt af fáum dæmum um þjóð sem samanstendur af næstum aðeins einum etnískum hópi. Hér hefur verið svo til einsleitt samfélag. Þess vegna er munurinn milli þjóð- arsjálfsmyndar og etnískrar sjálfs- myndar mjög óskýr á Íslandi. Marg- ir telja jafnvel að hugtakið „ethnic“ sé ekki til í íslensku ef við notum orðið „ethnic“ nákvæmilega sam- kvæmt orðaskilgreiningu. En ég ætla ekki að fara nánar út í skil- greiningar á orðinu „ethnic“ hér. Það sem er áhugavert er að etn- ísk sjálfsmynd er líka beinlínis þjóð- arsjálfsmynd á Íslandi. Eins og hjá öðrum þjóðum eru goðsagnir líka til á Íslandi. Þær eru t.d. sögur um að Íslendingar séu harð- gerir afkomendur vík- inga, dýrkun á ís- lenskri tungu, trú á hreinleika íslenskrar náttúru eða meðvitund um að tilheyra þjóð- kirkju. Svona goðsagn- ir varða forfeður Ís- lendinga, tungu og trú. Þessi atriði spegla sterklega einkenni etn- ískrar sjálfsmyndar. Hins vegar sjást til- tölulega sjaldan borgaraleg ein- kenni eins og tilvísun í stjórnarskrá í daglegu lífi fólks eða umburðar- lyndi við framandi lífshætti. Notkun erlendrar tungu í þjóðfélaginu fær frekar neikvæð viðbrögð. Svona aðstæður sýna okkur, að mínu mati, að á Íslandi hafi etnísk sjálfsmynd og þjóðarsjálfsmynd sem tengd er við borgaralegar hug- myndir enn ekki þróast að neinu marki. Þess vegna er einkenni ís- lenskrar þjóðernisvitundar sprottin af aðeins tveimur þáttum, þ.e. ann- aðhvort ertu „íslenskur“ eða „út- lenskur“. Við þekkjum t.d. öll aug- lýsinguna. „Íslendingar borða SS-pylsur“ eða „íslenskt; já, takk“. Þess konar fullyrðing „Íslendingar gera hitt eða þetta“ sýnist mér end- urspegla fasta þjóðernisvitund Ís- lendinga og einnig gefa okkur mjög etnískan tón. Múslimar á Íslandi borða ekki pylsur því að það stang- ast á við etníska reglu þeirra. Ég ætla ekki að gagnrýna SS-pylsur hér, en málið er að þjóðernisvitund sem er ekki aðskilin frá etnískum tónum sést talsvert oft í þjóðfélag- inu. Svona þjóðernisvitund styrkir ekki aðeins viðhorf Íslendinga til að krefjast einhliða aðlögunar innflytj- enda að íslenskum gildum, heldur býr jafnvel til lög og reglur í slíkum tón. Mín fullyrðing er sú að á Íslandi skorti sjálfsmynd borgaralegs þjóð- félags og að þjóðin þurfi að þróa þjóðarsjálfsmynd sína fram yfir etn- íska sjálfsmynd. Þjóðin er nefnilega að þróast í áttina að því að verða að fjölmenningarleg þjóð og þá er óhjá- kæmilegt að skapa nóg pláss og tækifæri fyrir „ó-íslenska“ íbúa og að viðurkenna tilveru og framlag þeirra til þjóðfélagsins á réttan hátt. Þetta er ekki aðeins málefni Ís- lendinga. Við innflytjendur verðum sjálfir að vinna með málið. Við skul- um benda á tilveru okkar í þjóð- félaginu með því að taka virkan þátt í því, til þess að byggja upp saman þjóð með „innfæddum“ Íslending- um. Ég á tvö börn en móðir þeirra er íslensk. Ég man þegar bandarískur vinur minn sagði eitt sinn við mig. „Toshiki, fólk segir kannski að börn ykkar séu hálfjapönsk og hálfís- lensk en það er ekki rétt. Þau eru tvöfalt, bæði japönsk og íslensk.“ Ég óska þess að svona fjölbreytni verði hluti af fjársjóði Íslands í ná- inni framtíð. Þjóðerni – bara hitt eða þetta? Toshiki Toma Höfundur er prestur innflytjenda. Sjálfsmynd Mín fullyrðing er sú að á Íslandi skorti sjálfs- mynd borgaralegs þjóð- félags, segir Toshiki Toma, og að þjóðin þurfi að þróa þjóðarsjálfs- mynd sína fram yfir etníska sjálfsmynd. Kvikmyndagerðin þarf að takast á við mál sem standa fyrir utan ramma nýs frumvarps, t.d. málefni menningar- legrar skírskotunar, listrænnar skulbinding- ar, einkavæðingar og al- þjóðavæðingar. Einka- væðing í rekstri hefur verið tekin upp í lista- og menningargeiranum í flestum löndum Evr- ópu, en jafnvel Frakkar hafa beitt henni til að auka hagræðingu, og Króatar og Búlgarar til að losna við gamla pólitískt tilnefnda búró- krata. Það er heldur ekki erfitt af færa fyrir því rök að almenn alþjóða- væðing (globalisation) í kvikmynda- gerð og víðar sé blekking. Ef þau rök sem notuð eru fyrir almennri alþjóða- væðingu eru notuð á hugmyndir Plat- ós 300 árum fyrir Krist, svo ekki sé talað um kristindóminn sjálfan, þá hófst alþjóðavæðing fyrir meira en 2000 árum. Það er t.d. ekki nýtt að fyrirtæki stundi viðskipti í mörgum löndum og verði „fjölþjóðafyrirtæki“ (Multi-National-Enterprises, MNE). Það er hraðinn sem hefur endurvakið þessa umræðu, en hafa þá fjölþjóða- fyrirtækin, sem eru aðalmálið, tíma til að spá í hægfara samruna menningar, nema þá neyslumenningar, þegar þau eru upptekin við að lifa af samkeppn- ina? Hér liggja áherslurnar sjálfsagt í því hvort það er meiri áhugi á Plató eða Nestlé og Electrolux AB. Al- þjóðavæðingu í kvikmyndagerð í dag, og kannski í öðrum viðskiptum, mætti kalla nútímavæðingu sem felst í að til- einka sér vinnubrögð sem hafa verið stunduð í a.m.k. 90 af 100 ára sögu kvikmyndagerðar. Vandinn við „menningarlega skírskotun“ Stefnumörkun í menningarmálum verður stundum hálfheimspekileg og er eitt flóknasta svið nútímastjórn- mála. Til dæmis skilgreiningin á menningunni sjálfri, einsog þegar tekið er fram að eitthvað þurfi að hafa skírskotun í menningu. Við getum tekið dæmi af innflytjendum. Það er t.d. ekki skýrt hvort íslensk menning- arþjóð í dag sjái sig sem eitt samfélag jafnhárra einstaklinga af fleiri en einu þjóðarbroti, eða samfélag ólíkra þjóð- arbrota (eitt stórt og mörg lítil). Með öðrum orðum, tekur íslensk menning við „nýjum“ Íslendingum með því að hjálpa þeim að aðlagast íslenskri menningu, eða með því að hjálpa „nýjum“ Ís- lendingum að viðhalda sinni upprunalegu menningu? Eða bregst íslensk menning kannski ekkert við? Hér þurfa hlutirnir ekki að vera ýmist í ökkla eða eyra, en ef tvö menning- arverkefni sækja um styrk til íslenska ríkis- ins, annað er um inn- flytjendur en hitt er gert af innflytjendum, hvort þeirra hefur meiri skírskotun í íslenska menningu og menning- arstefnu? Hinsvegar, og það getur kallast kostur, þegar ákvæði um menningar- legt gildi Íslands er komið í alþjóða- samning geta önnur lönd eða samtök ekki gert frekari athugsemd því að vafaatriði túlkunar liggja alltaf Ís- lands megin. Ef við einangrum kvik- myndagerðina og afstöðu hennar gagnvart erlendri kvikmyndagerð, þá er það spurning hversu mikla varn- arpólitík við ætlum að reka gagnvart alþjóðstraumum (þetta á líka við um Evróvisjónlög – þ.e.a.s. sönglög), eða hvort við ætlum að reka grípa-tæki- færið-stefnu, það er að gera hluti á eins mörgum tungumálum og verða vill. Aðalmálið hlýtur að vera að inn í menningarpólitík þurfa nýjar hug- myndir að eiga greiðan aðgang án þess að til þurfi lagabreytingar. Nýja kvikmyndafrumvarpið gefur tilefni til að ætla að kerfið opnist. Og þá snýst málið um stjórnun og stefnumörkun frekar en lög, en þegar fram í sækir bera íslensk menning- arverkefni sjálfsagt þess merki hvernig til hefur tekist og hvort lögð hefur verið áhersla á ytri ímynd lands, sögu og þjóðar eða innri veru- leika hennar. Önnur mál En þessi mál eru í deiglunni víða, einsog aðkoma ríkisins að leiklistar- málum, tónlist og tónlistarútflutningi, listamannalaunum og almennum áherslum á menningararfleið eða nú- tímalist. Það er ekki óalgengt að hvorki opinberir starfsmenn í þessum geira né listamenn sjálfir viti hverju er farið eftir hverju sinni. Kvik- myndagerð hefur að þessu leyti verið í sömu tvístígandi stöðu og flestar list- greinar á Íslandi, vegna þess að heild- stæð lista- og menningarstefna er óljós, sem er ekkert íslenskt sérfyr- irbæri. Þörfin á einum sjálfstæðum stað fyrir allan þennan málaflokk ut- an ráðuneytis er líka orðin aðkallandi því kerfið sjálft er ekki í stakk búið til að sinna nauðsynlegri stefnumótun og endurnýjun, sem gerir bæði starfs- fólki hins opinbera og skjólstæðing- um þess erfiðara fyrir. Listaráð Ís- lands gæti verið sá vettvangur stefnumótunar þar sem hugmyndir um menningarlegar skírskotanir eru skilgreindar, og auk þess vettvangur þar sem heildstæð fjármálastefna fyr- ir listir er mótuð í samvinnu við yf- irvöld. Umræða um menningarstarf og listgreinar myndi vonandi verða markvissari með þannig hagræðingu. Öll opinber lista- og menningarstarf- semi heyrði meira og minna undir listaráð sem væri undir menntamála- ráðuneyti. Þarna væri listaráð ráðgef- andi í stefnumótun fyrir stjórnvöld og í peningamálum fyrir sjálfstæða aðila í listum, þarna væri Nýlistasafn, Þýð- ingasjóður, Óperan, stjórn bókasafna, listamannalaun, Eiríkstaðarnefnd, leiklistarráð, Örnefnastofnun, o.s.frv. o.s.frv. Listaráð myndi hafa erlenda lista- og menningarsjóði sem Ísland á aðild að á sínum snærum. Sé litið til baka þá liggur ákveðin skýring í því að umræðan hefur verið á einslitu plani, sem aftur má skýra með löngu kaldastríði þar sem til- raunum til hreinskiptinnar umræðu var oft tekið sem árás á pólitísk gildi sem áttu rætur í öðrum veruleika en við búum við. Hugsanlega voru það pólitískrar rætur, utan kvikmyndagerðar, sem ollu því að ný kvikmyndalög voru ekki samþykkt 1990, og í kjölfarið fylgdu sjö mögur ár. En nýtt frumvarp um kvikmyndamál þarf Alþingi að sam- þykkja, og jafnvel „opna“ meira, ekki aðeins vegna þess að það er kominn tími á ný lög, heldur til að reyna það kerfi sem hér er stungið uppá sem fordæmisgildandi fyrir aðrar greinar og vera þannig liður í að endurskoða allt opinbert styrkjafyrirkomulag rík- isins frá grunni. En umræða um markaðsvæðingu, einkavæðingu og alþjóðavæðingu í lista- og menningar- málum almennt fer fram á breiðari vettvangi. Alþjóðavæð- ing og listaráð Einar Þór Gunnlaugsson Kvikmyndalög Nýjar hugmyndir þurfa að eiga greiðan aðgang inn í menningarpólitík- ina, segir Einar Þór Gunnlaugsson, án þess að til þess þurfi laga- breytingar. Höfundur er kvikmyndagerðar- maður í London. UNDANFARIN fimm ár hefur Sjó- mannafélag Reykjavík- ur barist fyrir íslensk- um kjörum um borð í skipum í áætlunarsigl- ingum á vegum ís- lenskra aðila til og frá landinu. Tekist hefur að ná fram þessu mikil- væga baráttumáli í öll- um meginatriðum þeg- ar um er að ræða íslensk skipafélög. Einkahlutafélagið Atlantsskip er ekki ís- lenskt skipafélag. Það leigir skip undir hinum og þessum erlendum fánum hjá erlendum skipafélögum og lætur þau flytja fyrir sig vörur, bæði fyrir bandaríska varnarliðið í Kefla- vík og íslensk fyrirtæki og stjórnvöld samanber búslóðina hans Svavars Gestssonar og ómetanleg verðmæti Listasafns Íslands. Sjómannafélagið hefur ítrekað rætt við utanríkisráð- herra um ríkjandi ástand og lýst fyrir hon- um áhyggjum sínum út af þessari þróun. Látið hefur verið að því liggja að endi verði bundinn á þetta ástand innan ásættanlegra tíma- marka. Að mati Sjó- mannafélagsins er sá tími löngu liðinn. Langlundargeð Sjó- mannafélagsins hefur verið mikið í þessu máli. Félagið hefur treyst því að eitthvað hafi verið að marka þá skoðun sem komið hefur fram innan íslenska stjórnkerfisins að ástandið sé óviðunandi. Að það væri ásetning- ur íslenskra stjórnvalda að þeir sem stunduðu fastar áætlunarsiglingar til og frá landinu sætu við sama borð í samkeppnisefnum. Með hverjum degi sem líður verður æ minna að marka þau orð sem fallið hafa í viðræðum við íslensk stjórnvöld. Og þolrif Sjó- mannafélagsins halda ekki öllu leng- ur. Félagið getur neyðst til að grípa til þeirra ráða sem duga til að verja hagsmuni félagsmanna sinna vegna aðgerðarleysis stjórnvalda. Hversu lengi enn ætla íslensk stjórnvöld að halda verndarhendi yfir þessari starf- semi Atlantsskipa? Það er krafa Sjómannafélags Reykjavíkur að gripið verði í taumana nú þegar og að séð verði til þess að þessir flutningar fari fram samkvæmt milliríkjasamningum um að 60% flutninganna skuli vera í höndum ís- lensks skipafélags áður en félagið neyðist til að grípa til baráttuaðgerða. Enn siglir Atlantsskip! Jónas Garðarsson Höfundur er formaður Sjómanna- félags Reykjavíkur. Sjóflutningar Hversu lengi enn, spyr Jónas Garðarsson, ætla íslensk stjórnvöld að halda verndarhendi yfir þessari starfsemi Atlantsskipa?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.